Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 Karl Blöndal kbl@mbl.is Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrk- lands, sagði í gær að Tyrkir hefðu engar fyrirætl- anir um að hefja stríð gegn Sýrlendingum. Hann lét ummælin falla eftir að tyrkneska þingið sam- þykkti að leyfa hernaðaraðgerðir í Sýrlandi eftir að sýrlenski herinn skaut sprengjum á bæinn Akcakale í Tyrklandi. Tvær konur og þrjú börn létu lífið í árásinni. 320 þingmenn greiddu atkvæði með því að heimila stríð, en 129 kusu gegn því. Heimildin gildir í eitt ár. Þúsundir Tyrkja söfnuðust saman til að mótmæla því að farið yrði í stríð við Sýrland. Erdogan sagði á blaðamannafundi í bænum Akcakale í gærkvöldi að Tyrkir vildu aðeins frið og öryggi, en bætti við: „Tyrkneska lýðveldið er full- fært um að verja sína borgara og landamæri. Eng- inn ætti að láta reyna á staðfestu okkar í því.“ Hann dró í efa yfirlýsingar Sýrlendinga um að árásin hefði verið slys og vísaði til þess að þetta væri ekki fyrsta árásin yfir landamærin: „Eitt skipti er slys … en hvernig getur þetta verið slys þegar það hefur gerst í átta skipti?“ Bandaríkjamenn styðja Tyrki Tyrkneski herinn gerði árás á her Sýrlands annan daginn í röð í gær. Munu nokkrir sýrlenskir hermenn hafa fallið í árásunum, en ekki kom fram hvað margir. Bandaríkjamenn lýstu yfir því í gær að aðgerðir Tyrkja væru „við hæfi“ og í „sam- ræmi“ við tilefnið. Síðdegis í gær var hermt að Tyrkir hefðu gert hlé á árásunum. Í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna voru í gær gerð drög að ályktun þar sem árás Sýrlendinga yf- ir tyrknesku landamærin var fordæmd og sögð „brot á þjóðarétti“. Rússar, sem eru bandamenn Sýrlandsstjórnar og hafa neitunarvald í ráðinu, lögðust gegn orðalaginu og gerðu tillögu um texta þar sem ekki var minnst á þjóðarétt og skorað á alla hlutaðeigandi að halda aftur af sér. Sýrlenski herinn hélt áfram að láta sprengjum rigna yfir borgina Aleppo í gær. Þá sagði Sýr- lenska mannréttindavaktin að sveitir Bashars al- Assads, forseta Sýrlands, hefðu orðið fyrir bak- slagi þegar uppreisnarmenn felldu 21 félaga í sér- sveitum hans í Damaskus-héraði. Alls er talið að rúmlega 31 þúsund manns hafi látið lífið frá því að uppreisnin gegn stjórn landsins hófst í mars í fyrra. Hún hófst með mótmælum, en breyttist í vopnaða uppreisn þegar stjórn landsins fór með valdi gegn mótmælendum. „Engar fyrirætlanir um stríð“  Tyrkneska þingið gefur heimild til hernaðaraðgerða í Sýrlandi  Erdogan varar Sýrlendinga við að láta reyna á staðfestu Tyrkja  Tyrkir svara árás Sýrlandshers þar sem fimm óbreyttir borgarar féllu Ítrekaðar árásir » Sýrlendingar hafa áður gert árásir yfir tyrknesku landa- mærin. Í árásinni á þorpið Akcakale féllu í fyrsta skipti óbreyttir tyrkneskir borgarar. » Í júní skutu Sýrlendingar tyrkneska orrustuþotu niður. Báðir flugmenn vélarinnar létu lífið. » Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að vax- andi spenna við landamæri landanna væri áhyggjuefni. Við höfum engar fyrirætl- anir um að hefja stríð við Sýrland Recep Tayyip Erdogan Kabúl. AFP. | Óttinn við