Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Ef þetta yrði tekið inn myndi það slá aðeins á það óréttlæti að veikasta fólkið borgi hátt í þrjá milljarða á ári í skatt á sjúklega neyslu sína og að hluti af þeim fjármunum verði varið til að hjálpa því fólki til betra lífs,“ segir Gunnar Smári Egilsson, for- maður SÁÁ, en samtökin safna nú undirskriftum til að hvetja til frum- varps um að 10% áfengisgjalds renni til þolenda áfengis- og vímuefna- vandans. Söfnunin hófst í gær. Sveitarfélög fjárvana Tillaga SÁÁ felur enn fremur í sér að féð renni í sérstakan samning á milli ríkisins og sveitarfélaga til að byggja upp félagslega þjónustu. Gunnar Smári bendir á að úrræði fyrir veikustu sjúklingana eins og búsetuúrræði og úrræði fyrir börn á heimilum þar sem er mikið álag af völdum ofneyslu sé á forræði sveitar- félaganna. Þau séu mjög mörg, mörg þeirra fámenn og flest fjárvana. Vandinn hafi vaxið að undanförnu og samfélagið orðið harðara. Þeim sem séu veikir fyrir sé ýtt meira út á jaðar samfélagsins. „Sjúklingarnir sem koma til okkar eru verr settir félagslega en þeir voru fyrir 10-15 árum. Þessi óleysti vandi hefur vaxið og við teljum ómögulegt að sveitarfélög hafi bol- magn til að mæta þessu nema eitt- hvað komi til. Við bjóðum þjóðinni að styðja frumvarp til að auka mannúð og réttlæti í samfélaginu. Við teljum það tímabært,“ segir hann. Hluti áfengisgjalds fari í að hjálpa fólki til betra lífs  SÁÁ safnar undirskriftum til að hvetja til lagafrumvarps Morgunblaðið/Ómar SÁÁ Gunnar Smári hóf undir- skriftasöfnunina í gærdag. Splunkunýr Stúdentakjallari Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is „Við stefnum ótrauð á að fá nýjan Stúdentakjallara afhentan 1. desem- ber,“ segir Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta (FS). Um þessar mundir er unnið hörðum höndum að byggingu nýs Stúdentakjallara sem mun rísa í viðbyggingu við Háskólatorg Há- skóla Íslands. Að sögn Guðrúnar miðar framkvæmdum vel þó örlítil seinkun hafi orðið. „Staðan á verk- inu er þannig í augnablikinu að búið er að loka kjallaranum og steypa plötuna ofan á hann. Sífellt skýrari mynd kemst á þetta á hverjum degi,“ segir Guðrún. „Þegar við fáum bygginguna afhenta munum við opna dyrnar og gera eitthvað skemmtilegt fyrir stúdenta.“ Uppákomur af öllu tagi Verkið er tvískipt og fyrsti áfang- inn er sem fyrr segir Stúdentakjall- arinn. Í febrúar á næsta ári verður svo seinni áfanginn tekinn í notkun en það er viðbygging við torgið sjálft. Innt eftir lýsingu á væntanlegri starfsemi stúdentakjallarans segir Guðrún hana verða fjölbreytta. „Stúdentakjallarinn á að verða skemmtilegur staður fyrir stúdenta sem opinn er alla daga og öll kvöld. Við stefnum á að vera með matsölu, kaffihús og smáréttaseðil frá hádegi og fram á kvöld alla daga. Á kvöldin stefnum við svo á að hafa þéttskip- aða dagskrá með uppákomum af öllu tagi sem við munum vinna með stúd- entum,“ segir Guðrún. Margir hugsa með söknuði til gamla Stúdentakjall- arans. Hann var rekinn í rúm 30 ár og eiga margir þaðan sínar lífleg- ustu minningar tengdar háskóla- árunum. Aðspurð hvort hinn nýi kjallari verði rekinn með svipuðu sniði segir hún að vonir séu bundnar við að hann muni skipa jafn stóran sess í háskólalífinu og sá gamli gerði. „Við vonumst meðal annars til þess að Stúdentakjallarinn öðlist aftur það hlutverk að vera staður þar sem ungir tónlistarmenn fá tækifæri til að koma sér á framfæri. Margar af stórstjörnum íslensks tónlistarlífs hófu ferilinn á sviði Stúdentakjall- arans og við munum reyna að endur- gera þann vettvang,“ segir Guðrún Björnsdóttir.  Stefna á opnun 1. desember  Verður opinn alla daga og öll kvöld  Verði staður þar sem ungir tónlistarmenn fái tækifæri til að koma sér á framfæri Morgunblaðið/Kristinn Glæsileg viðbót „Við stefnum á að vera með matsölu, kaffihús og smáréttaseðil frá hádegi og fram á kvöld alla daga. Á kvöldin stefnum við svo á að hafa þéttskipaða dagskrá með uppákomum af öllu tagi,“ segir Guðrún. