Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 ✝ Hallgrímur V.Marinósson fæddist í Reykja- vík 16. júlí 1944. Hann lést á krabbameinsdeild 11-E á Landspít- alanum við Hring- braut 25. sept- ember 2012. Hallgrímur ólst upp hjá foreldrum sínum í Reykjavík. Foreldrar hans voru Katrín Kristín Hallgrímsdóttir hús- freyja, f. 28. maí 1903, d. 30. júní 1989, og Marinó Kristinn Jónsson bifreiðastjóri, f. 22. nóvember 1905, d. 17. júní 1985. Systir Hallgríms var Sigurlaug Marinósdóttir versl- unarmaður, f. 14. ágúst 1940, d. 30. júlí 2006. Eiginkona Hallgríms er Arndís Kristín Sigurbjörns- dóttir, hannyrðakona og leið- beinandi, f. 22. nóvember 1945. Foreldrar hennar voru Kristín Björnsdóttir frá Svína- skála, Eskifirði, f. 22. ágúst 1915, d. 8. ágúst 1975, og Sig- urbjörn G. Árnason frá véliðnfræðingur, f. 1968. Börn þeirra eru Elvar Aron Birg- isson nemi, f. 1993, Júlía Inga- dóttir nemi, f. 1996, Birta Birgisdóttir nemi, f. 2003, og Alex Breki Birgisson nemi, f. 2005. 4) Katrín Kristín Hall- grímsdóttir, tækniteiknari og skólaritari, f. 1969. Eig- inmaður hennar var Bryngeir G. Guðmundsson raf- eindavirki, f. 5. desember 1957, d. 9. september 2006. Börn þeirra eru Hallgrímur Þór Katrínarson nemi, f. 1992, Svanhildur Tekla Bryngeirs- dóttir nemi, f. 1996, og Hrafn- katla Arndís Bryngeirsdóttir nemi, f. 2004. Hallgrímur var mikill fjöl- skyldumaður. Hann var fjöl- hæfur hagleiksmaður og nam húsasmíði við Iðnskólann í Reykjavík. Hann vann lengst af við iðn sína og margþætt handverk. Hann stundaði einnig viðskipti og var virkur í félagsmálum. Hallgrímur gekk í Frímúrararegluna árið 1969 og var einn af stofn- endum stúkunnar Glitnis. Síð- astliðin sextán ár starfaði Hallgrímur hjá Veðurstofu Ís- lands, fyrst sem tækjafræð- ingur og síðar sem umsjón- armaður fasteigna. Útför Hallgríms fer fram frá Neskirkju í dag, 5. októ- ber 2012, kl. 13. Landakoti, Sand- gerði, f. 25. júlí 1914, d. 17. apríl 1986. Börn Hall- gríms og Arndís- ar eru: 1) Mar- grét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, f. 1964. Börn hennar eru Arn- dís Sue Ching Löve lyfjafræð- ingur, f. 1985, sambýlismaður hennar er Tumi Úlfarsson, nemi, f. 1984, Kolbrún Þóra Löve myndlistarmaður, f. 1989, Auður Guðlaugsdóttir nemi, f. 1995 og Brynjar Guð- laugsson nemi, f. 1995. 2) Sig- urbjörg Hallgrímsdóttir graf- ískur hönnuður og kennari, f. 1965. Eiginmaður hennar er Kristján Jónsson verkstjóri, f. 1965. Börn þeirra eru María Rós Kristjánsdóttir nemi, f. 1991, Egill Kristjánsson nemi, f. 1996, og Ásta Kristjáns- dóttir nemi, f. 2000. 3) Kristín Hallgrímsdóttir rekstrarfræð- ingur, f. 1966. Eiginmaður hennar er Birgir Björnsson Með söknuði kveðjum við ást- kæran föður okkar. Margs er að minnast og þakka. Pabbi var kærleiksríkur fjölskyldufaðir sem var stoltur af sínu fólki. Foreldrar okkar gengu ung í hjónaband og var samband þeirra náið og einlægt. Þau bjuggu sér fallegt heimili sem er einstaklega hlýlegt og sérstakt, í raun ævin- týraheimur listrænna hagleiks- hjóna. Þau nutu þess bæði að skapa og eigum við systur marga fallega muni frá þeim. Þar er gott að vera, skjól fyrir okkur systur og börnin okkar í dagsins önn. Faðir okkar var fjölhæfur maður, hagur og fróður. Hann nam ungur húsasmíði og var ann- álaður völundur. Hann var sér- lega hugmyndaríkur og áhuga- samur í því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann vann lengst af við iðn sína og síðastliðin sextán