Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 Theodór Steinar Mar- inósson er látinn, 80 ára að aldri. Theodór fæddist þann 7. ágúst 1932 í Reykja- vík. Foreldrar hans voru Marinó Guðjónsson og Guðrún Helga Theo- dórsdóttir. Theodór tók meistarapróf í bifreiða- smíði í Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði hjá Bílasmiðjunni hf. Ár- ið 1953 fékk Theodór styrk frá Marshallstofn- uninni og fór í nám til Bandaríkjanna í eitt ár þar sem hann lærði rekstrarfræði. Hann starfaði síðan sem verkstjóri í Bílasmiðjunni til ársins 1968. Hann var meðeigandi í fyr- irtækinu Zeta og árið 1978 stofnaði hann fyr- irtækið Z-Brautir og Gluggatjöld og starfaði þar allt fram á síðasta dag. Theodór tók virkan þátt í starfi KFUM frá barnæsku, var einn af stofnendum íþrótta- félagsins Fylkis og var einnig virkur þátttak- andi í Oddfellow- reglunni. Theodór Steinar kvæntist Magdalenu Sigríði Elíasdóttur árið 1957 og eign- uðust þau börnin Guðrúnu Helgu, Elí- as og Steinunni Huldu. Andlát Theodór Steinar Marinósson Frekari upplýsingar á veislulist.is Bjóðum einnig upp á veislusal til leigu Hafðu samband og fáðu tilboð í veitingarnar þínar Veitingaþjónusta í 35 ár Framúrskarandi matreiðsla og góð þjónusta Samsettir matseðlar Humarsalat með graskersfræum, vorlauk og melónu. Marineraður lambavöðvi með kartöfluturni, gulrætum, sellerý, smámaís og villisveppasósu. Frönsk súkkulaðikaka með vanilluís. Í veislusal okkar. Verð 6.000 kr. Í önnur salarkynni eða heimahús. Verð 4.900 kr. Andarsalat með Rucola salati, vorlauk, melónu, furuhnetum og andarsósu. Nautafille með kartöflu og sellerý mús, grænmetis- blanda Julianne, (gulrætur, maís & sæt kartafla). Grand Marnier Créme Brúlée með karamellu. Í veislusal okkar. Verð 7.000 kr. Í önnur salarkynni eða heimahús. Verð 6.000 kr. Humarsúpa með sítrónuolíu og nýbökuðu brauði. Steikt hunangsgljáð lambalæri með ferskum kryddjurtum. Ristað ferskt grænmeti, steikar kartöflur og rjómalöguð sveppasósa. Pana Cotta með jarðaberjum. Í veislusal okkar. Verð kr 5.200 Í önnur salarkynni eða heimahús. Verð kr 4.200 Steikarhlaðborð Í byrjun Nýbakað snittubrauð, borið fram m/smjöri og pestó. Kjötréttir Steikt hunangsgljáð lambalæri m/ferskum kryddjurtum. Ristaðar kalkúnabringur með appelsínu-karamellu. Eldsteikt nautafille með ferskum kryddjurtum. Meðlæti Ristað ferskt grænmeti, steikar kartöflur, gratíneraðar kartöflur, púrtvínsbætt piparsósa. Salatföt með fersku grænmeti og ávöxtum. Í veislusal okkar. Verð kr 5.400 Í önnur salarkynni eða heimahús. Verð kr 4.100 Kaffi fylgir frítt með í veislusal okkar. Sýnishorn af matseðli GÓÐ VEISLA LIFIR LENGI Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Mussur á 7.900 kr. Fleiri munstur/litir Str.40-58 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Ríta tískuverslun Spen nand i upps krift ir íslen skar og erlen dar Fáðu þér áskrift á www.tinna.is Nú er Ýr 51 komið í verslanir! S en du m h vert sem er In nan 24 k ls t. Opið mán.-fös. frá kl. 11-18, langur lau. 11-16, lau. 11-15. afmælisboð VERIÐ VELKOMIN Á 4 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ AFMÆLISHELGI 5.–7. OKT. Rannsóknastofnun í barna- og fjöl- skylduvernd RBF og Barnavernd- arstofa kynna niðurstöður rann- sóknar á afdrifum barna, sem dvöldu á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu á árunum 2000- 2007, í dag milli kl. 12-13 í stofu 102 Háskólatorgi. Elísabet Karlsdóttir, fé- lagsráðgjafi MA, og Ásdís A. Arn- alds, félagsfræðingur MA, kynna niðurstöður rannsóknar. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barna- verndarstofu, verður með stutt ávarp á undan kynningunni. Hall- dór Hauksson, sviðsstjóri með- ferðar- og fóstursviðs, mun tengja niðurstöður könnunarinnar við meðferðarstarf á vegum Barnaverndarstofu. Kynningin er öllum opin og aðgangur ókeypis. Afdrif barna sem voru á meðferðarheimilum Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga mbl.is alltaf - allstaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.