Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 ✝ Þuríður Berna-detta Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík 14. des- ember 1931. Hún lést á LSH við Hringbraut 30. september 2012. Foreldrar henn- ar voru Jón Hjört- ur Jóhannsson, vél- stjóri í Hafnarfirði, f. 20.8. 1912, d. 17.10. 1994 og Guðrún Ein- arsdóttir húsmóðir, f. 13.7. 1910, d. 23.6. 1977. Þau skildu. Jón Hjörtur kvæntist Ingibjörgu Jónsdóttur, f. í Borgarfirði 20.5. 1906, d. 26.12. 1995, börn þeirra eru Sævar Örn, f. 6.6. 1938, og Margrét, f. 15.10. 1941. Þuríður giftist 6. mars 1954 Gísla Hauksteini Guðjónssyni flugumferðarstjóra, f. í Reykjavík 12.7. 1931. For- eldrar hans voru Guðjón Run- ólfsson, bókbandsmeistari í Landsbókasafni, f. í Reykjavík 9.7. 1907, d. 16.9. 1999, og María Gísladóttir húsmóðir, f. á Eskifirði 1.9. 1909, d. 31.8. 1972. Systkini Gísla eru Mar- grét, f. 19.8. 1932 og Run- 3.10. 1988, sambýliskona Ása Karen Jónsdóttir og b) Sunn- eva, f. 28.10. 2002. 5) Kristín sjúkraþjálfari, f. 30.1. 1967, maki Valdimar Grímsson framkvæmdastjóri, börn Est- her Ösp mannfræðinemi, f. 28.8. 1986, Andrea, f. 10.6. 1994 og Grímur, f. 11.6. 1999. Þuríður var kaþólsk og gekk í Landakotsskóla en lauk gagnfræðaprófi frá gagnfræðaskólanum við Lindargötu 1948. Hún starf- aði á yngri árum hjá Silla & Valda þar sem Gísli kynntist henni á 18. ári. Eftir giftingu var hún heimavinnandi hús- móðir með börnin 5. Eftir að börnin voru uppkomin vann hún ýmis störf, þar á meðal við Listdansskóla Íslands þar sem hún sinnti nemendum af sinni ömmugæsku. Þuríður ólst upp ásamt uppeld- isbróður sínum Einari Ein- arssyni á Vesturvallagötu í Reykjavík hjá móðurömmu sinni, Guðrúnu Guðbjörgu Björnsdóttur, en bjó svo eftir giftingu lengstum í Aratúni 2 í Garðabæ. Á efri árum bjó hún í þjónustuíbúð að Hrafn- istu í Hafnarfirði en síðast á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi. Útför Þuríðar verður gerð frá Landakotskirkju í dag, 5. október 2012, og hefst at- höfnin kl. 15. ólfur, f. 13.11. 1935. Börn þeirra Þuríðar og Gísla eru 1) María, list- dansari og kenn- ari, f. 9.11. 1953, sonur hennar er Hjörtur Jóhann Vignisson, f. 27.9. 1994. 2) Margrét, fyrrum útibús- stjóri hjá Lands- banka Íslands, f. 10.8. 1956, maki Pétur Grét- arsson tónlistarmaður, börn a) Gísli CCIE í netkerfum, f. 13.4. 1974, búsettur í Bret- landi, maki Anna María Helgadóttir, hönnuður og nemi, f. 8.6. 1971 og b) Berg- lind BA frá Listaháskóla Ís- lands, f. 2.4. 1989. 3) Guðjón dúklagningameistari, f. 9.3. 1958, maki Jóhanna Þor- björnsdóttir sem er látin, dætur Alexandra, f. 27.7. 1987 nemi, Karlotta nemi, f. 12.1. 1990, Helena, f. 17.12. 1994, og Rakel, f. 2.2. 2002. 4) Gísli Jón kerfisfræðingur, f. 28.12. 1964, maki Kristín Helgadóttir framkvæmda- stjóri, börn a) Helgi Már al- þjóðaviðskiptafræðingur, f. Elsku mamma mín. Ég man ekki eftir mér öðru- vísi en að þú hafir verið til staðar fyrir mig. Fyrst þurfti að passa mig betur en sum hinna systk- inanna þar sem ég átti það til að stinga af. Þá brást þú á það ráð að setja mig í beisli og binda mig við snúrustaur og gast þá sinnt heimilistörfum í smátíma fyrir þessum fjörkálfi. Þegar loks mátti líta af mér var ég svo upp- tekin í áhugamálum að þú fórst að keyra mig út og suður, úr skólanum í fimleika, úr fimleik- um í kór. Aldrei taldir þú eftir þér