ár starfaði hann hjá Veðurstofu Ís- lands þar sem hann var ánægður í starfi og átti góða samstarfs- félaga og vini. Í frístundum sínum var faðir okkar virkur í félagsmálum. Hann gekk ungur í Frímúrara- regluna og var einn af stofnend- um Glitnis. Síðustu árin sinnti hann störfum sínum þar af mikl- um áhuga sem veitti honum ómælda gleði. Þar naut hann vin- áttu og trausts félaga sinna. Við systur höfum ávallt verið stoltar af pabba okkar og erum þakklátar fyrir föðurlegan stuðn- ing hans. Við gátum ávallt leitað til hans enda bar hann velferð okkar fyrir brjósti. Hann hvatti okkur og samgladdist þegar vel gekk. Þegar erfiðleikar steðjuðu að var hann traustur bakhjarl og klettur í lífi okkar. Stuðningur hans og móður okkar var ómet- anlegur þegar yngsta systirin missti maka sinn frá þremur börnum. Þá var hann til staðar á erfiðum tímum og hjálpaði í þungbærri sorg. Hann hafði lag á því að eiga sitt sérstaka samband við hvert og eitt okkar og öll eig- um við dýrmætar minningar um ástríkan föður og afa. Faðir okkar greindist með krabbamein í upphafi þessa árs sem var honum og okkur öllum mikið áfall enda var hann enn fullur starfsorku og stefndi að því að njóta lífsins svo miklu lengur með sínu fólki. Hugur hans stóð til þess að hlúa að fjölskyldunni, sinna áhugamálum og hrinda í framkvæmd mörgum góðum hugmyndum. Þegar veikindin tóku á var mikilsvert hve sam- hent fjölskyldan var. Faðir okkar mætti örlögum sínum af æðru- leysi og hugrekki og tókst á við hinar sorglegu aðstæður með eft- irtektarverðri hugprýði og reisn. Móðir okkar umvafði hann mikilli ástúð allt til hinsta dags. Hún stóð þétt við hlið hans og það var sannarlega fagurt og aðdáunar- vert að verða vitni að hinu djúpa og kærleiksfulla sambandi þeirra. Vinir föður okkar og félagar studdu hann af einlægni og tryggð. Hann naut einnig fag- mennsku og umhyggju hjúkrun- arfræðinga hjá Karitas heima- hjúkrun og starfsfólks 11E á Landspítalanum. Þessu góða fólki sendum við hjartans þakkir. Mikill er missir móður okkar og við syrgjum yndislegan föður og afa. Í hans anda munum við saman umvefja móður okkar ást og umhyggju. Allar góðu minn- ingarnar veita okkur styrk í sorg- inni og í tárum okkar speglast allt það sem hann var okkur. Minningin lifir. Margrét, Sigurbjörg, Kristín og Katrín Kristín. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Við systkinin munum varðveita minningarnar um ástkæran afa okkar sem kenndi okkur svo margt. Arndís, Kolbrún, Auður og Brynjar. Til elsku afa míns. Ég á svo margar fallegar og góðar minningar með afa og ömmu. Það var alltaf gleði og ást í kringum afa. Minningar um okk- ur keyra saman á leið í sumarbú- staðinn og stoppa við hjá Gamla krana þar sem að afi vissi að okk- ur fannst það svo skemmtilegt. Bestu minningarnar voru frá því þegar við fórum í sveitina þar sem við krakkarnir lékum okkur allan daginn við að smíða og leika okkur í bátnum. Afi var svo skemmtilegur og kærleiksríkur, fallegar minning- ar og væntumþykja styrkja okk- ur við fráfall elsku afi okkar. Fjöl- skyldan var alltaf í forgangi hjá afa, hann hugsaðir svo vel um alla. Ég sakna hans svo sárt og hugsa mikið til hans. Ég veit að hann vakir yfir okkur og passar að allt gangi vel. Hans sterka hönd og hjarta mun leiða okkur áfram og styrkja í gegnum lifið. Hann verður alltaf í hjartanu hjá mér. Ég fer með bænir handa afa eins og hann og amma gerðu alltaf með okkur í sveitinni. Guð geymi