Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 STOFNAÐ 1987 Úrva l e ins takra málverka og l i s tmuna ef t i r í s lenska l i s tamenn | S k i pho l t 50a | S ím i 581 4020 | www.ga l l e r i l i s t . i s einstakt eitthvað alveg M ál ve rk : Ó lö f B jö rg Berness? „Já, takk & franskar á milli“ nefnist söngleikur eftir Pétur Guðjónsson og Jokku (Jóhönnu G. Birnudóttur) sem frumsýndur verð- ur í kvöld í Sjallanum á Akureyri. Í honum er góðlátlegt grín gert að Akureyringum og akureyrsk tón- list flutt, allt frá Ingimari Eydal til Hvanndalsbræðra. Leikstjóri söng- leiksins er Ívar Helgason en um tónlistarstjórn sér Heimir Ingi- marsson. Nýr leikhópur á Ak- ureyri, Grímurnar, stendur að sýn- ingunni. „Hugmyndin að þessu kviknaði fyrir a.m.k. sjö árum hjá mér. Ég er borinn og barnfæddur á Akureyri og tek mér það bessaleyfi að gera grín að þessum þjóðflokki. Ég myndi ekki þora það ef ég væri ekki héðan,“ segir Pétur um söng- leikinn. „Þetta eru s.s. þekkt lög sem tengjast Akureyri á einhvern máta; flutt af Akureyringum, samin af Akureyringum eða fólki búsettu á Akureyri. Villi Vill er t.d. þarna, þó að hann sé ekki Akureyringur var hann með Hljómsveit Ingimars Eydal.“ Af öðrum hljómsveitum sem lög eiga í söngleiknum megi nefna Skriðjöklana, Baraflokkinn og Stuðkompaníið. Afi segir sögur af Sjallanum Söngleikurinn segir af tveimur drengjum sem koma til Akureyrar á Bíladaga. Annar þeirra hefur aldrei farið út fyrir Grafarvoginn en hinn er ættaður frá Akureyri. „Þeir fara að skemmta sér og gefa kómíska mynd af ýmsum Akureyr- ingum eins og Kidda Jó, Sigmundi Erni og fleirum, í tali sín á milli. Síðan heimsækja þeir afa annars þeirra sem fer að segja þeim sögur úr Sjallanum í gamla daga og þá fáum við svona myndrænt end- urminningar hans. Þannig að það fléttast inn í þetta gamli sixtís tím- inn og nútíminn. Þetta fer í smá- rómans,“ segir Pétur. Áhugaleikarar leika í sýning- unni, ungt fólk með nokkra reynslu, að sögn Péturs. Hvað leik- stjórann varðar segir Pétur að hann sé nýfluttur í bæinn og hafi hrifist af Berness-menningunni. Sósan góða sé notuð á allt. Miðasala á söngleikinn fer fram í afgreiðslu veitingastaðarins Greif- ans og á vef hans, greifinn.is. helgisnaer@mbl.is Rómó Valdís Eiríksdóttir og Hjörv- ar Óli Sigurðsson í söngleiknum. Grín gert að Akureyringum  Söngleikur með akureyrskri tónlist Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Í dag verða heiðursverðlaun RIFF (Reykjavík International Film Festival) veitt ítalska kvikmynda- leikstjóranum Dario Argento. Hann er einn þekktasti kvik- myndaleikstjóri samtímans og þeir eru ekki margir sem stýra hryll- ingsmyndum sem viðurkenna ekki áhrifin sem Argento hefur haft á þá. Argento byrjaði sem kvik- myndagagnrýnandi hjá dagblaðinu Paese Sera þar til Sergio Leone fékk hann og Bernando Bertolucci til að skrifa með sér handritið að spagettí-vestranum Once upon a time in the West þar sem Henry Fonda, Charles Bronson og Claudia Cardinale léku aðalhlutverkin. Að- eins ári seinna, eða árið 1970, frum- sýndi Argento sína fyrstu bíómynd, The Bird with the Crystal Plumage, sem sló í gegn á Ítalíu. Næstu árin gerði hann eina mynd á ári og hefur nú leikstýrt 24 bíómyndum auk þess að hafa komið að hand- ritaskrifum að miklu fleiri. Einna þekktustu myndirnar hans eru verk eins og Suspiria og Opera. Suspiria var frumsýnd árið 1977 og er hálf- súrrealískur spennutryllir með yf- irnáttúrulegu ívafi. Opera kom út árið 1987 og fjallar um uppsetningu á óperuverki sem Verdi skrifaði uppúr Macbeth leikriti Shake- speare. Spennan í bíómyndinni not- aðist við meinta bölvun sem liggur á verki Macbeth en slík voru vand- ræðin við framleiðslu verksins að Argento hefur margsinnis sagt að hann trúi því einlæglega að það