alla þessa þjónustu sem var alls ekki sjálfsögð. Þegar þessi upptekna stelpa þín var að fara að keppa í útlöndum og kom dauðþreytt af æfingu daginn fyr- ir brottför varst þú búin að strauja öll bestu fötin mín og raða þeim fyrir framan ferða- töskuna. Saman völdum við svo út það sem þurfti. Þessu var ég öfunduð af. Svona dekraðir þú við litla barnið þitt. Þetta er bara lítið dæmi en segir svo margt um þig. Þú hugsaðir alltaf fyrst um aðra og svo um sjálfa þig. Við systk- inin og pabbi vorum þér allt. Það fann maður alla tíð. Ég gat talað við þig um allt, trúði þér fyrir öllu og gat treyst. Alltaf áttir þú svör, róleg og yfirveguð, aldrei neinn æsingur. Þú virtist skilja allt og hafa prófað allt, leiðbeind- ir á þinn hægláta hátt. Það var sjaldan að þú hækkaðir róminn en þá þögnuðu líka allir og hlustuðu og vissu að nú hafði maður farið yfir strikið. Elsku mamma, þetta ljóð lýsir þér. Þú varst alltaf svo góð við mig, ég fékk athygli þína óskipta, þú lifðir fyrir mig, hlustaðir á mig, talaðir við mig, leiðbeindir mér, lékst við mig, sýndir mér þolinmæði, agaðir mig í kærleika, sagðir mér sögur, fræddir mig og baðst með mér. Þú varst alltaf svo nærgætin og skilningsrík, umhyggjusöm og hjartahlý. Þú varst skjól mitt og varnarþing. Við stóðum saman í blíðu og stríðu, vorum sannir vinir. Mér þótti svo undur vænt um þig, elsku mamma mín. (Sigurbjörn Þorkelsson.) Elsku mamma mín, ég á eftir að sakna þín meira en orð fá lýst. Þín Kristín. Elsku amma Dúrý. Ég minnist allra góðu stund- anna hjá ömmu og afa í Aratúni. Best var að vera ein hjá ykkur því þá snérust þið í kringum mig og ég mátti gera allt sem ég vildi. Ef ykkur afa fannst eitthvað að veðrinu var hann sendur að sækja mig í skólann og beiðst þú heima tilbúin með kakó og brauð. Best var að sofa í ömmu rúmi og oftar en ekki lagðist þú hjá mér og sofnaðir líka. Afi var þá einn eftir frammi og svaf hann þá í gestaherberginu. Það var svo notalegt að vera hjá þér, elsku amma mín. Stundum spiluðum við ólsen ólsen eða ég skoðaði töluboxið fræga. Það var eitthvað alveg sérstakt við að fara í bað hjá ömmu. Þá sast þú hjá mér og við spjölluðum um allt mögulegt. Elsku amma, þú vildir allt fyr- ir alla gera og vil ég þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Nú ertu komin til afa og veit ég að hann tók vel á móti þér. Megi guð vera með þér, elsku amma mín. Ég kveð þig með söknuði. Þín ömmustelpa, Andrea. Elsku amma. Eins leitt og mér þykir að þú skulir vera farin frá okkur, þá er það mér þó léttir, að þú skulir loks fá frið frá veikindunum þín- um og að þú skulir vera komin til afa Gísla, eftir meira en sex ára aðskilnað. Ég veit að þið eruð komin á betri stað og vona að ykkur líði betur þar. Nú er víst komið að end- astoppi hjá ömmu og afa í Arat- úninu, en við taka allar góðu minningarnar um þig, og dekrið sem maður gat alltaf gengið að vísu, hjá ömmu Dúrý. Þótt ég muni nú ekki glöggt eftir öllum góðu stundunum sem við áttum saman þegar ég var yngri, þá standa alltaf upp úr tímarnir sem ég átti í eldhúsinu í Aratúninu hjá þér að leika við lestarteinana mína á Hótel ömmu og afa. Mér er einnig sagt að þú hafir alið upp í mér „potta- og pönnut- rommarann“, og leyft mér að gera ýmislegt sem ekki mátti annars staðar, við misjafna hrifningu foreldra minna. