Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 Árni Páll Árnason sendi frá sérsnúinn texta í gær. Þar segir í upphafi: „Ég tilkynni í dag um þá ákvörðun mína að óska eftir stuðn- ingi ykkar við val á formanni flokksins á vetri komanda.“    Ýmsir töldu aðÁrni Páll stefndi í for- mennsku en nú sæk- ist hann aðeins eftir aðstoð við að velja sér formann. Þetta eru töluverð tíðindi, en skiljanleg þegar yfirlýsing Árna er lesin áfram:    Ísland er á krossgötum og stend-ur þar kyrrt. Þjóðin þarf að velja rétta leið. Efnahagsumhverfið hefur aldrei verið jafn óvisst. Ísland er fast í höftum og lífskjör dragast aftur úr því sem tíðkast í nálægum löndum. Hægt og rólega færumst við fjær fullgildri þátttöku í alþjóðlegu við- skiptaumhverfi og hættan af hafta- búskap, einokunarveldi og ein- hæfni í atvinnuháttum blasir við. Betur launuðum störfum mun fækka og öflugustu fyrirtækin munu halda áfram að vaxa erlend- is … Það hefur verið hlutverk Sam- fylkingarinnar að leiða ríkisstjórn á undanförnum árum og glíma við áhrif og afleiðingar hrunsins. Við getum verið stolt af því verki.“    Það er sem sagt mat ÁPÁ aðSamfylkingin geti verið stolt af þeirri stöðu sem hann lýsir: „kyrrstöðu“ – „Efnahagsumhverfið óvisst sem aldrei fyrr“ – „Ísland er fast í höftum“ – „lífskjör dragast aftur úr“ – „einhæfni í atvinnuhátt- um blasir við“ og „betur launuðum störfum mun fækka.“    Stjórnarandstaðan hefur ekkitreyst sér til að mála ástandið slíkum litum eftir 4 ára forystu Samfylkingarinnar. Sko Árna Pál. Árni Páll Árnason Erfitt val Árna Páls STAKSTEINAR Veður víða um heim 4.10., kl. 18.00 Reykjavík 9 heiðskírt Bolungarvík 6 heiðskírt Akureyri 5 alskýjað Kirkjubæjarkl. 10 skýjað Vestmannaeyjar 9 heiðskírt Nuuk 0 snjókoma Þórshöfn 8 þoka Ósló 8 skýjað Kaupmannahöfn 11 skýjað Stokkhólmur 11 léttskýjað Helsinki 12 skýjað Lúxemborg 12 léttskýjað Brussel 13 léttskýjað Dublin 7 skúrir Glasgow 12 léttskýjað London 15 léttskýjað París 17 heiðskírt Amsterdam 13 léttskýjað Hamborg 10 skúrir Berlín 12 skúrir Vín 21 skýjað Moskva 15 heiðskírt Algarve 25 heiðskírt Madríd 26 heiðskírt Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 22 léttskýjað Aþena 23 léttskýjað Winnipeg 1 snjókoma Montreal 12 alskýjað New York 22 skýjað Chicago 19 heiðskírt Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:50 18:43 ÍSAFJÖRÐUR 7:59 18:44 SIGLUFJÖRÐUR 7:42 18:27 DJÚPIVOGUR 7:21 18:11 Karlmaður á sextugsaldri var dæmd- ur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára gömlum dreng í Héraðsdómi Vesturlands í ágúst. Dómurinn var hins vegar ekki birtur á vef dómstóla fyrr en nýverið. Maðurinn greiddi drengnum pening fyrir að eiga við hann kynferðismök í nokkur skipti. Málið komst upp í lok mars 2011 þegar maðurinn hringdi í lögregluna og sagði drenginn hafa stolið af sér veski með öllum skilríkjum, greiðslu- kortum og 25-30 þúsund krónum í reiðufé. Hann hefði fengið hjá honum far og stolið veskinu úr jakka. Auk þess að nefna nafn drengsins lýsti maðurinn honum þannig að hann væri 15-16 ára og örugglega samkyn- hneigður. Lögregla fór að heimili drengsins þar sem hann játaði að hafa stolið veskinu. Sagðist hann hafa talað við manninn fyrr um kvöldið og boðið honum kynlíf gegn greiðslu. Hann hafi síðan ákveðið að stela veskinu og hlaupið í burtu með það. Samband á einkamálasíðu Þegar tekin var skýrsla af drengn- um sagðist hann hafa sett inn auglýs- ingu á einkamálasíðu þar sem hann bráðvantaði pening. Móðir drengsins sem kom fyrir dóminn bar að hann hafði leiðst út í fíkniefni 11 ára gamall og fyrst frétt af því að hann seldi sig eldri karlmönnum þegar hann var 13 ára. Maðurinn hafði samband á einka- málasíðunni en drengurinn sagðist áður hafa stundað kynlíf með mann- inum gegn greiðslu. Hann hefði feng- ið 20 þúsund krónur fyrir hvert skipti. Maðurinn neitaði upphaflega sök við lögreglu en við skýrslutöku síðar viðurkenndi hann að hafa rætt við drenginn á einkamálasíðunni. Einnig að „einhver“ drengur hefði komið á heimili hans í kynlífstilgangi en hann myndi ekki hvort rætt hefði verið um greiðslu. Fyrir dómnum dró hann það þó til baka og sagðist aldrei hafa stundað kynlíf með börnum. Braut gróflega á drengnum Í niðurstöðu dómsins segir að þrátt fyrir að drengurinn hafi verið að leita leiða til að fjármagna fíkniefnaneyslu sína verði ekki hjá því litið að hann hafi verið 14 ára gamall og sjálfsvirð- ing hans og sjálfsvitund skert vegna lífernis hans. Maðurinn hafi verið í yf- irburðastöðu gagnvart honum vegna aldursmunar og reynslu. Þótti hann því hafa brotið gróflega gegn drengn- um og án þess að eiga sér málsbætur. Refsingin þótti hæfileg tvö ár og sex mánuðir og var manninum einnig gert að greiða drengnum 800 þúsund krónur í miskabætur. Braut gegn 14 ára gömlum dreng  Héraðsdómur Vesturlands dæmir mann sem keypti kynlíf af ungum dreng í 2 ½ árs fangelsi  Fjármagnaði fíkniefnaneyslu með því að selja sig eldri mönnum Morgunblaðið/Kristinn Barnaníð Maðurinn greiddi drengnum 20.000 kr. fyrir kynlíf. Alþjóðamála- stofnun Háskóla Íslands býður til opins fundar í dag með Michael T. Corgan, dósent í alþjóðasam- skiptum við Bost- on-háskóla, í að- dragandi banda- rísku kosning- anna. Corgan ræðir ýmis ný og sérkennileg ein- kenni á bandarísku forsetakosning- unum í ár. Þar á meðal eru fjársterkir einkasjóðir og milljarðamæringar, kosningasvindl og svipting lýðrétt- inda, sveifluríki, „framboð“ Netanya- hus og hin sívinsæla októberuppá- koma. Fundurinn, sem fram fer á ensku, er haldinn í stofu 201 í Odda í dag, föstudaginn 5. október kl. 12. Allir velkomnir. Ræðir fram- tíð lýðræðis Michael T. Corgan Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold 1992–2012 mánudaginn 8. október, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Kristín Jónsdóttir Kristín Jónsdóttir Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Listmunauppboð í Gallerí Fold

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.