Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 ✝ Guðrún Guð-laug Sig- urgeirsdóttir fæddist í Reykja- vík 25. ágúst 1926. Hún lést á Drop- laugarstöðum 26. september 2012. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sig- urgeir Björnsson, f. á Gafli í Vill- ingaholtshreppi 25. október 1899, d. 18. nóv- ember 1943, og eiginkona hans Fanney Jónsdóttir, f. í Bræðra- borg á Seyðisfirði 7. mars 1909, d. 26. október 1943. Systkini Guðrúnar eru: Rósa María, f. 27. mars 1928, d. 13. janúar 2010; Benný, f. 9. sept- ember 1929, d. 3. september 2008; Jónbjörn, f. 2. mars 1931, d. 5. ágúst 1951; Fanney, f. 29. maí 1932, d. 2. mars 2010; María, f. 30. ágúst 1933, d. 26. nóvember 2010; Friðgeir, f. 18. júní 1935; Margrét Sigurbjörg, f. 1. september 1936, og Sig- valdi, f. 16. febrúar 1939. Hinn 25. október 1947 giftist Guðrún Jóni Gunnari Ívarssyni sem fæddur var á Ísafirði 30. janúar 1927. Hann lést 10. ágúst 2006. Foreldrar hans voru Ívar Alexander Jónsson, unsdóttir, f. 1959. Dóttir þeirra er Hrafnhildur, f. 1995. Guðrún ólst upp í Reykjavík og bjó þar, í Bjarnaborg, uns foreldrar hennar féllu frá með stuttu millibili árið1943. Eftir lát foreldra sinna dvaldist hún um hríð hjá föðurfjölskyldu sinni á Gafli í Villingaholts- hreppi þar sem hún tók þátt í hefðbundnum bústörfum og söng í kirkjukórnum. Eftir að Guðrún fluttist til Reykjavíkur að nýju réð hún sig í vist og vann síðan m.a. við ritarastörf í Stjórnarráðinu, veitingastörf í Hreðavatnsskála, á kaffihús- inu Fjólu í Reykjavík og í kex- verksmiðju Ingimars frænda síns. Guðrún helgaði sig upp- eldis- og húsmóðurstörfum um árabil og eftir að börn hennar uxu úr grasi gætti hún þriggja elstu barnabarnanna uns þau komust á skólaaldur. Guðrún fór aftur út á vinnumarkaðinn um fimmtugt og vann þá við fatasaum hjá Sportveri og Sjó- klæðagerðinni. Síðast starfaði hún hjá Þvottahúsinu A. Smith. Guðrún var jafnaðarmaður af lífi og sál. Hún var félagi í Al- þýðuflokknum og tók virkan þátt í störfum Kvenfélags Al- þýðuflokksins. Söngur var eitt aðaláhugamál Guðrúnar og á efri árum hóf hún aftur kór- starf og söng með Kvöldvöku- kórnum um nokkurra ára skeið. Guðrún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, 5. október 2012, kl. 15. f. á Ísafirði 21. júlí 1903, d. 29. febr- úar 1972 og eig- inkona hans Stef- anía Eiríksdóttir, f. á Geirseyri á Patreksfirði 22. ágúst 1899, d. 20. mars 1930. Börn Guðrúnar og Jóns Gunnars eru: Sig- urgeir Adolf, f. 1947. Eiginkona hans er Þóra Hafsteinsdóttir, f. 1948. Börn þeirra eru Jón Þór, f. 1968, og Guðrún Iðunn, f. 1973. Eiginmaður hennar er Einar Bjarni Sigurðsson, f. 1973. Synir Guðrúnar eru Fannar, f. 2000, faðir hans er Gunnsteinn Reynir Ómarsson, f. 1970, Óskar Þór Einarsson, f. 2004, og Sigurgeir Egill Ein- arsson, f. 12. janúar 2010. Sonja Birna, f. 1952. Eig- inmaður hennar er Guð- mundur Kristjánsson, f. 1955. Börn þeirra eru Harpa Rut Sonjudóttir, f. 1970, d. 1989, og Birkir Kristján Guðmundsson, f. 1991. Ívar, f. 1955. Eig- inkona hans er Lilja Mós- esdóttir, f. 1961. Sonur þeirra