Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 ✝ GuðmundurRagnar Ágústsson fæddist 4. júlí 1916. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 25. sept- ember 2012. Ragnar var fæddur í Halakoti á Vatnleysuströnd, ólst þar upp og bjó þar alla sína ævi. Faðir Ragnars var Ágúst Guð- mundsson, f. 26. janúar 1869, d. 4.12. 1941, útvegsbóndi frá Neðri-Brunnastöðum á Vatns- leysuströnd. Foreldrar Ágúst- ar voru þau hjónin Guð- mundur Ívarsson, útvegsbóndi og Katrín Andrésdóttir frá Syðra-Langholti, Hruna- mannahreppi. Móðir Ragnars var Þuríður Kristín Halldórs- dóttir frá Akranesi, f. 22.5. 1885, d. 11.5. 1971. Foreldrar hennar voru hjónin Halldór Jónsson, skútusjómaður frá Má, f. 20.8. 1977 og Hlyn Örn, f. 31.5. 1984, í sambúð með Töru Pétursdóttur, f. 21.6. 1985 og eiga þau tvö börn. Na- talíu Marín, f. 24.10. 2006 og Pétur Ragnar, f. 13.3. 2012. Ragnar kvæntist ekki og átti ekki börn. Árin 1971-1988 dvaldist hjá honum Ragnheið- ur Aðalsteinsdóttir ættuð frá Strandasýslu, f. 19.8. 1916, d. 12.12. 1988. Ungur fór hann að hjálpa til við þau störf sem féllu til á heimilinu. Þegar hann var 14 ára fór hann að vinna í vega- vinnu hjá Vegagerð ríkisins, en réð sig síðan í brúarvinnu hjá Sigurði Björnssyni brúar- smið. Árið 1941 stofna þeir bræður, Ragnar, Guðmundur Í. og Magnús, til útgerðar, sem síðar varð Útgerðarfélagið Valdimar hf. Vogum. Guð- mundur Í. var skipstjóri, Ragnar vélstjóri en Magnús sá um rekstur félagsins. Bræð- urnir hættu útgerð árið 2000. Ragnar verður jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju, Vatns- leysuströnd, í dag, 5. október 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Skálpastöðum, Borgarfirði og Kristín Magn- úsdóttir frá Hrafnabjörgum, Hvalfjarðarströnd. Systkini Ragnars voru Guðmundur Valdimar, f. 14.2. 1909, d. 18.12. 1987, Halldór, f. 7.3. 1910, d. 28.8. 1992. Jón Krist- inn, f. 31.1. 1912, d. 12.5. 2005, Guðmundur Ívarsson. f. 25.8. 1918, d. 21.11. 2009, Magnús, f. 25.5. 1922, Katrín, f. 5.7. 1923, d. 1924, misserisgömul, Katrín Sigrún, f. 6.6. 1926, d. 22.2. 1990. Systkini Ragnars eru öll látin nema Magnús. Þá ólst upp í Halakoti bróð- urdóttir þeirra systkina, dóttir Guðmundar Valdimars, Guð- finna Elínborg Guðmunds- dóttir, f. 11.11. 1955, gift Kjartani Egilssyni, f. 26.2. 1955, eiga þau synina Ragnar Frændi var hávaxinn maður, þrekinn og samsvaraði sér vel. Sviphreinn og hafði mjög góða nærveru. Ákaflega traustur og góðviljaður. Stálminnugur, hag- leiksmaður og listrænn. Allt frá fæðingu hef ég átt þennan trausta frænda að sem hefur allt- af viljað gera allt fyrir mig. Nú á þessum tímamótum er svo margs að minnast frá mínu góða æsku- heimili. Með mínum fyrstu minn- ingum um hann, sem lítil stelpa, er þegar ég sat í fanginu á hon- um og hann sagði manni sögur. Hann hafði góða frásagnargáfu og gæddi sögurnar lífi. Eins þeg- ar hann sigldi með Gullfossi til Danmerkur 1963 til að hafa um- sjón með smíði Ágústs Guð- mundssonar II. Það var þá, þeg- ar Maggi frændi og ég vorum að fylgja honum á Reykjavíkurhöfn að ég hélt að hann kæmi aldrei aftur. Maggi frændi gat huggað mig með því að segja að þetta yrði allt í lagi, hann kæmi aftur, sem og hann gerði rétt fyrir jól- in. Siglandi heim yfir hafið á nýju skipi með fullt af útlensku sæl- gæti, nýtt hjól, dúkku, kjóla og fleira sem gladdi litla stelpu. Þá varð nú hátíð í kotinu. Svo voru það allir jólatúrarnir. Hann að skreyta fyrir jólin, en þessa hluti sá hann alltaf um. Hann var mik- ill