Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 12
SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Þorláksbiblía frá árinu 1644 var seld á 18.500 krónur danskar á ný- legu uppboði Bruun Rasmussen, sem fram fór á netinu. Það jafn- gildir nærri 400 þúsund krónum. Tvær aðrar íslenskar biblíur, Við- eyjarbiblía frá 1841 og Vajsen- húsbiblía frá 1747, voru einnig á sama uppboði en seldust á mun lægra verði. Þannig fór sú síð- arnefnda á tæpar 140 þúsund krón- ur og Viðeyjarbiblían á rúmar 20 þúsund krónur. Einnig var fyrsta útgáfa af nokkrum verkum Halldórs Laxness meðal gripa á uppboði Bruun Rasmussen. Alls var um 41 verk að ræða, flest á íslensku og sum árit- uð af nóbelskáldinu. Má þar nefna Hið ljósa man, prentað 1944 og Eld í Kaupinhafn frá 1946. Matsverð á þessum verkum var í heild 2.000 til 4.000 danskar krónur en þau seld- ust á 11.000 d.kr. eða jafnvirði um 235 þúsund króna. Ari Gísli Braga- son fornbókasali fór því nokkuð ná- lægt því þegar hann spáði því í frétt Morgunblaðsins 24. sept- ember sl. um uppboðið að verk Laxness færu á þreföldu eða jafn- vel fjórföldu verði. Ari Gísli lét einnig hafa eftir sér í sömu frétt að margar síður í Þor- láksbiblíunni væru ljósritaðar og það hefði áhrif á matsverðið, sem var 8.000-10.000 d.kr. En biblían fór á 18.500 d.kr. sem fyrr segir og eftirspurnin var nokkur, miðað við fjölda tilboða. Þorláksbiblía sjaldgæfari Einar G. Pétursson handrita- fræðingur segir Þorláksbiblíu vera sjaldgæfari á markaðnum í dag en eintök af Guðbrandsbiblíunni og því hafi hann búist við að hún færi á hærra verði. Einar segir mikla eft- irspurn hafa verið eftir þessum biblíum á sínum tíma, m.a. hjá hefðarfólki í Englandi, og mörg eintök seld úr landi á 19. öld og fram á þá 20. Sumar þeirra hafi komið aftur til landsins. Að sögn Einars er t.d. vitað um 11 eintök af Guðbrandsbiblíunni í N-Þýskalandi. Fleiri gripir tengdir Íslandi hafa verið boðnir upp hjá Rasmussen, m.a. postulínsstytta af konu í ís- lenskum upphlut, sem komin var í 240 þúsund krónur í gær. Íslensk frímerki og frímerkjabréf fara á uppboð 7. og 14. október nk. Þorláksbiblía seld á 400 þúsund krónur á uppboði  Eintök af verkum Laxness fóru á 235 þúsund krónur hjá Bruun Rasmussen  Gamlar biblíur eftirsóttar hjá hefðarfólki  Farnar að skila sér aftur heim Uppboð Þorláksbiblían sem var á uppboðinu hjá Bruun Rasmussen, prentuð árið 1644. Enn í upprunalegu bandi en nokkrar síður reyndar ljósritaðar. Bækur Fyrsta útgáfa af nokkrum verkum Halldórs Laxness var einnig boð- in upp, m.a. Hið ljósa man, Hrafnkötluútgáfa hans og Eldur í Kaupinhafn. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 Einar Gunn- ar Pétursson starfaði í fjölda ára sem hand- ritafræð- ingur og doktor í ís- lenskum fræðum á Stofnun Árna Magn- ússonar. Í ritgerðasafni, sem gefið var út í tilefni af 70 ára afmæli Einars á síðasta ári, eru m.a. greinar hans um Þorláksbiblíu og bókaút- gáfu Guðbrands Þorláks- sonar. Þar kemur m.a. fram að bókasafnarar hér á landi hafi mikið reynt að verða sér úti um Þorláksbiblíu. Þannig eignaðist Benedikt Þórarinsson, hinn mikli bókasafnari, sem gaf Há- skóla Íslands allt sitt safn, ekki eintak á meðan hann lifði. Hafði hann látið þess getið að hann vildi ekki deyja fyrr en hann eignaðist þessa fágætu biblíu. Gerðist það ekki fyrr en að Benedikt látnum að biblían bættist við safn hans, sem er sérsafn á Landsbókasafninu í Þjóðar- bókhlöðunni. Vildi ekki deyja án hennar BENEDIKT ÞÓRARINSSON UM ÞORLÁKSBIBLÍU Einar Gunnar Pétursson Veðrið hefur alla tíð verið Íslend- ingum hugleikið og veðurfræðingar