er Jón Reginbald, f. 1992. Fannar, f. 1963. Eiginkona hans er Elísabet S. Auð- Tengdamóðir mín, Guðrún Guðlaug Sigurgeirsdóttir, kunni ekki aðeins að sjá björtu hliðarnar á lífinu heldur leitaðist hún alltaf við að hrósa fólki og samgleðjast þegar áfanga var náð. Þá skipti ekki máli hvort verið var að fagna prófgráðu, vistaskiptum eða bíla- kaupum. Oft var haft á orði að samskiptin við Gunnu, eins og hún vildi láta kalla sig, væru mann- bætandi og margir sóttust eftir vinskap hennar. Þessum hæfileika tókst Gunnu að halda á lífi eftir að hún veiktist af sjúkdómi sem allir þeir sem til þekkja óttast að fá, þ.e. Alzheimer. Jákvæðni var ekki það eina sem einkenndi Gunnu, þrátt fyrir erfið veikindi. Gunna hélt til æviloka náðargáfunni að geta sungið með flestum lögum án þess að syngja feilnótu. Tónlist var mikilvægur þáttur í lífi Gunnu og hún lagði sig fram um að fylgj- ast vel með á því sviði og gaf sér alltaf tíma til að leggja við hlustir og raula með lögum sem ómuðu úr útvarpstækinu. Jákvæðni kom ekki í veg fyrir að Gunna hefði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún tók ásamt manni sínum, Jóni Gunnari Ívarssyni sem lést árið 2006, virk- an þátt í starfi Alþýðuflokksins á meðan flokkurinn starfaði og létu þau sig verkalýðsmál mestu varða. Gunna var iðnverkakona þegar ég kom inn í fjölskylduna fyrir rúmum tuttugu árum. Hún hafði alla tíð sterkar skoðanir á kjörum verkafólks, enda var hún mikill jafnaðarmaður og kristin. Oft var tekist á um leiðir í kjara- baráttunni þegar fjölskyldan kom öll saman og ómuðu þá háværar raddir úr íbúð þeirra hjóna á Skarphéðinsgötu 4. Umræður um stéttabaráttu og kjör urðu aldrei persónulegar heldur snerust um sannfæringu og sterka réttlætis- tilfinningu. Gunna fékk strax í æsku að kynnast kröppum kjör- um íslenskrar alþýðu á fyrri hluta síðustu aldar. Foreldrum hennar auðnaðist mikið barnalán en ótímabær dauði foreldra hennar varð til þess að systkinahópurinn splundraðist þegar þeim var kom- ið fyrir hjá ættingjum og vanda- mönnum. Gunna var unglingur þegar þetta gerðist og var henni komið fyrir hjá góðu fólki á Gafli í Villingaholtshreppi. Þessi mikla lífsreynsla mótaði Gunnu og lagði hún sig fram um að halda góðum tengslum við systkini sín og ekki síst systur sínar, þrátt fyrir að- skilnað frá barnæsku. Oft var haft á orði að enginn í fjölskyldunni tæki fram fyrir hendurnar á systrafélaginu. Systurnar samein- uðust um að styrkja böndin, ráða heilt og aðstoða þegar áföll dundu yfir í fjölskyldunni. Gunna skilur eftir sig stórt skarð í fjölskyldunni sem er okkar að fylla með því að halda á lofti kærleikanum sem hún kenndi okkur að bera í brjósti til þeirra sem minna mega sín og allra þeirra sem á vegi okkar verða. Lilja Mósesdóttir. Elsku fallega amma mín. Með söknuð og þakklæti í hjarta kveð ég þig. Það er svo margs að minnast, margar gleðistundir. Fyrst í huga minn koma öll jólaboðin á Skarp- héðinsgötunni hjá ykkur afa. Amma búin að baka 10 smáköku- sortir og afi búinn að skreyta allt heimilið í hólf og gólf. Það var ein- hvern veginn