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísum Vatnsenda-Rósu.) Takk fyrir allar góðu stund- irnar, ég mun sakna þín, amma mín. Helgi Már Gíslason. Amma Dúrý var svo falleg og góð kona. Ég á ótal minningar um hana og afa í Aratúninu síðan ég var lítil. Það sem er mér efst í huga er hvað hún var alltaf vel til höfð með krullaða, dökkbrúna hárið sitt. Hún hafði svo gaman af því að fá okkur barnabörnin í heimsókn og fengum við Kar- lotta systir stundum að gista. Okkur fannst svo gaman að vera hjá ömmu og afa. Við fórum í hárgreiðsluleiki þar sem amma skreytti okkur eins og litlar ball- erínur og svo horfðum við saman á balletvídeóin af Maríu frænku, og borðuðum ís. Ég man að amma átti alltaf hálsbrjóstsykur, og þegar við Karlotta komum í heimsókn, skar hún einn slíkan í tvennt, einn helmingur var fyrir mig og hinn fyrir Karlottu. Við systur fengum stundum að hjálpa til í eldhúsinu með ömmu, og stundum tók stríðnin í okkur völdin. Við blönduðum alls kyns sulli saman og sama hversu slæm útkoman var, þá var amma alltaf tilbúin að smakka. Þær voru nokkrar sundferðirnar og göngutúrarnir með ömmu um Garðabæinn þar sem hún sagði okkur meðal annars sögur af pabba okkar þegar hann var lít- ill. Ég mun aldrei gleyma ömmu og afa úr Aratúninu, þaðan á ég frábærar minningar sem munu fylgja mér alla mína tíð. Takk fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman, elsku amma mín, þú varst yndisleg kona og mun ég sakna þín. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Þín Alexandra. Fyrsta minning mín um ömmu Dúrí er í listdansskólanum. Þar sé ég hana fyrir mér bakvið skrifborðið sitt inni á skrifstofu, þar sem hún átti alltaf háls- brjóstsykur skúffunni. Hún var alltaf til í að gera fínan ballerí- nusnúð í hárið á mér og var sjálf fín til fara, með krullur í hárinu. Amma Dúrí var besta amma sem hægt er að hugsa sér. Ég á svo margar góðar minningar úr Aratúninu. Hún vildi gera allt fyrir okkur barnabörnin. Við Alexandra systir vorum mikið í því að „elda“ allskyns sull og láta ömmu smakka, afi leit ekki við eldamennskunni okkar, en amma var til í allt. Hún sagði mér oft að hún væri ekki mikil félagsvera en henni fannst gott að vera með sínum nánustu ættingjum. Ég gleymi ekki áramótunum þegar ég var lítil og hrædd við sprengjuhljóð- in í flugeldunum og allir voru úti að sprengja en amma var til í að vera inni með mér á meðan og sagði mér sögur til að dreifa hug- anum. Jólin og áramótin í Arat- úninu voru alltaf haldin hátíðleg, því mun ég seint gleyma. Það var alltaf svo gaman að koma til ömmu og afa, fá sælgæti og smíða með afa, elda og spjalla við ömmu, fara í sund eða í Hag- kaup, labba í fjörunni, horfa á gömul vídeó og hlusta á sögurnar hans afa. Svona gæti ég haldið lengi áfram. Ég mun sakna þessara góðu tíma, takk fyrir allar góðu minn- ingarnar, elsku amma. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Karlotta Guðjónsdóttir. Þuríður Berna- detta Jónsdóttir Ásdís Ingimarsdóttir, hjartkær vinkona mín, hefur kvatt eftir of- urhetjulega baráttu. Hún fékk friðsæla hvíld. Hafðu þökk fyrir allt og allt, Ásdís mín ofurhetja. Þú auðgaðir líf mitt og minna svo sannarlega. Allri hennar ástkæru fjölskyldu, foreldrum, systkinum og þeirra fjölskyldum sem og frændfólki öllu sendum við fjöl- skyldan hugheilar samúðarkveðj- ur. Mig langar að minnast hennar með ljóði eftir ömmu mína, Stein- unni