Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 Tveir stjórnarmenn úr ættfræði- félagi í Örnskjöldsvik í Svíþjóð heimsóttu Odd Friðrik Helgason ættfræðing og samstarfsfólk hjá ORG ættfræðiþjónustunni í vik- unni. Tilgangur heimsóknarinnar var að sjá hvernig unnið er að ættfræðigrúski á Íslandi og kynna sitt eigið. Félagið sem mennirnir starfa í heitir Hembygds- och Släkt- forskare Nolaskogs og er með höfuðstöðvar í Örnskjöldsvik. Jón Thors sem sagði þeim frá starfinu hjá ORG ættfræðiþjónustunni og sýndi hvernig unnið er að söfnun og úrvinnslu ættfræðiupplýsinga hér á landi segir að sænska félagið sé að byggja upp ættfræðigrunn sem grundvallast á kirkjusóknum. Fé- lagar þess hafi safnað fjölda skráa og gefið út á diskum. Jóni sýnist eftir samtöl við mennina að ekki séu síðri möguleikar á að stunda staðbundið ættfræðigrúsk í Svíþjóð en hér á landi. Skjalasöfnin hafi opnað skrár sínar. Oddur Friðrik Helgason bendir á að munurinn á starfinu hér og í Sví- þjóð sé að þar er fjöldi gagna- grunna en hér eru upplýsingarnar settar í einn grunn. Nefnir hann að í grunnum félaganna í samtökum ættfræðifélaga í Svíþjóð eru skráð- ar 36 milljónir einstaklinga. „Þetta getur hjálpað okkur mikið. Þegar okkur vantar upplýsingar spyrjum við þá og þegar þá vantar upplýs- ingar spyrja þeir okkur,“ segir Oddur. Ágæt dægradvöl „Þetta er ágæt dægradvöl fyrir eftirlaunaþega,“ segir Jón Thors þegar hann er spurður um ættfræðigrúsk sitt sem hann hefur stundað í rúman áratug í tengslum við ORG ættfræðiþjónustuna. Hann segir að samstarf þeirra Odds hafi hafist árið 1999 þegar Jón tók sam- an útgáfu af ættartölu afa síns. Þá hafi hann farið í smiðju til Odds. Síðan hafi hann verið viðloðandi starfið og reynt að hjálpa til. Kynna sér ættfræðigrúsk á Íslandi  Sænskir áhugamenn byggja upp ættfræðigrunn sem grundvallast á kirkjusóknum  Ekki síðri möguleikar á ættfræðigrúski í Svíþjóð en hér á landi  „Ágæt dægradvöl fyrir eftirlaunaþega“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Kynning Sænskir ættfræðiáhugamenn í heimsókn hjá ORG ættfræðiþjónustunni. Oddur Friðrik Helgason, Nanna Halldóra Sigurðardóttir og Jón Thors kynna aðferðir sínar. Lennart Näslund og Reine Björkman fylgjast með. Kvenfélagskonur hittu í gær Ragnheiði Rík- harðsdóttur, varaforseta Alþingis, og afhentu henni ályktun sem samþykkt var á 36. landsþingi Kvenfélagasambandsins um helgina. Er þar skorað á Alþingi og ríkisstjórnina að endurskoða fjárveitingu til Kvenfélagasambands Íslands og Leiðbeiningarstöðvar heimilanna. Í ályktuninni segir, að leiðbeiningarstöðin hafi starfað í 50 ár og þangað geti allir leitað sér að kostnaðarlausu. Þar segir einnig, að leiðbeiningarstöðin reki símaþjónustu, haldi úti heimasíðu og gefi út fræðsluefni. Starfsmaður í 50% starfi sinni þessu verkefni. Frá upphafi hafi ríkisvaldið stutt þessa starfsemi með fjárframlögum en í ár hafi enginn styrkur fengist til að reka stöðina. Því sé áfram- haldandi rekstur hennar í miklu uppnámi. Á myndinni afhendir Una María Óskarsdóttir, forseti KÍ, Ragnheiði ályktunina. Morgunblaðið/Kristinn Rekstur Leiðbeiningarstöðvar í uppnámi Kvenfélagskonur afhentu Alþingi áskorun Þór Saari hyggst áfrýja dómi Hér- aðsdóms Reykja- ness sem féll í meiðyrðamáli gegn honum í fyrradag. Þetta kemur fram í yf- irlýsingu sem þingmaðurinn sendi frá sér í gær, en hann var dæmdur til að greiða Ragnari Árnasyni 300.000 í miskabætur, 800 þúsund krónur í málskostnað og 76.898 krónur til að kosta birtingu dómsins í DV og Morgunblaðinu. Ummælin, „Ragnar Árnason hefur verið á launum hjá LÍÚ í áratugi“ voru þá dæmd dauð og ómerk. Í yfirlýsingunni segir: „Undirrit- aður telur að stefna Ragnars hafi verið með öllu tilhæfulaus og sé til- raun til þöggunar á umræðu um málefni sem hvað heitast hefur brunnið á þjóðinni í áratugi sem eru breytingar á kvótakerfinu og úthlutun aflaheimilda.“ Niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness verði því áfrýjað til Hæstaréttar. Þór Saari áfrýjar til Hæstaréttar  „Tilhæfulaus til- raun til þöggunar“ Þór Saari Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Verð 94.000 kr Stærð 90x90cm Sérsmíðum eldhúsborð eftir ósk hvers og eins val um stærð, lögun og efni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.