Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 50

Hugur - 01.01.2008, Blaðsíða 50
48 Jón A. Kalmansson samkvæmt hennar eigin mælikvörðum, en þroskuð fóstur. Tilvitnunin er hluti af andsvari hennar við þessari mótbáru. Nú kunna einhverjir að varpa öndinni léttar við það að sjá að Warren telji óleyfi- legt að eyða ungbörnum eftir hentugleikum. Samt fer ekki hjá því að óróleiki geti læðst að þeim sem les útskýringar hennar. Hvers vegna telur Warren að ástæðurnar fyrir því að ekki eigi að drepa ungbörn séu þær að fólk yrði þá svipt ánægjunni af því að ala þau upp, eða hafi mætur á þeim? Hvað koma ánægja og mætur annars fólks því við að ekki á að drepa nýfædd börn? Er ekki eitthvað ankannalegt við að gefa slíkar ástæður yfirhöfúð? Sumir myndu svara þessari spurningu neitandi. Þeir myndu jafnvel hrósa Warren fyrir þá óhlutdrægni og það hugrekki að fylgja rök- semdafærslunni til röklegrar niðurstöðu sinnar. Aðferðarfræði hennar sé til fyrir- myndar. Hún byrji á að skilgreina þær forsendur fyrir máli sínu sem hún telur mestar líkur á að skynsamt fólk geti fallist á (aðeins verur með tiltekna eiginleika sem gera þær að persónum hafa full réttindi) og dragi síðan óhikað rökréttar álykt- anir. En rök sem einum finnst skynsamleg geta fyllt aðra hryllingi og fengið þá til að velta því fyrir sér hvort þau Warren búi á sömu plánetu, eða hver hún eiginlega sé þessi kona „og hvernig [henni] getur fundist petta vera það sem eigi að tilfæra í umræðu [um dráp á ungbörnum] - og þá við hvern?"2 Tilgangur minn með því að vitna í grein Warrens er meðal annars að vekja at- hygli á því að siðferðilegur ágreiningur birtist á fleiri en einn veg. Hann getur birst sem ósætti um tilteknar skoðanir eða niðurstöðu, en hann getur líka komið fram sem dýpri aðskilnaður í lífsafstöðu og heimssýn. Þeir sem lifa í sömu „siðferðilegu veröldinni" og deila sömu h'fsafstöðu geta verið ósammála um margt, en sýn hvers þeirra á hlutina er hinum aldrei fullkomlega framandi og óskiljanleg. Á hinn bóg- inn geta tveir menn verið sammála um tiltekna niðurstöðu, til dæmis gegn drápi á nýburum, en jafnframt nánast óskiljanlegir í augum hvors annars vegna þess á hve ólíkan hátt þeir hugsa um viðfangsefnið og komast að niðurstöðu. Það sem skilur okkur hvert frá öðru - það sem getur afhjúpað gjá á milli okkar - er sú siðferðilega veröld sem kemur í ljós þegar við gefum eða gefum ekki ástæður fyrir siðferðilegum skoðunum okkar. Það er djúp gjá milli heims þar sem dráp á ungbörnum er morð og heims þar sem siðferðileg staða barna er í raun engin og þeim er ekki gert neitt rangt með því að drepa þau. Eg vík aftur að þeirri gjá í lok greinarinnar, en læt nægja að sinni að benda á að hún er í víðasta skilningi fólgin í ólíkum hugmyndum um hver við erum og hvað hefur merkingu í h'fi okkar. Flest okkar hafa skilning á því að fæðing barns sé einn þeirra tímamótaatburða hfsins sem mótar grundvallarhugmyndir okkar um hvað það er að vera manneskja. Þau viðbrögð, þær tilfinningar, þær hugsanir sem bærast með okkur á slíkum stundum skilgreina að mikilvægu leyti mennsku okkar. Við skynjum það líka flest að þessi viðbrögð okkar geta verið 2 Hér vitna ég í orð bandaríska heimspekingsins Coru Diamond í grein hennar „Losing Your Concepts", Ethics (janúar 1988), s. 274. Diamond er að lýsa viðbrögðum við einhverjum sem segði í umræðu um dýratilraunir að ein ástæðan fyrir því að rangt væri að gera tilraunir á „ungbörnum“, setja þau í búr, prófa á þeim efnasambönd eða beita þau raflosti, sýkja þau af krabbameini eða vekja þeim mikinn ótta eða kvíða, eða drepa þau, væri sú að með því færi samfélagið á mis við mikilsvert framlag þeirra fengju þau að fullorðnast á eðlilegan máta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.