Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 Bandsög Basato 1 Kr. 48.900 TRÉSMÍÐAVÉLARNAR FÁST Í BRYNJU www.brynja.is - brynja@brynja.is 40 ÁRA FRÁBÆR REYNSLA Á ÍSLANDI VÉLAR FYRIR ATVINNUMENN OG HANDVERKSFÓLK Tifsög Deco-flex Kr. 52.400 Slípivél Bts 900X Kr. 39.800 Súluborvél Rab s16x Kr. 102.200 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér kann að líða eins og þú sért milli steins og sleggju. Að reyna að rétt- læta gjörðir þínar mun bara veikja stöðu þína. 20. apríl - 20. maí  Naut Viljirðu komast hjá óþægindum skaltu ekki blanda saman starfi og leik. Láttu óþolinmæðina ekki ná tökum á þér því þá gæti farið illa. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ferðaáætlanir og áætlanir sem tengjast útgáfumálum og framhalds- menntun líta vel út. Farðu nákvæmlega eft- ir bókinni og þú neglir það. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ekki ráðlegt að standa í samningaviðræðum í dag. Haltu varlega áfram og búðu þig undir að breyta stefnu fyrirvaralaust. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það sem þú tekur þér fyrir hendur á meðan þú ert að bíða, eins og í dag, er mikilvægara en það sem þú gerir á meðan þú ert að framkvæma. Til allrar hamingju hefur þú fulla stjórn á aðstæðum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú verður þér meðvitandi um lausn sem þú hefur ekki velt mikið fyrir sér hing- að til. Gerðu áætlun og láttu óttann við hið óþekkta ekki ná tökum á þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér finnst þú vera blátt áfram og heið- arlegur í dag en öðrum finnst þú segja of mikið. Taktu það rólega og gefðu hverjum og einum þann tíma sem hann þarf. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Einhver reynir að gera þér lífið leitt svo nú reynir verulega á þolinmæðina. Slíkt krefst tillitssemi og þið getið hreint ekki bara horft á eigin hagsmuni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þér finnst þú loksins reiðubú- inn til að tjá þarfir þínar og pælingar fyrir maka þínum. Einhver reynir að efna til rifr- ildis, hugsanlega þú. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þó að þér sé ekki vel við að við- urkenna það, ertu mannlegur og þarfnast ástar eins og allir aðrir. Vertu skilningsríkur og hlustaðu vandlega á sjónarmið annarra. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er engu líkara en að vatns- berinn sé með innbyggðan radar á svala fólkið. En það er í lagi því hann hefur þegar sýnt þér allt sem þú þarft að vita. 19. feb. - 20. mars Fiskar Allt verður meira spennandi þegar þú ert með. Slepptu því að ala með þér gremju eða erfa eitthvað við einhvern. Vísnahorni hefur borist bréf fráJóni M. Ívarssyni frá Vorsa- bæjarhóli og er á þessa leið: Vasa- hnífur var mikilvægt áhald á síð- ustu öld og flestir karlmenn gengu með einn slíkan á sér. Faðir minn, Ívar Jasonarson á Vorsabæjarhóli (1910-1963) orti eitt sinn: Týnt ég hefi traustum hníf tjónið er orðið vissa. Þótt ég eigi vín og víf vil ég ei hnífinn missa. Þessi vísa minnti mig á æskuár mín í Litlu-Sandvík. Lýður bóndi brýndi fyrir okkur strákunum að hafa alltaf hníf í vasanum, – við vissum aldrei hvenær við þyrftum að grípa til hans. Og að þessum orð- um skrifuðum greip ég Sandvíkur- Skruddu Páls sonar hans: Allir Ár- nesingar eiga að þekkja stökuna víðfrægu eftir Eirík Einarsson frá Hæli: Einn ég held í austurveg og halda að hana hafi Eiríkur ort á ferðum sínum austur í kjördæmi sitt og æskustöðvar. En reyndin er sú, að vísa þessi kom fram í þing- veislu af allt annarri ástæðu. Óskráð lög eru í þingveislum að þar má enginn tala nema í bundnu máli. Nú stóð einu sinni svo á að enginn þingmanna Sósíalistaflokksins var hagmæltur. Þetta