Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 159

Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 159
Sápukúlur tískunnar“ 157 sauðahúsi: „frjálshyggjumenn, hverju nafni sem þeir nefnast, eru aldrei mjög langt frá rugludallastiginu." (177) Aður hafði lesandinn verið upplýstur um að: „Sá sem heimsækir stofu þeirra uppgötvar sér til nokkurrar undrunar, að hann er ekki staddur í mannabústað heldur í draugahúsinu íTívolí“ (157). Einar Már gagnrýnir kenningu frjálshyggjunnar ekki þar sem hún er sterkust og áhugaverðust, en slík gagnrýni hefði hugsanlega getað varpað einhverju ljósi á áhrifamátt hennar.37 Sem dæmi um frjálshyggju sem ber að taka alvarlega má nefna kenningu Hayeks um dreifingu þekkingar og það hvernig frjáls verðmyndun er forsenda þess að hún sé virkjuð. Þetta er fáguð kenning sem ekki verður and- mælt með því að fullyrða að hún sé tómur vitleysisgangur. Þetta vanmat á hug- myndafræði frjálshyggjunnar sem rugli gerir það óskiljanlegt hvers vegna hún hefur haft áhrif. Sannleikurinn er sá að frjálshyggjan er snjöll hugmyndafræði sem hefur sannfæringarmátt og orðræða hennar hefur talsverð áhrif á þróun samfé- lagsins í samspili við aðra krafta þess. Áhugverðari væri gagnrýnin greining sem leiddi í ljós hvers vegna hugmyndafræði frjálshyggjunnar er áhrifarík, hvaða hags- muni hún stendur vörð um og hvaða hlutverki hún gegnir í þeim breytingarferlum sem eiga sér stað. Ofmat og vanmat Einars Más á hugmyndafræði frjálshyggj- unnar kemur í veg fyrir að Bréf til Maríu eigi svör við slíkum spurningum. Það veikir umfjöllun Einars Más um „frjálshyggju“ að hann notar hugtakið án nokkurs fyrirvara um ólík fyrirbæri.38 Hann getur þess að vísu að „frjálshyggjan [sé] reyndar stöku sinnum kölluð ,nýfrjálshyggjan‘ og þó það heiti sé engilsaxneskt að uppruna grunar mig að hérlendis hafi það þá verið skilið sem tilvísun í rísandi tísku.“ (162) Hugtakið „nýfrjálshyggja", sem hefði getað aukið litrófið í greiningu Einars Más, verður fyrir barðinu á kenningu hans um hverfulleika tískunnar, og hann innleiðir ekkert annað hugtak í aðgreiningarskyni.39 Þannig gerir hann enga tilraun til að greina hugmyndir Johns Stuarts Mill frá hugmyndum Friedrichs Hayek eða hugmyndafræði kapítalisma Viktoríutímabilsins frá frjálshyggjunni sem komst í blóma „á áttunda áratugnum í löndum Engilsaxa, en ekki fyrr en upp úr 1990 í Frakklandi“ (199) og gagnrýnendur hennar nefna gjarnan „nýfrjáls- hyggju“.4° Sjálfir hafa fulltrúar frjálshyggjunnar tilhneigingu til að líta svo á að 37 Sömuleiðis greinir hann ekki þá þætti orðræðu nýfrjálshyggjunnar sem, óháð fræðilegu gildi hennar, sannfæra almenning. 38 Þorsteinn Gylfason („Er heimurinn enn að farast?", Timarit Máls og menningar 58.3 (1998), s. 124-127, hér s. 118) hafði áður minnt á þetta: „Líberalismi - frjálshyggja - er ekkert eitt“. I ritdómi sínum („Bréf til Einars Más“, Fre'ttablaðið 13. júlí 2007) segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson Einar Má safna „saman undir heitinu ,frjálshyggju‘ öllum hagstjórnarhugmyndum vestrænna ríkisstjórna síðustu áratugi". Frammi fyrir bók Einars Más segist Atli Harðarson („Um Bréf til Maríu eftir Einar Má Jónsson“) hafa reynt að átta sig „á hvort hann meinti frjálshyggju af því tagi sem boðuð er á www.andriki.is eða hvort hann væri frekar að tala um fjórfrelsið á Evrópska efnahagssvæðinu og alþjóðavæðingu. Við þessu finnast engin skýr svör í textanum." 39 Einar Már minnist stuttlega á libertarianism sem hann þýðir „frjálsræðishyggja" (iy6) en þessi aðgreining hefur lítið aðgreiningargildi í bókinni. 40 Sjá til dæmis Ivar Jónsson, „'lhatcherisminn og efnahagskreppan. Nýfrjálshyggja, auðvalds- kreppan og hin nýja tækni“, Re'ttur 69.3-4 (1986); Hjörleifur Finnsson, „Af nýju lífvaldi. Líf- tækni, nýfrjálshyggja og lífsiðfræði", Hugur 15 (2003), s. 174-196; Pierre Bourdieu, „Kjarni ný- frjálshyggjunnar“, þýð. Björn Þorsteinsson, í Almenningsálitið er ekki til, s. 115-124.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.