Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 4. N Ó V E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  276. tölublað  100. árgangur  JÓLABLAÐIÐ JÓLATRÉ, LAUFABRAUÐ, KONFEKT, PIPARKÖKUHÚS, VILLI- BRÁÐ, GAMLAR HEFÐIR, JÓLABÆKUR, HÁTÍÐARKRANSAR, JÓLAMYNDIR OG MARGT FLEIRA Í 128 SÍÐNA AUKABLAÐI Morgunblaðið/Þorkell Kúluskítur Sýnishorn úr Mývatni.  Teppi grænþörunga, sem var á stórum svæðum á botni Mývatns virðist vera að hverfa. Sömu sögu er að segja af kúluskít, sem er eitt vaxtarform grænþörungs í vatninu, og var friðaður fyrir sex árum. Þar sem kúlurnar voru áður í breiðum og töldust margar milljónir er nú áætlað að aðeins séu nokkur þús- und. Árni Einarsson líffræðingur seg- ir að þessi breyting sé hluti af lang- tímaþróun. Sveiflur í lífríkinu í og við Mý- vatn með toppum og botnum á sjö ára fresti eru ekki nýjar af nálinni. Lægðirnar hafa hins vegar orðið dýpri á síðustu árum, og erfiðari fyrir bleikju og þær fjölmörgu andategundir sem er að finna á Mý- vatni. »18, 20 Teppi grænþörunga og kúluskítur að hverfa í Mývatni Meira af seðlum í umferð » Magn seðla og myntar í um- ferð þykir vísbending um svarta atvinnustarfsemi en það var 37 milljarðar í sept- ember. » Það var 34,3 milljarðar í september 2011 og 27 millj- arðar í september 2010. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þetta lýsir siðleysi. Menn eru að skjóta sér undan því að standa undir þeim skuldbindingum sem gert er ráð fyrir að þeir sem stunda atvinnu- starfsemi standi við,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmda- stjóri Alþýðusambands Íslands. Tilefnið er rannsókn ASÍ á kennitöluflakki og afleiðingum þess fyrir launþega og birgja. Creditinfo tók saman tölur fyrir ASÍ en þær sýna að kröfum að and- virði 280,8 milljörðum króna var lýst í þrotabú á tímabilinu frá 1. mars 2011 til 1. mars 2012. Fengu kröfu- hafar þar af aðeins 6,7 milljarða, eða 2,39%, upp í kröfur í þrotabúin. Viðskiptasiðferðinu áfátt Halldór telur þessar tölur vitna um að siðferði margra íslenskra at- hafnamanna sé áfátt. Þeir hreinsi verðmæti út úr fyrirtækjum og skilji skuldir eftir. Hann tekur fram að þetta eigi ekki við um öll þrotabúin. Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri segir undanskot með kennitöluflakki mikið vandamál. „Við teljum að þetta sé eitt af stærri vandamálum í skattafram- kvæmdinni og að það skorti nægj- anleg verkfæri til þess að taka á þessu. Það skapar vanda þegar fólk í atvinnurekstri skilur skuldir eftir í eignalausu félagi og kemur sér und- an greiðslu opinberra gjalda,“ segir Skúli Eggert. MTapaðar kröfur í búin »6 Töpuðu 274 milljörðum  Kröfuhafar í þrotabú fengu 2,39% upp í kröfur á 12 mánaða tímabili í fyrra  ASÍ segir menn ganga fram af siðleysi þegar þeir taka verðmæti út úr félögum Morgunblaðið/Ómar Byggingarvinna Ný byggingar- reglugerð tekur gildi um áramót. Byggingarkostnaður við dæmigert fjölbýlishús eykst að lágmarki um 10% þegar ný byggingarreglugerð tekur gildi um áramótin. Þetta er niðurstaða ráðgjafarstof- unnar Hannars sem vann athugun á því, fyrir Samtök iðnaðarins og Bú- seta, hvaða áhrif reglugerðin hefði haft á kostnað við byggingu íbúða á vegum Búseta í fjölbýlishúsi sem þegar er risið við Litlakrika í Mos- fellsbæ. Nýja reglugerðin kveður m.a. á um bætt aðgengi fatlaðra og betri einangrun húsa. Sérfræðingar Hannars litu til fjöl- margra þátta í greiningu sinni á áhrifum breytinganna, m.a. kostnað- ar vegna aukinnar einangrunar út- veggja, þaks og neðsta gólfs. „Þessi rannsókn leiðir í ljós að það verður að framlengja bráðabirgða- ákvæði í byggingarreglugerð sem leyfir að hanna tiltekinn hluta mann- virkis á grundvelli eldri reglugerð- ar,“ segir Friðrik Á. Ólafsson, for- stöðumaður hjá SI, um niðurstöðu ráðgjafarstofunnar Hannars. Friðrik telur reglugerðina of rót- tækt skref. »30 Íbúðir minnst 10% dýrari  Ný reglugerð of róttæk að mati Samtaka iðnaðarins Rjúpnaveiðimenn verða að nýta helgina til hins ýtrasta til að ná sér í jólamatinn því veiðitíma- bilinu lýkur eftir helgina. „Það er fín spá um helgina og fólk ætti að geta gengið nánast á öllu landinu,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís. Rjúpnaveiðitímabilið verður ekki lengt en Elvar lagði inn fyrirspurn þess efnis í um- hverfis- og auðlindaráðuneytinu. Slæmt veður hefur sett strik í reikninginn hjá veiðimönnum. Síðasta tækifærið til að ná sér í rjúpu í jólamatinn Morgunblaðið/Golli  „Fuglalífið hef- ur alveg gjör- breyst. Mikið af öndum með unga eins og var hér í sumar. Það er allt annað en var upp á fuglalífið til að gera,“ sagði Jóhann Jónsson, bóndi í Mjóanesi við Þingvallavatn, um breytinguna á lífríkinu eftir að mink var nær út- rýmt við vatnið. Til þess var m.a. beitt minkasíum sem veiða minkinn allan ársins hring. »22 Mink nær útrýmt við Þingvallavatn Þingvellir Fjöl- skrúðugra fuglalíf. Ríkissaksóknari, Ákærenda- félag Íslands og lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins gagn- rýna frumvarp innanrík- isráðherra um hert skilyrði vegna símahlerana við rann- sókn sakamála. Í umsögn- um til Alþingis er því hald- ið fram að of langt sé gengið í að takmarka þessar heimildir lögreglu. „Eins og frumvarpið er úr garði gert er gengið of langt í því að takmarka heimildir lögreglunnar að óþörfu svo ekki fær sam- rýmst hagsmunum sam- félagsins um að lögreglu verði með góðu móti gert kleift að beita símahlustun og skyldum rannsóknarúrræðum í því skyni að upplýsa um alvarleg afbrot,“ segir í umsögn Jóns H.B. Snorrasonar, formanns stjórnar Ákærendafélagsins. Sigríður Friðjónsdóttir rík- issaksóknari lýsir efa- semdum um að heimildir til símahlustunar verði skýrari með því að skil- yrði til hlustunar verði ávallt að byggjast á að ríkir almannahags- munir eða einkahags- munir krefjist aðgerð- anna. omfr@mbl.is »26 Ákæruvaldið og lögreglan gera alvarlegar athugasemdir við símahlerunarfrumvarpið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.