þig, elsku afi minn. María Rós Kristjánsdóttir. Hallgrímur svili minn var lág- ur maður vexti en þéttvaxinn. Ég er meira á lengdina, allavega þeg- ar við kynntumst fyrir 40 árum. Maður fann strax að það stafaði frá honum orka og styrkur sem ekki er svo auðvelt að henda reiður á í öfugu hlutfalli við hæð- ina, en fékk mann til að líða vel í návist hans. Halli tók tilvonandi svila sínum af mestu alúð og lét mig ekki líða fyrir hæðarmuninn. Okkar kynni og gagnkvæm virð- ing hafa ekki rofnað, þótt Helga mín hafi látist fyrir 10 árum. Það er hægt að lýsa Halla á margan hátt. Einn er sá að hann var dellukall í bestu merkingu þess orðs. Hann fékk ofuráhuga á einhverju máli og þá var það tekið alla leið. Hvort sem það var að honum datt í hug að bakka hring- inn í kringum Ísland, þá var það gert. Eða þegar hann fékk áhuga á byssum. Þá dugði ekki minna en að fara til Bandaríkjanna að læra byssusmíði. Svo fékk hann áhuga á að byggja sér sumarbústað og þá var það gert með eigin hönd- um og efniviður notaður úr forn- frægu húsi í miðbænum sem átti að aka á haugana. Sumarbústað- urinn varð mjög Halla- og Dísu- legur. Halli hafði líka bíladellu, alla vega frá mínum bæjardyrum séð, því hann skipti svo oft um bíla og allir voru þeir uppáhaldsbílarnir hans, alla vega meðan hann átti þá. Þá má ekki gleyma húsinu þeirra í Hellisgerði. Þau keyptu það í frekar bágbornu ástandi, en áður en langt um leið var það orð- ið fullkomlega í Halla- og Dísus- tílnum sem við kunnum svo vel við. Halli var mikill fjölskyldufaðir. Ákaflega traustur og alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. En ég hugsa að afahlutverkið hafi verið honum hvað ánægjulegast og þar var samhljómur með okk- ur. Halli hefur komið að rekstri nokkurra fyrirtækja og unnið þar af sömu elju, einbeitingu og þekk- ingu á verkefninu og einkenndi hann svo mjög í áhugamálunum. Starfsmaðurinn Halli var áreiðanlega mjög eftirsóknar- verður, því hann setti sig svo vel inn í öll þau mál sem honum voru falin og leysti þau af hendi svo til fyrirmyndar var. Ég kynntist því aðeins því hann kom nokkrum sinnum til míns fyrirtækis til að leysa úr sérhæfðum málum síns vinnuveitanda. Eins og hjá svo mörgum öðr- um, sneyddu áföll í lífinu ekki hjá Halla og eflaust haft áhrif á hann til frambúðar. En það var aðdá- unarvert að sjá og finna hversu sterkur hann kom út úr slíku, brotnaði aldrei en spratt síðan upp teinréttur og hélt áfram sinni lífsgöngu með Dísu sinni. Elsku Dísa, dætur og fjöl- skyldur. Hugur okkar er með ykkur á þessari erfiðu kveðju- stund. Söknuðurinn og sorgin hverfa ekki, en maður lærir að lifa með þeim og halda áfram lífs- leiðina. Björn H. Jóhannesson. Ég ætla með þessum orðum að minnast Hallgríms vinar míns Marinóssonar. Hallgrími kynntist ég fyrir ein- um 33 árum, sumarið 1979. Hann og félagi hans Kjartan höfðu ver- ið ráðnir sem smiðir við gerð sjónvarpsþátta uppúr Paradísar- heimt en ég sem bílstjóri og að- stoðarmaður við það verkefni. Þessir karlar tveir, eins og ég nefndi þá, tóku mig unglinginn uppá sína arma og urðum við miklir félagar þetta sumar. Ald- ursmunur var talsverður, ég tæp- lega tvítugur en þeir komnir á fertugsaldur, fjölskyldumenn. Aldrei fannst mér þó annað en mér væri tekið sem jafningja. Uppúr þessu varð svo vinátta og samband sem hélst milli okkar Hallgríms allt til síðasta dags. Mörg sumur og meðfram skóla vann ég hjá honum, á hans vegum og síðar, ef ég stóð í einhverjum