síst þeir einu sem spá fyrir um ís- lenska veðráttu. Á Hellu er starf- ræktur veðurklúbburinn Lundi, sem skipaður er sérlegum áhugamann- eskjum um veður. „Klúbburinn hef- ur verið starfandi hátt í 10 ár og við hittumst mánaðarlega og spjöllum um horfur í veðrinu,“ segir Hjalti Oddsson, formaður klúbbsins, en flestir meðlimir hans dvelja á hjúkr- unar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu þó Hjalti og fleiri komi annars staðar frá til að sækja fundina. Inntur eftir því hvernig fundir veðurspámannanna fari fram segir hann þá afslappaða. „Við leggjum áherslu á að hver fái að halda sinni veðurspá. Ekki er gefin út nein alls- herjarspá, enda hefur fólk mismun- andi tilfinningu fyrir þessum hlut- um,“ segir Hjalti. Hann segir meðlimi styðjast við ýmsa hluti þegar þeir teikna upp spárnar. „Oft eru það bara óskir manna um veðrið en líka er tekið tillit til drauma og tunglgangs,“ segir Trausti. Að- spurður hvort einhverjir reiði sig á spána frá klúbbnum hlær hann við. „Það held ég nú ekki, fólk er senni- lega meira í því að lesa spárnar sér til gamans,“ segir Hjalti. Í vetrarspá klúbbsins kemur fram að veðurfar verði óstöðugt til ára- móta. Fljótlega fari að rigna í vetur og hvasst verði í nokkra daga, en svo taki við hæg norðanátt. Í vetur verð- ur leiðindaveður af og til sem byrjar með snjó en endar með rauðum jólum. Guðni, einn spámanna klúbbsins, lagði sína spá fram í vísnaformi: Vetur í leyni lúrir. Leikur vindur til allra átta. Það verða skin og skúrir, sýnist mér til veturnátta. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sannspá Fundargerðir og spár veðurklúbbsins Lunda eru skráðar niður og birtar mánaðarlega í Sunnlenska fréttablaðinu og Dagskránni. Vont veður og rauð jól Prófkjör Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosning- arnar verður haldið laugardag- inn 24. nóvember. Tillaga þess efnis var sam- þykkt á fundi Varðar, full- trúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, í gær. Prófkjörið verður opið öllum flokks- bundnum félögum Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Vilja sæti á lista Þrír sjálfstæðismenn tilkynntu í gær að þeir gæfu kost á sér á fram- boðslista fyrir kosningarnar næsta vor. Áslaug María Friðriksdóttir borg- arfulltrúi ætlar að gefa kost á sér í 4. sætið í prófkjörinu í Reykjavík. Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Reykjavíkurborg frá árinu 2006. Teitur Björn Einarsson lögmaður lýsti yfir að hann sæktist eftir 5. sæti á lista sjálfstæðismanna. Hann starfar hjá OPUS-lögmönnum. Þá gefur Magnús B. Jóhannesson kost á sér í prófkjöri flokksins í Suð- urkjördæmi. Hann er með meist- arapróf í rekstrarhagfræði og stjórnun og hefur starfað í Banda- ríkjunum síðastliðin ár. Sam- þykktu prófkjör  Sjálfstæðismenn búa sig undir kosningar Áslaug María Friðriksdóttir Teitur Björn Einarsson Magnús B. Jóhannesson Tryggingamiðstöðin Síðumúla 24 Sími 515 2000 tm.is Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Tillaga um samþykki kaupa eigin hluta. 2. Tillaga stjórnar um lækkun hlutafjár til að jafna eigin hluti. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Fundargögn og tillögur stjórnar eru hluthöfum aðgengileg á skrifstofu félagsins. Reykjavík, 5. október 2012, stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Hluthafafundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf., kt. 660269-2079, boðar til hlut- hafafundar, sem haldinn verður á skrifstofu félagsins við Síðumúla 24, Reykjavík, að morgni föstudags, 12. október 2012, kl. 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.