Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 NÝTT Í BÍÓ The Hollywood Reporter Boxoffice Magazine TOM HARDY HEFUR ALDREI VERIÐ BETRI „Harðasta krimmamynd sem ég hef séð í áraraðir. Ein besta mynd 2012!“ TV. Kvikmyndir.is, Séð og Heyrt JOSEPH GORDON-LEVITT BRUCE WILLIS EMILY BLUNT  -BOXOFFICE MAGAZINE  -TOTALFILM -JOBLO.COM ÖRUGGLEGA BESTA SPENNUMYNDIN Í ÁR  -EMPIRE 16 „TRULY WORTHY OF BEING COMPARED TO SOMETHING LIKE THE TERMINATOR“ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SJÁÐU NÝJUSTU TOY STORY STUTTMYNDINA Á UNDAN Meistaraverk Pixar er komið í þrívídd FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND SJÁÐU NEMÓ OG DÓRU LÍKT OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ ÞAU ÁÐUR .... Í 3DL 16 16 16 Liam Neeson er mættur aftur! Tvöfalt meiri spenna! ÁLFABAKKA 7 L L L L L L 12 12 VIP 16 16 16 SELFOSSI EGILSHÖLL 12 12 L L L L L L 16 16 16 16 16 KRINGLUNNI LOOPER KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D LOOPER LUXUS VIP KL. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 2D SAVAGES KL. 6 - 8 - 10:40 2D FINDING NEMO M/ÍSL. TALI KL. 1 - 2 - 3:20 - 5:50 2D FINDING NEMO M/ÍSL. TALI KL. 1:30 - 3:40 3D LAWLESS KL. 8 - 10:30 2D CAMPAIGN KL. 4:10 - 8:40 - 10:302D BOURNE LEGACY KL. 8 - 10:40 2D STEP UP REVOLUTIONKL. 3:40 - 5:50 2D BRAVE M/ÍSL. TALI KL. 1:30 - 5:50 2D MADAGASCAR 3 M/ÍSL. TALIKL. 1:30 2D MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ TAKEN 2 KL. 5:50 - 8 - 10:10 2D LOOPER KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D LAWLESS KL. 8 - 10:30 2D DARK KNIGHT RISES KL. 5 2D SAVAGES KL. 8 - 10:40 2D THE CAMPAIGN KL. 6 (SUN) 2D FINDING NEMO KL. 1:10 - 3:20 3D NEMO KL. 1:30 (SUN) - 3:40 (SUN)2D BRAVE KL. 1:40 - 3:50 2D MADAGASCAR 3 KL. 1 - 3 2D LOOPER KL. 8 - 10:30 2D FINDING NEMO ÍSL. TALI KL. 3:40 2D BRAVE ÍSL. TALI KL. 5:50 2D 12 7 7 L L L L KEFLAVÍK 16 16 16 16 TAKEN 2 KL. 8 2D LOOPER KL. 10 2D DJÚPIÐ ÍSL. TALI KL. 6 2D FINDING NEMO ÍSL. TALI KL. 3:50 3D ÁVAXTAKARFAN ÍSL. TALI KL. 2 3D BRAVE ÍSL. TALI KL. 2 - 4 3D BRAVE ENSKU TALI KL. 6 2D STEP UP REVOLUTION KL. 8 2D RAVEN KL. 10:10 2D 12 12 12 AKUREYRI 16 16 16 L L LEITIN AF NEMO M/ÍSL.TALI KL. 2 - 4 3D LEITIN AF NEMO M/ÍSL.TALI KL. 6 2D THE CAMPAIGN KL. 6 2D LOOPER KL. 8 2D LAWLESS KL. 10:20 2D BRAVE M/ÍSL.TALI KL. 2 - 4 2D BABYMAKERS KL. 8 2D FROST KL. 10:20 2DFINDING NEMO M/ÍSL.TALI KL. 3:40 2D BRAVE M/ÍSL.TALI KL. 3:40 - 5:50 2D STEP UP REVOLUTION KL. 5:50 - 8 - 10:10 2D THE RAVEN KL. 8 - 10:20 2D Árin segja sitt1979-2012 BISTRO Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is Rapparinn Poetrix og söngvarinn Ár- mann Ingvi hafa sent frá sér lagið „Út í sígó“ sem þeir segja hafa orðið til á sólríkum sumardegi þegar þeir voru í sígarettuhléi í vinnunni. Lag og texta hafi þeir samið á tveimur mínútum og útkoman „kassagítarspopprapp- smellur“ sem sé nokkuð fjarri heima- högum þeirra. Þeir hafi verið feimnir með að kíkja út úr skápnum með lag sem henti illa neðanjarðar-indí-ímynd þeirra en hana hafi þeir byggt upp hörðum höndum. Þeir hafi þó látið slag standa. Feimnir Poetrix og Ármann Ingi. Lag og texti á tveimur mínútum 55. starfsvetur Kammermús-íkklúbbsins hófst á sunnu-dagskvöld