Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Við reynum alltaf að hafasem mest af ungu fólki ogkrökkum í sýningunumokkar. Fullt af krökkum bæði úr tónlistarskólanum hér og menntaskólanum ætlar að sjá um að flytja þá lifandi tónlist sem er í þessari sýningu, og svo eru tvær ungar leikkonur í leikarahópnum. Sigríður Salvar sem leikur köttinn er á fyrsta ári í menntaskólanum og Kristín Harpa Jónsdóttir sem leik- ur barnið er grunnskólanemi,“ segir Sveinbjörn Hjálmarsson, eða Simbi, en hann er meðlimur í Litla leik- klúbbnum á Ísafirði sem á morgun, laugardag, frumsýnir leikritið Kött- urinn sem fer sínar eigin leiðir, eft- ir Ólaf Hauk Símonarson. Óvenjulegur getnaður „Þetta er sannkölluð fjölskyldusýning og mikið ævintýr, þar sem meðal annars er lagt út frá sköpunarsögunni. Ég leik eina karl- manninn í leikritinu en eina konan í sýningunni er búin til úr rifbeini mínu, sem reyndar var stolið úr mér. Við konan búum saman í helli og eignumst barn en sá getnaður er frekar óvenjulegur, ég leggst hjá konunni og uppfylli heiminn af sjálfum mér og í framhaldinu galdrar hún á einhvern hátt í sig krakkann. Hún er svolítið göldrótt þessi rifbeinskona. Tilvist barnsins veldur heilmiklum usla hjá dýr- unum í skóginum sem öll vilja kom- ast inn í hellinn og njóta hlýjunnar þar. Þau vilja líka fá að éta villimat- inn sem konan eldar einmitt í þeim tilgangi að tæla til sín hundinn, kúna, hestinn og köttinn. Reyndar vill enginn hafa köttinn í hellinum en hann er svolítið slóttugur og finnur sér leiðir. Hann er til dæmis sá eini sem getur kætt barnið þegar það öskrar. Þetta er skemmtileg sýning með söng og hamagangi,“ segir Simbi sem játar að í honum sé þó nokkur frumsýningarskjálfti eins og vera beri. Og hann gerir allt fyrir leiklistina, meðal annars að koma fram í hlébarðaskýlu einni fata, eins og raunin er í leikritinu um köttinn. Óvart í Skugga-Sveini Simbi flutti til Ísafjarðar árið Rifbeini stolið og úr því sköpuð kona Litli leikklúbburinn á Ísafirði er metnaðarfullt leikfélag sem setur mikinn svip á bæjarlífið. Á morgun frumsýnir það Köttinn sem fór sínar eigin leiðir og meðal leikara er Simbi, en hann leikur eina karlinn í sýningunni. Eyrnatog Maggi tekur sig vel út í hlutverki hundsins eyrnastóra. Klókur Kötturinn einn getur kætt barnið þegar það orgar og hrín. Á vefsíðunni hipyoungthing.com er hægt að fylgjast með ungum hönn- uðum og því sem þeir eru helst að fást við hverju sinni. En einnig er á síðunni að finna efnisflokkana tísku, kvikmyndir, tónlist og ljósmyndun. Á vefsíðunni má t.d. sjá fallega lykla- hönnun frá Good Worth Keys og fara í sýndarferð um New York. Sér maður þar borgina úr lofti sem er nokkuð magnað. Einnig er hægt að nálgast ótal rafræn tímarit af vefsíðunni og almennt fríska huga sinn og hug- myndir við með frumlegu efni sem þarna er að finna. Hipyoung- thing.com er skemmtileg síða fyrir listræna lífskúnstera sem langar til að skoða hvað þeirra líkar um víðan heim eru að aðhafast. Vefsíðan www.hipyoungthing.com Ljósmynd/Norden.org Listrænt Fallegt kaðalhjarta í sandi en í sandinn má líka teikna falleg orð. Listrænir lífskúnstnerar Polina Shepherd, ein skærasta stjarnan í sunginni klezmertónlist, verður heiðursgestur Klezmerveizlu sem Söngfjelagið býður til í Fríkirkj- unni í Reykjavík dagana 5.-6. október. Á föstudagskvöldinu og laugardeg- inum verða opnar æfingar undir stjórn Polinu og Hilmars Arnar Agn- arssonar, stjórnanda Söngfjelagsins. Æfingarnar eru opnar fyrir alla þá sem hafa áhuga á að vera með og eru vanir að syngja í kór. Veislunni lýkur síðan með tónleikum í Fríkirkjunni kl. 20 á laugardagskvöldinu 6. október. Sjá nánar á Facebook undir heiti við- burðarins. Endilega… …sækið opnar söngæfingar Skær stjarna Polina Shepherd. Bókin um Ronju ræningjadóttur er nú loksins fáanleg á ný. Sagan af Ronju gerist í Matthíasarskógi þar sem ræningjaforinginn Matthías faðir Ronju ræður ríkjum. En skóg- urinn er fullur af ævintýrum, rassaálfum og öðrum furðuverum Nóttina sem Ronja fæðist klífur ægileg elding Matthíasarkastalann í tvennt og þá verður Helvítisgjáin til. Þegar Borki erkifjandi Matthías- ar flytur inn í kastalarústirnar hin- um megin við Helvítisgjána ásamt ræningjaflokknum sínum steðjar ógn að ríki Matthíasar. Með Ronju og Birki, son Borka, tekst hins veg- ar djúp vinátta í óþökk foreldra þeirra og bregða þau á það ráð að flýja út í Matthíasarskóg eftir að Matthías afneitar dóttur sinni. Kemur bókin nú út í sjöunda sinn en hún kom fyrst út árið 1981 á íslensku, sama ár og sænska frumútgáfan. Þessi skemmtilega bók Astridar Lindgren um Ronju sem ekkert vílar fyrir sér hefur verið ófáanleg í nokkur ár. Því er fagnaðarefni fyrir börn og foreldra að geta lesið þessa bók saman á ný. Bókin er í þýðingu Þorleifs Haukssonar. Bókin um Ronju ræningjadóttur endurútgefin Ævintýri Ronju í Matthíasar- skógi Bók Ronja ræningjadóttir. Bók Bróðir minn Ljónshjarta. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Litli leikklúbburinn á Ísafirði frumsýnir fjölskylduleikritið Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir eftir Ólaf Hauk Símonarson í Edinborgarhúsinu á Ísa- firði, í dag laugardag kl 15. Leikritið er byggt á sögu Rudyard Kipling en tónlist og texta semur Ólafur Haukur. Leikstjóri er Halldóra Björnsdóttir. Næstu sýningar eru á morgun, sunnud 7. okt., kl 15, þriðjud 9. okt. kl 20 og fimmtud 11. okt. kl 20. Frítt fyrir 6 ára og yngri, 1700 kr fyrir 7-12 ára en 2.200 fyrir 13 ára og eldri. Öryrkjar og eldri borgarar: 1700 kr. Innifalið í miðaverði er kakó/kaffi og kaka í Edinborg Bístró Bar með dýrunum úr leikritinu eftir sýningu. Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir FJÖLSKYLDULEIKRIT Hádegisverðartilboð Tvíréttað í hádegi frá 1.890,- Fljót og góð þjónusta Veitingastaður / verslun Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.