Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 11
Ljósmyndir/Benedikt Hermannsson Flott Finnbogi leikur hest, Elísabet leikur kú, Sigríður leikur kött, Kristín Harpa leikur barn, Maggi leikur hund, Álfheiður konuna og Simbi karlinn. 2007 og tók þá strax um haustið þátt í uppsetningu hjá Litla leik- klúbbnum. „Ég lenti eiginlega alveg óvart inni í sýningunni Skugga- Sveini sem þá var sett á fjalirnar og ég hef verið með í nánast öllum sýningum síðan þá. Leiklistarlífið hér á Ísafirði er mjög öflugt og það skiptir miklu máli fyrir samfélagið hérna. Litli leikklúbburinn er oftast með tvær sýningar á ári og líka söngskemmtanir um jólin sem eru gjarnan teknar aftur upp fyrir þorrablótin. Elvar Logi Hannesson heldur líka úti Kómedíuleikhúsinu hér og hann er mikil driffjöður og hefur stundum leikstýrt okkur.“ Margar barnasýningar Litli leikklúbburinn hefur sett upp fjölmennar og metnaðarfullar sýningar í Edinborgarhúsinu í gegnum tíðina. „Við í stjórninni reynum að velja leikrit þar sem börn og ungmenni hafa hlutverk, til dæmis settum við upp Emil í Katt- holti í fyrra og þar fengu margir krakkar hlutverk. Við reynum að hafa barnasýningu annað hvert ár. Við höfum fengið marga færa leik- stjóra til að leikstýra okkur og núna er það leikkonan Halldóra Björnsdóttir sem heldur um stjórn- artaumana í uppfærslunni á Kett- inum sem fer sínar eigin leiðir. Hún flutti hingað fyrir tveimur árum og er mikill fengur fyrir okkur. Hún hefur leikstýrt krökkunum í Menntaskólanum en þau setja ár- lega upp leikrit. Halldóra ætlar líka að vera með leiklistarnámskeið fyr- ir grunnskólakrakkana í vetur.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 Tæknin er skemmtileg og þægileg en líka stundum flókin og vand- ræðaleg. Þetta á vel við þegar sím- tækin taka af okkur völdin og breyta orðum okkar í hvað það sem þeim sýnist. Skemmtilegt orða- brengl má skoða á erlendum vefsíð- um og hlæja sig máttlausan. Enda nokkuð öruggt að það hefur valdið bæði vandræðagangi og misskiln- ingi. „Þú getur aldrei lært á þetta,“ voru viðkvæði bróður míns þegar móðir mín stríddi honum á því að ætla að fá sér Iphone á dögunum. Trúði hann ekki meira en svo á tæknihæfileika móður sinnar sem þóttist taka þessu sem móðgun. Hún veit jafn vel og hann að þriggja orða sms er hennar hámark. Tæknilegur snertiskjár gæti því orðið henni til trafala. Ég skil það bara mjög vel því síminn minn er oft með uppsteyt. Hann breytir orð- um svo maður taki ekki eftir og sendir sms á einhvern allt annan en skilaboðin áttu að fara til. Ég sendi vinkonu minni eitt sinn sms og tjáði henni að ég væri sveitt í leikhúsi. Þennan prakkaraskap símans lag- færði ég örskömmu síðar og sann- færði hana um að ég væri alls ekk- ert sveitt og illa lyktandi. Þetta var þó ekkert miðað við það sem síminn minn gerði hér á einni sunnudagsvaktinni. Ég held hann hljóti að hafa verið timbraður svei mér þá. Í það minnsta ákvað hann að senda sms sem ætlað var mínum heittelskaða frekar til samstarfs- manns míns. Sam- starfsmaður minn var frekar undrandi á því að ég hlakkaði til að komast heim og knúsa hann. Þess utan tók hann skilaboðunum bara nokkuð létt og fyr- irskipaði ekki nálg- unarbann á hendur mér. Enda skil ég ekki enn hvernig síminn minn gat fært sig úr einni skilaboðasögu yfir í aðra án þess að ég tæki eftir. Það er greinilega betra að hafa varann á við slíka tækni- notkun. Kannski væri bara best að færa sig aftur í símskeytin og bréf- dúfurnar? Í það minnsta sýndist veröldin oft dálítið einfaldari þegar maður hringdi í heimasíma vinkvenna sinna í gamla daga. Ef þær voru ekki heima var ekkert að gera nema að skilja eftir skilaboð. Nú er hægt að ná í fólk dag- inn út og inn sama hvað það er að gera. Um daginn varð sím- inn minn batteríislaus og hleðslutækið hafði orðið eftir heima. Því- líkt frelsi sem þessu fylgdi. En auð- vitað var hægt að ná í mig í gegnum tölvupóst í neyðartilviki... Bréfdúfan liggur í valnum AFP Símamyndir Með nýjustu tækni þarf ekki að missa af neinu. Samstarfs- maður minn var frekar undrandi á því að ég hlakkaði til að komast heim og knúsa hann. Mæja masar maria@mbl.is Til afhendingar strax Til viðbótar við ríkulegan staðalbúnað A3 er Sport & Mobile útfærslan búin 17” álfelgum, fjarlægðarskynjurum að aftan, krómuðum þakbogum, Bluetooth-tengingu fyrir farsíma ásamt fjarstýringum í stýri fyrir síma og útvarp. Allt þetta ásamt einstaklega sparneytinni dísilvél sem eyðir einungis 4,3 lítrum á hverja hundrað kílómetra, og þú leggur að auki frítt í stæði í 90 mínútur í Reykjavík. Audi A3 Sport & Mobile 1.6TDI sjálfskiptur Tilboðsverð: 4.750.000,- (Fullt verð: 5.530.000,-) Audi A3 Sport & Mobile

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.