Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 „Þetta er náttúrulega bara frábært,“ segir afmælisbarn dagsins, Anna Steinþórsdóttir, spurð hvernig sá áfangi að verða fimmtug legðist í hana. Þegar blaðamaður náði tali af Önnu var hún stödd á Keflavíkurflugvelli nýkomin heim frá Spáni. ,,Börnin mín og sam- býlismaður gáfu mér ferð til Kanaríeyja í afmælisgjöf, og þar var ég í 30 stiga hita síðustu daga,“ segir Anna. Börnin gjafmildu eru þau Víðir Þór 32 ára, Halla Guðrún 30 ára og Örvar Snær sem er 22 ára auk Gunnlaugs V. Sigurðssonar, sambýlismanns Önnu. Anna er búsett á Selfossi og líkar það vel. Hún vinnur í apótekinu Lyfju þar í bæ og ber því starfi einnig vel söguna. Áhugamál hennar eru af fjölbreyttum toga. „Fyrst og fremst er það fjölskyldan, svo er ég í Powertalk sem eru alþjóðleg samtök sem bjóða upp á þjálfun í samskiptum og tjáningu,“ segir Anna en hún situr í stjórn samtakanna á Íslandi. „Svo er ég líka í Bifreiðaklúbbi Suðurlands og hef mjög gaman af gömlum bílum. Þar erum við aðallega í fornbílum, annars er þetta opinn klúbbur fyrir alla bíla og tæki,“ segir Anna. Afmælisfögnuðurinn endaði ekki með Kanaríferðinni því Anna og Gunnlaugur munu eyða helginni í sveitasælu. „Við ætlum að fara á Hótel Rangá og dvelja þar eina nótt,“ segir Anna. gudrunsoley@mbl.is Anna Steinþórsdóttir fimmtug ,,Börnin mín og sambýlismaður gáfu mér ferð til Kanaríeyja í afmæl- isgjöf, og þar var ég í 30 stiga hita síðustu daga,“ segir Anna Eyðir afmælinu á Hótel Rangá Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Akranes Eva Hrönn fæddist 23. des- ember. Hún vó 3.210 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Karen Lind Ólafsdóttir og Ásgeir Sævarsson. Nýir borgarar Reykjavík Amelía fæddist 31. desem- ber kl. 6.09. Hún vó 2.860 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Aija Baldina og Atli Stefán Aðalsteinsson. V igfús fæddist í Reykja- vík og ólst upp í Foss- voginum frá fimm ára aldri. Hann var í Foss- vogsskóla, Réttarholts- skóla, lauk stúdentsprófi frá MS, lauk BA-prófi í rússnesku frá HÍ með ensku sem aukagrein, stund- aði nám í rússnesku við Pushkin Institut í Moskvu og nám í rúss- neskum fræðum við Leeds Uni- versity. Fékk fyrsta laxinn 10 mánaða Vigfús fór tíu mánaða í fyrsta laxveiðitúrinn með fjölskyldunni en faðir hans er hinn kunni laxveiði- frömuður, Orri Vigfússon. Vigfús hefur verið áhugamaður um veiðar, stangveiði og skotveiði frá því hann man eftir sér. Hann varð ungur leiðsögumaður fyrir er- lenda laxveiðimenn, einkum í Laxá í Aðaldal, fyrstu árin, fór síðan sjálfur að skipuleggja veiðiferðir, stofnaði veiðiferðaskrifstofuna Vivva 2002 sem sérhæfir sig í veiði- ferðum fyrir hópa og hefur starf- rækt hana síðan: Vigfús Orrason laxveiðileiðsögumaður – 40 ára Með fyrrv. Bandaríkjaforseta George H.W. Bush og Vigfús að veiða í Selá í Vopnafirði. Bush lék á als oddi. Í lax með stórlöxunum Fyrsti laxinn Vigfús, tíu mánaða, aðstoðar föður sinn við að landa stórlaxi. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Thermowave plötuvarmaskiptar Þýsk hágæða vara á hagkvæmu verði  Eimsvalar fyrir sjó og vatn  Olíukælar fyrir sjó og vatn  Í mjólkuriðnað gerilsneiðingu  Fyrir orku iðnaðinn  Glycol lausnir fyrir byggingar og sjávarútveg í breiðu stærðar úrvali Títan–laser soðnir fyrir erfiðar aðstæður svo sem sjó/Ammoníak Kælismiðjan Frost – leiðandi afl í kæliiðnaði www.frost.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.