þótti Eiríki vont, gekk til Einars Olgeirssonar og hvíslaði yfir öxl hans: Má ég hjálpa brekabarni þínu? Lét hann þá Einar hafa þessa vísu til að flytja: Enn ég held í Austurveg æsku minnar gestur, þó að ellin þreytuleg þokist öll í vestur. Vísan þótti hæfa vel í mark. Enn segir í Sandvíkur-Skruddu frá því, að Jörundur Brynjólfsson var fyrst kjörinn á þing fyrir Reykvíkinga 1916, þá sem fulltrúi verkamanna, en með stuðningi þversum-hluta Sjálfstæðisflokksins gamla: Jörundi kennara þeytt var á þing með þversum og landráða sameining. Slorkarlar allir slógu um hann hring og slettu honum framan í almenning. Bjarni Bjarnason á Laugarvatni var einn af fylgismönnum Jónasar frá Hriflu og efndi til sérframboðs, Jónasarframbðs, í Árnessýslu sum- arið 1956. Hann fór á kostum á framboðssfundum og lofaði mörgu, m.a. nýrri brú yfir Tungufljót, sem reyndar kom ekki fyrr en hálfri öld síðar. Kristinn Bjarnason í Borg- arholti í Biskupstungum, bláfátæk- ur barnamaður og barnabarn Bólu- Hjálmars, orti: Sælt er að lifa í sannri trú að samgöngurnar batni, ef á Fljótið byggir brú Bjarni á Laugarvatni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enn ég held í Austurveg eftir Jim Unger „AF HVERJU HÆTTIRÐU Í SÍÐASTA STARFI ÞÍNU SEM RAFVIRKI?“ HermannÍ klípu „JÆJA, ÞÁ HITTUMST VIÐ LOKSINS!“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar tíminn skiptir ekki máli. FÖRUM Í „HRÆÐILEG ORГ. ISS, ÉG ER EKKERT HRÆDDUR VIÐ ORÐ. „LASAGNA- SKORTUR.“ GRETTIR? ANDA! ÉG GET EKKI ANDAÐ! ÉG LOFAÐI HELGU AÐ ÉG MYNDI STINGA UPP, SÁ FRÆUM, BERA ÁBURÐ OG VÖKVA GARÐINN Í DAG. ÉG SEGI ALLTAF: „LOFORÐ ERU TIL AÐ BRJÓTA ÞAU.“ Það er ekki oft sem Víkverja renn-ur kalt vatn milli skinns og hör- unds en hann mátti hafa sig allan við að koma sálartetrinu í lag eftir að hafa horft á stuttmyndina og hroll- vekjuna Child Eater eða Barnahák eftir Erling Óttar Thoroddsen. x x x Myndin var sýnd á alþjóðlegukvikmyndahátíðinni RIFF í Reykjavík í vikunni og þó mikið hafi verð fjallað um hátíðina hefur Vík- verji ekki séð neina úttekt á þessari frábæru hrollvekju. Samt er ekki ástæða til þess að örvænta því Er- lingur fékk áhorfendaverðlaun fyrir hana á kvikmyndahátíð Columbia- háskólans í Lincoln Center í New York í vor sem leið og stefnt er að því að gera hana í fullri lengd vestra. Víkverji er sannfærður um að þá fái hún verðskuldaða athygli. x x x FH-ingar í fótboltanum hafa hinsvegar verið í sviðsljósinu und- anfarna daga og er það vel. Þeir urðu Íslandsmeistarar karla með glæsibrag og framherjinn Atli Guðnason var markakóngur, stiga- hæstur í einkunnagjöf Morgunblaðs- ins og leikmaður ársins. Leikmenn Pepsi-deildarinnar kusu Atla líka þann besta 2009, þannig að FH- ingurinn knái þarf ekkert að lenda strax. Þórsstúlkur geta líka borið höfuðið hátt, því þær komu mörgum á óvart með því að fagna Íslands- meistaratitlinum í fyrsta sinn. x x x Í upphafi móts spá leikmenn ogþjálfarar liða í fótbolta, handbolta og körfubolta gjarnan um endanlega röð. Spáin er fyrst og fremst til gam- ans gerð og til þess að vekja athygli á komandi keppni, en Víkverja finnst þetta fyrirkomulag vera úr sér gengið. Í flestum tilfellum virðist sem spámenn taki verkefnið ekki of alvarlega og oft heyrist að menn spái liði ákveðnu sæti til þess að setja pressu á það og koma því úr jafn- vægi. Sé gengi liðs ekki í samræmi við spána velta fréttamenn og aðrir sér upp úr stöðunni og úr verður ein hringavitleysa. Spá byggð á fagleg- um grunni er hins vegar hið besta mál. víkverji@mbl.is Víkverji Ef einhver er í Kristi er hann orðinn nýr maður, hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til. (Síðara Korintubréf 5:17)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.