Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.10.2012, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2012 Skuggarnir lengjast Nú þegar veturinn nálgast óðfluga, dagurinn styttist og skuggarnir lengjast skarta trén í görðunum sínu fegursta og eru mikið augnayndi í haustlitunum. Ómar Hvað myndi gerast í Noregi ef fjármálaráð- herra í ríkisstjórn Jens Stoltenbergs hefði heima og erlendis lýst því yfir að norska krónan væri skað- leg norskum hagsmunum og ónýtur gjaldmiðill? For- sætisráðherrann hefði um- svifalaust sett viðkomandi ráðherra af fyrir sólarlag. Hvað myndi gerast í Nor- egi ef Stoltenberg sjálfur færi háðsorðum um norsku krónuna? Norska Stórþingið myndi setja hann af samdægurs. Hvað myndi gerast í Þýskalandi ef fjármálaráðherra í rík- isstjórn Angelu Markel segði framtíð evrunnar brostna? Sá hinn sami tæki einnig pokann sinn. Þetta er lýsing á þjóðarhagsmunum sem á Íslandi eru hafðir að engu. Allir ábyrgir stjórnmálamenn tala einfald- lega ekki niður sinn gjaldmiðil, það jaðr- ar við landráð. Gjaldmiðillinn ríkir á meðan hann ríkir og æðstu menn stjórn- kerfisins verja hann meðan stætt er. Hér á Íslandi þykir ekkert athugavert við það að ráðherrar og sérstaklega samfylkingarráðherrar, bæði forsætis- ráðherra landsins Jóhanna Sigurð- ardóttir og nú fjármálaráðherrarnir Oddný Harðardóttir og Katrín Júl- íusdóttir, fari í fjölmiðla og fordæmi krónuna og segi gjaldmiðilinn ónýtan. Þetta gera þeir einnig Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra og Árni Páll Árnason formannsefni, það gerði einnig Björgvin Sigurðsson. Þessi ,,snilld- arviðtöl“ þessara ráðherra eru síðan tí- unduð í sterkum fjölmiðlum um allan heim og skaða hagsmuni íslensku þjóð- arinnar. Krónan og Snati á Eyri Gjaldmiðill gegnir stóru hlutverki í sjálfstæði þjóðar og er mælikvarði á lífs- kjör. Hann fellur og er jafnvel talaður niður og þá skerðast lífskjör. Hér á landi hefur krónan verið hagstjórnartæki eins og atvinnuleysið er í ESB-löndum evr- unnar. Erlendir fræðimenn telja að krónan hafi m.a. bjargað því sem bjarg- að varð hér í hruninu. Og margir öfunda okkur í ESB og telja landið vera að komast út úr vandræðunum þess vegna. Krónan er í huga ráðherra Samfylking- arinnar eins og Snati Jóns á Eyri, hvað sem Snati stóð sig vel í smalamennskunni spark- aði Jón í garminn. Bölvuð krónan segja kratarnir og einblína á evru sem er að kirkja margar þjóðir ESB. Hvar væri Ísland statt ef evra hefði verið okkar gjaldmiðill 2008? Við skulum hugsa til Ír- lands, Spánar, Ítalíu eða Grikklands. Hinsvegar ef fjórir menn sitja á sama bekk og ræða ástandið eftir hrunið þar sæti t.d. Íslendingur, Spánverji, Grikki og Íri, þá bölva þrír þeir síðarnefndu evrunni og öfunda Ís- lendinga sem eru sagðir eiga að þakka eigin mynt að landið rís betur og hraðar en önnur lönd. Ég kalla eftir ábyrgð og sterkara fræðamannasamfélagi þar sem prófessorar eru ekki í þjónustu við flokkana eða í pólitík. Ég kalla á að orð- ræða ráðherranna um krónuna verði metin til skaðabóta. ESB-veiki Samfylk- ingarinnar gerir það að verkum að þeir eiga eitt mál og svífast einskis í áróðri sínum. Hin íslenska leið dugði Mig minnir að Steingrímur J. Sigfús- son hafi verið að bjóða ESB-þjóðum að- stoð og hina íslensku leið fyrir skömmu. Hvað ætlaði Steingrímur að kenna þeim? Hann hlyti þar að hafa talað gegn Samfylkingunni og örugglega talið að gæfa okkar væri sú að vera ekki með evru heldur eigin mynt. Hafa getað sett neyðarlögin í hruninu og þar með bjarg- að sparifé landsmanna og hoggið burt skuldir óreiðumanna eins og gert var hér 2008. Við settum glórulausa einka- banka sem höfðu gert í bólið sitt í gjald- þrot í staðinn fyrir að Ísland væri sett í gjaldþrot. Eftir Guðna Ágústsson » Gjaldmiðill gegnir stóru hlutverki í sjálf- stæði þjóðar og er mæli- kvarði á lífskjör. Hann fellur og er jafnvel talaður niður og þá skerðast lífs- kjör. Guðni Ágústsson Höfundur er fyrrv. landbún- aðarráðherra. Ráðherra yrði um- svifalaust settur af „Staðan er miklu betri en ég bjóst við,“ sagði Guðbjartur Hannesson velferð- arráðherra þegar skýrsla Stefáns Ólafs- sonar prófessors um „skuldabyrði, fjárhags- þrengingar og stöðu láglaunafólks“ var kynnt í lok september. Ekki veit ég hverjar voru væntingar ráðherrans. En mér þykir rétt að taka þrjú dæmi til skýringar á því að grein mín ber yfirskriftina „aldrað fólk í fátækt- argildru“. Fyrst ber ég saman tvo ein- staklinga. Annar þeirra hefur eng- ar tekjur sér til framfærslu nema frá Tryggingastofnun ríkisins. Þær nema 203.005 kr. á mánuði. Af þeim greiðir hann 29.270 kr. í skatta og á þá eftir sér til fram- færslu 173.735 