Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar enn á ný með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Hreyfill/Bæjarleiðir er styrktaraðili árveknisverkefnis Krabbameinsfélagsins í október og nóvember Tökum bleikan bíl! Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! Helga Gottfreðs- dóttir, dósent við hjúkrunar- fræðideild HÍ, leiðir gönguferð um slóðir 250 ára sögu ljósmæðra í Reykjavík á laugardaginn kemur, 6. októ- ber. Gengið verð- ur frá Skóla- vörðustíg 11 og komið við á þremur til fjórum áfangastöðum í miðbæ Reykjavíkur sem tengjast sögu ljós- mæðra. Lagt verður af stað kl. 11. Gangan er liður í samstarfi Há- skóla Íslands og Ferðafélags Ís- lands undir yfirskriftinni „Með fróðleik í fararnesti.“ Hún tekur um tvær klukkustundir. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. Gengið um slóðir sögu ljósmæðra Helga Gottfreðsdóttir Menntakvika – árleg ráðstefna Menntavísindasviðs HÍ um nýjustu rannsóknir, nýbreytni og þróun í menntavísindum fer fram í dag, föstudaginn 5. október kl. 9-17. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem efst er á baugi í rannsóknum í menntavísindum á Íslandi ár hvert. Flutt verða er- indi í 45 málstofum um fjölbreytt málefni sem tengjast uppeldi, menntun og þjálfun. Erindin verða flutt í húsakynnum mennta- vísindasviðs við Stakkarhlíð í Reykjavík. Erindi um menntun Plastprent styður Bleiku slaufuna aftur í ár með sölu á Bleika pok- anum í tveimur stærðum til versl- ana. Markmiðið er að styðja við söl- una á Bleiku slaufunni, vekja athygli á átakinu og auka árvekni um krabbamein hjá konum. Í fyrra seldust 20.000 eintök á sex dögum og því var ákveðið að tvöfalda upplagið af litla sérvöru- pokanum og bæta við kjörbúð- arpoka. Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Íslands. Á myndinni eru frá vinstri: Sal- vör Þ. Davíðsdóttir, markaðs- fulltrúi Plastprents, Þröstur Árni Gunnarsson, fjármálastjóri Krabbameinsfélagsins, Sigurður Kr. Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Plastprents, Erna Matthíasdóttir, markaðs- fulltrúi Krabbameinsfélagsins og Hilda Bára Víglundsdóttir, sölu- maður í Plastprenti. Bleiki pokinn í búðir Hringsjá, náms- og starfsendur- hæfing, áður Starfsþjálfun fatl- aðra, verður 25 ára núna í byrjun október. Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumark- aðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Mark- miðið er að gera nemendur færa um takast á við almennt nám í framhaldsskólanám og/eða fjöl- breytt störf á almennum vinnu- markaði. Í náminu eru 60 nem- endur á aldrinum 18-67 ára, yngstu nemendurnir núna eru 22 ára og sá elsti 61 árs. Efnt verður til afmælisfagnaðar á morgun, 7. október, í Gullhömrum í Graf- arholti kl. 14 - 16.30. Núverandi og fyrrverandi nemendur flytja ávarp sem og Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra. Haldið upp á 25 ára afmæli Hringsjár STUTT Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, hefur óskað eftir því við stjórn Orku- veitu Reykjavíkur að boðað verði til aukaeigendafundar þann 10. október til þess að fara yfir niðurstöður út- tektarnefndar fyrirtækisins. Borgar- stjórinn fékk þær í hendur í gær. Eigendafundurinn tekur formlega ákvörðun um hvernig farið verði með niðurstöður úttektarinnar. Hlutverk úttektarnefndarinnar, sem skipuð var í júní í fyrra, var að gera óháða úttekt á þeim þáttum sem leiddu til núverandi fjárhagsstöðu Orkuveitunnar, allt frá stofnun henn- ar. Sérstaklega átti hún að skoða hvernig staðið var að mikilvægum skuldbindandi ákvörðunum. Í yfirlýsingu sem borgarstjórinn sendi frá sér í gær kemur fram að í beinu framhaldi af eigendafundinum verði boðað til kynningarfundar með borgar- og bæjarfulltrúum ásamt stjórn OR þar sem úttektarnefndin geri grein fyrir niðurstöðum sínum. Niðurstöður úttektar á OR liggja fyrir  Borgarstjóri óskar eftir aukaeigendafundi til að fara yfir niðurstöður úttekt- arnefndar OR  Úttektin verði kynnt borgar- og bæjarfulltrúum í kjölfarið Morgunblaðið/Ómar OR Úttektin átti m.a. að beinast að vinnubrögðum forsvarsmanna OR. Átak Fyrstu bleiku pokarnir afhentir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.