Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Björn Jóhann Björnsson Kjartan Kjartansson „Það er vilji hjá báðum aðilum að halda viðræðum áfram og freista þess að ná lendingu sem hefði það í för með sér að núverandi kerfi væri ekki raskað mikið og að draga alls ekki úr því atvinnuöryggi sem það hefur skapað hjá fiskvinnslu- fólki. Um það held ég að menn séu sammála,“ segir Arnar Sigur- mundsson, formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva. Viðræður fóru fram í gær milli velferðarráðuneytisins og fulltrúa samtakanna og Starfsgreinasam- bandsins um fisk- vinnsluákvæðið svonefnda í kjarasamningum, sem fjallar um heimild til að halda starfsfólki í fiskvinnslu á launaskrá þó að hráefnisskortur verði. Hefur Atvinnu- leysistryggingasjóður síðan greitt fiskverkendum það sem svarar til 60% af útlögðum launakostnaði. Nær það til dagvinnulauna, án bónusa og annarra launagreiðslna. Fiskvinnsluákvæðið var sett inn í kjarasamninga árið 1995 en sam- kvæmt nýlegu fjárlagafrumvarpi er reiknað með að fella ákvæðið niður. Viðræður hafa staðið yfir síðan í mars sl. um endurskoðun þessa ákvæðis. Bæði Samtök fiskvinnslustöðva, Starfsgreinasambandið og ASÍ hafa ályktað um að halda þessu fyrirkomulagi en lýst sig reiðubúin til viðræðna um endurskoðun. Vilja ekki aftur til fortíðar Arnar segir að á fundinum í gær hafi verið farið yfir málið í heild og ákveðið hafi verið að funda á ný í næstu viku um þær hugmyndir sem komu fram. „Þetta kerfi er sniðið að kjara- samningunum og við viljum ekki fara aftur til fortíðar um að taka fólk útaf launaskrá oftar en einu sinni á ári út af hráefnisskorti,“ segir Arnar og bendir á að þetta sé ekki aðeins spurning um útgjöld fyrir Atvinnuleysistryggingasjóð. Ef ákvæðið yrði afturkallað yrði meira um það að fiskvinnslufólk færi á atvinnuleysisskrá, sem Arn- ar segir ekki hafa verið reyndina í seinni tíð. Frekar hafi vantað fólk til starfa en hitt. Raski ekki samningum  Viðræður milli ráðuneytis og hagsmunaaðila um svokallað fiskvinnsluákvæði í kjarasamningum  Einhugur um að draga ekki úr atvinnuöryggi fiskvinnslufólks Arnar Sigurmundsson Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Fulltrúar sveitarfélaganna áttu í gær fund í velferðarráðuneytinu um fyrir- komulag fjárhagsaðstoðar við þá sem detta út af at- vinnuleysisskrá um áramót. Þá verður hámarks- tími á bótum stytt- ur úr fjórum árum í þrjú og óttast sveitarfélögin að við það muni út- gjöld vegna fjár- hagsaðstoðar aukast um allt að 5,5 milljarða króna. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er ekki gert ráð fyrir sérstöku framlagi til sveitarfélaganna vegna þessa. Gyða Hjartardóttir, félagsþjónustu- fulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveit- arfélaga, segir enga sérstaka niður- stöðu hafa komið út úr fundinum í gær, þótt viðræður hafi verið upp- byggilegar. Áfram verði talast við. Fundinn sátu einnig félagsmálastjór- ar stærstu sveitarfélaganna á suðvest- urhorninu, þar sem breytingin á bóta- greiðslunum snertir langflesta. Að sögn Gyðu er stefnt að því að ljúka við- ræðunum fyrir lok október. „Við erum ekki enn farin að sjá töl- ur um hugsanlegt fjármagn til sveitar- félaganna,“ segir Gyða en viðræðurn- ar miðast við að fjögurra ára bótatímabilið verði ekki framlengt um áramótin. Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að framlengja fyrirkomu- lagið um hálft ár, á meðan verið er að finna lausn, en Gyða segir það ekki hafa verið rætt til þessa. Gríðarlegt álag Á fundinum í gær lýstu félagsmála- stjórarnir þungum áhyggjum sínum yfir auknu álagi á sveitarfélögin á næsta ári. Um áramótin er talið að um 1.600 manns muni detta út af atvinnu- leysiskrá og síðan 120-170 um hver mánaðamót árið 2013, eða samanlagt hátt í 3.600 manns yfir allt árið. Sveitarfélögin ganga út frá því að um 60% af þessum hópi eigi rétt á fjár- hagsaðstoð hjá sveitarfélögunum og áhyggjurnar snúast ekki hvað síst um það hvað verður um hin 40%. „Það má ekki gleyma því að þetta er viðbót við allt það sem fyrir er hjá sveitarfélögunum. Þau hafa lagt mikla vinnu í að aðstoða þá einstaklinga sem aldrei hafa