Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 Ég er vinur landsbyggðarinnar og málefni hennar eru mér afar hjartfólgin. Reyndar er ég uppalin hér á höfuðborgarsvæðinu en í mörg ár ferðaðist ég um allt land starfs míns vegna og heimsótti sveitabæi, fólk í þéttbýli og þau fyrirtæki og stofnanir sem voru úti á landi. Ég átti mörg afar dýr- mæt samtöl við fólk í þessum ferð- um mínum. Samtöl um daglegt líf þess og hagi, drauma þess og væntingar, vonbrigði og end- urreistar vonir og framtíðarsýnir þess sem meðal annars tengdust heimahögum þess. Það er ekki hægt annað en að dást að þrautseigju og bar- áttuþreki margra þeirra sem á landsbyggðinni búa og hafa þurft að taka á sig hvern stórskellinn á fætur öðrum. Ekki er annað hægt en að finna til hryggðar þegar maður horfir á reisuleg frystihúsin sem engin starfsemi er í lengur. Maður upplifir óréttlætið þegar gengið er eftir bryggjunum þar sem er varla neitt athafnalíf lengur og sorg þegar eldra fólkið talar með söknuði um börnin og barnabörnin sem neyddust til að flytja til höfuðborgarsvæð- isins. Óhjákvæmi- lega fer maður að hugsa í framhaldinu um það hvernig hægt sé að stöðva þessa óheillaþróun og snúa henni við, því landsbyggðin og það fallega mann- líf sem þar þrífst á svo sannarlega sinn tilverurétt. Norðmönnum hefur tekist einkar vel að halda fremur harð- býlu landi sínu öllu í byggð. Meira að segja nyrstu héruðunum norð- an við heimskautsbaug þar sem myrkrið og kuldinn ríkja yfir vetrarmán- uðina. Þeir hafa farið þá leið að veita þeim sem búa í nyrstu hér- uðum landsins eins- konar dreifbýlisstyrk í formi skattaívilnana. Persónulega þá þykir mér ekki fráleitt að kanna hvort fara mætti einhverja slíka leið hér á landi. Eitt er víst og það er að sífelld þjón- ustuskerðing er ekki rétta leiðin til að viðhalda búsetu á lands- byggðinni. Nú berast fréttir af því að Pósturinn muni loka útibúum sínum á Flateyri og Bíldudal 1. nóvember næstkomandi. Þau stöðugildi sem þar með tapast skipta sköpum fyrir fjölskyldur viðkomandi starfsmanna. Sífelld þjónustuskerðing, hvort heldur er á sviði verslunar, banka og póst- þjónustu eða heilsugæslu, er ekki bjóðandi íbúum þessara staða. En umfram allt verður að tryggja að öflugt og fjölbreytt at- vinnulíf á hverjum stað fái að dafna sem best. Óöryggið og at- vinnubresturinn sem núverandi kvótakerfi býr til í gegnum fram- sal kvóta hefur ýtt undir brott- flutning af landsbyggðinni. Taka verður mið af byggðasjónarmiðum en ekki aðeins markaðsaðstæðum við breytingar á kvótakerfinu. Mikilvægt er að auðlindarentan verði notuð til að efla starfsemi tengda sjávarútvegi og landbúnaði til að fjölga störfum á landsbyggð- inni. Ennfremur skiptir máli að ungu fólki, sem heldur til náms og hefur hug á að snúa heim aftur að námi loknu, standi til boða störf sem hæfa menntun þess og áhuga- sviði þegar komið er heim aftur. Þar geta stjórnvöld svo sann- arlega veitt aðstoð. Samstaða, flokkur lýðræðis og velferðar, vill í auknum mæli færa starfsemi hins opinbera til sveitar- félaga og landshlutasamtaka og koma á þriðja stjórnsýslustiginu með svæðisþingum til að efla vald- dreifingu og draga úr miðstýr- ingu. Þessum aðilum verði tryggð- ir nauðsynlegir tekjustofnar vegna fjölgunar verkefna. Einnig segir í grundvallarstefnuskrá