Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 ✝ Óskar BjörnGuðmundsson fæddist í Kross- húsum í Flatey á Skjálfanda 23. ágúst 1925. Hann andaðist á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík 23. sept- ember 2012. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Karl Jónasson frá Kaðalstöðum í Hvalvatnsfirði, f. 27. janúar 1880, d. 11. júlí 1956, og Maríu Jónasdóttur frá Vík í Flateyjardal, f. 21. nóv- ember 1884, d. 30. desember 1965. Óskar var næstyngstur átta systkina. En þau voru Anna Soffía, f. 1910, d. 1982; Karl Emil, f. 1912, d. 1982; María Helga, f. 1914, d. 2011; Arnþór, f. 1916, d. 2007; Marta Rósa, f. 1919, d. 1984; Sigfús Jónas, f. 1921, d. 1993; Óskar Björn, f. 1925, d. 2012; Jóhann- es, f. 1928. Óskar kvæntist hinn 11. október 1953 Öldu Guðmunds- brúnu H. Gunnarsdóttur og eitt fósturbarn. Hafliði, f. 1960. Sambýliskona er Gabríela Lecka. Hann á eitt barn með Sólveigu Benjamínsdóttur og eitt barnabarn. Friðbjörn, f. 1961. Maki er Ingibjörg María Karlsdóttir. Þau eiga saman þrjú börn. Friðbjörn ól einnig upp dóttur Ingibjargar sem á tvö börn. Jónas, f. 1961. Maki er Lovísa Ósk Skarphéðinsdóttir. Þau eiga saman þrjú börn og eitt barnabarn. Kristbjörn, f. 1963. Maki er Anna María Bjarnadóttir. Bjarni Sigurður, f. 1964. Maki er Jóhanna Rann- veig Pétursdóttir. Þau eiga saman tvö börn. Kjörforeldrar Bjarna eru Aðalgeir Egilsson og Elísabet A Bjarnadóttir. Hann eignaðist 25 barnabörn og 24 langafabörn en hafði misst eitt langafabarn. Þau hjónin, Alda og Óskar, hafa alla tíð búið á Húsavík. Hann var tryggur starfskraftur og vann við sjómennsku í Vest- mannaeyjum og hjá Kaupfélagi Þingeyinga og var mjög treyst á hann þar. Hann endaði starfs- ferilinn hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Hans helstu áhuga- mál voru ættfræði, kórsöngur og pólitík. Útför Óskars fór fram frá Húsavíkurkirkju 3. október 2012 klukkan 14. dóttur frá Ytri- Skál í Ljósavatns- hreppi, f. 27. mars 1928. Hún er dótt- ir hjónanna Guð- mundar Frið- bjarnarsonar frá Naustavík í Ljósa- vatnshreppi og Jó- hönnu Láru Sig- mundsdóttur frá Árbót í Að- aldælahreppi. Óskar og Alda eignuðust tíu börn. En þau eru: Svandís, f. 1951) Maki er Helgi Jóhanns- son. Þau eiga saman þrjú börn og þrjú barnabörn. Jóhanna, f. 1953. Maki er Óskar Tómas Björnsson. Þau eiga þrjú börn og sex barnabörn (eitt látið). María, f. 1954. Maki er Einar Þór Kolbeinsson. Þau eiga saman þrjú börn og fimm barnabörn. Guðmundur Karl, f. 1955. Maki er Hanna Jóna Geirdal. Þau eiga saman þrjú börn og fjögur barnabörn. Að- alsteinn, f. 1957. Sambýliskona er Halldóra Kristjánsdóttir. Aðalsteinn á tvö börn með Kol- Flóknar myndir hugann hræra horft til liðins dags. Ennþá kyndir eyjan kæra elda sólarlags. Ætíð vakir unaðshlý endurminning falin. Aldrei gömul, alltaf ný eins og morgunsvalinn. (Helga Guðmundsdóttir.) Í dag kveðjum við þig, elsku pabbi. Margs er að minnast en að vita hvar eigi að byrja er frekar erfitt. Fyrstu minningar eru þegar ég elti þig lon og don í vinnu, veit ekki hversu oft mér var sagt að fara heim en hlýddi ekki alltaf því ég fékk að fara á háhest heim eftir að vinnudegi lauk í Skemmunni. Enn fremur man ég lítið eftir þér heima nema vinnandi, að fella net, að hjálpa mömmu að þvo þvotta og skúra og fleira. Eftir að ég varð unglingur var ég örugglega ekki mjög meðfærileg. En þegar ég eign- aðist mitt fyrsta barn, fæddist hann inn á heimili ykkar mömmu og var hann þar með eitt af ykkar börnum. Enda var oft