átt rétt á atvinnuleysisbót- um. Álagið á félagsþjónustuna er gríð- arlegt og svigrúmið lítið,“ segir hún. Í viðræðunum hefur af hálfu ríkisins verið lögð áhersla á að sveitarfélögin búi til sem flest störf fyrir þennan hóp, þar sem Vinnumálastofnun kæmi hugsanlega inn með atvinnuleysis- bætur í átaksverkefnum eins og Vinn- andi vegur. Gyða bendir á að sú leið yrði einnig kostnaðarsöm fyrir sveit- arfélögin og leysti heldur engan vanda til langframa. Hún væri eingöngu tímabundin lausn. Þungar áhyggj- ur hjá félags- málastjórunum  Rætt við ríkið um fjárhagsaðstoðina Árið 2011 fengu 7.715 heimili fjár- hagsaðstoð sveitar- félaga og hafði heimilum sem fengu slíkar greiðslur fjölgað um 805, eða um 11,6%, frá árinu áð- ur og um 1.721, eða um 28,7%, frá 2009. Þetta kemur fram í tilkynningu Hagstofu Íslands en þar segir að árið 2011 hafi tæp- lega helmingur (48,3%) viðtakenda fjárhagsaðstoðar verið atvinnulaus og þar af tæplega tveir þriðju án bótaréttar, alls 2.228 einstaklingar. Á heimilum sem fengu fjárhags- aðstoð árið 2011 bjuggu 12.540 ein- staklingar, þar af voru 4.098 börn. Árið 2010 bjuggu 11.493 ein- staklingar á slíkum heimilum. 7.715 heimili fengu fjárhagsaðstoð 2011 Þúsundir ná ekki endum saman. SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ísland verður áberandi í þriðju þáttaröð „Entweder Broder“ hjá þýska sjónvarpinu ARD og hófust tökur hérlendis í gær. Fyrri þættir hafa verið teknir upp í Þýskalandi og fjallað um þarlend málefni á hæðinn en um leið alvarlegan hátt, en nú er augum beint að Póllandi, Ítalíu, stofnunum Evrópusambandsins í Brussel og Strassborg og Íslandi. Til þessa hafa Henryk M. Broder, þýskur blaðamaður og rithöfundur af gyðingaættum, og arabinn Hamed Abdel-Samad, ekið um Þýskaland í myndskreyttum bíl og tekið fólk tali, en í gær fóru fé- lagarnir í breskum leigubíl til Þingvalla. „Broder bað mig um að segja sér eina eða tvær sögur,“ segir Arthúr Björgvin Bollason, upplýsinga- fulltrúi Icelandair í Frankfurt, sem var með í för, en hann skipulagði ferðina með Þjóðverjunum með góð- um stuðningi Icelandair, Hilton Reykjavík Nordica og bílaleigunni Hertz. Þáttaröðin fékk bæversku sjónvarpsverðlaunin í fyrra og var í 2. sæti þegar þýsku sjónvarps- verðlaunin voru afhent fyrr í vik- unni. Þriðja þáttaröðin verður í fjór- um hálftíma löngum þáttum sem verða sýndir fjóra sunnudaga í röð frá og með 18. nóvember. Henryk M. Broder kom fyrst til Íslands 1995 og hefur komið hingað margoft síðan. „Það er erfitt fyrir mann á mínum aldri að læra ís- lensku en ef það væri ekki vandamál vildi ég búa hérna,“ segir Þjóðverj- inn. Broder hefur skrifað mikið um Ísland og Íslendinga, einkum í tíma- ritið Der Spiegel og blaðið Welt am Sonntag. „Stærsti hluti evrópskrar sálar er hér,“ segir hann og vísar til Íslendingasagnanna, lýðræðisins og staðsetningarinnar. Hann segist reyna að skilja leyndarmál þjóðar- innar, því það gangi ekki upp að 300.000 manna þjóð fái öllu áorkað sem hún geri. Umfangið sé eins og hjá ríki með þrjár milljónir íbúa. Hann segir áræðnina samt ekki vera vandamál heldur sé hún merki um hámarks sveigjanleika, sem vanti annars staðar í Evrópu. „Ísland getur verið fyrirmynd annarra Evrópuríkja,“ segir Broder og vísar til þrjósku Íslendinga og krafts þeirra til að ganga gegn straumnum á sama tíma og önnur Evrópulönd verði stöðugt veikari. Ísland sál Evrópu og góð fyrirmynd ríkja  Íslendingar í nýrri þáttaröð hjá þýska sjónvarpinu ARD Í fyrra gaf Henryk M. Broder út greinasafnið Mein sagenhaftes Island með viðtölum við skap- andi Íslendinga, eins og hann kallar þá. Á meðal viðmælenda hans að þessu sinni verða Arthúr B. Bollason, Halldór Guð- mundsson, Þröstur Ólafsson og Jón Gnarr. Skapandi fólk HENRYK M. BRODER Morgunblaðið/Golli Alvarlegir grínistar Arthúr Björgvin Bollason, Hamed Abdel-Samad og Henryk M. Broder tilbúnir í tökur. 814 fara út af atvinnuleysisskrá í Reykjavík um næstu áramót 163 í Kópavogi. 156 í Hafnarfirði. 151 í Reykjanesbæ. 51 í Árborg. 37 í Mosfellsbæ. 15 í Sandgerði. ‹ ÚT AF BÓTUM 2013 › » Gyða Hjartardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.