alltaf svo hátíðlegt að koma til þeirra. Afi uppáklædd- ur með slaufuna sína og amma í sínu fínasta pússi. Það var líka mikið tilhlökkunarefni á hverju ári að borða aspassúpuna og ham- borgarhrygginn hennar ömmu, fátt bragðaðist betur en maturinn hennar ömmu. Upp í hugann koma líka öll af- mælin í fjölskyldunni. Amma fylgdist vel með og var fyrst að hringja í mann og óska manni til hamingju með daginn. Svo var alltaf passað vel upp á að allir fengju veglegar gjafir. Amma var alltaf svo gjafmild þó að hún léti kannski ekki mikið eftir sjálfri sér. Við barnabörnin gistum oft um helgar hjá ömmu og afa og þá var margt skemmtilegt brallað. Amma var alltaf mikil barnagæla og lék sér mikið með okkur. Hún var ekki mikið fyrir að horfa á sjónvarpið heldur fannst henni skemmtilegra að sitja niðri í eld- húsi að hlusta á útvarpið og leggja kapal eða spila lönguvitleysu við okkur krakkana. Á föstudags- kvöldum voru oft skemmtileg danslög í útvarpinu og þá var sko stuð í eldhúsinu hennar ömmu, mikið dansað og hlegið. Amma var alltaf svo ótrúlega létt á fæti og áttum við barnabörnin örugglega einu ömmuna í vinahópnum sem gat staðið á höndum. Ég man hvað mér þótti það merkilegt. Það voru margir fastir liðir á Skarphéðinsgötunni hjá henni ömmu sem maður á eftir að sakna. Á laugardögum var til að mynda alltaf bakað og í hádeginu var svo boðið upp á skyr og rúgbrauð og franskbrauðssamloku með. Svo var horft á enska boltann og pyls- ur og mús um kvöldið. Á sunnu- dögum eldaði amma læri eða hrygg í hádeginu og afi fór með okkur krakkana í messu á meðan eða bíltúr niður á höfn. Amma var mikill áhugamaður um fótbolta og hafði gaman af enska boltanum og gat þá æst sig mikið ef hennar lið stóð sig ekki. Þegar barnauppeldinu lauk fóru amma og afi að ferðast til út- landa. Amma vissi fátt betra en að liggja í sólinni á Spáni og fara í langa göngutúra eftir strand- lengjunni með afa við hönd. Amma og afi voru miklir sæl- kerar og fannst voða gott að fá eitthvað sætt með kaffinu. Það eru ekki svo fáar vínarbrauðs- lengjurnar sem maður borðaði með þeim. Svo sögðu þau alltaf „þetta er í lagi svona einu sinni“. Amma mín var alltaf í góðu skapi með bros á vör. Nægjusemi og gleði yfir öllu smáu sem stóru einkenndu hennar lundarfar. Hún var alltaf mjög stolt af börnunum sínum og barnabörnum. Amma samgladdist líka alltaf svo inni- lega með okkur og hrósaði óspart. Heimilislíf ömmu og afa ein- kenndist af hlýju og gleði. Að fá að njóta samvista við þau og ástar þeirra hefur verið einstaklega dýrmætt fyrir okkur barnabörnin. Minningin um þig, fallega amma mín, mun fylgja mér um ókomin ár. Ég veit að þið afi gang- ið núna hönd í hönd, sæl að vera saman á ný. Guðrún Iðunn Sigurgeirsdóttir. Sofðu nú blundinum væra, blessuð sé sálin þín hrein. Minningin, milda og tæra, merluð, í minningar stein. