Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 STUTTAR FRÉTTIR ● Peninga- stefnunefnd Seðla- banka Evrópu ákvað í gær að halda stýrivöxtum bankans óbreytt- um. Stýrivextir bankans eru 0,75%. Banka- stjórn Englands- banka hefur einnig ákveðið að halda sínum stýrivöxtum óbreyttum en þeir eru 0,5%. Bankastjórinn, Mario Draghi, segir að næstu skref séu í höndum rík- isstjórna evru-landanna. Óbreyttir stýrivextir Mario Draghi seðlabankastjóri. ● Lítil þátttaka var í gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands í fyrradag. Í útboð- unum tveimur, þar sem bankinn kaupir evrur gegn greiðslu í verðtryggðum rík- isbréfum eða í skiptum fyrir krónur til langtímafjárfestingar, nam heildar- fjárhæð tilboða 22,8 milljónum evra. Er þetta lægsta fjárhæð sem borist hefur samanlagt í þessum útboðum, og má rekja það til mun minni áhuga á fjár- festingarleiðinni en áður hefur verið. Þetta kemur fram í morgunkorni grein- ingadeildar Íslandsbanka í gær,. Lítil þátttaka í gjaldeyr- isútboðum Seðlabanka Fyrirtækjagreining Arion banka hefur hækkað mat sitt á verðmæti á hlutabréfum í Högum frá spá sinni í júnímánuði og telur nú að virðis- matsgengi félagsins sé 22,2 krónur á hlut, eða tæplega tveimur krónum hærra en við síðasta verðmat, ná- lægt 10% hærra. Verð bréfanna við lokun markaða í gær var um 19,25 krónur á hlut en hafði í viðskiptum í gær lækkað um 0,7%, úr 19,4 krón- um á hlut frá í fyrradag. Hagar tilkynntu í septemberlok að afkoma félagsins á fyrstu sex mán- uðum ársins hafi verið umfram væntingar. Hagnaður eftir skatta er talinn nema um 1,5 milljörðum króna en uppgjörið verður birt 25. október. Fyrirtækjagreining Arion banka gerir ráð fyrir að hagnaður yfir- standandi rekstrarárs verði um 2,9 milljarðar króna, samkvæmt grein- ingu sem ætluð er fagfjárfestum og kom út í síðustu viku, eða um 600 milljónum króna meiri hagnaður en fyrri spá gerði ráð fyrir. Arion telur að Samkeppniseftirlit- ið sé stærsti áhættuþátturinn varð- andi félagið og bendir um leið á að Bónus virðist ekki lengur ódýrasta matvöruverslun landsins eftir opnun Iceland. Morgunblaðið/Heiddi Hagar Fyrirtækjagreining Arion banka hefur hækkað verðmat sitt á hluta- bréfum í Högum úr rúmum 20 krónum á hlut í 22,2 krónur á hvern hlut. Hækkar verðmat á Högum um 10%  Samkeppniseftirlitið helsta áhættan Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Forsvarsmenn lágfargjaldaflug- félagsins hafa áhyggjur af því að aukin skattheimta á hótelgistingu muni draga úr ferðamanna- straumnum til Íslands og hittu þeir Katrínu Júlíusdóttur fjármálaráð- herra í gær til að koma á framfæri sínum sjónarmiðum. Hugh Aitken, framkvæmdastjóri easyJet í Bret- landi, segir í samtali við Morgun- blaðið að ekki sé litið á Ísland sem ódýran ferðamannastað og því sé hætta á því þetta leiði til þess að ferðamenn kjósi að fara annað. Starfsmenn easyJet voru hér á landi til að kynna að flugfélagið mundi fljúga til Manchester og Ed- inborgar frá Keflavík í mars. Það á enn eftir að koma í ljós hvort flogið verður allt árið um kring. Flugleið- irnar bætast við fast flug easyJet á milli Keflavíkur og London, en þeim ferðum verður fjölgað í fjóra daga á viku í janúar en nú er flogið þrisvar í viku. Þetta er í fyrsta skipti sem erlent flugfélag býður beint flug til fleiri en tveggja áfangastaða frá Íslandi. Horfa á stóru myndina Aitken segir að það megi ekki einblína á það hvað ferðamenn greiða í skatta vegna gistingar því ferðamenn gera vitaskuld svo miklu meira þegar þeir koma til landsins, það er t.d. verslað