Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 22
Bröltið viðað böðlastá íslensku stjórnarskránni er dapurlegt. Fyrst voru haldn- ir 100 fundir á tíu manna borðum dagstund og það kallað þjóð- fundur. Því næst var ákveðið að kjósa stjórn- lagaþing. Sú kosning braut al- menn kosningalög í svo veiga- miklum efnum að hæstiréttur landsins, með auknum fjölda dómara, komst ekki hjá því að ógilda hana. Þá einstæðu og sögulegu niðurstöðu voru sex hæstaréttardómarar sam- dóma um. Eftir þau stórmerki voru að- eins tveir kostir til. Blása bröltið af þegar í stað eða kjósa á nýjan leik til „stjórn- lagaþings“ og nú með lögmæt- um hætti. Þriðji kosturinn, sem ekki var fyrir hendi, var valinn. Ákveðið var að hunsa í raun niðurstöðu Hæstaréttar Íslands og tilnefna þann sama hóp og sagðir voru komnir út úr hinni ólögmætu kosningu í stjórnlagaþing með nýju og niðurfærðu nafni. Meirihluti Alþingis fékkst ekki til slíkrar óhæfu, þótt hamast væri og hótað og því var minnihlutaákvörðun að lokum látin duga. Næstum all- ir þeir sem „tilnefndir“ voru samþykktu að taka þátt í þess- um görótta leik og voru þar með sjálfir búnir að finna hinn eina hóp Íslendinga sem örugglega var óhæfur til að fjalla um mikilvægasta þátt ís- lenskrar lögbókar. Sá hópur skilaði svo frá sér næsta sam- hengislausri afurð, sem nánast sérhver maður sem bær er til að fjalla af þekkingu um stjórnarskrármál hefur sagt óbrúklega. Þingnefnd hefur haft tillög- urnar til meðferðar í nærri ár án þess að hafa farið í gegnum þær efnislega, né gert athuga- semdir eða breytingartillögur. Hið eina sem var ákveðið var að stofna til þjóðaratkvæða- greiðslu sem þó væri ekki ann- að og meira en óljós skoð- anakönnun án nokkurs raunverulegs leiðbeiningar- gildis. Sú „þjóðaratkvæða- greiðsla“ ein á að kosta nærri 300 milljónir króna! Framan af lét Samfylkingin eins og hin íslenska stjórnar- skrá hefði haft eitthvað með það að gera að viðskiptabank- arnir þrír kollkeyrðu sig end- anlega haustið 2008. Sú hug- detta er einhver sú vitlausasta sem fleytt hefur verið síðustu árin og er þó samkeppnin hörð. Nú hefur sú skýring að mestu verið tekin út af dagskrá, þótt hún hafi ver- ið sjálf forsendan fyrir því að farið var af stað. Nú er því haldið fram að Íslendingar búi við gamla stjórnarskrá og danska að auki, sem geti ekki gengið. Er þá verið að vitna til stjórn- arskrárinnar frá 1874. Stjórn- arskráin segist þó sjálf vera frá 17. júní 1944 og er óþarfi að rengja hana. Fræðimenn geta að vild rak- ið forsögu einstakra ákvæða stjórnarskrárinnar til áhrifa frá dönskum stjórnlögum frá 1849 sem talin eru eiga fyr- irmynd á ákvæðum frá meg- inlandi Evrópu og ennfremur frá stjórnarskrá Bandaríkj- anna. En það breytir ekki því að stjórnskipulegt gildi ís- lensku stjórnarskrárinnar stafar frá stjórnskipulegum ákvörðunum sem áttu sinn endapunkt 17. júní 1944. Sjálf- stæðisyfirlýsing Íslands felst beinlínis í þeirri stjórnarskrá og þar er fullveldi landsins tryggt. Og það er mergurinn málsins. Allt þetta brölt núna er hreinn sýndarleikur í kring- um einbeittan vilja til að fjar- lægja fullveldisvörnina úr stjórnarskránni. Tryggja skal að framvegis geti einfaldur meirihluti þingsins kastað frá þjóðinni hluta þess fullveldis sem stjórnarskrá landsins, sem samþykkt var á Lögbergi Þingvalla, var ætlað að tryggja um aldur og ævi. Lög segja ákveðið fyrir um það að dagsetningu þjóð- aratkvæðagreiðslna skuli þingið ákveða. Ríkisstjórn- armeirihlutanum tókst með óskiljanlegum hætti að klúðra ákvörðun á þinginu um slíkt. Þá voru aðeins tveir kostir til eins og áður. Hætta við þenn- an óþarfa og spara sér hundr- uð milljóna eða kalla þingið saman til að ákveða kjördag með lögmætum hætti. Og aft- ur var valinn kostur sem var ekki fyrir hendi. Ákveðið var að fara sömu leið og þegar Hæstiréttur var hunsaður. Tal í þingsályktun um að þjóðaratkvæðagreiðsla skyldi fara