stolist í heimsókn og í „ömmumat“ eftir að ég og Ein- ar fórum að búa í eigin hús- næði. Það var eftir því tekið hve glaður þú varst þegar við fórum á þorrablótin í Keldu- hverfi. Þú smitaðir þessari hreinu gleði allt um kring og hafðir svo gaman af dansinum að þú stoppaðir ekki meðan spiluð var músík. Og alltaf er ofarlega í huga hvað þú varst upp með þér þegar við strídd- um þér með orðunum „það þurfti tvo til“. Og þá var mein- ingin sú að þegar þú hættir í Skemmunni þá keypti Kaup- félagið tvo lyftara. Þér var aldrei þakkað nóg fyrir alla þá hjálp sem þið mamma veittuð okkur Einari með okkar börn og alla aðra ómetanlega hjálp og aðstoð. Elsku pabbi, megir þú hvíla í Guðs blessaða friði. Þín er sárt saknað. María. Á eilífðarlandinu allir fá skjól, Ekkert sem þreytir né mæðir. Þú ert kominn í sumar og sól og svífur um englanna hæðir. (Höf. Helga Guðmundsdóttir.) Í dag kveðjum við þig, pabbi og tengdapabbi. Þú varst alltaf til staðar þeg- ar á þurfti að halda. Við gátum leitað til þín með allt. Við miss- um ekki bara pabba og tengda- pabba heldur líka mjög góðan félaga. Þín verður sárt saknað. Kristbjörn og Anna María. Elsku afi minn, í dag kveð ég þig með sorg og gleði í hjarta. Það fylgir því mikil sorg að kveðja þá sem maður elskar þótt þeir séu búnir að lifa lengi og séu tilbúnir til þess að kveðja þennan heim. Einnig fylgir því mikil gleði að hafa fengið að hafa fengið að njóta visku og samveru þinnar í öll þessi ár. Þegar dauðinn knýr á dyr þá rifjast upp allar þær skemmtilegu minningar sem ég á um þig. Hversu óendanlega lélegur þú varst í olsen olsen, þú gast með engu móti unnið og vildu foreldrar mínir meina að þú leyfðir mér að vinna en ég held að þú hafir einfaldlega hitt ofjarl þinn. Barngóður varstu mjög og fengum við barnabörn- in þín vel að kynnast því, þú virtist hafa endalausan tíma til þess að sinna okkur í leik og starfi. Mjög er ég þakklát fyrir að mín börn hafi fengið að njóta samvista við þig og fá að leika sér við þig bæði að spila við þig og einnig hina óteljandi felu- leiki í kjallaranum í Mið- hvammi. Alltaf var gott að koma til ykkar og ræða bæj- armálin og fá gott í gogginn, elsku afi minn hvíldu í friði. Ég stend í skógi, þetta haust, með djúpum trega. Til jarðar hljóðlega í andvara kvöldsins og litadýrð lífsins horfi á laufin falla. Hvert og eitt geymir minningu um þig. (Þórveig.) Erla Torfadóttir. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir,) Nú ertu fallinn frá, elsku afi. Við vissum að það styttist í það, þar sem þú varst búinn að vera svo veikur en það er samt alveg rosalega sárt. Þú kenndir okk- ur mikið, að spila skemmtileg spil, sögur, að vinna og skila sínu eins vel og mögulegt væri. Þú varst góður maður og við áttum ætíð víst skjól hjá þér. Ef eitthvað bjátaði á varstu alltaf tilbúinn að koma til að- stoðar, sama hvað var, frá því við vorum lítil börn alveg fram að þínum veikindum. Það veitti okkur mikið öryggi þegar við vorum á leikvellinum bak við Bræðraborg að sjá þig í glugganum í borðstofunni, að fylgjast með okkur, passa að hrekkjusvínin létu okkur í friði. Þú varst alla tíð að passa okk- ur, eiginlega alveg sama hvar við vorum. Okkur þótti alltaf jafn gaman að mæta í Bræðraborg í laufa- brauðsgerð. Dáðumst við alltaf mikið að því hvað þú skarst kökurnar fallega út og notaðir þú alltaf bara vasahnífinn. Við flúðum reglulega frá barnapíum og að heiman til að vera í Bræðraborg því þar leið okkur vel, þar vorum við elskuð óskilyrt og endalaust