Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Þörfin á virku og öflugu eftirliti með verði á matvöru hér á landi er afar brýn,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu. Að undanförnu hefur verslunum sem selja matvöru fjölgað ört hér á landi en síðast í gær var t.a.m. greint frá því í Morgunblaðinu að forsvars- menn bresku matvöruverslunarkeðj- unnar Iceland hygðust opna aðra verslun á Fiskislóð á Granda. Nýja verslunin verður talsvert stærri en sú sem fyrir var og verður hún staðsett mitt á milli Bónuss og Krónunnar. Með opnuninni vonast eflaust margir til þess að samkeppni á mat- vörumarkaði harðni enn frekar og skili sér til neytandans í formi lægra vöruverðs. Tryggvi segist finna fyrir mikilli eftirspurn eftir reglulegum verðkönnunum á verði matvæla og bendir á að slíkar kannanir hafi lengi vel verið í höndum opinberra aðila, eða allt þar til Þjóðhagsstofnun var lögð niður árið 2001 og ákveðið var að fela hlutverkið Alþýðusambandi Íslands (ASÍ). Vill rafrænt eftirlit Samkvæmt lögum ber Neytendastofu enn skylda til að framkvæma op- inberar verðkannanir og segir Tryggvi mik- inn niðurskurð hafa bitnað hart á getu stofnunarinnar til að framkvæma slíka vinnu. Segir hann brýnt að auka Bústærð hjá kúabændum er að meðaltali 41 mjólkurkýr 2011 sam- anborið við 41,1 mjólkurkú 2010. Innlagðir mjólkurlítrar voru að meðaltali 205.872 á bú í fyrra og er það aukning um 609 lítra milli ára. Þetta kemur fram í nýjum bú- reikningum en alls eru reikningar frá 138 búum lagðir til grundvallar samanburðaruppgjörinu að þessu sinni, en það nær til sérhæfðra kúa- búa fyrir árin 2010 og 2011 (þ.e. sömu kúabúa bæði árin). En við flokkun búgreina er miðað við að sérhæfð kúabú hafi að lág- marki 70% af reglulegum tekjum sínum af nautgripaafurðum. Greiðslumark stendur í stað Fram kemur í tilkynningu frá Landssambandi kúabænda að greiðslumark standi nánast í stað milli ára og er 193.798 lítrar að meðaltali 2011. Búgreinatekjur hækka úr því að vera 26.009 þús- und kr. á árinu 2010 í 28.442 þús- und kr. 2011, eða um 9,4%. Fram- legð nemur 17.446 þúsund kr. og hækkar um 6,5%. Alls eru 283 bú tilgreind í skýrsl- unni Niðurstöður búreikninga og eru þar af 145 kúabú. Sauðfjárbú eru 94 og blönduð bú 8. Segir þar einnig að meðalaldur bænda á fjölskyldubúum sé 53 ár en 52 ár á kúabúum. Hjá sauðfjár- bændum er meðaltalið 54 ár. Til samanburðar eru garðyrkju- bændur að meðaltali 49 ára. Meðalstærð túna hjá kúabændum er 53,3 hektarar en 36,5 hektarar hjá sauðfjárbændum. Gáfu meiri mjólk í fyrra en árið 2010  41 mjólkurkýr að meðaltali á kúabúi Morgunblaðið/Eggert Í fjósinu Ýmsan fróðleik er að finna í nýbirtum búreikningum. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Umræðan um Grímsstaði á Fjöllum hefur einkennst af upphrópunum, segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunar- félags Eyjafjarðar. Þorvaldur fór yfir það sem hann kallar staðreyndir og dylgjur um fjárfestingaverkefni Hu- ang Nubo á opnum fundi með Sam- tökum atvinnurekenda á Akureyri í gær og segir hann viðtökur manna al- mennt hafa verið jákvæðar. „Staðreyndir málsins hafa ekki fengið að komast að í umræðunni, heldur hefur hún einkennst af upp- hrópunum,“ segir Þorvaldur sem einnig fór yfir aðkomu sveitarfélag- anna að málinu á fundinum. „Í fyrsta lagi er hann [Nubo] að fara að leigja um 3 ferkílómetra af landi, það er um 1,4% af Grímsstaða- landinu. Til samanburðar er nýlega búið að selja Laugardal í Ísafjarðar- djúpi beint til sænsks aðila, sem eng- inn hefur sinnt eða haft skoðun á, og það er landsvæði sem er 70 sinnum stærra og með vatnsréttindum, heitu og köldu vatni, skógarnytjum og lax- veiðiá,“ segir Þorvaldur. Hann segir að samkvæmt samn- ingsdrögum muni leigutakinn afsala sér rétti til nýtingar á landgæðum nema til einkanota en þá kom fram á fundinum að leigutaki myndi ekki eignast rétt til að krefjast kaupa leigusala á mannvirkjum við lok leigu- tíma né fæli samningurinn í sér nein- ar ábyrgðir eða fjárhagslegar skuld- bindingar af hálfu einstakra sveitarfélaga. Fyrirliggjandi samningsdrög, sem eru að mestu fullbúin að sögn Þor- valdar, eru nú til skoðunar hjá bæjar- ráðum og sveitarfélögum en ráð- herranefnd um fjárfestingu Huang Nubo er enn að störfum og sam- kvæmt upplýsingum frá atvinnuvega- ráðuneytinu liggur ekki fyrir hvenær hún mun skila af sér. Þorvaldur