jólakarl. Þetta eru allt góðar minningar frá æsku minni með honum sem ljúft er að minnast. Frændi var mikið náttúrubarn og sérstaklega áhugasamur um veðrið, alltaf hlustaði hann á allar veðurfregnir í útvarpinu og leit oft til veðurs. Hann gat alltaf sagt manni hvernig veður væri í vændum. Hann hefur alltaf verið þessi klettur í lífi mínu og fjöl- skyldu minnar sem var sífellt að fylgjast með því að allir væru við góða heilsu og hefðu það gott. Það verður skrítið að geta ekki lengur hringt í hann á kvöldin, en við töluðumst við á hverju kvöldi eða fórum suður eftir á sunnu- dögum og borðuðum með honum sunnudagssteikina. Jólin verða heldur tómleg án hans en við höf- um alltaf haldið jólin heima hjá honum sem voru svo hátíðleg og yndisleg. Það er skarð fyrir skildi sem ekki er hægt að fylla upp í því það kemur enginn í staðinn fyrir frænda. Við fjölskyldan munum halda minningu hans á lofti. Hann og nafni hans Ragnar Már voru alla tíð mjög nánir. Hann var drengjunum mínum sem hinn besti afi. Þeir eiga svo margar góðar minningar um hann. Sama dag og hann slas- aðist annan í hvítasunnu var ann- ar nafni hans skírður í Dómkirkj- unni, hann litli Pétur Ragnar. Var hann búinn að fá að vita nafnið nokkru áður og var mjög stoltur af því. Frændi var alla tíð mjög heilsuhraustur. Var mjög sjálf- stæður, vildi að allir hlutir gerð- ust helst í gær, viljasterkur og stoltur maður sem bjó sjálfur í sínu húsi allt þangað til hann slasaði sig. Það var í fyrsta skipti á hans löngu ævi sem hann lagð- ist inn á spítala, 96 ára gamall. Hann var elsti íbúi hreppsins. Hann sýndi mikið æðruleysi og vissi að hverju stefndi. Var sátt- ur við allt og alla, enda mjög trú- aður. Ég verð alltaf þakklát fyrir það að hafa getað verið hjá hon- um við dánarbeðinn hans. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Kletturinn minn. Guð geymi þig. Stelpan þín, Guðfinna Guðmundsdóttir. Elsku besti frændi, nú ertu farinn en minningin lifir. Þetta ljóð kom í huga mér við andlát þitt. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hafðu þökk fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum sam- an. Það er ómetanlegt að hafa þekkt þig öll þessi ár. Hvíl í friði. Þinn nafni, Ragnar Már Kjartansson. Elsku besti frændi. Þú varst mér svo góður og ég sakna þín sárt. Það var alltaf svo gott að koma til þín í Halakotið, þú hafð- ir svo góða og hlýja nærveru. Sem strákur eyddi ég miklum tíma hjá þér og ég er svo þakk- látur fyrir þessar stundir. Í mín- um huga gastu gert allt. Soðið besta fiskinn og kartöflurnar, bakað flatkökur, gert kjötsúpu, kæfu og meira. Eftir einu atviki man ég alveg sérstaklega. Það var þegar þú bættir rifnu bux- urnar hans Ragga bróður. Í aug- um lítils stráks, sem hélt að ömmur saumuðu bara, var þetta alveg hreint ótrúlegt. „Það er staðfest, Raggi frændi getur allt,“ hugsaði ég, 7 ára. Já, Raggi frændi, þú varst svo sannarlega hetjan mín. Ég man góðu stundirnar þeg- ar við gáfum rollunum að éta og drekka í fjárhúsinu, þegar við fórum í stuttan túr á trillunni þinni út á flóann, fjörið í kringum heyskapinn og réttirnar. Öllu þessu man ég vel eftir. Það eru svo margar fallegar og skemmti- legar minningar sem ég á um þig. Ein af mínum uppáhalds- minningum er þegar Raggi bróð- ir og vinur hans komu til að sýna okkur dauðan fugl sem þeir fundu. Það var nú meira hvað þú passaðir upp á mann, þú varst snöggur til og sagðir fuglinn bil- aðan og fórst með hann afsíðis. Já, það var svona sem þú pass- aðir upp á mann. