Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 35
„Ég beið spenntur eftir því að fá byssuleyfi og eftir því að fá bílpróf svo ég væri ekki öðrum háður með að komast á veiðar. Ég hef mjög gaman af rjúpnaveiði og jafnvel hreindýraveiðum en laxveiðin hefur samt alltaf verið númer eitt. Sérfræðingur í laxveiðiám Starf mitt felst fyrst og fremst í því að útvega erlendum veiðimönn- um veiði við þær aðstæður sem þeir sækjast eftir. Ég hef grand- skoðað íslenskar laxveiðiár og veitt í þeim vítt og breitt um landið í tvo áratugi. Sjálfur er ég ekki með ár á leigu svo að í þessum efnum hef ég engra annarra hagsmuna að gæta en að gera viðskiptavini mína ánægða. Veiði í íslenskum ám er oft flókn- ari en heildarveiðitölur segja til um. Ein af mörgum ástæðum þess er sú að vatnsleysi hefur hrjáð margar ár yfir hásumartímann sl. 15-20 ár, einkum á Suðurlandi. Laxagöngur hafa verið að færast til og stórlöxum að fækka. Þetta hefur víða haft það í för með sér að veiði hefur minnkað undanfarin ár yfir hásumartímann þó að hún glæðist töluvert með haustrigningum í ágúst og september. Sá fiskur sem þá veiðist er hins vegar töluvert leginn og ekki eins eftirsóttur. Heildaraflatala ánna segir því ekki alla söguna um veiðihorfur yfir há- sumarið sem er dýrmætasti tím- inn.“ Með Bush, Nicklaus og Diaz Ferðu ekki stundum með stór- stjörnur í veiðiferðir? Jú, það hefur komið fyrir. Ég fór með George Bush í Selá í Vopna- firði árið 2006, en hún er líklega ein af þremur bestu ám í heiminum í dag. Það var afskaplega skemmti- leg ferð. Hann lék á als oddi og var afskaplega þægilegur og afslapp- aður. Þá var það ævintýri að fylgj- ast með allri öryggisgæslunni. Þá hef ég farið nokkrum sinnum með golfmeistaranum Jack Nick- laus í íslenskar ár. Hann var alltaf aflahæstur og afar ánægður enda mjög kappsfullur maður. Þá var Cameron Diaz í hópi hjá mér sem veiddi í Vatnsdalsá, árið 2005, en þá var hún tekjuhæsti leikari Hollywood. Hún er sjálf nákvæm- lega sá persónuleiki sem hún yf- irleitt leikur, ærslafullur fjörkálfur og ósköp elskuleg við alla.“ Fjölskylda Eiginkona Vigfúsar er Guðrún Ósk Óskarsdóttir, f. 30.3. 1975, nemi í lögfræði við HÍ. Hún er dóttir Óskars Rafns Þorgeirssonar, verkstjóra á Akranesi sem nú er látinn, og Guðbjargar Guðrúnar Greipsdóttur skrifstofumanns. Systir Vigfúsar er Hulda Orra- dóttir, f. 5.5. 1974, MA í lýð- heilsufræði og verkefnastjóri við Endurmenntunarskóla Tækniskól- ans, búsett í Reykjavík, en dætur hennar eru tvíburarnir Unnur Álf- rún Huldudóttir, f. 24.12. 2010, og Margrét Álfdís Huldudóttir, f. 24.12. 2010. Foreldrar Vigfúsar eru Orri Vig- fússon, f. 10.7. 1942, athafnamaður og laxveiðifrömuður, og Unnur Kristinsdóttir, f. 3.7. 1942, fyrrv. starfsmaður Flugleiða. Úr frændgarði Vigfúsar Orrasonar Vigfús Orrason Ingibjörg Jónsdóttir húsfr. í Brekkukoti og á Ríp Sveinn Benediktsson b. í Brekkukoti og á Ríp Ástþrúður Jónína Sveinsdóttir húsfr. á Akureyri Kristinn Jónsson forstj. Flugfélags Íslands á Akureyri Unnur Kristinsdóttir fyrrv. starfsm. Flugleiða Pálína Kristjánsdóttir húsfr. á Galtará Jón Halldórsson b. á Galtará Sigríður Sigurðardóttir húsfr. á Siglufirði Sigurhjörtur Bergsson rafveitustöðvarstj. á Sigluf. Hulda Sigurhjartardóttir húsfr. á Siglufirði Vigfús Friðjónsson síldarsaltandi og verkalýðsfrömuður á Sigluf. Orri Vigfússon athafnamaður og laxveiðifrömuður Ólína Margrét Jónsdóttir húsfr. í Langhúsum Friðjón Vigfússon b. í Langhúsum í Fljótum Brynjólfur Sveinsson kennari við MA Jón Kristinsson matreiðslumeistari Ragnheiður Brynjólfsdóttir húsfr. á Seltjarnarn. Hrafnkell Sveinsson flugumferðarstj. í Rvík Sigríður Hrafnkelsdóttir fiðluleikari Þorbjörn Jónsson læknir í Rvík Samhent í veiðinni Vigfús og kona hans, Guðrún Ósk, með urriða. