Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 5. O K T Ó B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  233. tölublað  100. árgangur  BÍLAR Metanbílar sem rjúka út, nýjustu rafbílarnir, eftirminnilegustu tryllitæki James Bond og margt fleira í 40 síðna blaðauka Baldur Arnarson baldura@mbl.is Til skoðunar er að fella niður laga- ákvæði um hljóðritanir á ríkisstjórn- arfundum áður en það á að taka gildi 1. nóvember, enda hafa sérfræðingar fundið ýmsa annmarka á lögunum. Kveður ákvæðið á um að upptök- urnar skuli opinberaðar 30 árum eft- ir hljóðritun en það átti upphaflega að taka gildi 1. janúar síðastliðinn. Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um framhaldið. Að hætta við eða breyta lögum „Við erum með málið til umræðu og erum að ræða okkar á milli hvern- ig við bregðumst við. Málið er ekki komið lengra en það. Við höfum þrjár vikur til stefnu. Það verður fundur hjá okkur í nefndinni á þriðjudaginn og málið verður á dag- skrá þá. Nokkrar leiðir eru færar. Ein væri sú að fella ákvæðið á brott en það kallar á breytingar á stjórnarráðslögum. Hinir kostirnir eru að greiða fyrir lagaákvæðinu með því að breyta öðrum lögum. Til- gangurinn er þá m.a. sá að tryggja að lokað sé fyrir aðgang að upptök- unum í 30 ár. Þetta tæki tíma og kallaði á frestun laganna sem eiga að taka gildi 1. nóvember.“ Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins þarf að breyta mörgum lögum til að hljóðritunin geti hafist. Íhuga að hætta við lögin Morgunblaðið/Ernir Stjórnarráðið Til stóð að taka upp ríkisstjórnarfundi með hljóðritun.  Óvíst hvort lagaákvæði um hljóðritanir á ríkisstjórnarfundum taka gildi í haust  Upptökurnar myndu kalla á víðtækar lagabreytingar  Þrjár vikur til stefnu MAnnmarkar taldir á »4 Margir hafa eflaust lesið sögurnar af skraut- legum uppátækjum kattarins með höttinn í samnefndum bókum. Á myndinni má sjá ekki síður uppátækjasam- an kött sem hefur nánast sett sig í hlutverk hatt- arins á höfði manns. Það var þó engin þörf fyrir að ganga með húfu á höfuðborgarsvæðinu í gær enda hið fegursta haustveður. Útlit er fyrir að borgarbúar njóti svipaðrar veðurblíðu í dag. Morgunblaðið/Kristinn Ber er hver að baki nema sér kött eigi  „Mér finnst gamaldags að senda fólk í verslanir til að skrá niður verð og vinna skrif- lega úr könn- uninni áður en hún er birt. Verð er svo fljótandi í dag að menn gætu sagt könnunina ein- ungis bregða upp mynd af gamalli stöðu,“ segir Tryggvi Axelsson, for- stjóri Neytendastofu, en að hans mati eru aðferðir Alþýðusambands Íslands (ASÍ) til eftirlits með verði á matvöru úreltar. Tryggvi segir mikla þörf vera á virku og öflugu eftirliti hér á landi og hentugast væri að opinber stofnun annaðist hlutverkið í stað hagsmunasamtaka á borð við ASÍ. »6 Gamaldags aðferðir við verðlagseftirlit  Níu fermetra veiðikofi við Hruna- krók á efsta veiðisvæði Stóru-Laxár í Hreppum gæti í framtíðinni hýst eitt minnsta sögu- og minjasafn landsins. Veiðifélagið og leigutaki árinnar áforma að endurbyggja húsið, sem staðið hefur í Hruna- krók í um 70 ár, en var notað sem varðskýli í seinna stríðinu. Þarna yrðu sögu veiða í ánni gerð skil í máli og myndum. »14 Safn Sennilega verður kofinn sóttur og endurbyggður á verkstæði. Minnsta sögusafnið í kofa í Hrunakrók  „Áður tók ég frelsinu sem sjálfsögðum hlut, líklega eins og flestir aðrir. Mér finnst þetta skrýtið, ég er frjáls og á meðal fólks. Þetta er furðuleg tilfinn- ing. En hún er góð. Ég ætla að nota hverja einustu mínútu það sem eftir er til að gera góða hluti,“ segir Brynjar Mettinisson. Brynjari var sleppt úr fangelsi í Taílandi þar sem hann var í haldi í 16 mánuði vegna gruns um fíkni- efnabrot. Hann var sýknaður af öll- um ákæruatriðum í lok júlí en losn- aði ekki úr fangelsinu fyrr en í byrjun þessarar viku. Hann kom í gær heim til systur sinnar í Svíþjóð. Að minnsta kosti 17 Íslendingar eru nú í fangelsum ytra og að auki er einn á reynslulausn og í farbanni í Brasilíu. »17 „Ég er frjáls og á meðal fólks“ Brynjar Mettinisson Tveir karlar og ein kona, sem voru í hópi þeirra sem handteknir voru á miðvikudagskvöldið í umfangsmikl- um aðgerðum lögreglunnar gegn vélhjólagenginu Outlaws, voru í gærkvöldi úrskurðuð í gæsluvarð- hald til 11. október næstkomandi. Að auki var farið fram á gæslu- varðhald yfir einum manni til viðbót- ar en dómari tók sér frest til dagsins í dag til að taka afstöðu til kröfunnar. Níu öðrum sem voru handteknir og vistaðir í fangageymslum lögreglu var sleppt úr haldi í gær. Þar af voru átta karlar og ein kona. Lögregla lagði hald á nokkra tugi gramma af sterkum fíkniefnum, stera, bruggtæki og bæði landa og gambra í húsleitunum en þær voru gerðar á fjórum stöðum á höfuðborg- arsvæðinu, tveimur á Suðurnesjum og einum stað í Árnessýslu. Hluti fíkniefnanna fannst í félagsheimili Outlaws í Hafnarfirði. Þá var lagt hald á ætlað þýfi og ýmis eggvopn. Alls tók á áttunda tug lögreglu- manna frá höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Árnessýslu þátt í aðgerðunum auk sérsveitar ríkislög- reglustjóra og starfsmanna toll- gæslu með sérþjálfaða hunda. „Lögreglan gerir allt sem í hennar valdi stendur til að gera skipulegum brotasamtökum það ljóst að þeirra starfsemi verður ekki liðin og þarna held ég að lögreglan eigi góðan hljómgrunn með þjóðinni,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra um málið í gærkvöldi. Þrír útlagar í gæsluvarðhald  Skipulögð glæpastarfsemi verður ekki liðin á Íslandi segir innanríkisráðherra Mynd/Pressphotos.biz Í gær Víðir Þorgeirsson, foringi Out- laws, við Héraðsdóm Reykjaness.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.