framkvæmdum, eins og oft var nú, gat ég alltaf leitað ráða hjá honum. Hallgrímur var ekki alveg venjulegur maður, hann var dellukall, í allra jákvæðustu merkingu þess orðs. Slíkir dellu- kallar eru með alskemmtilegustu mönnum sem ég umgengst. Hall- grímur gat sökkt sér ofan í ólík- ustu verkefni, kynnt sér hlutina til hlítar og hafði vit á ótrúlegustu málum. Fyrst og fremst var hann listatrésmiður og starfaði mest við það en gat, held ég, leyst hvaða verkefni sem fyrir hann voru lögð. Hér á árum áður var hann með þeim fyrstu sem gerðu sér atvinnu úr líkamsræktar- bransanum, hann setti sér það verkefni að bakka bíl kringum Ís- land og gerði það, hann starfaði lengi sem byssusmiður, vissi allt um byssur og hafði jafnvel uppi áform um að stofna íslenska byssuverksmiðju, hann rak um skeið veiðivöruverslun og hann var starfsmaður Veðurstofunnar um árabil. Fleira og fleira mætti telja. Þó Hallgrímur gæti verið harð- ur í horn að taka ef því var að skipta mun ég fyrst og fremst minnast hans sem húmorista og ljúfmennis. Það kom alltaf sér- stakt blik í auga og bros á vör þegar hann talaði um barnabörn- in sín og stoltið leyndi sér ekki. Það gekk ekki allt upp sem Hallgrímur reyndi og gerði um dagana, ýmis áföll dundu yfir eins og gengur. Yfirleitt kom hann standandi niður og ef ekki stand- andi var hann fljótur á fætur aft- ur. Þetta er eiginleiki sem fleiri mættu hafa og hann hafði aðdá- unarverðan dug og kjark til að takast á við ný verkefni. Núna undir lokin sá Hallgrímur fram á starfslok hjá Veðurstofunni en ekki ætlaði hann að leggja árar í bát, óekki. Hann hafði komið sér upp trésmíðaverkstæði þar sem hann ætlaði að stunda sitt fag, trésmíði. Því miður komst það ekki gang, smiðurinn var kallaður burt. Innilegar samúðarkveðjur til Arndísar og allrar fjölskyldunn- ar. Blessuð sé minning Hallgríms Marinóssonar. Ingólfur Eldjárn. Fyrir rúmum 20 árum ákváðum við hjónin að taka á leigu land fyrir sumarbústað í landi Trönu í Borgarfirði. Við þekktum þá leigjendur tveggja lóða á svæðinu en vissum ekkert um hjónin sem næst okkur voru. Lóðir okkar lágu saman og því skipti miklu máli hvernig til tæk- ist um nábýlið. Áhyggjur af því hurfu fljótlega eftir að við hittum hjónin þar, Arndísi og Hallgrím. Milli okkar tókst góður kunnings- skapur. Við tók bras við að koma upp húsi yfir höfuðið, okkar kunnátta í þeim efnum var í minna lagi en ljóst var að ná- grannarnir kunnu vel til verka. Hallgrímur var listasmiður á hin grófari efni en Arndís listakona á mörgum sviðum. Það var hrein upplifun að heimsækja þau og skoða verk þeirra. Nábýlið reyndist mjög þægilegt, vinskap- ur, en þess gætt að virða öll mörk og njóta þannig kyrrðar og róleg- heita. Nú þegar Hallgrímur er allur eftir erfið veikindi viljum við votta Arndísi, dætrum þeirra og fjölskyldum þeirra okkar innileg- ustu samúð með kærri þökk fyrir hlý og góð samskipti þessi ár sem við áttum saman í sveitinni. Auður og Haraldur. Í dag kveðjum við hinstu kveðju góðan dreng Hallgrím Viggó Marinósson. Við félagar hans í Frímúrarareglunni áttum því láni að fagna að vera honum samferða og eiga hann að sem góðan liðsmann. Í starfinu nutum við ríkulega hæfileika hans á mörgum sviðum. Hallgrímur var auk þess einstaklega handlaginn maður, allt lék í höndum hans og allir hlutir voru leystir af yfirveg- un og hávaðalaust. Hann var líka uppátækjasamur og skemmtileg- ur, og hafði einstaklega góða nærveru. Gott handverk