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 Vífill Karlsson hagfræðingurhjá Samtökum sveitarfélagaá Vesturlandi, hefur varið doktorsritgerð sína við hag- fræðideild Háskóla Íslands. Ritgerð- in nefnist „Samgöngubætur og bú- ferlaflutningar“ (e. Transportation improvement and interregional migration) og byggist á rannsókn hans á landfræðilegum áhrifum samgöngubóta á búferlaflutninga sveitarfélaga. Í ritgerðinni er m.a. greint frá íbúaþróun á Íslandi og þróun samgöngukerfis landsins samhliða henni. Hann rekur helstu rannsóknir á búferlaflutningum á Ís- landi sem gerðar hafa verið, fjallar um kenningar og líkön sem tengjast efninu og segir frá þremur rann- sóknum sem framkvæmdar voru. Vífill færir til dæmis rök fyrir því í ritgerðinni að samgöngubætur milli höfuðborgarsvæðisins og ann- arra staða utan þess hafa meiri áhrif á fasteignaverð þeirra staða sem liggja næst borginni en þeirra sem liggja fjær. Þá benda rannsóknir hans til þess að samgöngubætur milli stórs þjónustukjarna, s.s. þétt- býlis, og dreifðari byggða hafa nei- kvæð áhrif á búferlaflutninga nær- liggjandi samfélaga landsbyggðar- innar en jákvæð áhrif á þau sem fjær eru, að öllum öðrum áhrifaþáttum óbreyttum. Rannsóknin tók mið af öllum samgöngubótum í landinu, vegstyttingum eða vegklæðningum, á árabilinu 1994-2006 sem fólu í sér minni ferðatíma milli staða.  Vífill fæddist í Ólafsvík 22. des- ember 1965 og ólst þar upp. Hann er sonur hjónanna Önnu Elísabetar Oliversdóttur og Karls Vals Karls- sonar. Eiginkona Vífils er Jónína Erna Arnardóttir og eiga þau börn- in Val Örn og Unni Helgu. Ritgerðin hefur verið gefin út á bók en að auki hefur Vífill fengið birtar greinar byggðar á einstökum þáttum rann- sóknarinnar t.d. í erlendum fræðirit- um. Doktorsvörn Vífils er sú fyrsta við hagfræðideild Háskólans eftir að hún varð sjálfstæð deild árið 2008. Doktor Doktor í hagfræði 90 ára Guðrún Árnadóttir 85 ára Hallgerður Pálsdóttir Ottó Svavar Viktorsson 80 ára Baldur Loftsson Freyja Jónsdóttir Óttar K. Skjóldal 75 ára Birgir Ísleifsson Guðmundur Stefánsson Hanna Jónsdóttir Ólafur Haraldsson Regína Jóhannesdóttir Sigríður Benediktsdóttir 70 ára Björn Halldórsson Grétar Arnar Ellertsson Hanna Signý Georgsdóttir Ólafur Hlynur Steingrímsson Þórður Karlsson 60 ára Anna María Baldvinsdóttir Guðmundur M. Hilmarsson Guðrún Ingimundardóttir Helgi Þórir Hálfdánarson Henríetta I. Haraldsdóttir Kjartan Jónsson Sveinbjörn Sveinbjörnsson 50 ára Anna Steinþórsdóttir Barbara Wieczorek Brynja Ingadóttir Chinh Thi Bui Dagmann Ingvason Fjóla Rut Einarsdóttir Geir Hörður Ágústsson Guðrún Óskarsdóttir Guðrún Valborg Björgvinsdóttir Helga Magnúsdóttir Hlynur Geir Guðmundsson Jón Ragnarsson Katrín Steingrímsdóttir Kristín Lára Árnadóttir Oddur Kristjánsson Ólafur Stefánsson Ragnheiður Guðlaugsdóttir Ragnheiður R. Friðgeirsdóttir Sigurður Jóhann Guðmundsson 40 ára Auður Sigurjónsdóttir Árni Björgvin Halldórsson Árni Freyr Einarsson Ingibjörg Anna Símonardóttir Somchao Sirimekha Þorsteinn Halldórsson 30 ára Albína Hulda Pálsdóttir Alís Ólafsdóttir Ari Hjálmarsson Atli Jóhannsson Baldur Sveinsson Gunnar Þorgilsson Kolbrún Íris Káradóttir Sigurþór Ómarsson Steinunn Ingvarsdóttir Unnur Hjálmarsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Oddur ólst upp á Varmalandi í Borgarfirði, er stúdent frá MA, er húsasmíðameistari og starfar við húsasmíðar. Maki: Hildur Grét- arsdóttir, f. 1985, fjár- málaráðgjafi hjá Deloitte. Foreldrar: Pétur Odds- son, f. 1943, húsasmíða- meistari á Varmalandi, og Sigríður Steinunn Gunn- laugsdóttir, f. 1948, starf- ar við Grunnskólann á Varmalandi. Oddur Pétursson 40 ára Hjördís lauk prófi í lögfræði frá HÍ, LLM-prófi í lögum og upplýs- ingatækni í Stokkhólmi og er hrl. hjá Logos. Maki: Magnús Rúnar Magnússon, f. 1974, þjón- ustufulltrúi. Dætur: Bríet, f. 2005; Sóley, f. 2009, og Hulda, f. 2011. Foreldrar: Halldór Krist- jánsson, f. 1923, d. 2011, kaupm., og Hjördís Jónsd. f. 1932, d. 2006, húsfr.. Hjördís Halldórsdóttir 40 ára Bergdís lauk stúd- entsprófi frá FÁ og stund- ar nám hjá Prófmennt. Maki: Gaukur Garð- arsson, f. 1974, fram- kvæmdastjóri. Synir: Elberg Logi, f. 1991; Hákon Garðar, f. 2004, og Aron Páll, f. 2010. Foreldrar: Elínborg El- bergsdóttir, f. 1949, húsfr., og Rósant Eg- ilsson, f. 1951, starfs- maður hjá BYKO. Bergdís Rósantsdóttir Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.