Samstöðu að tekjur af auðlindum og svæð- isbundinni starfsemi skuli renna í meira mæli til samneyslu og upp- byggingar á viðkomandi svæði. Ég tel það engu þjóðfélagi hollt að breytast í borgríki á meðan dreifðar byggðir landsins standa fyrst og fremst sem minnisvarði um það líf sem var þar áður. Landsbyggð í blóma Eftir Þollý Rósmunds »Mikilvægt er að auð- lindarentan verði notuð til að efla starf- semi tengda sjávar- útvegi og landbúnaði til að fjölga störfum á landsbyggðinni. Þollý Rósmunds Höfundur er félagi í Samstöðu, flokki lýðræðis og velferðar. Landssöfnun Rauða krossins Göngum til góðs fer fram á morgun, laug- ardaginn 6. október. Göngum til góðs er umfangsmesta fjár- öflun Rauða krossins og sú mikilvægasta þar sem leitað er til allra landsmanna um aðstoð við að bæta líf barna í neyð víða um heim. Að venju óskar Rauði krossinn ekki einungis eftir fjárframlögum þeirra sem vilja styrkja gott mál- efni heldur biðjum við fólk um að ganga til liðs við okkur með virk- um hætti og ganga með söfn- unarbauka í hús. Markið er sett hátt því takmarkið er að ná til allra heimila á landinu. Reynslan sýnir að það er hægt, takist okk- ur að virkja 3.000 sjálfboðaliða eina dagstund. Þetta er það sem gerir Göng- um til góðs frábrugðna öðrum söfnunum sem Rauði krossinn efnir til. Með þessum hætti gefst öllu fólki í landinu tækifæri til að gefa af sér, ekki einungis með því að gefa fé heldur einnig með því að sameinast um eitt málefni og ganga í þágu þeirra sem búa við mun krappari kjör en þekkjast í íslensku þjóðfélagi. Landssöfnunin Göngum til góðs er haldin annað hvert ár. Í ár verður gengið til góðs fyrir börn í neyð. Meðal þeirra sem njóta góðs af verkefnum Rauða kross- ins eru börn í Afríku, á Haítí, í Palestínu og í Hvíta Rússlandi. Söfnunarféð gerir Rauða kross- inum meðal annars kleift að:  Hjúkra lífshættulega van- nærðu barni til heilbrigðis (1.500 kr. framlag)  Veita fjölskyldu á hamfara- svæði efni til skýlisgerðar (3.000 kr. framlag)  Gefa tvö hundruð máltíðir á hungursvæði í Afríku (5.000 kr. framlag) Allt fé sem safnast í Göngum til góðs í ár rennur til þessara verkefna. Þetta þýðir ekki að Rauði krossinn verji minna fé heima- fyrir, því um 75% alls fjármagns félagsins er varið til innanlands- starfs. En þetta þýðir að við get- um tekið þátt í að gera heiminn að betri stað með því að gefa af okkur hvort sem við göngum í klukkustund í þágu Rauða kross- ins eða tökum vel á móti göngufólki og gefum í söfnunarbauk- ana. Ég hvet því alla sem geta að svara kalli Rauða krossins og gerast sjálf- boðaliðar um stund og kynnast því hlýja við- móti sem söfnunarfólk okkar finnur fyrir um allt land þegar bankað er upp á með söfn- unarbaukinn. Þið getið fundið söfnunarstöð til að mæta á í ykkar hverfi á raudi- krossinn.is. Gerum góðverk, göngum til góðs og bætum líf barna um allan heim. Göngum til góðs laugardaginn 6. okt. Eftir Önnu Stefánsdóttur Anna Stefánsdóttir »Ég hvet því alla sem geta að svara kalli Rauða krossins og ger- ast sjálfboðaliðar um stund nú á laugardag- inn. Höfundur er formaður Rauða kross- ins á Íslandi. Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150 60 ára reynsla á Íslandi George Foreman vinsælu heilsugrillin komin í verslanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.