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Minning þín mun alltaf lifa í hjarta mínu. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þinn frændi, Hlynur. Elsku Raggi frændi. Ég gleymi því ekki þegar ég kynntist Hlyni þá fékk ég strax að heyra um frænda í Halakoti. Þennan stórmerkilega mann sem átti svo stóran hlut í lífi og hjarta Hlyns. Eins og hann hélt mikið upp á þig. Allar sögurnar sem hann sagði mér um æskuna og ævintýrin hjá frænda og Snotru í Halakoti. Þessi stórmerkilegi maður sem gat allt og lét ekkert stoppa sig. Svo loksins einn daginn fyrir 10 árum fékk ég að koma með upp í Halakot að hitta þig og sjá þennan ævintýralega stað. Þetta reyndist allt rétt hjá Hlyni. Þú tókst svo vel á móti mér með hlýju og góðvild og mér fannst ég svo velkomin í fjölskylduna. Ekki nóg með það, þú fórst að segja mér sögur um fjölskylduna mína. Sagðir mér frá ættingjum mínum af Vatnsleysu sem þú hafðir þekkt og mundir vel eftir. Fyndið hvernig fjölskyldurnar okkar fóru að fléttast saman. Einn af þínum stóru kostum var að muna eftir fólki og atburð- um og segja svo skemmtilega frá. Ég gat alveg séð fyrir mér lífið á ströndinni og fólkið í gamla daga. Svo liðu árin og Natalía fædd- ist og á hún auðvitað sínar góðu stundir hjá Ragga frænda í Hala- koti og mun hún meta það til mikils. Eins og hún segir núna: „Raggi frændi mun alltaf vera hjá mér í hjartanu mínu.“ Og svo kom nafni þinn hann Pétur Ragnar og fékk hann sinn tíma með þér í Halakoti, þó að lítill hafi verið, en við munum svo sannarlega segja honum sögur af þér og hve stoltur þú ert af hon- um og þeim báðum. Ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér, elsku „frændi“, mér finnst ég hafa þekkt þig alla ævi. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur og mun ég aldrei gleyma þér. Þú varst einn af þeim bestu. Ég vona að þér líði vel núna og ert örugglega í ein- hverju ævintýri einhvers staðar á nýjum stað. Við munum sjást síðar. Þín vinkona, Tara. Leiðir skilur eftir níutíu ára samferð. Við vorum átta systk- inin, sex bræður og tvær systur, önnur þeirra lést í frumbernsku. Við bræður lékum okkur mik- ið saman þrír, ég, Ragnar og Guðmundur Í. Rákum stórbú með horn, kjálka og leggi. Byggðum hús fyrir sunnan stóra hólinn. Það var mikið athafna- svæði. Jónas Gíslason frændi okkar, síðar brúarsmiður, var alltaf með okkur í öllu. Þá var rekin stórútgerð við fjöruna, smíðaðir bátar úr 20 lítra bens- ínbrúsum. Tínd loðna og söltuð í stafla, og allt gert sem líktist raunveruleikanaum. Við vorum ekki alltaf skraufþurrir strák- arnir sem komum heim á kvöld- in. Það var oft tekist hraustlega á, mikið tuskast, „farið nú út á tún að fljúgast á, þar er nóg plássið“, var mamma vön að segja, þegar allt ætlaði um koll að keyra. En alvaran blasti við, hjálpa til við búskapinn, strax og kraftar leyfðu, bera vatn í fjós og bæ, og allt annað sem kraftar leyfðu. Ragnar var fermdur 14 ára. Þá var leikjum lokið, hann fór í vegavinnu á Vogastapa, þar var verið að breyta veginum, hann átti aðvera mættur til vinnu kl. 7 að morgni og vinnudegi lauk kl. 19 að kvöldi. Hann fór gangandi með matarbitann í vasanum. Í framhaldi af þessari vegavinnu réðst hann í brúarvinnu til Sig- urðar Björnssonar brúarsmiðs og var þar sem járnalagningar- maður mörg sumur. Verunnar í tjöldunum, félagsskapar við glatt fólk, þess minntist hann oft með ánægju. Hann kom alltaf heim á haustin og réri á bát föður okkar allar vetrarvertíðir. 