Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 OPNUNARTÍMI EFNALAUG MÁN - FÖS: 8-18 • LAU: 11-13 OPNUNARTÍMI FATALEIGA MÁN - FÖS: 13-17 • LAU: LOKAÐ EFNALAUG OG FATALEIGA GARÐABÆJAR | GARÐATORGI 3 | GARÐABÆ | SÍMI 565 6680 | FATALEIGA.IS Hröð og vönduð þjónusta. Fjölskyldufyrirtæki til 27 ára. Persónuleg þjónusta og hagstætt verð. VERUM TÍMANLEGA MEÐ DÚKANA OG GLUGGATJÖLDIN FYRIR JÓLIN VIÐTAL Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Þriggja mánaða ferðalag 25 ára gam- als Íslendings til Taílands snerist upp í martröð þegar hann var handtekinn vegna gruns um fíkniefnamisferli. Brynjar Mettinisson sat saklaus í fangelsi í Taílandi í tæplega eitt og hálft ár, við aðstæður sem fáir geta ímyndað sér. Hann segist hvorki sár né reiður og horfir bjartsýnn fram á við. „Mér líður vel, mér finnst ég vera ráðvilltur. Ég er ekkert sár, ekkert reiður yfir því sem gerðist. Ég lærði mikið um sjálfan mig, núna veit ég hver ég er og þekki sjálfan mig; kosti mína og galla og hverju ég vil breyta til að verða betri manneskja,“ segir Brynjar þar sem hann dvelur á heimili Evu systur sinnar í Svíþjóð. Brynjar var handtekinn í maí í fyrra vegna gruns um aðild að fíkniefna- smygli og var í framhaldinu færður í fangelsi í Bangkok í Taílandi. Hann var sýknaður af öllum ákærum í sum- ar, í byrjun ágúst. Hann var þó ekki látinn laus þá, því að ákæruvaldið ytra hafði mánuð til að áfrýja dómnum. Það var ekki gert og var Brynjari greint frá því í fyrradag að hann væri frjáls maður. Engar ástæður hafa verið gefnar upp fyrir því hvers vegna Brynjar var ekki látinn laus um leið og ljóst var að ekki yrði áfrýjað. Sam- kvæmt upplýsingum frá utanríkis- ráðuneytinu frestaðist málið að öllum líkindum vegna skriffinnsku og er málinu lokið af hálfu þess. Allt snerist á hvolf „Á sömu sekúndu og ég var hand- tekinn snerist allt á hvolf. Heimurinn breyttist úr hvítu í svart, dagur varð að nótt. Það tekur marga daga að átta sig á því hvað er að gerast í svona að- stæðum og um leið og maður gerir það, þá byrjar ruglið. Hugurinn fer að hlaupa hingað og þangað, upp og nið- ur, maður fer að hugsa um hitt og þetta. Maður verður smáklikkaður. Í fangelsinu var sagt við mig að ég gæti fengið lífstíðardóm, jafnvel dauðadóm. Þegar ræðismaðurinn sagði við mig að enginn framsalssamningur væri í gildi á milli Íslands og Taílands þyrmdi yfir mig.“ Brynjar segir að hefði hann verið fundinn sekur, þá hefði hann getað verið dæmdur í lífstíðarfangelsi. „Ef fólk sem er tekið með meira en 100 grömm af amfetamíni, sem er efnið sem ég var sakaður um að vera með, ákveður að berjast í málinu og tapar, þá fær það lífstíðardóm. En ef fólk ját- ar á sig sökina, þá fær það líklega ekki meira en 25 ár. Fólk er þannig hvatt til að játa, þó að það sé saklaust.“ - Var aldrei freistandi að játa og eiga þannig möguleika á vægari dómi? „Jú, mjög freistandi. Ég hugsaði mjög mikið um það og það komu stundir þar sem ég hugsaði: Hvað er ég að pæla, af hverju játa ég ekki bara? Hvaða rugl er þetta í mér? En ég er svo feginn núna að hafa ekki látið undan þessum hugsunum.“ Ekki fallegur staður til að vera á „Fangelsið. Það var ekki fallegur staður til að vera á. Vatnið var óhreint, það voru skordýr í matnum og við vor- um um 70 saman í einum klefa. Þarna var mjög þröngt, sjóðandi heitt, erfitt að sofa og oft mikil læti. Þarna inni voru menn að neyta eiturlyfja og slást. Ég veit ekki hvernig mér liði núna ef ég hefði verið lokaður inni meira eða minna allan sólarhringinn, en okkur var hleypt út klukkan sex á morgnana og áttum að fara inn í klefa um fjögur- leytið. Þá gátum við gengið um, spjall- að saman, þvegið fötin okkar, farið að lyfta eða í fótbolta.“ „Maturinn var einhæfur, yfirleitt hrísgrjón og kálblöð. Þeir, sem eru með peninga, geta keypt sér betri mat og sem betur fer gat ég það. Ég veit ekki hvað hefði orðið um mig annars, ég léttist heilmikið og hefði lést enn meira ef ég hefði ekki getað keypt mér mat.“ Brynjar segir að hreinlæti í fangels- inu hafi verið af skornum skammti, mikil veikindi hafi verið á meðal fang- anna, en hann hafi haldið góðri heilsu mestallan tímann. „En menn voru að deyja þarna í klefanum, þarna voru menn með al- næmi og ýmsa aðra sjúkdóma.