fylgi bölvun verkinu. Það voru vandræði við fjármögnun og leik- konan Vanessa Redgrave hætti við verkefnið á síðustu stundu. Meðan á tökum stóð fór allt í háaloft milli Argento og konunnar hans sem líka vann við myndina og svo dó faðir hans í miðjum tökum. Auk þess var fjöldi óhappa og slysa slíkur að þeim þótti sem bölvun væri á verk- efninu. Byrjaði í Villta vestrinu Þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins hitti Argento á Hotel Marina forvitnaðist hann fyrst um samstarf hans við hina goðsagnakenndu Ser- gio Leone og Bernardo Bertolucci. „Bernardo var vinur minn, við vor- um í sömu listamannaklíkunni, og Sergio réð okkur til að fá ungæð- isáhrif inní myndina. Við unnum handritið í samvinnu. Fyrst skiptum við því í þrjá hluta, ég gerði fyrsta hlutann, Bernardo annan og Sergio þann þriðja. Á seinni stigum unnum við svo hver í annars köflum.“ Það hefur oft verið sagt um myndir Argento að hann leggi stundum meiri áherslu á hljóð og myndir heldur en söguna sjálfa. Að- spurður hvort hann sé sammála þeirri staðhæfingu segir hann já. „Bíómyndir eru einsog draumur. Áhorfendur fá að sjá eitthvað djúpt og undarlegt, senur symbóla. Fólk dreymir allan sólarhringinn en þeg- ar það kemur í kvikmyndahús sér það drauma leikstjórans. Að sjálf- sögðu skiptir því hljóð og hið mynd- ræna meira máli en söguþráð- urinn.“ Allt eins og fyrir 40 árum Argento hefur 40 ára reynslu í bransanum að baki og lék blaða- manni forvitni á því hvort það væri á einhvern hátt öðruvísi að gera bíómyndir í dag en það var þá. „Nei, ekki nema ef litið er til tækni- framfaranna,“ segir Argento. „Vinnan með leikurunum er alltaf eins og nánast allt ferlið er það líka. Þegar ég gerði myndir sem ungur maður þá var það fyrir unga fólkið, það var bara ungt fólk sem flykktist á myndirnar mínar. Þegar ég var miðaldra var það líka bara unga fólkið og enn í dag er því þannig farið. Þegar ég geri kvikmynd vaknar alltaf barnið í mér og því næ ég til barnsins í fólki.“ John Carpenter hefur oft sagt að hann hafi verið undir miklum áhrif- um frá Argento þegar hann gerði hina sögufrægu bíómynd Hallo- ween. Aðspurður hvað Argento finnist um Carpenter segir hann að þeir séu vinir. „Hann er eiginlega besti vinur minn og mér finnst myndirnar hans mjög góðar.“ Hryllingsmyndaleik- stjórinn heiðraður  Ítalski leikstjórinn lenti í bölvun Macbeths í tökum Morgunblaðið/Golli Leikstjóri Þrátt fyrir að hafa unnið við að setja hrylling á hvíta tjaldið alla ævi er Argunto vinalegur maður. Ný söngleikjaröð sem nefnist Lífið er söngleikur hefst í Salnum í kvöld kl. 20. Þar koma fram leikararnir Bjarni Snæbjörnsson, Margrét Eir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Orri Huginn Ágústsson, en þau léku öll saman í Vesalingunum í Þjóðleik- húsinu sl. vetur. Hópurinn hyggst í vetur bjóða upp á ferna tónleika þar sem flutt verða klassísk lög sem allir þekkja í bland við ný lög og vinsæl við undir- leik Kjartans Valdemarssonar. „Á fyrstu tónleikunum í söng- leikjaröðinni munu fjórmenning- arnir taka uppáhaldslög allra úr söngleikjum sem slegið hafa í gegn á Broadway og West End. Tekin verða kanónulögin úr sýningum sem gengið hafa árum saman í London og New York. Lög úr söngleikjum á borð við Cabaret, Les Misérables, Fiddler on the Roof, Cats, Evita, The Sound of Music og Phantom of the Opera,“ segir m.a. í tilkynningu. Næstu tónleikar verða snemma í nóvember, en þá verða vinsælustu söngleikjum kvikmyndasögunnar gerð góð skil. Í byrjun febrúar verða ódauðleg lög stóru söngleikjaskáld- anna á dagskrá og í apríl verða tekin lög úr söngleikjum sem rokkað hafa heiminn ásamt nýjum frábærum stykkjum. Ný tónleikaröð helg- uð söngleikjum hefst Söngstjarna Margrét Eir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.