1941 urðu þáttaskil í lífi okkar, þegar við þrír bræðurnir, ég, Ragnar og Guðmundur Í., keypt- um 8 tonna trillubát frá Grinda- vík. Þar hófst útgerð og samstarf okkar bræðra, sem óx og dafnaði, varð að stóru útgerðarfyrirtæki sem við nefndum síðar Valdimar hf. Nú voru bátarnir úr bensín- brúsunum horfnir en í þeirra stað komnir alvöru bátar, ýmist úr tré eða stáli. Við eignuðumst marga báta, stóra og minni, keyptum notaða og létum byggja fyrir okkur tvo báta í Danmörku. Ragnar sá um lokafrágang á smíði þeirra og niðursetningu véla og tækja. Hann sigldi síðan á þessum bát- um heim sem fyrsti vélstjóri. Þið Gummi sáuð um að afla með ykkar dugnaðarkörlum sem voru sumir hverjir með ykkur allt að 30 vertíðir. Það kom oft mikill afli á land á vetrarvertíð- unum, sem landað var í fiskhús okkar, þar unninn í salt eða skreið. Það var mikið unnið, stundum allt að 18 tímum á sólar- hring, lítið sofið, það mátti gera síðar. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka öllu því fólki, bæði á sjó og landi, fyrir samveruna og allt það sem það lagði á sig. Ragnar bjó öll sín ár á æsku- heimili okkar í Halakoti. Ragnari var margt til lista lagt, hann gat málað myndir þótt enga hefði hann tilsögnina feng- ið. Hann átti gott með að setja saman vísur. Ragnar var vel á sig kominn, með hærri mönnum, sterkur vel. Nú hefur þú sett í gang, leyst landfestar, sett á fulla ferð, strik- ið sett til nýrri lífsins stranda, þar sem vinir taka á móti land- festartóginu og bjóða þig vel- kominn. Takk fyrir samfylgdina. Far vel, þinn bróðir, Magnús. Guðmundur Ragnar, föður- bróðir minn, er nú látinn. Hann gekk ávallt undir nafninu Ragn- ar en var kallaður Raggi af fjöl- skyldunni. Ragnar var fæddur í Halakoti og bjó þar alla tíð. Þeir sem þar voru bornir og barn- fæddir festu þar djúpar rætur. Mínar fyrstu minningar eru frá Halakoti og eru þær allar góðar. Er þá vertíðin minnis- stæðust. Þá var annasamur tími, sjósókn mikil og allur afli unninn heima af sjómönnunum sjálfum. Minningarnar verða svo skýrar nú er Ragnar er kvaddur, því í þessu lífi var hann stór þátttak- andi. Þrátt fyrir annríki var oft kátt í kotinu. Síðar var útgerð frá Halakoti hætt. Bræðurnir Ragn- ar, Guðmundur Í. og Magnús hófu útgerð frá Vogum og var hún alla tíð farsæl. Ragnar var vélstjóri á skipum þeirra áratug- um saman. Raggi var rólegur og yfirveg- aður maður, alla tíð reglusamur og nægjusamur. Það eina sem hann lét eftir sér var að eiga góð- an bíl og taka í nefið. Undir þessu rólega yfirborði bjuggu þó miklar tilfinningar og næm sál. Ragnar var barnlaus en mörg börn áttu hjarta hans. Minnist ég þess hve góður hann var við okk- ur systkinin er við vorum lítil. Oft sagði hann okkur sögur, nei, hann lék þær. Bróðurdóttir hans, Guðfinna, var alin upp í Halakoti. Hún eignaðist 2 drengi. Var sá eldri skírður Ragnar Már. Veitti það honum gleði. Er ég minnist Ragnars koma jólin sterkt í hugann. Á aðfanga- dag biðum við systkinin spennt eftir að Raggi eða Maggi kæmu. Það brást ekki að annar hvor kom með kassa fullan af gjöfum frá ömmu og föðursystkinunum. Þetta var ómissandi þáttur í jóla- haldi bernskunnar. Einni gjöf man ég sérstaklega eftir. Þá kom Raggi með jólatré er hann hafði sjálfur smíðað og málað. Á grein- ar þess festum við lítil kerti sem kveikt var á er jólin gengu í garð – og hvílík dýrð. Hann gaf Dodda bróður bæði vörubíl og jeppa sem hann smíð- aði. Jeppinn var lítill Willisjeppi eins og hann átti sjálfur, málaður í sömu litum og bíllinn hans. Bróðir minn lék sér mikið að þessum bílum. Hann gerði líka líkön af skipum sem þeir áttu í útgerðinni. Það síðasta var af Ágústi Guðmundssyni GK 95. Það er til sýnis á Byggðasafni Reykjanesbæjar. Ragnar bjó einn í Halakoti frá árinu 1988. Hélt hann reisn sinni og hugsaði um sig sjálfur þar til hann var u.