kr. á mánuði. Hinn einstaklingurinn fær 50 þús. kr. greiðslur á mánuði frá líf- eyrissjóðum, sem veldur því að greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins lækka um nákvæmlega sömu fjárhæð eða úr 203.005 kr. í 150.003 kr. Ríkið tekur allan líf- eyrissjóðinn til sín og einstakling- urinn situr eftir fastur í fátækt- argildrunni. Í næsta dæmi er reiknað með því að einstaklingurinn hafi 80 þús. kr. í lífeyrissjóðstekjur á mánuði. Við það lækka greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins úr 203.005 kr. í 125.900 kr. Þannig nær ríkið 78.186. kr. af þessum 80 þús. kr. en einstaklingurinn fær 1.814 kr í sinn hlut sem dugir fyrir einum Tomma-hamborgara og varla það. Í þriðja dæminu eru teknir tveir einstaklingar, sem engar greiðslur fá úr lífeyrissjóðum. Annar þeirra hefur 50 þús. kr. í atvinnutekjur á mánuði. Hann ber úr býtum 178.654 kr. eftir skatt í staðinn fyrir 173.735 kr. Af þessum 50 þús. kr. fær hann með öðrum orðum 4.919 kr. en ríkið tekur til sín 45.081 kr. eða ríflega 90%. Næst gef ég mér að einstakling- móti okkur á Laugaveginum bjó fátæk kona öldruð með dóttursyni sínum og komst af með því að skúra gólf og fékk að halda þeim peningum sem hún vann sér inn, óskiptum. Í dag yrðu þeir allir teknir af henni samkvæmt form- úlu hins skandínavíska, kratíska velferðarkerfis. Um þetta allt er Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra full- kunnugt. Með engu fylgdist hún betur en því sem kallað er „fram- færsluviðmið“ á hagstofumáli og enginn talaði oftar en hún um hug- takið „undir fátæktarmörkum“ þau 22 ár sem við vorum saman á þingi og hún var ekki ráðherra heldur óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu. En orðaforðinn breyttist um leið og hún varð ráð- herra, sérstaklega forsætisráð- herra. Eitt haggaðist þó ekki – áhuginn á því að skerða bætur Tryggingastofnunar ríkisins og þyngja skattaálögur sem hvort tveggja bitnar að síðustu sárast á þeim, sem minnst mega sín og eru „undir fátæktarmörkum“ hvernig svo sem það hugtak er skilgreint. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur rís undir þeim vænt- ingum að vera hrein vinstristjórn. Raunveruleg lífskjör mikils hluta þjóðarinnar hafa versnað og munu halda áfram að versna á næsta ári og fátæktargildran þrengjast harðar að þeim, sem þar hafa lokast inni. Þetta var fyrirséð. En ég hafði ekki búist við því að hinir öldruðu yrðu valdir sem skotskífa vinstristjórnar Jóhönnu Sigurð- ardóttur – að þeim fátækustu í þeirra hópi yrðu allar bjargir bannaðar. Og velferðarráðherr- ann lítur yfir sviðið og segir: „Staðan er miklu betri en ég bjóst við! “ urinn hafi 80 þús. kr. í atvinnutekjur á mánuði. Þá yrði hlutur hans 12.765 kr. en ríkið tæki til sín 67.235 kr. Þetta er mikil talnaþula en von- andi þannig upp sett að hún sé auð- skilin hverjum og einum. Og hún leggur það á borð- ið að þetta er op- inber stuldur vinstristjórnar Jóhönnu Sigurð- ardóttur frá gömlu fólki. Þessi stóru orð mín mættu vel verða Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til umhugsunar. Ég þykist þekkja skoðanir hennar út í hörgul eftir að hafa setið með henni á þingi tæpa þrjá áratugi og í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar í þrjú ár. Þessi þrjú ár urðu okkur báðum mikill reynslutími. Sam- ráðherrar hennar úr Alþýðu- flokknum fóru ekki leynt með óbeit sína á því sem þeir kölluðu óbilgirni Jóhönnu sem leiddi til grófra orðaskipta og að síðustu hrökklaðist Jóhanna úr rík- isstjórninni. Ágreiningur okkar Jóhönnu snerist fyrst og fremst um þessa áráttu hennar og hinna kratanna í ríkisstjórninni að halda að öllu réttlæti yrði fullnægt með því einu að tekjutengja hvaðeina þangað til einstaklingurinn bæri ekkert úr býtum. Og nú hefur Jóhanna verið forsætisráðherra í nær fjögur ár og náð fram sínum skerðingum. Niðurstaðan var fyrirséð: Þeir fá- tækustu festust í fátæktargildr- unni. Þegar Geir H. Haarde var for- sætisráðherra náðist það gamla baráttumál okkar sjálfstæð- ismanna loksins fram að þeir sem náð hefðu sjötíu ára aldri mættu vinna sér inn tekjur án þess að greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins skertust. Þetta var mikil réttarbót og raunar mann- úðarmál. Sjálfsbjargarhvötin er næst móðurástinni ríkasta hvöt mannsins um leið og hún er for- senda alls lífs á jörðinni. Mér er það í barnsminni að í risíbúð á Eftir Halldór Blöndal »En ég hafði ekki búist við því að hinir öldruðu yrðu valdir sem skotskífa. Halldór Blöndal Höfundur er formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Aldrað fólk í fátæktargildru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.