fram á tilteknu tímabili, sem afmarkaðist í fjarlægari endann við 20. októ- ber 2012 skyldi með eftir- áskýringu túlkað svo að kjör- dagurinn hefði verið ákveðinn 20.október! Jafn fráleitt eins og slíkt er og hver maður sér, er erfitt að neita því að slík málsmeðferð er við hæfi og í góðu samræmi við allt það sem á undan er gengið. Atlagan að stjórnar- skránni mun hafa kostað 1000 milljónir þegar gagnslaus og ólögmæt skoðana- könnun verður yfir- staðin. Og það er ekki allt búið enn} Þúsund milljónir í súginn 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Á Íslandi er tíu ára skólaskylda. Það þýðir að öllum Íslendingum á aldrinum 6-16 ára er gert að ganga í skóla. Í ár eru þetta rúm- lega 42 þúsund börn og unglingar og tæpur þriðjungur þeirra þarf sérkennslu. Hlutfall sérkennslunemenda á Íslandi er miklu hærra en hjá þeim þjóðum sem við viljum gjarnan bera okkur saman við. Það vekur ýms- ar spurningar. Áhugavert væri til dæmis að fá að vita hvers vegna svona mörg íslensk börn þurfa á sérstakri aðstoð að halda eða hvaða árangri kennsla af þessu tagi skilar. Svo væri líka gott að fá að vita hvort sérkennsla stuðli almennt að betri líðan nemenda í skólum. Líklega hafa þessar spurningar oft verið bornar upp. En við þeim finnast engin svör, því engar rannsóknir virðast hafa verið gerðar á árangri sérkennslu. Og það er svolítið merkilegt. Sér- kennsla er nefnilega sístækkandi kostnaðarliður í hinu fjársvelta menntakerfi, þar sem hverri einustu krónu er margvelt á milli handanna. Getur verið að við höfum varið ómældum tíma og fjár- munum til að byggja upp skóla sem hentar bara sumum börnum? Skóla sem hentar öðrum börnum engan veginn? Líklega er ekki til neitt kerfi, hvorki skólakerfi né nokkuð annað kerfi, sem smellpassar öllum notendum. En þegar þriðjungur notendanna þarf á sértækum úrræðum að halda, er það ekki vísbending um að kerfið sé ekki að virka sem skyldi? Sérkennsluþörf hefur vaxið jafnt og þétt. Slík kennsla hófst af einhverju marki hér á landi í lok sjötta áratugarins og þá var talað um að um 5% barna þyrftu á henni að halda. Það breyttist fljótt. Síðan var lengi vel talað um að „eðlilegt“ væri ef 20% barna nytu sérkennslu af einhverju tagi. Og núna slagar fjöldinn hátt í þriðjung. Íslendingar verja talsvert hærra hlutfalli þjóðartekna til menntamála en margar aðrar OECD-þjóðir, en engu að síður komum við held- ur illa út úr alþjóðlegum könnunum á þekkingu og færni nemenda, við erum með einna hæsta hlutfall nemenda í sérkennslu og að auki eru laun kennara hér skammarlega lág. Kannski mætti endurskoða við tækifæri í hvað allir þessir milljarðar fara? Sumum finnst óskaplega sniðugt að bera skólakerfið saman við hina og þessa þjónustu sem fólk kaupir af fúsum og frjálsum vilja. Slíkt getur verið vara- samt. Til dæmis er býsna hæpið að líkja grunnskóla við veitingastað, nemendunum við gesti staðarins, kennurum við þjóna og námsframboðinu við matseðil. Fyrir það fyrsta er hverjum og einum í sjálfsvald sett hvort hann bregður sér á veitingastað, en um skólagöngu er ekkert val. Engu að síður má vel velta fyrir sér í þessu samhengi hvað eigandi veitingastaðar myndi gera ef einn þriðji af gestum hans þyrfti að láta elda matinn upp á nýtt. Væri það ekki vísbending um að gera breytingar á matseðl- inum, jafnvel nota annars konar hráefni? annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Grunnskóli fyrir hverja? