Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 279. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 1. Sigrid lést ekki af slysförum 2. Andlát: Jón Ásbjörnsson 3. Barn tekið úr vagni en fannst… 4. Á annan tug manna handtekinn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Apl.De.Ap, plötusnúður og söngv- ari hljómsveitarinnar Black Eyed Peas, mun þeyta skífum í Vodafone- höllinni 3. nóvember næstkomandi og syngja með í vinsælustu lögum hljómsveitar sinnar. XXX Rottweiler og DJ Áki Pain sjá um upphitun. Apl.De.Ap þeytir skíf- um í Vodafone-höll  Stuðmenn halda ferna tón- leika í Eldborgar- sal Hörpu um helgina, tvenna í dag og tvenna á morgun kl. 20 og 23. Tónleikarnir bera yfirskriftina Með allt á hreinu en í ár eru 30 ár liðin frá því að sam- nefnd kvikmynd var gerð. Eftir hlé verða tónleikarnir alfarið helgaðir henni og góðir gestir mæta á svið. Stuðmenn með allt á hreinu um helgina  Þorpin, tónleikaröð Bubba Mort- hens, er hafin og verða viðkomu- staðir hans 23 og víðs vegar um land- ið. Í kvöld heldur hann tónleika á Allanum, Siglufirði, og á morgun í Bergi, Dal- vík. Allir tónleikar raðarinnar hefjast kl. 20.30 og dagskrá má finna á Miði- .is. Bubbi sendi sl. vor frá sér plötuna Þorpið. Bubbi heldur 23 tónleika víða um land Á laugardag Sunnan- og suðvestan 8-13 m/s og skúrir um landið vestanvert, en hægari og þurrt að mestu um landið austanvert. Hiti 2 til 9 stig að deginum, hlýjast sunnanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg vestlæg átt og víða bjartviðri, en gengur í suðvestan 5-8 m/s og þykknar upp vestanlands og sums staðar dálítil rigning allra vestast seint í kvöld. Hiti 2-11 stig, hlýjast syðst. VEÐUR Knattspyrnudeild Grinda- víkur sagði í gærkvöld Guð- jóni Þórðarsyni upp störfum sem þjálfara meistara- flokksliðs síns eftir eitt ár í starfi. Hann var ráðinn til þriggja ára fyrir ári síðan en liði Grindavíkur gekk afleit- lega í sumar og féll úr Pepsi-deildinni með aðeins 12 stig. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins verð- ur Milan Stefán Jankovic næsti þjálfari liðsins. »1 Guðjóni sagt upp í Grindavík Framarar rifu sig heldur betur í gang eftir ósigra í tveimur fyrstu leikj- unum á Íslandsmótinu í handknatt- leik. Þeir sóttu FH-inga heim í Kapla- krika og unnu þar fimm marka sigur. Hitt Hafnarfjarðarliðið náði heldur ekki að innbyrða sigur á heimavelli því Haukar og HK skildu jöfn á Ásvöll- um. Akureyri vann ÍR auðveld- lega fyrir norðan. »2-3 Hafnfirsku liðunum gekk illa á heimavelli Kristinn Jakobsson var besti dóm- arinn í Pepsi-deild karla í fótboltanum 2012, að mati íþróttafréttamanna Morgunblaðsins. Kristinn var með hæstu meðaleinkunn dómaranna sem dæmdu leiki deildarinnar í ár. Morgun- blaðið gaf dómurum einkunnir frá 1 til 10 fyrir frammistöðu sína og Kristinn var með 7,79 í meðaleinkunn fyrir þá 14 leiki sem hann dæmdi. »1 Kristinn Jakobsson besti dómarinn í sumar ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Það var líf og fjör í Hússtjórnarskól- anum í Reykjavík í gærmorgun þeg- ar kennslustund í sláturgerð fór þar fram. Þegar blaðamann bar að garði voru nemendur að brytja mör, sníða vambir og sauma og hakka lifur og nýru. Allt til þess að geta gætt sér á gómsætri lifrarpylsu og blóðmör. Margrét Sigfúsdóttir skólastjóri segir að sláturgerð hafi verið kennd við skólann frá því hann byrjaði starfsemi sína í febrúar 1942. Mis- jafnt sé þó í dag hvort nemendurnir kunni handtökin. „Sumir hafa alltaf tekið þátt í sláturgerð heima hjá sér en aðrir hafa aldrei séð þetta gert og koma af fjöllum. Þeir hefðu átt að fá vambirnar óhreinsaðar eins og var í gamla daga, með gorinu og öllu sam- an,“ segir Margrét og bætir við að sláturgerð sé orðin miklu snyrtilegri iðja í dag. Sumum finnist hún þó lítið geðsleg en allir hafi gaman af henni. „Ef þau eru eitthvað að kvarta segj- um við þeim bara að vera fegin að við erum ekki að láta þau gera blóð- búðing og blóðpönnukökur eins og í gamla daga,“ segir Margrét og hlær. Rúmlega fimmtíu sláturkeppir Í Hússtjórnarskólanum eru tekin tíu slátur, úr hverju þeirra koma 5 til 6 keppir. Þeir eru borðaðir yfir önn- ina og boðið verður upp á slátur í foreldraboði í næstu viku. Margréti finnst haustið skemmtilegur árstími, enda uppskerutíminn og nemendum er kennt fleira en að gera slátur. „Við förum alltaf í berjamó og tínum alveg hrúgu af berjum. Hver nemandi tíndi 4 til 6 lítra af bláberj- um og krækiberjum í haust. Úr því gerum við sultur, hlaup og saft. Þá læra þau að gera rabarbarasultu og rifsberja- hlaup.“ Tuttugu og fjórir nemendur stunda nám við skólann á hverri önn en námið er ein önn að lengd. Eft- irsótt er að komast inn í skólann og þarf að neita mörgum um inngöngu hvern vetur. „Það hefur alltaf verið vinsælt að stunda nám við skólann en í kringum hrunið jukust vinsæld- irnar. Nú er inn að nota íslenskt og kunna handtökin,“ segir Margrét. Brytjað og hakkað í keppina  Sláturgerð í Hússtjórnarskól- anum í Reykjavík Morgunblaðið/Styrmir Kári Sláturgerð Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík, kenndi sláturgerð í gær. Í baksýn sauma einbeittir nemendur vambir. Hluti hópsins var í því að snyrta lifur og nýru og hakka í lifrarpylsu. Meðalaldur nemenda í Hússtjórn- arskólanum í Reykjavík er í kring- um tuttugu ár að sögn Margrétar skólastjóra. Flestir komi í skól- ann að loknu stúdentsprófi eða annarri menntun. Námið tekur eina önn með 24 nemendum á hverri, og ljúka því 48 námi úr skólanum hvern vetur. Nemendurnir koma bæði utan af landi og af höfuðborgarsvæðinu. Ellefu dvelja nú á heimavistinni og eru það fleiri en oft áður. Einn strákur stundar nám við skólana þessa önn. „Þeir tínast alltaf inn, einn og einn. Það er alltaf gaman að hafa stráka í hópnum. Þeir koma í skólann því þá langar til að læra að elda, baka, ræsta og að geta straujað fötin sín og pressað. Þetta þurfa þeir líka að kunna. Þeir þurfa að geta séð um sjálfa sig,“ segir Margrét. Einn strákur og 23 stelpur HÚSSTJÓRNARSKÓLINN Í REYKJAVÍK Slátur Blóðmör og lifrarpylsa. Skannaðu kóðann til að sjá meira um efnið á mbl.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.