fannst tími til að vera með okkur, leika við okkur eða annað. Við fórum líka oft í vinnuna til þín og tókstu alltaf vel á móti okkur, við fengum jafnvel að taka þátt í því sem þú varst að gera. Sögurnar þínar breyttust líka eftir að við urðum eldri, þá fórstu að segja okkur meira um líf þitt og hvað þú værir búinn að upplifa. Þá kynntumst við enn einni hliðinni á þér. Þú varst glaður maður, alltaf stutt í brosið og stríðnin var líka til staðar. Veislugleði þín var líka mikil og varstu byrj- aður að hlakka til þorrablóts strax eftir jólin. Að hitta fólk, dansa og að syngja var í einna mestu uppáhaldi hjá þér. Þú varst mikill söngmaður, söngst í kórum og varst alltaf raulandi. Er ég (Rannveig) þér ævarandi þakklát fyrir að hafa sungið með Jóhannesi bróður þínum í brúðkaupinu mínu. Við sóttum í að fá að kúra hjá ykkur báðum, ömmu og afa. Sem börn vorum við oft á milli ykkar í rúminu, kannski ekki öll í einu samt. Að fá að liggja í hlýjunni, í faðmi ykkar og spjalla fannst okkur yndislegt og höfum við gert þetta æ síð- an, nú síðast í sumar. Að hafa náð að kynnast þér sem börn og fullorðið fólk er al- veg frábært. Við náðum að eignast góðan vin og félaga í þér eftir að við náðum fullorð- insaldri, vin sem virkilega gam- an var að umgangast. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa haft þig, þennan ynd- islega mann, svona lengi í lífi okkar og við munum alla tíð minnast þín fyrir þína gleði, ástúð og vináttu. Jóhann, Rannveig, Aðalsteina og börn. Óskar Björn Guðmundsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi, takk fyrir allt og að vera alltaf yndislegur við mig. Alltaf var gaman að koma og heimsækja ykkur ömmu í Miðhvamm og annaðhvort spila við þig eða fara í feluleik. Ég veit að þótt mér finnist þetta mjög erfitt núna þá líður þér vel og þú ert ánægður með að vera þar sem þú ert. Takk fyrir allt. Elín Friðbjarnardóttir. ✝ Fríða Helga-dóttir fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1931. Hún andaðist á líknardeild Land- spítalans 26. sept- ember 2012. Foreldrar henn- ar voru Friðsemd Steinunn Guð- mundsdóttir hús- móðir, f. 31. ágúst 1904, d. 1971, og Helgi Sigurðsson hús- gagnabólstrari, f. 5. ágúst 1900, d. 1974. Systur Fríðu eru: Vigdís, f. 1924, d. 1989, Sigrún, f. 1925, d. 1992, Hlíf, f. 1933, Steinunn, f. 1940 og Katla, f. 1943. Hinn 4. maí 1957 giftist Fríða, Bjarna Jónssyni vélstjóra, f. 4. maí 1922 á Kambi í Reykhóla- sveit. Foreldrar hans voru Jón Hjaltalín Brandsson bóndi og Sesselja Stefánsdóttir húsmóðir. Bjarni andaðist 30. júní síðastlið- inn. Börn Fríðu og Bjarna eru: 1) Elín kennari, f. 1958. Börn henn- ar og Stefáns Ragnarssonar eru Fríða kennari, f. 1984, og Ragnar Bjarni bankastarfs- maður, f. 1992. 2) Helgi bifreiðastjóri, f. 1960. 3) Fríða Dís lífeindafræðingur, f. 1964. Maki Leifur Gústafsson tækni- fræðingur. Fríða fæddist í Reykjavík og ólst upp í foreldrahúsum á Leifsgötu 17. Hún starfaði bæði hjá Gutenberg og Sveinabókbandinu eða allt þar til hún giftist. Hún stundaði nám í Húsmæðraskól- anum í Sorö í Danmörku og vann við konfektgerð hjá Anthon Berg. Fríða og Bjarni hófu bú- skap á Hagamel 31 og bjuggu þar til 1993 er þau fluttu í Árskóga 8. Fríða var lengst af húsmóðir, en vann frá unga aldri fyrir kvenna- deild Slysavarnafélags Íslands í Reykjavík. Hún starfaði einnig í nokkur ár á Landakoti og síðar á Bugl til starfsloka árið 1998. Útför Fríðu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 5. október 2012 og hefst athöfnin kl. 