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir.) Já, satt er það, enginn tekur frá okkur minningarnar og þær eru margar og góðar um ástkæra frænku mína Guðrúnu Sigur- geirsdóttur sem til moldar er bor- in í dag. Gunna eins og hún var alltaf kölluð var systir móður- ömmu minnar og var hún elst af níu systkinum. Mikill kærleikur var á milli Gunnu og ömmu og í minningunni voru það miklar og innilegar stundir þegar þær systur heim- sóttu hvor aðra. Sem barn í sveit- inni á Bakka var það mikið til- hlökkunarefni þegar fréttir bárust að Nonni og Gunna væru að koma í heimsókn. Það var eins og bærinn fylltist af lífi við komu þeirra, Nonni blístrandi gömul dægurlög á sinn sérstaka hátt og dillandi hlátur Gunnu ómaði um bæinn. Þegar kvölda tók og afi, Nonni og annað heimilisfólk var sofnað hófust þeirra gæðastundir í eld- húsinu, tvær einar og ekkert sem truflaði þeirra spjall. Ekki voru nú alltaf allir sofandi því á efri hæð- inni kúrðu tvær frænkur undir sæng og áttu sína gæðastund því Harpa Rut dóttir Sonju kom oft með afa sínum og ömmu í sveitina. Okkur þóttu þessa kvöldvökur hjá ömmum okkar stórmerkilegar en báðar vissum við að þessar stundir þeirra ætti ekki að trufla. Nú geta þær systur sameinast í gæðastund og ég veit að margt þarf að ræða um frá því þær hitt- ust síðast. Elsku Gunna mín, það var mér dýrmæt stund að heimsækja þig fyrir tæpum tveimur vikum þar sem við sátum og skoðuðum fal- lega myndaalbúmið þitt, gengum eftir ganginum á Droplaugarstöð- um og spjölluðum. Mig óraði ekki fyrir því að kveðjustundin okkar þá yrði sú síðasta. Takk fyrir sam- fylgdina og umhyggjuna sem þú alltaf barst til mín og fjölskyldu minnar. Ég sendi mínar innilegustu samúðakveðjur til fjölskyldu og ástvina. Þórdís Reynisdóttir. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga yndislega móðursyst- ur sem nú er fallin frá. Ljúfar eru allar minningarnar um þessa góðu konu. Mér er ómögulegt að skrifa þessa kveðju án þess að nefna þau bæði saman Jón og Gunnu. Góðu stundirnar sem við áttum saman eru ljúfar í huga. Allar komurnar þeirra í sveitina á árum áður, þeg- ar þau voru að fara til Ísafjarðar og koma til baka, þá var alltaf komið við á Bakka á litlu bílunum sínum, litla Gunna og litli Jón og börnin fjögur alltaf svo glöð og hamingjusöm. Koma þeirra var gleðiefni. Ef farið var til Reykjavíkur var alltaf komið við á Skarphéðinsgöt- unni. Það var gott og gaman að koma þangað, standa í forstofunni og hlusta á Gunnu koma niður stigann og fá stórt faðmlag. Ég hef þá trú að nú séu þær systurnar fimm allar á spjalli, hafi jafnvel horfið afsíðis. Kannski þurfti að ræða mikilvæg mál, Bóbó bróðir bíður á meðan, karl- mönnum var ekki boðið á þessa fundi. Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson.) Góð var stundin sem við áttum saman þriðjudaginn 25. sept., dar- ling. Kveðja, Fanney Guðbjörnsdóttir. Guðrún Guðlaug Sigurgeirsdóttir HINSTA KVEÐJA Sting tánum undir rassinn á mömmu ísköldum tánum undir sjóðheitan rassinn á mömmu mamma er ofn hún er eldur sem hitar upp allan heiminn (Sonja B. Jónsdóttir.) Sonja B. Jónsdóttir. ✝ Ragnar Hall-varðsson, fæddist á Akranesi 4. október 1940. Hann lést á Höfða á Akranesi 27. september 2012. Foreldrar Ragn- ars voru hjónin Hallvarður Ein- varðsson, f. 7. nóv. 1916 á