og borðað. Það þurfi því að horfa á heildarmyndina. Og þegar fólk er að ákveða hvert það fer í frí, sé horft til þess hvað gisting, bíla- leigubíll og flugmiðar kosti til landsins. Ríkið stefnir á að hækka virð- isaukaskatt á gistingu úr 7% í 25,5% og fella niður undanþágu á vörugjöldum af innfluttum bíla- leigubílum og laga þau að almenn- um vörugjöldum á ökutækjum. – Þrátt fyrir þessa fyrirhugðu skattaaukningu fjölgið þið áfanga- stöðum tengdum Íslandi? „Algjörlega. Við teljum að hér séu mikil sóknarfæri og að ferða- mannastraumurinn hingað muni aukast. Landið er einstakt. Aftur á móti ef markaðnum þykir landið of dýrt, þá munum við hlusta á það. En við vonum að ríkið hjálpi til við að búa ákjósanleg skilyrði fyrir ferðamennsku hér á landi,“ segir Aitken. – Hvað getum við gert til að auka ferðamannastrauminn? „Það er margt sem hægt er að gera. Við höfum sýnt að þegar við fljúgum á nýja staði, komum við með nýja ferðamenn. Það er því skynsamlegt að hvetja stærri flug- félög til að koma til landsins með einhverjum hætti. Það er einnig mikilvægt að huga vel að flugvall- armálum, t.d. hvernig þjónustan er verðlögð,“ segir hann. Á flestum flugvöllum tekst easy- Jet að lenda, snúa við flugvélinni, og fara aftur í loftið á 25 mínútum. Í Keflavík tekur það 45 mínútur en Aitken vonast til að það megi skera fimm mínútur af þeim tíma. „Eftir því sem flugvél er minna á jörðu niðri, því arðbærari er flugleiðin fyrir okkur,“ segir hann, en tekur fram að easyJet hafi átt í góðu samstarfi við Keflavíkurflugvöll. 130 þúsund sæti á næsta ári Stefnt er á að sætaframboð easy- Jet á Íslandi verði 130 þúsund sæti á næsta ári og Aitken þykir líklegt að farþegafjöldinn verði um 100 þúsund. Meirihluti farþega með flugvélum easyJet til og frá Íslandi er erlendur eða 70%. Aitken segir að það hafi ekki verið þannig í upp- hafi, þá hafi íslenskir farþegar ver- ið meira áberandi. EasyJet flýgur með um 60 millj- ónir manna á ári. Aitken segir að viðskiptavinir þeirra treysti þeim og þegar boðið er upp á nýjan áfangastað, eins og t.d. Ísland, segja þeir oft og tíðum: Já, við skulum prófa að heimsækja þennan stað. Hann segir raunar að Ísland sé núna talið einn af þeim stöðum sem Bretar verði að heimsækja. Þegar blaðamaður veltir því fyr- ir sér hvort útlendingar þekki al- mennt til Íslands, nefnir Aitken að ung dóttir hans hafi verið að læra um eldfjöll í skólanum og þar hafi vitaskuld verið rætt um Ísland. Hann segir líka að markaðsher- ferðin Inspired by Iceland hafi heppnast vel. Stjórnendur easyJet ræddu við fjármálaráðherra  Hafa áhyggjur af auknum álögum á ferðaþjónustuna  Nýir áfangastaðir Ísland Hugh Aitken, framkvæmdastjóri easyJet í Bretlandi, segir að Ísland sé einn af þeim stöðum sem Bretar verði að heimsækja. Morgunblaðið/Golli Manchester og Edinborg » easyJet mun hefja flug til Manchester og Edinborgar frá Keflavík í mars á næsta ári. » Lágfargjaldaflugfélagið flýg- ur allt árið um kring milli Kefla- víkur og London. » Félagið ætlar að fjölga ferð- um í fjórar ferðir á viku í janúar en nú er flogið þrisvar sinnum í viku. » Ekki er litið á Ísland sem ódýran ferðamannastað. » easyJet flýgur með um 60 milljónir manna á ári og rekur 204 flugvélar.                                         !"# $% " &'( )* '$* +,,-./ +01-,2 +,.-++ ,+-,3 ,+-//. +2-/00 +/4-1/ +-3313 +22-3 +32-.3 +,,-1, +01-15 +,.-.1 ,+-/+, ,+-/01 +2-.3/ +/+-+ +-35,+ +20-45 +32-20 ,+0-,4.5 +,/-4+ +02-,. +,.-2/ ,+-/1. ,+-.5 +2-341 +/+-.1 +-3551 +20-5, +30-// Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.