“ Fékk góðan stuðning frá utanríkisþjónustunni Brynjar hafði takmarkaða mögu- leika á að hafa samband við vini sína og ættingja. Hann hafði hvorki aðgang að síma né tölvupósti, en mátti senda og taka á móti bréfum. Hann segir að bréfin til hans hafi borist seint og illa, en að flest bréfin frá honum hafi komist til viðtakenda. Á meðan Brynjar var í fangelsinu fékk hann heimsóknir frá Kristínu Árnadóttur, sendiherra Íslands í Kína og ræðismanni Íslands í Taílandi, og hann er þeim afar þakklátur. „Jóhann Jóhannsson í utanríkisráðuneytinu reyndist okkur vel og allt það fólk sem lýsti yfir stuðningi við mig og fjöl- skylduna mína á Facebook. Mér þykir svo vænt um þennan stuðning.“ Furðuleg tilfinning, en góð Nú er Brynjar á heimili systur sinn- ar í Svíþjóð og hyggst dvelja þar á næstunni, en hyggur á Íslandsferð eft- ir nokkrar vikur. „Ég ætla að fá að hvíla mig hérna á næstunni, en Ísland er heimili mitt. Þar vil ég vera.“ „Ég er umkringdur mjög góðu fólki. Ókunnugt fólk og fólk sem ég hef ekki talað við í 15 ár hefur verið að styðja við fjölskylduna mína á meðan ég var úti. Ég er svo þakklátur fyrir það. Ég vissi ekki að ég þekkti svona mikið af góðu fólki. Ég get ekki nefnt allt það góða fólk sem hefur hjálpað mér og hugsað fallega til mín en mig langar til að það viti hvað ég met stuðninginn mikils.“ „Áður tók ég frelsinu sem sjálfsögð- um hlut, líklega eins og flestir aðrir. Mér finnst þetta skrýtið, ég er frjáls og á meðal fólks. Þetta er furðuleg til- finning. En hún er góð. Ég ætla að nota hverja einustu mínútu það sem eftir er til að gera góða hluti.“ Mun nýta frelsið til góðra hluta  Brynjar Mettinisson segir það furðulega tilfinningu en góða að vera á ný frjáls og á meðal fólks  Segist hvorki vera sár né reiður  „Veit hverju ég vil breyta til að verða betri manneskja“ Laus Brynjar Mettinisson er laus úr fangelsi í Taílandi þar sem hann var í haldi í nærri eitt og hálft ár. Hann horfir bjartsýnn fram á við. Kominn heim » Brynjar var handtekinn í Taí- landi í maí í fyrra. » Hann var í fangelsi í Bang- kok í 16 mánuði uns réttað var í máli hans í lok júlí. Þar var hann sýknaður. » Brynjar fékk þær fréttir á þriðjudag að hann yrði látinn laus úr haldi. Hann flaug síðan til Danmerkur í fyrrinótt og hélt þaðan til Svíþjóðar til systur sinnar, sem býr þar. Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjaness um að sýkna bæri karlmann af ákæru um nauðgun. Voru dómarar á báðum dómstig- um sammála um að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að færa sönnur á sekt mannsins gegn eindreginni neitun hans en maðurinn var ákærð- ur fyrir að hafa haft kynferðismök við konu og notfært sér að hún gat ekki spornað við þeim sökum ölvunar og svefndrunga. Maðurinn var handtekinn á að- fangadagskvöld 2010. Konan bar að hún hefði verið að skemmta sér á veitingastað um nóttina en vaknað kl. 17 á aðfangadag og þá legið á dýnu á gólfi veitingastaðarins. Hún hefði verið nakin að neðan og fullviss um að við hana hefði verið haft sam- ræði. Umræddur maður hefði verið í grennd, einnig nakinn. Maðurinn viðurkenndi að hafa haft kynferðismök við konuna en það hefði verið með hennar vilja. Héraðsdómur og síðan Hæstiréttur töldu að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að axla sönnunarbyrði í málinu og var maðurinn því sýknaður. Morgunblaðið/Sverrir Hæstiréttur Karlmaður var í gær sýknaður af ákæru um nauðgun. Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot Utanríkisráðuneytinu er kunnugt um alls tíu Íslendinga sem sæta fangelsisvist erlendis. Af þeim hefur einn karlmaður fengið reynslulausn og dvelur utan fangelsis í Brasilíu en sætir farbanni. Annar karlmaður er þar í gæsluvarðhaldi. Þá afplána tveir karlmenn dóm á Spáni og sá þriðji er í gæsluvarðhaldi. Einn karl- maður afplánar dóm í Bandaríkj- unum, einn í Danmörku, einn í Portúgal og einn á Grænlandi. Þá af- plánar kona dóm í Perú. Að auki sitja átta íslenskir karl- menn í gæsluvarðhaldi í Danmörku og Noregi í tengslum við rannsókn á stóru fíkniefnamáli en utanríkis- ráðuneytið hefur ekki fengið form- lega tilkynningu um þá. Ráðuneytið segir ekki útilokað að fleiri íslenskir ríkisborgarar séu í erlendum fang- elsum þar sem dæmi séu um að Ís- lendingar, sem hlotið hafi dóma er- lendis, afþakki afskipti íslenskra stjórnvalda. Þá kunni einstaklingar, sem beri tvöfalt ríkisfang, að hafa hlotið dóma án þess að tilkynning berist hingað heim. gummi@mbl.is Að minnsta kosti 18 Íslendingar sæta fangelsisvist erlendis FANGELSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.