Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 140

Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 140
138 Jón A. Kalmansson en sársauka, heldur verða þau einnig til þegar hugur og heimur mætast, þegar hugsandi vera ber kennsl á veruleikann, sér til dæmis að einhver hlutur er fagur og góður og „ætti að vera og ætti að halda áfram að vera það sem hann er jafnvel þótt við munum aldrei njóta hans“. Þessar tvenns konar uppsprettur verðmæta eru vissulega tengdar en ekki á neinn einfaldan hátt. Eg get til dæmis vel fallist á þá staðhæfingu að þegar allt komi til alls séu djúpstæðustu hagsmunir manna fólgnir í því að verða vitandi um veruleikann, annað fólk og náttúruna, að fara ekki sofandi gegnum sitt órannsakaða líf. En greinarmunurinn á gildum sem tengjast hagsmunum og gildum sem tengjast vitund okkar er mikilvægur. Eitt það gagnlegasta í umíjöllun Olafs Páls um verðmæti er þegar hann minnir okkur á hve hætt er við því að tæknileg og hagsmunamiðuð sýn á náttúruna fái okkur í senn til að vanmeta hana og ofmeta okkur sjálf: I fyrra lagi vanmetur maður náttúruna á sambærilegan hátt og maður vanmetur aðra manneskju þegar maður lítur á hana einungis í ljósi þeirra hlutverka sem hún gegnir en horfir framhjá því að viðkomandi er líka sjálfstæð manneskja. I seinna lagi ofmetur maður eigin stöðu í sköpunar- verkinu. Sá sem sér allt frá sjónarhóh eigin hagsmuna, hann lítur á sjálfan sig sem meistara sköpunarverksins - hann segir: „Verðmæti og gildi eru mín uppfinning“ [...] (60). Ólafur vísar hér meðal annars til þeirrar gömlu og þverstæðukenndu visku að maður sem hefur eigin hagsmuni ávallt í fyrirrúmi endar með því að skaða þá. Hann fer á mis við mörg þau gæði sem óeigingjörn samskipti við annað fólk geta gefið honum. A sama hátt er hætt við því að sá sem horfir á náttúruna ávallt með það bak við eyrað hvað hann eða aðrir fái út úr henni fari á mis við það sem hún getur gefið honum. Náttúran ekki síður en manneskjurnar opnar ekki fjársjóði sína og leyndardóma fyrir andlegum eiginhagsmunaseggjum eða þumbum. Enginn vafi er á því að eitt meginmarkmið Ólafs Páls í Náttúra, vald og verðmœti er að sýna fram á hvernig önnur sýn til náttúrunnar en sú sem miðar allt við hags- muni er bæði möguleg og nauðsynleg. En það er annar þáttur sem hefur síst minna vægi í bókinni. Hann er glíma höfúndarins við þá erfiðu spurningu hvernig það megi vera að ákvarðanir sem teknar eru í nafni lýðræðisins, í umboði fólksins og í þágu fólksins, reynast svo oft skaða bæði náttúruleg verðmæti og heildar- hagsmuni fólksins. Lýðræðislegt stjórnarfar virðist ekki tryggja að spornað sé nægilega við náttúruspjöllum, mengun og ofnýtingu. Öðru nær. Þau ríki heims sem valda umhverfinu hlutfallslega mestu álagi eru gjarnan þau ríki sem hafa hvað lengsta lýðræðishefð. Sú spurning er því í raun enn óútkljáð hvort sú mikla sam- félagstilraun sem við köllum lýðræði standist þá prófraun sem hún þreytir nú. Enn er óljóst hvort lýðræðislega kjörnar ríkisstjórnir í heiminum megna að hafa forystu um nauðsynlegar breytingar í átt að friðvænlegri og sjálfbærari heimi. En eins og Ólafur Páll ýjar að er spurningin ef til vill ekki síður sú hvort við, borgararnir, stöndumst prófraunina með því að vera trú hugsjón lýðræðisins, með því að leggja okkur fram um að gera bestu möguleikana sem í lýðræðinu búa að veruleika, eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.