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Miklir annmarkar eru taldir vera á því að hefja hljóðritanir af ríkisstjórnarfundum, líkt og kveðið er á um í nýjum lögum um Stjórnarráðið. Umrætt lagaákvæði átti að taka gildi 1. janúar sl. en gildistökunni var frestað til 1. nóvember, m.a. með þeim rökum að skoða þyrfti lagaleg álitaefni vegna hljóðritana og kanna áhrif þeirra á starfshætti ríkisstjórna. Samkvæmt lagaákvæðinu skulu fundirnir teknir upp og upptökurnar opinberaðar 30 árum síðar. Ákvæðið var ekki í nýjum lögum um Stjórnarráðið en kom inn fyrir 3. umræðu máls- ins eftir breytingartillögu allsherjarnefndar. síðar breytt lögum um aðgang að upptökunum. Er þessi leið talin þurfa að bíða niðurstöðu um stjórnarskrárbreytingar eftir næstu kosningar. Breyta þyrfti mörgum lögum Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er það mat Róberts að ekki séu fyrir hendi sann- færandi rök fyrir því að hefja hljóðritun, enda tryggi þau ekki gagnsæi og kunni jafnframt að breyta eðli ríkisstjórnarfunda. Til dæmis geti lög um ráðherraábyrgð, sem landsdómsmálið snerist að hluta um, leitt til þess að ráðherrar hiki við að lýsa yfir stuðningi við mál. Þá þurfi að breyta upplýsingalögum til að koma í veg fyrir að almenningur og fjölmiðlar geti krafist aðgangs að upptökunum. stjórnarfundir skuli hljóðritaðir. Í öðru lagi að slá gildistökunni aftur á frest til að kanna málið betur. Í þriðja lagi að gera þær lagabreytingar sem taldar eru nauðsynlegar svo ákvæðið geti tekið gildi, en talið er að breyta þurfi ellefu lög- um, þ.m.t. lögum um ráðherraábyrgð og um Ríkisendurskoðun. Líklegt er talið að þessi kostur leiði til þess að gildistaka ákvæðisins frestist, enda taki tíma að breyta lögum. Girt sé fyrir aðgang eftirlitsaðila Fjórði og síðasti kosturinn sé að girða alfarið fyrir aðgang að upptökunum og eru sérstakir eftirlitsaðilar þá ekki undanskildir. Í þessu efni er horft til þess möguleika að gera breytingar á stjórnarskránni þannig að Alþingi geti ekki Tveir sérfræðingar, þeir Róbert Spanó lagaprófessor og Gunnar Helgi Kristins- son, prófessor í stjórnmála- fræði, báðir við Háskóla Ís- lands, voru fengnir til að vinna álitsgerðir um lögin. Róbert fann lagalega ann- marka á lögunum en Gunn- ar Helgi fann hvergi for- dæmi fyrir svona hljóðritunum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er það niðurstaða Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra að fjórir kostir séu í stöðunni. Í fyrsta lagi að fella niður lagaákvæði um að ríkis- Annmarkar taldir á upptökum  Lagaákvæði um að ríkisstjórnarfundir skuli teknir upp í óvissu  Átti að taka gildi 1. nóvember nk.  Forsætisráðherra telur fjóra möguleika í stöðunni  Til greina kemur að fella lagaákvæðið úr gildi Jóhanna Sigurðardóttir Hugsanleg brot frambjóðenda sem tóku þátt í prófkjöri vegna sveitar- stjórnarkosninganna 2010 á lög- bundinni upplýsingaskyldu eru að öllum líkindum fyrnd. Þetta má lesa út úr bréfi ríkissaksóknara til ríkis- endurskoðanda. Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og um upplýs- ingaskyldu ber frambjóðendum að skila Ríkisendurskoðun árituðum reikningum eigi síðar en þremur mánuðum frá því að kosning fór fram. Ríkisendurskoðandi átti ný- verið fund með ríkissaksóknara og lögreglustjóra um túlkun refsi- ákvæða laganna. 442 frambjóð- endur tóku þátt í prófkjöri eða for- vali flokkanna vorið 2010. Hátt í 200 þeirra eiga enn eftir að skila uppgjöri til Ríkisendurskoðunar. Brot frambjóðenda í prófkjöri árið 2010 eru líklega fyrnd Sérstakt neyðarskýli Rauða kross- ins verður sett upp gegnt Stjórnar- ráði Íslands í dag í tilefni af lands- söfnuninni Göngum til góðs. Klukkan tíu árdegis munu Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins, og Ómar Ragnarsson fjöl- miðlamaður ganga úr neyðarskýl- inu og banka upp á dyr Stjórnar- ráðsins þar sem ríkisstjórn Íslands fundar og bjóða henni að styrkja söfnunina. Söfnunarféð rennur til að styðja bágstadda víða um heim en fyrri safnanir eru sagðar hafa bjargað mannslífum og rétt hlut þeirra sem eiga undir högg að sækja. Munu banka á dyr Stjórnarráðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.