og hag- leikssmíði er víða á undanhaldi nú á dögum, en það eru einmitt menn eins og Hallgrímur sem hafa haldið upp merki góðs hand- verks. Við félagar hans erum hon- um þakklátir fyrir samfylgdina í þessu lífi sem okkur er gefið hér á jörðu. Höfuðsmiðurinn blessi Hallgrím og stóru fallegu fjöl- skylduna hans á erfiðum tíma. F.h. samstarfsmanna á Minja- safni Frímúrarareglunnar, Jón Thor Hannesson. Hallgrímur starfaði hjá Veður- stofu Íslands í um 16 ár, fyrst sem tækjafræðingur og síðar sem um- sjónarmaður fasteigna. Hann sinnti starfi sínu af mikill ábyrgð- artilfinningu og natni. Þegar ég kom til starfa hjá nýrri Veðurstofu fyrir tæpum fjórum árum hófst samstarf okk- ar. Hallgrímur tók vel á móti mér og setti mig inn í þau verkefni sem að honum snéru og fann ég strax að þarna var málaflokkur sem ekki þyrfti að hafa áhyggjur af, verkefnin voru í góðum hönd- um. Hjá Hallgrími fann ég ekki aðeins góðan samstarfsmann heldur einnig góðan vin. Þegar Hallgrímur veikist á síðasta ári dró hann strax úr vinnu og hætti loks alveg, en þrátt fyrir veikindi hans var alltaf hægt að leita til hans, hann var alltaf boðinn og búinn til aðstoðar. Hallgrímur var mikill fjöl- skyldufaðir. Hann var vakinn og sofinn yfir sínum konum og þeirra afkomendum, enda sagði hann strax við mig þegar hann greindist að hann ætlaði ekki að eyða þeim tíma sem hann ætti eftir í vinnu heldur með fjölskyld- unni. Missir þeirra er því mikill og votta ég þeim mína dýpstu samúð. Það er sárt að sakna en það er gott að minnast. Ég þakka Hallgrími fyrir allar góðu minn- ingarnar. Hafdís Karlsdóttir, Veðurstofu Íslands. Hallgrímur V. Marinósson Hún Stína systir var sunnudagsbarn. Hún óf sinn lífsvef óvenju fallega með jákvæðni, hjálp- semi og dugnaði. Eiginlega voru allar aðstæð- ur erfiðar þegar hún fæddist 1917. Frostaveturinn mikli var 1918, þegar hún var 1 árs. Móð- ir hennar einstæð 22 ára gömul og aðstæður mjög erfiðar. Þá voru kjör einstæðra mæðra önnur en nú. Hún systir mín var tekin í fóstur af Kristjáni G. Kristjáns- syni skipstjóra og Þórdísi Frið- riksdóttur. Við systkini hennar Kristín Zoëga ✝ Kristín Zoëgafæddist 14. október 1917 á Ísa- firði. Hún lést á Hrafnistu 16. sept- ember 2012. Útför Kristínar fór fram frá Ás- kirkju 21. sept- ember 2012. vorum alltaf í góðu sambandi við hana og bjuggum í nokkur ár í næsta húsi við stóru systur og fóstur- foreldra hennar. Hún reyndist okk- ur vel. Á unglingsárun- um lá leið hennar til Danmerkur með Maju dönsku en svo kom hún aftur heim með Esjunni og var þá með lífsförunaut sínum Geir Agnari Zoëga. Hún giftist inn í frábæra samhenta fjöl- skyldu sem kunni að eiga góðar stundir saman. Við systkinin áttum alla ævi góð tengsl og hún sýndi okkur innilega vin- áttu sem við erum þakklát fyr- ir. En eins og stendur í Háva- málum mun sannast að orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getur. Hafðu þökk fyrir allt. Ragnhildur Ingibergsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KARITASAR JENSEN, Stóragerði 42, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Einnig þökkum við Karitas, hjúkrunar- og ráðgjafaþjónustu, fyrir veittan stuðning og góða aðhlynningu. Steinunn Margrét Tómasdóttir, Aðalsteinn Karlsson, Þórunn Elín Tómasdóttir, Kjartan Jónsson, Bryndís María Tómasdóttir, Thomas Möller, Lára Anna Tómasdóttir, Hörður Jón Gærdbo, Óskar Már Tómasson, Auður Pálmadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.