Akranesi, d. 16. des. 1962, vél- stjóri og sjómaður og Guðrún Aðalheiður Arnfinnsdóttir, f. 3. mars 1921 á Vestra-Miðfelli á Hvalfjarðarströnd, d. 21. sept. 2008. Hún vann við fiskvinnslu, verslunarstörf og í þvottahúsi Sjúkrahúss Akraness. Systkini Ragnars eru: a) Guðrún, f. 31. ágúst 1942, maki (skilin) Sig- urjón Þór Hannesson. b) Jón Sævar, f. 4. júlí 1946, maki Jó- hanna Arnbergsdóttir. c) Arn- heiður, f. 15. des. 1948, d. 31. des. 1953. d) Halla Guð- rún, f. 23. jan. 1953, maki 1 (skil- in) Níels Óskar Jónsson. Maki 2, Ásgeir Sam- úelsson. e) Arn- finnur, f. 7. nóv. 1955, maki Guðrún Berta Guðsteins- dóttir. f) Einvarð- ur, f. 27. apríl 1962, maki (skil- in) Ragnheiður D. Dagbjartsdóttir. Ragnar ólst upp á Vesturgöt- unni á Akranesi. Hann vann ýmsa verkamannavinnu og var sjómaður, en lengst af starfaði hann við Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Ragnar var ókvæntur og barnlaus. Útför Ragnars fór fram frá Akraneskirkju 4. október 2012. Okkur langar að kveðja Ragn- ar föðurbróður okkar með nokkr- um orðum. Okkur þótti vænt um Ragga frænda og þegar við vor- um krakkar voru farnar ófáar hjólaferðir í heimsókn til hans. Hann var mjög barngóður og sýndi því áhuga sem við höfðumst að hverju sinni. Raggi var vel les- inn og hafði farið víða sem sjó- maður á fraktskipum og voru sögurnar frá fjarlægum löndum spennandi í augum lítilla krakka. Viðurkenndi hann fúslega að hann hefði verið sjóveikur öll árin sín á sjó. Raggi var mikill græju- kall og grúskari og ósjaldan hringdi hann heim til að segja frá nýjasta leiktækinu eða verkfær- inu. Líf hans var ekki alltaf auð- velt og hefði hann mátt hugsa betur um heilsuna. Fyrir 6 árum fékk Raggi al- varlegt heilablóðfall og náði ekki heilsu aftur. Hann var í rúm tvö ár á Sjúkrahúsi Akraness og síð- ustu fjögur ár hefur hann verið á Höfða á Akranesi. Á þessum tveimur stofnunum hefur verið hugsað einstaklega vel um hann. Guð blessi minningu Ragnars Hallvarðssonar. Berglind Halla, Hallvarður og Aðalheiður. Ragnar Hallvarðsson ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR BJÖRNSSONAR rafvirkjameistara, Gullsmára 9, Kópavogi. Sigurrós Gísladóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Stefán Þór Sigurðsson, Halldóra Guðmundsdóttir, Friðgeir Snæbjörnsson, Björn Guðmundsson, Natalía Jakobsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Einar Unnsteinsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls og útfarar INGÓLFS VOPNA INGVASONAR, Hrísbraut 2a, Höfn, Hornafirði. Birna R. Aðalsteinsdóttir, Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, Ingvi Ingólfsson, Anna Soffía Ingólfsdóttir, barnabörn, systkini og fjölskyldur þeirra. ✝ Hjartans þakkir til allra fyrir samúð, hlýju og kveðjur við andlát og útför VIGDÍSAR M. MAGNÚSDÓTTUR, áður húsfreyju á Herjólfsstöðum í Álftaveri. Sérstakar þakkir sendum við þeim sem glöddu hana með heimsóknum síðustu árin og starfsfólki Eirarholts og deildar 3S fyrir umhyggju þess og umönnun. Fyrir hönd fjölskyldunnar, börn hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.