Þ. Guðmundsdóttur: Ó, himins blíða hjartans tár er hjúpar sorg, þótt blæði sár, þín miskunn blíð, hún mildar barm, hún mýkir tregans sára harm. Þú ert það ljós, það lífsins mál, er ljúfur Drottinn gefur sál. Nú hljóð er stund, svo helg og fríð, að hjarta kemur minning blíð. Hún sendir huga bros þitt bjart, blessar, þakkar, þakkar allt. Ásdís Ingimarsdóttir ✝ Ásdís Ingimars-dóttir fæddist á Egilsstöðum 7. nóv- ember 1967. Hún lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi 13. september síð- astliðinn. Útför Ásdísar var gerð frá Borg- arneskirkju 22. september 2012. Hún minnir sál á sorgaryl, sendir huggun hjartans til. Vertu alltaf kært kvödd mín kæra! Þín vinkona, Laufey V. Mig langar til að minnast Ásdísar í ör- fáum orðum og þakka fyrir vináttu hennar. Við Ásdís kynntumst í Seltjarnarneskirkju, ég nýkomin þangað sem aðstoðarprestur, hún skömmu síðar sem kirkjuvörður. Við náðum strax mjög vel sam- an og gátum rætt allt milli himins og jarðar. Oftar en ekki enduðu þó samræður okkar í hlátrasköllum. Hún var mjög glaðlynd og ljúf og fann ég að þar fór heilsteypt og góð manneskja. Það var gott að vinna með henni og sýndi hún mér hlýju og skilning í mínum störfum. Því miður hitti ég hana bara einu sinni eftir að hún hætti sem kirkjuvörð- ur og sagði hún mér þá að hún hefði greinst með hvítblæði. Virt- ist hún taka veikindum sínum með mesta æðruleysi. Við ræddum smástund saman og kvöddumst síðan í mestu vináttu. Guð blessi foreldra, systkini og ástvini alla á þessari sorgarstundu og leggi líkn með þraut. Haf þökk fyrir allt. Hildur Sigurðardóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elsku föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, NÍELSAR FRIÐBJARNARSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis- stofnunarinnar á Siglufirði fyrir góða umönnun og hlýju. Ólöf Margrét Ólafsdóttir, Jón Torfi Snæbjörnsson, Guðrún Þóranna Níelsdóttir, Sigurður Kjartan Harðarson, Friðbjörn Níelsson, afa- og langafabörn. ✝ Kærar og góðar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýju og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu, langömmu og systur, DÓRÓTHEU M. BJÖRNSDÓTTUR, Keldulandi 19. Sérstakar þakkir fær starfsfólk í Maríuhúsi og í Roðasölum fyrir innilega og kærleiksríka umönnun. Birgir Ólafsson, Guðrún Björk Birgisdóttir, Hörður J. Oddfríðarson, Birna Birgisdóttir, Kristján Sverrisson, barnabörn, langömmubörn og systkini hinnar látnu. ✝ Sendum okkar innilegustu þakkir fyrir hlýjar samúðarkveðjur, minningarorð, blóm, skreyt- ingar, kransa, yndisleg samtöl, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS BJÖRNSSONAR frá Bólstaðarhlíð, Vestmannaeyjum, Ægisíðu 92, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við forstöðumanni og starfsfólki Safnahúss Vestmannaeyjabæjar fyrir að heiðra minningu Jóns með sýningu mynda úr safni hans og alla virðingu honum auðsýnda. Einnig sérstakar þakkir til heimilislæknis Jóns, lækna, sjúkra- flutningamanna og hjúkrunarfólks, fyrir einstaka aðhlynningu. Útfararþjónustu og presti þökkum við styrka handleiðslu og vandaða þjónustu. Bryndís Jónsdóttir, Halldóra Björk Jónsdóttir, Ingimar Haraldsson, Þorgerður Bryndísardóttir Jónsdóttir, Bogi Agnarsson, Birna Ólafía Jónsdóttir, Ásmundur Jón Þórarinsson, Björn Jón Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.