borgara- styrjöld í Afganistan fer nú vaxandi. Fyrir þremur árum ákvað Barack Obama Bandaríkjaforseti að herða aðgerðir í landinu og sendi þangað 33 þúsund hermenn til viðbótar við þá sem fyrir voru. Í lok september hvarf sá síðasti af þeim burt og talibanar virðast hafa staðið atlög- una af sér. Enn eru 112 þúsund hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins í landinu. Þeir eiga að vera horfnir á braut 2014 fyrir utan lítinn hóp her- manna, sem eiga að stjórna aðgerð- um gegn hryðjuverkum. Sumir sérfræðingar spá því að stjórn landsins, sem nýtur stuðnings Vesturlanda, muni þá hrynja og út brjótist borgarastyrjöld, sem yrði mun afdrifaríkari en átökin sem fylgdu í kjölfar þess að sovéski her- inn fór frá Afganistan á tíunda ára- tug 20. aldar eftir tíu ára hernám. „Ég held það verði aðeins tíma- spursmál hvenær stjórnin hrynji,“ sagði Candace Rondeaux, sérfræð- ingur International Crisis Group. „Glundroði og ofbeldi munu ráða ríkjum í Kabúl 2014 og 2015.“ Gilles Dorronsoro, sérfræðingur hjá stofnuninni Carnegie Endow- ment for International Peace, telur einnig að átök brjótist út á ný og spáir því að auki að talibanar muni komast til valda. „Eftir 2014 mun stuðningur Bandaríkjamanna verða takmarkaður og eftir nýtt tímabil í borgarastríðinu munu talibanar lík- ast til sigra,“ skrifaði hann nýlega. Rondeaux segir hugmyndir bandamanna um að afganskar sveit- ir muni geta varið landið eftir 2014 „fullkomlega óraunhæfar“. Varað við glundroða og stríði AFP Á förum Bandarískir hermenn í að- gerð í Afganistan.  Uggur vegna stöð- unnar í Afganistan Mitt Romney, forsetaframbjóðandi repúblikana, þykir hafa glætt framboð sitt nýju lífi þegar hann mætti Bar- ack Obama Bandaríkjaforseta í sjónvarpskappræðum í Denver í Colorado í fyrrinótt. Fréttaskýrendur voru sammála um að Romney hefði verið hvassari og skýrari í málflutningi sínum, en Obama jafnvel virst óundirbúinn og annars hugar. Þetta voru fyrstu kappræður þeirra og snerust þær um efnahagsmál. Þeir munu mætast tvisvar í viðbót. Obama notaði púður sitt í að gagnrýna tillögur andstæð- ings síns um skattalækkanir og Romney gagnrýndi for- setann fyrir frammistöðu hans í ríkisfjármálum á kjör- tímabilinu. Átti Romney iðulega síðasta orðið. Sjónvarpsstöðin CBS gerði könnun meðal sjónvarps- áhorfenda, sem ekki höfðu gert upp hug sinn, strax að loknum kappræðunum. 46% töldu að Romney hefði haft betur, 22% sögðu Obama hafa haft vinninginn og 32% voru þeirrar hyggju að ekki hefði mátt á milli sjá hvor hefði staðið sig betur. Romney sagði að yrði Obama kjörinn á ný myndi áfram þrengja að heimilum. „Ef forsetinn verður endur- kjörinn mun halda áfram að þrengja að millistéttinni,“ sagði hann. „Atvinnuleysi verður viðvarandi. Samfellt í 43 mánuði hefur atvinnuleysi verið yfir átta prósentum.“ Obama sagði að Romney hefði engar áætlanir fyrir ut- an þá stefnu repúblikana, sem komið hefðu landinu í vandræði. Hann kvaðst hafa staðið við loforð sín og bað bandaríska kjósendur um að veita sér brautargengi. „Fyrir fjórum árum sagði ég að ég væri ekki fullkominn maður og yrði ekki fullkominn forseti,“ sagði hann. „Og það er sennilega loforð, sem Romney ríkisstjóri telur að ég hafi staðið við.