segir heildstæða stefnu vanta um það hvort Íslendingar vilji yfirhöfuð selja eða leigja útlendingum jarðir, mikilvægt sé að farið sé að gild- andi lögum og eins farið með öll mál. Umræður upphrópana  Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar fjallaði um staðreyndir og dylgjur í Grímsstaðamálinu á fundi atvinnurekenda á Akureyri í gær Hlutur ríkisins minni » Þorvaldur segir að þrátt fyr- ir að fram hafi komið að eignarhlutur ríkisins í landi Grímsstaða sé 25%, sé hann nær því að vera 22%. » Þetta hafi komið í ljós þegar menn hafi gaumgæft landa- merki og fleira en breyti engu um málið. » Fram kom á fundinum að leigugjaldið yrði óafturkræft og greitt fyrirfram. Ef fram- kvæmdir stöðvuðust, yrðu fjár- munir til reiðu til að skila land- inu í upprunalegu ástandi. » Framkvæmdir Nubo munu skapa allt að 400 heils- ársstörf, að sögn Þorvaldar. Verðlagseftirlit Alþýðusambands Íslands kannaði verð í lágverðsversl- unum, stórmörkuðum og klukkubúðum víðsvegar um landið þann 1. októ- ber síðastliðinn og var verslunin Iceland í Engihjalla oftast með lægsta verðið. Hæsta verðið var oftast að finna í verslun 10/11 á Laugavegi eða í um helmingi tilvika. Verðmunurinn á hæsta og lægsta verði vöru var oftast frá 25% upp í 75% en í um fjórðungi tilvika var meira en 75% verðmunur, að því er fram kemur í tilkynningu frá ASÍ. Af þeim vörum sem skoðaðar voru í könnuninni voru flestar fáanlegar hjá Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, í verslun Nóatúns í Nóatúni og Hagkaup í Skeifunni. Fæstar fengust hins vegar hjá Samkaupum-Strax á Akranesi. Tekið skal fram að verslanirnar Kostur og Víðir neituðu að taka þátt í könnuninni. Verslun Iceland oftast ódýrust KÖNNUN VERÐLAGSEFTIRLITS ASÍ fjármagn svo tryggja megi öflugt eft- irlit með verði á matvöru en að hans mati er hentugast að opinber stofnun annist hlutverkið og bendir m.a. á að nokkur óánægja hafi orðið með fram- kvæmd verðkannana í matvöru- verslunum af hálfu ASÍ. „Fyrst verið er að gera verðkann- anir á annað borð tel ég að þær eigi að vera framkvæmdar af hlutlausum aðila en ekki af hagsmunasamtökum á borð við ASÍ,“ segir Tryggvi en að auki telur hann þær aðferðir sem ASÍ notast við til eftirlitsins úreltar. „Mér finnst gamaldags að senda fólk í verslanir til að skrá niður verð og vinna skriflega úr könnuninni áður en hún er birt. Verð er svo fljótandi í dag að menn gætu sagt könnunina ein- ungis bregða upp mynd af gamalli stöðu,“ segir Tryggvi. Hann telur að gera eigi rafrænar verðkannanir þess í stað og vísar í því samhengi til skýrslu Neytendastofu um gerð raf- rænna verðkannana sem birt var árið 2008. Í skýrslunni kemur m.a. fram að undir umsjón Neytendastofu væri afrit af verðupplýsingum úr afgreiðslukassa sérhverrar verslunar geymt í gagnagrunni og það afrit yrði uppfært samtímis uppfærslum innan verslunarinnar sjálfrar. Þannig gæti Neytendastofa haft raunupplýsingar um vöruverðið á hverjum tíma. „Þetta er mun nútímalegri leið því allar þessar upplýsingar eru til í tölvutæku formi. Þessi skýrsla liggur fyrir, þetta er tæknilega mögulegt og ég tel að rafræn könnun sé framtíðin,“ segir Tryggvi. Morgunblaðið/Sverrir Matarinnkaup Forstjóri Neytendastofu telur brýnt að veita aukið fjármagn til eftirlits með verði á matvöru. „Ég tel að rafræn könnun sé framtíðin“  Aðferðir ASÍ til verðlagseftirlits sagðar úreltar Morgunblaðið gefur út sérblað Vertu viðbúin vetrinum föstudaginn 19. október SÉRBLAÐ Vertu viðbúin vetrinum Pöntunartími auglýsinga: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 15. október NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 569-1105 kata@mbl.is – Meira fyrir lesendur Vetrarklæðnaður á börn og fullorðna.• Góðir skór fyrir veturinn - kuldaskór,• mannbroddar, vatnsvarðir skór, skóhlífar. Húfur og vettlingar, treflar, sokkar,• lopapeysur. Snyrtivörur til að fyrirbyggja þurra• húð - krem, smyrsl, varasalvar. Flensuundirbúningur - lýsi, vítamín,• nefúði, hóstameðul og fleira. Ferðalög erlendis - skíðaferðir,• sólarlandaferðir. Vetrarferðir innanlands - jeppar,• snjósleðar, ísklifur, jöklaferðir. Skemmtilegar bækur fyrir veturinn• Námskeið og tómstundir í vetur.• Hreyfing og heilsurækt í vetur.• Bíllinn tekinn í gegn - bón, frostlögur,• sköfur, þurrkublöð, dekk. MEÐAL EFNIS: LifunVetur Vetur 24.10.06 Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.