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is E kki er ofsagt að Gagna- veita Reykjavíkur (GR) og forveri henn- ar, Lína.Net, hafi lengi verið pólitísk bitbein. Fjárfrekur rekstur og skuldsetning þessa dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hafa oft verið harðlega gagnrýnd. Auk þess þótti óeðlilegt að OR stæði beint eða óbeint í samkeppnisrekstri. Nú vill OR selja tæplega helmingshlut sinn í GR. Kveikjan að fjarskiptarekstri OR var sú að nota dreifikerfi raforku til gagnaflutninga til og frá not- endum. Þetta átti að gera með því að tengja spennistöðvar OR saman með ljósleiðurum og miðla svo gögnunum til og frá notendum í gegnum raflín- urnar sem liggja inn á hvert heimili. Fjarskiptafyrirtækið Lína ehf., sem síðar varð Lína.Net ehf., var stofnað sumarið 1999 og samdi það við breska fyrirtækið Nor.Web um til- raunanettengingar fyrir 100 heimili og smáfyrirtæki í borginni í gegnum raforkunet OR. Ætlunin var að tengja öll heimili á raforkuveitu- svæði OR við netið með þessum hætti. Nor.Web hætti starfsemi og samningnum var slitið. Menn gáfust þó ekki upp á hugmyndinni og í árs- byrjun 2000 samdi Lína.Net við svissneska fyrirtækið Ascom og þýska fyrirtækið Siemens um gagnaflutninga um rafdreifikerfið. Þegar ljóst var að raflínutengingin myndi ekki skila árangri beindi Lína.Net sjónum að gagnaflutn- ingum eftir öðrum leiðum. Þannig samdi Lína.Net sumarið 1999 við Ís- landssíma hf., forvera Og Vodafone, um þróun, uppbyggingu og viðhald ljósleiðaranets á veitusvæði OR. Ís- landssími ætlaði svo að bjóða not- endum fjarskipta- og símaþjónustu með tengingum við ljósleiðaranetið. Það var í gegnum ljósleiðara frá spennistöð, með örbylgjusambandi eða í gegnum koparlagnir. OR var ráðandi eigandi Línu.- Nets, þótt fleiri ættu þar hluti um tíma. GR var stofnuð sem svið innan OR þann 1. janúar 2005 áður en henni var breytt í einkahlutafélag í eigu OR þann 1. janúar 2007 á grunni Línu.nets. Með því var sam- keppnisreksturinn á sviði gagna- flutninga skilinn frá öðrum rekstri OR. Tæpur helmingshlutur í GR verður væntanlega boðinn til sölu á næstunni. Eigendanefnd OR sam- þykkti í síðustu viku að selja 49% hlut í Gagnaveitu Reykjavíkur. Von- ir standa til að um 2,5 milljarðar fá- ist fyrir eignarhlutinn. Fyrirtækið var verðmetið á ríflega 4,7 milljarða króna í síðasta árshlutareikningi OR. GR á m.a. viðamikið ljósleið- arakerfi sem tengist fjölda heimila og fyrirtækja á Suður- og Vesturlandi. Greining á fjárframlagi OR til fjarskiptastarfsemi var lögð fram á stjórnarfundi OR 14. júní í sumar. Þar kom fram að á árunum 1999- 2008 hafði verið varið tæplega 13,3 milljörðum króna, á verðlagi í árslok 2011, í hlutafé, fjárfestingar og yfir- tekin lán vegna Línu.Nets og GR. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í OR, benti á það í bókun að þessar upplýsingar segðu ekki alla söguna um fjárfestingar OR í fjarskiptastarfsemi. Upplýsa þyrfti um skuldir GR við OR og aðra. Hann benti jafnframt á að enn væri óafgreidd tillaga sín frá 24. ágúst 2011 um að leynd yrði aflétt af lántökum GR og fjármögnun fyrir það ár. Í bókuninni sagði að meiri- hluti stjórnar OR hefði frestað af- greiðslu tillögunnar hvað eftir annað í næstum tíu mánuði. Morgunblaðið/Kristinn Ljósleiðaravæðing Lína.Net og síðar Gagnaveita Reykjavíkur hafa tengt fjölda heimila og fyrirtækja við ljósleiðaranet sitt. Myndin var tekin 2001. Misjafnt gengi í gagnaveitunni Ný fjarskiptaleið » Helgi Hjörvar, þáverandi borgarfulltrúi, greindi frá því í samtali við Morgunblaðið 1. júlí 1999 að hugmyndin að nýrri gerð nettengingar í Reykjavík hefði kviknað haustið 1997. » Financial Times greindi þá frá því að kanadískt fyrirtæki hefði þróað aðferð til að miðla gögnum í gegnum raflínur. » Í kjölfarið flutti Helgi til- lögu í stjórn veitustofnana Reykjavíkurborgar um að hafin yrði könnun á möguleikum stofnunar fjarskiptafyrirtækis. » Lína, síðar Lína.Net, var stofnuð 1999. Það var grunn- urinn að einkahlutafélaginu Gagnaveitu Reykjavíkur sem stofnað var 2007. » „Hlutverk Gagnaveitu Reykjavíkur er að bjóða heim- ilum og fyrirtækjum aðgang að gagnaflutningskerfi sem gefur kost á háhraða gagnaflutningi með þá sýn að leiðarljósi að háhraða gagnaflutningur auki lífsgæði og samkeppnishæfni íslensks samfélags,“ segir á heimasíðu fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.