Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 157

Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 157
„Sápukúlur tískunnar 155 jákvæð áhrif, eins og í tilviki fordismans sem Einar Már minnist á.3° Auðmagns- eigendur gerðu jafnvel hugmyndafræði velferðarríkisins að sinni því hún tryggði frið á vinnumarkaðnum, hindraði byltingu, jók neyslu og þar með framleiðslu.31 Þegar vestrænn kapítalismi lenti í kreppu í kringum 1970, sem náði hámarki í olíukreppunni haustið 1973, byrjaði blaðið hins vegar að snúast við. Framleiðslan varð að brjótast út úr vítahring stöðnunar og hnignunar. Fram spruttu ný út- þenslusvið kapítalískrar framleiðslu sem kröfðust breytinga á samfélaginu og þar með nýrrar hugmyndafræði sem réttlætti þær.321 ljósi þessa verður að segja að Einar Már ofmeti frjálshyggjuna sem primus motor, þótt hún hafi vissulega styrkst í tengslum við þessar samfélagsbreytingar. Frjálshyggjan fann ekki upp ný út- þenslusvið framleiðslunnar þótt hún hafi átt virkan þátt í réttlætingu þeirra og upplausn sumra þeirra valdastofnanna sem stóðu í vegi fyrir útþenslunni. Það var með öðrum orðum ekki hugmyndafræði frjálshyggjunnar heldur kapítalískt sam- félag sem varð að brjótast út úr hnignun framleiðslunnar. I ljósi ofmats Einars Más á hugmyndafræði ftjálshyggjunnar, sem hann gerir að frumhreyfli, er sláandi hvernig hann vanmetur hana um leið. Sé þessi hugmynda- fræði í raun hreyfiafl ógurlegra samfélagsbreytinga væri ástæða til að taka hana alvarlega. I meðförum Einars Más fær maður hins vegar á tilfinninguna að hún sé hálfgert grín. „Þegar árið 1944 og síðan aftur 1960 reyndi einn af fyrirrennurum frjálshyggjunnar að vekja hana upp á ný“ (158), skrifar Einar Már og á væntanlega við austurríska hagfræðinginn og stjórnmálaheimspekinginn Friedrich A. Hayek og rit hans Leiðina til ánauðar (The Road to Serfdom) og Frelsisskrána (The Constitution ofLiberty).33 Eins og aðra meinta „rugludalla" frjálshyggjunnar af- greiðir hann Nóbelsverðlaunahafann í örfáum orðum: hann hafi haldið „því fram, að hjá því gæti ekki farið að velferðarþjóðfélagið myndi tortíma frelsi og lýðræði. En í stöðugu þjóðfélagi Vesturlanda var þessi kenning svo augljóslega fáránleg, að hæpið var að nokkur gæti tekið hana alvarlega.“ (158) Nú eru kenningar af þessu tagi óneitanlega gagnrýni verðar. En rétt væri þó að taka þær alvarlega í stað þess 30 ,„Ég borga verkamönnum mínum vel,‘ á Henry Ford að hafa sagt, ,svo þeir hafi efni á að kaupa bílana sem ég framleiði'. Innan ramma þjóðríkis fer því rekstur fyrirtækja í ákveðinn farveg: markmiðið er ekki að græða sem mest á sem stystum tíma heldur hafa öruggt lifibrauð til frambúðar og veita sér og öðrum atvinnu.1* (321) Hér eins og víðar einfaldar Einar Már flókna málavöxtu. Fordismi er fyrst og fremst sögulegur framleiðsluháttur vestrænna iðnríkja sem umbreytti framleiðsluaðferðum með skiptingu niður í skilgreind verkatriði, stöðlun og færibandinu, með tilheyrandi framleiðniaukningu, fjöldaframleiðslu og neyslusamfélagi. Hugmyndafræði Fords er gjarnan nefnd fordismi og stundum „velferðarkapítalismi". Beiting fyrrnefndra framleiðsluaðferða var leið Fords til að græða sem mest á sem skemmstum tíma og er „velferðarkapítalismi“ hans umdeildur vegna forsjárhyggju og andstöðu við verkalýðsfélög. 31 Dæmi um þetta er „New Deal“ Roosevelts forseta sem reif Bandaríkin upp úr heimskreppunni á fjórða áratugnum og byggði á hagfræðikenningum Johns Maynards Keynes um blandað hagkerfi, hlutverk ríkisins við að halda uppi félagsþjónustu, atvinnu og stjórna verðbólgu. 32 Um ný útþenslusvið kapítalískrar framleiðslu sjá Hjörleifur Fmnsson, „Af nýju lífvaldi: Líf- tækni, nýfrjálshyggja og lífsiðfræði", Hugur 15 (2003), s. 174-196; og sami, „Ótti á tímum öryggis. Öryggisneysla og áhættustjórnun í eftirnútímanum", Hugur 18 (2006), s. 132-154. 33 Sjá Leiðin tildnauðar, þýð. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Reykjavík: Almenna bókafélagið og Félag frjálshyggjumanna 1980.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.