13. Nú er hún elskulega amma mín fallin frá. Það er erfitt að kveðja hana ömmu mína, erfitt að trúa því að ég muni ekki heimsækja hana, knúsa og fá ráð hjá henni. Ég var mikið hjá afa og ömmu þegar ég var yngri og bjó þar um tíma ásamt mömmu minni. Ég átti margar góðar stundir með ömmu, sem lét allt eftir mér og fékk ég að gera ýmislegt heima sem mamma og systkini hennar hefðu aldrei látið sig dreyma um. Amma var mikil húsmóðir og eldaði góðan mat. Þegar ég átti afmæli var jafnan haldin mikil veisla og stór- fjölskyldunni boðið, ekkert til sparað. Það voru margar notaleg- ar stundirnar sem við áttum sam- an í sjónvarpsholinu, þar sem amma nuddaði fæturna á litlu stelpunni jafnframt því sem við horfðum á breska sakamálaþætti þar sem amma vissi auðvitað allt- af hver sökudólgurinn var. Ég fékk alltaf að leika mér í dótinu hennar ömmu og sofa í rúminu hans afa þegar hann var á sjó. Það var svo gott að kúra hjá ömmu. Þegar ég flutti aftur í bæinn til að stunda nám voru heimsóknirn- ar til ömmu og afa í Árskóga margar. Við stofnuðum spila- klúbbinn Fríðurnar, þar sem spil- aður var Hornafjarðarmanni. Regla spilaklúbbsins númer eitt var að spilaklúbburinn gengi fyrir eins og vinnu, sjónvarpsþætti eða lærdómi, spilað yrði að minnsta kosti einu sinni í viku og haldin dagbók. Ég, amma og Fríða Dís frænka gátum setið lengi fram eftir kvöldi og rætt um daginn og veginn. Skemmtilegast þótti mér þegar amma talaði um gömlu dag- ana, sögurnar af þeim systrum og lífið á Leifsgötu. Það er tómlegt núna án henn- ar. Ég vil enda þetta á kvöldbæn- inni sem hún kenndi mér og bað með mér á hverju kvöldi. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Ég fel í sérhvert sinn sál og líkama minn í vald og vinskap þinn, vernd og skjól þar ég finn. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku amma, þín verður alltaf saknað. Þín Fríða. Fríða Helgadóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL INGIMUNDUR AÐALSTEINSSON, Bjarkarholti 1, Mosfellsbæ, lést miðvikudaginn 3. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 12. október kl. 13.00. Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafsteinn Pálsson, Lára Torfadóttir, Bjarnveig Pálsdóttir, Björk Pálsdóttir, Páll Valdimarsson, Hrönn Pálsdóttir, Magnús L. Alexíusson, Aðalsteinn Pálsson, Helga Grímsdóttir, Steinþór Pálsson, Áslaug Guðjónsdóttir, Gunnar Páll Pálsson, Ásta Pálsdóttir, Snæbjörn Pálsson, Þórdís Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi THEODÓR STEINAR MARINÓSSON forstjóri, andaðist á heimili sínu 3. október. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 10. október kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Karitas eða önnur líknarfélög. Magdalena S. Elíasdóttir, Guðrún H. Theodórsdóttir, Jón Hilmarsson, Elías Theodórsson, Ester Ólafsdóttir, Steinunn H. Theodórsdóttir, Örn Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSLAUG ÁSMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis í Álfalandi 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánu- daginn 8. október kl. 15.00. Ásmundur Stefánsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Þór Stefánsson, Hulda Ólafsdóttir, Ása Stefánsdóttir, Jens Kvist Christensen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför okkar ástkæru AGNESAR EIRÍKSDÓTTUR, Garðabraut 8, Akranesi. Jón Jóns Eiríksson, Rut Hallgrímsdóttir, Sigrún Eiríksdóttir, Kolbrún Eiríksdóttir, Sigurjón Guðmundsson og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.