“ Obama hefur staðið ívið betur að vígi en Romney sam- kvæmt skoðanakönnunum, sem gerðar voru á landsvísu rétt fyrir kappræðurnar, en kannanir hafa bent til þess að hann hefði drjúgt forskot í lykilríkjum á borð við Ohio og Flórída. Romney hefur gert ýmis glappaskot upp á síðkastið og birting myndskeiðs þar sem hann sagði að 47% bandarísku þjóðarinnar greiddu ekki skatta og litu á sig sem „fórnarlömb“ hefur skaðað hann. Það var því mikilvægt fyrir hann að ná sér á strik í kappræðunum. Á næstu dögum munu kannanir leiða í ljós hvort frammi- staða hans hefur skilað sér í auknu fylgi. kbl@mbl.is Romney þótti skáka Obama í kappræðum  Áskorandinn var hvass og ákveðinn en forsetinn virtist óundirbúinn og annars hugar  Romney þurfti byr í seglin AFP Kappræður Frambjóðendurnir heilsuðust innilega fyrir kappræðurnar. Romney óskaði Obama til hamingju með 20 ára brúðkaupsafmæli hans: „Þetta hlýtur að vera rómantískasti staðurinn sem þú getur ímyndað þér, hér með mér.“ Eigendur félags- vefjarins Face- book tilkynntu í gær að notendur hans væru orðnir einn milljarður. Mark Zucker- berg, einn stofn- enda og fram- kvæmdastjóri Facebook, sagði í tilkynningu að þessi tala fyllti sig auðmýkt. „Í morgun var svo komið að einn milljarður manna er virkur notandi á Facebook í hverjum mánuði,“ sagði í tilkynningu Zuckerbergs. „Að hjálpa milljarði manna að tengj- ast er stórkostlegt, fyllir mig auð- mýkt og er það sem ég er lang- samlega stoltastur af í lífi mínu.“ Skiptar skoðanir eru meðal sér- fræðinga um það hvort Facebook geti notað þennan gríðarlega not- endafjölda til að skapa tekjur og virða um leið markmið Zuckerbergs um að félagsvefurinn verði tæki til að tengja jarðarbúa. „Milljarður notenda og hvað svo?“ spurði Trip Chowdry, sérfræðingur Global Equities Research, við AFP. „Hvernig aflarðu fjár í gegnum þá? Vandamál Facebook eru óbreytt.“ Milljarður notar Facebook Mark Zuckerberg Auka þarf nú þegar öryggi í kjarn- orkuverum „nánast alls staðar“ í Evrópu og gætu framkvæmdirnar kostað milljarða evra. Þetta er nið- urstaða álagsprófana, sem birtar voru í gær. Prófanirnar voru fyrirskipaðar í kjölfar slyssins í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan í mars í fyrra. Öryggi veranna mun vera við- unandi og hvergi í Evrópusam- bandinu er ástæða til að loka kjarn- orkuveri. Nánast alls staðar mun þó vera hægt að bæta öryggisviðbúnað verulega og segir að engin ástæða sé til að vera værukær í þessum efnum. AFP Öryggi áfátt Sprungur fundust við kjarnakljúf í Tihange í Belgíu. Öryggi ábótavant Álitsgjafar í herbúðum repúblikana voru á því að Mitt Romney hefði unnið afgerandi sigur í kappræðunum og töluðu jafnvel um að hann hefði veitt Obama rothögg. Álits- gjafar úr röðum demókrata sögðu einnig margir að Obama hefði beðið lægri hlut og sagði einn að hann hefði litið „út fyrir að vilja ekki vera þarna“. „Leit út fyrir að vilja ekki vera þarna“ ÁLITSGJAFAR NÁNAST EINRÓMA Mitt Romney í ham.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.