þ.b. 96 ára. Hefur Guðfinna og hennar fjölskylda reynst honum afar vel. Þá var honum mikill styrkur að Magnúsi bróður sín- um sem kom daglega til hans. Við Steindór komum stundum til Ragga. Þeir náðu vel saman. Raggi var minnugur, hafði ártöl og allt á hreinu. Hann mundi vel gamla tíma og líf sem er ekki lengur til, honum var lagið að segja frá. Raggi fann til kaffi og jólaköku, Maggi kíkti inn. En allir verða að lokum að lúta lögmálum lífsins. Genginn er góður drengur. Fyrir allar góðar stundir lang- ar mig að þakka frænda mínum nú er hann hefur ýtt úr vör í hinsta sinn. Ég vona að hann sé kominn að landi á annarri Strönd og að þar sé tekið vel á móti hon- um. Blessuð sé minning Ragnars Ágústssonar. Ágústa Halldórsdóttir (Dúdda). Nú er komið að leiðarlokum og vil ég þakka þér fyrir samfylgd- ina síðustu 36 árin. Þú hefur allt- af reynst fjölskyldu minni afar vel. Varst alltaf til staðar, traust- ur og góðviljaður maður. Ég mun minnast þín alla tíð, hvíl í friði. Láttu Guðs hönd þig leiða hér, lífsreglu halt þá beztu, blessuð hans orð, sem boðast þér, í brjósti og hjarta festu. (Hallgrímur Pétursson.) Þinn vinur, Kjartan Egilsson. Ragnar Ágústsson HINSTA KVEÐJA Elsku frændi. Góði Jesú gef þú mér góðan svefn og hvíld um nætur Ég skal ávallt þakka þér þegar ég síðan fer á fætur. (Ragnar Ágústsson.) Þínir krakkar, Natalía Marín og Pétur Ragnar. Ég skrifa þessa litlu grein til minningar um afa minn heitinn, Hjalta Guðmundsson. Hann afi Hjalti var svona afi sem allir óska sér. Svona afi sem maður les um í sögum. Hann var smiður, hann las sög- ur, hann lumaði alltaf á mola- poka, hann hallaði sér eftir há- degismatinn, hann var með yfrvaraskegg og axlabönd og hann sussaði á okkur yfir há- degisfréttunum. Hann var barn- góður og leyfði okkur alltaf að sitja í fanginu á sér. Hann var með öðrum orðum hinn full- komni afi. Kidda amma og Hjalti afi eiga ógrynnin af barnabörnum og barnabarnabörnum og öll elska þau að vera hjá þeim. Þrátt fyrir allan þennan fjölda var afi alltaf svo flinkur í að láta Hjalti J. Guðmundsson ✝ Hjalti JósafatGuðmundsson fæddist á Sauð- árkróki 13. júní 1929. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 26. ágúst sl. Útför Hjalta hef- ur farið fram í kyrrþey. öllum líða eins og þeir væru einstakir. Hann sýndi mikinn áhuga á áhugamál- um hvers og eins, spurði okkur spjör- unum úr og nennti alltaf að spjalla. Við Ásta Kristín jafnaldra mín og frænka vorum svo heppnar að fá að vera mikið hjá þeim á sumrin þegar við vorum á reiðnámskeiðum. Þetta voru frá- bærir tímar þar sem afi og amma kenndu okkur svo margt. Afi var mikill barna- og dýra- vinur. Raunar svo mikill að ég velti því stundum fyrir mér hvort hann kynni að dáleiða. Öll dýr hændust að honum. Hann klappaði þeim á kollinn og þau lágu hjá honum sem dáleidd. Það sama var með börn. Þau leituðu til hans og brostu og hann gat alltaf róað þau með klappi á bossann. Takk elsku afi fyrir allt sem þú hefur kennt mér og okkur öllum. Þín verður sárt saknað en ég verð að eilífu þakklát fyrir að hafa náð að sýna þér hana litlu Svövu mína áður en þú kvaddir. Megir þú hvíla í friði. Ingibjörg Jónasdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.