við fjölmenna að-sókn í nýju heimili sínu í Norðurljósasal Hörpu. Athygli vakti breytt veggjalýsing salarins úr nístingsbláum heim- skautalit í hlýlegan póstkassa- rauðan. Með lokuð augun mátti hins vegar greina svolítinn samvægismun frá kirkjuómvistinni á kostnað strengjanna, enda var tekið á því strax eftir hlé með hálflækkuðu flyg- illoki úr fullopnu, er dró úr yfirvikt píanósins. Að nánar óathuguðu virðist í fljótu bragði mega sjá viðleitni í vetr- ardagskrá til nýjunga innan annars hefðbundins ramma klassískrar kammertónlistar. Hversu mikla get- ur hver og einn kannað á heimasíðu KMK, en varla hefur áður farið mik- ið fyrir t.d. saxófónakvartettum er standa til boða n.k. 18. nóvember. Þá sýndi valið á lokaverki kvöldsins, höfnu úr nærri 90 ára flutnings- banni, að víða má finna „nýtt í gömlu“. Sagan leynir á sér – líka tón- listarsagan. Einnig vakti athygli að kamm- erstrengjaverk vetrarins verða flutt af ólíku áhafnarfólki við hvert tæki- færi. Þó að það lýsi þeirri óviðráð- anlegu staðreynd að tónmarkaður landsins er of lítill fyrir fastskipaðan strokkvartett, þá vegur fjölbreytni í mannskap og nálgun sjálfsagt eitt- hvað á móti. Hinn yndisljúfi Píanókvintett Jo- hanns N. Hummel kvað fyrirmynd Silungakvintetts Schuberts og er undir greinilegum áhrifum frá fyrsta lærimeistara Hummels, W. A. Moz- art. Flytjendum tókst bezt upp í lauflétta lokaþættinum, þótt al- mennt hefði mátt skerpa hrynjandi og styrkandstæður meira en gert var. Burtséð frá heldur sterku píanói í annars nettum höndum Ingunnar H. Hauksdóttur var samvægið í góðu lagi. Æskuverk Vaughans-Williams eftir hlé vantaði eðlilega samanburð, enda snemma tekið úr umferð af höf- undi. En við þessa fyrstu heyrn hlaut maður fljótt að samundrast tónskrárritara í því hvað sjálfs- gagnrýna tónskáldinu eiginlega gekk til. Verkið bauð nefnilega upp á meiriháttar upplifun, er þurfti sízt að ganga með veggjum þótt ívið síð- rómantískt væri fyrir sinn tíma. Það var á köflum hjúpað nærri aust- rænni dulúð en leitaði líka hressilega að óvæntum hljómskiptum í hæga miðþættinum – að ógleymdri ginn- helgri miðaldastemmningu tilbrigða- lokaþáttarins. M.ö.o. gjörsamlega óþekkt hlið á Vaughan-Williams, er hlaut að dýpka til muna skilning hlustenda á þessu öndvegistónskáldi Breta í innlifaðri túlkun hópsins. Þar á milli fluttu Greta Guðna- dóttir og Þórir Jóhannsson þrjá þætti úr svítu fyrir fiðlu og selló (1909) eftir Reinhold Glière, hér í umritun Franks Proto frá 1980. Furðuskilvirkt í rithætti fyrir jafn- ólík strengjahljóðfæri, og veitti lát- laus en hnitmiðuð meðferð dúósins seiðandi reynslu af lagskipt upphaf- inni alþýðutónmennt – með dreif- býlu „sekkjapípu“-Tríói Gavott- unnar sem etnískum hápunkti. Af nýju í gömlu Norðurljósum í Hörpu Kammertónleikarbbbmn Hummel: Píanókvintett í Es Op. 87. Glière: Svíta fyrir fiðlu og kontrabassa. Vaughan-Williams: Píanókvintett í c- moll (1906; frumfl. á Ísl.). Greta Guðna- dóttir fiðla, Guðrún Þórarinsdóttir víóla, Margrét Árnadóttir selló, Þórir Jó- hannsson kontrabassi og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanó. Sunnudaginn 30. september kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.