Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 56

Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 ✝ Árni Gíslasonfæddist á Helluvaði 11. maí 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Húsa- vík 12. nóvember 2012. Árni var sonur Gísla Árnasonar frá Skútustöðum og Sigríðar Sig- urgeirsdóttur frá Helluvaði. Hann var elstur fjög- urra systkina en systur hans eru Auður, f. 10.12. 1925, Sólveig, f. 8.7. 1928, d. 23.8. 2012, og Þor- björg Sigríður, f. 27.11. 1930, d. 4.7. 1996. Árni kvæntist Idu Guðríði Þorgeirsdóttur, f. 15.2. 1929, d. 10.4. 1993. Börn þeirra eru 1) Gísli, f. 24.8. 1951, býr á Lax- árbakka. 2) Inga Margrét, fædd 29.9. 1958. Hún er gift Stefáni Tryggvasyni, f. 15.4. 1957, og búa þau á Þór- isstöðum á Sval- barðsströnd. Syn- ir þeirra eru Tryggvi Sturla, f. 11.7. 1982, Árni Steinar, f. 17.1. 1984, Þórir Steinn, f. 6.6. 1992, og Arnaldur Starri, f. 15.11. 1996. Dóttir Ingu og Þórodds Helgasonar er Jóhanna Seljan, f. 24.1. 1978, dóttir hennar er Álfheiður Ída Kjartansdóttir, f. 3.2. 2004. Útför Árna verður gerð frá Skútustaðakirkju í dag, 24. nóv- ember 2012, kl. 13. Afi var hreint út sagt yndisleg- ur maður. Það sem heillaði mig einna mest við afa þegar ég var yngri voru vasaljósin sem hann átti, sum geymdi hann ofan á ísskápn- um inni í eldhúsi og önnur frammi í geymslu. Ein minnisstæðasta ferð mín á Laxárbakka var þegar ég fékk að gista einn hjá afa og Gísla í fyrsta skipti. Afi spurði hvort ég vildi koma í göngutúr með sér og ég svaraði játandi. En mér fannst samt eitthvað skrítið að við ætluðum út að ganga í myrkrinu, en auðvitað hafði afi svar við því; vasaljósin sín. Svo við fórum fram í eldhús og náðum í stærsta vasaljósið ofan af ís- skápnum. Þegar við vorum komn- ir út kveikti afi á vasaljósinu og við gengum upp að fjárhúsum. Svo stóðum við þarna tveir, hann rétti mér vasaljósið og ég beindi því í átt að ánni. Því augnabliki þegar ég sá allar vegstikurnar glitra langt meðfram veginum gleymi ég aldrei, mér fannst það svo magnað að sjá. Allar heimsóknir á Laxár- bakka innihéldu að minnsta kosti eina skál af suðusúkkulaði og dökkum súkkulaðirúsínum og svo var alltaf konfekt í boði eftir mat- inn, hver ferð þangað var hálfgert ævintýri, alls staðar leyndust spennandi hlutir frá útlöndum eða faldar geymslur með alls kon- ar fjársjóðum. Ég veit að þegar ég verð afi sjálfur ætla ég að reyna að vera sem líkastur afa, vera jafn góður og ljúfur og hann var við okkur systkinin. Hann átti svo marga góði vini hann afi, allir sem hittu hann höfðu ekkert ann- að en góða hluti um hann að segja og ég veit að afi eignast enn fleiri vini uppi á himnum og hittir gamla vini sem eru farnir á undan honum. Ég er svo glaður að hafa kynnst þér afi, takk fyrir allar góðu stundirnar á Laxárbakka og á Þórisstöðum, takk fyrir alla fjólubláu og rauðu seðlana sem þú gafst mér þegar ég var lítill, takk fyrir alla konfektmolana eftir mat og fyrst og fremst; takk fyrir allt sem þú kenndir mér um lífið og kærleikann, það er ómetanlegur fjársjóður til að hafa með sér út í lífið. Arnaldur Starri Stefánsson. Fyrsta minningin sem ég á um þig er þegar við vorum á göngu milli húsanna heima í Mývatns- sveit og það marraði í snjónum því það var brunagaddur úti. Við leiddumst og mér fannst litla höndin mín hverfa inn í þína. Á þeirri stundu leið mér líkt og ekk- ert illt gæti nokkurn tímann hent mig. Mér hlotnaðist sú gæfa í líf- inu að vera þér samferða í 34 ár. Dóttir mín fékk að þekkja langafa sinn í átta ár. Ég er þakklát fyrir það en á sama tíma er hjarta mitt þrungið söknuði. Ég á þér svo margt að þakka. Þú ólst mig upp. Þú kenndir mér gömul og góð gildi. Þín vegna var ég læs og skrifandi áður en ég fór í skóla. Þú söngst með mér og kenndir mér ótal ljóð og kvæði. Varst ávallt til staðar ef eitthvað bjátaði á. Glaðlyndur og góður maður sem aldrei talaði illt um aðra. Þú bauðst af þér ein- staklega góðan þokka og hafðir svo skemmtilegan hlátur. Mér er minnisstætt þegar vin- kona mín kom með mér heim eina helgi að vetrarlagi. Dagurinn var vart liðinn þegar hún spurði: „Árni. Má ég ekki bara kalla þig afa?“ og þú svaraðir: „Jú jú heillin mín. Þú mátt það.“ Vinir mínir voru vinir þínir og þú varst þekkt- ur fyrir gestrisni og höfðinglegar móttökur. Æðruleysi þitt var líka einstakt. Eftir að amma dó spurði ég þig eitt sinn hvort þú værir ekki leiður yfir því að missa hana. Þú svaraðir: „Jú ég er það Hanna mín. En svona er lífið og við því er ekkert hægt að gera.“ Svo klapp- aðir þú mér á bakið og hélst áfram við þína iðju. Hélst áfram að lifa. Orð geta ekki lýst hve mikils virði þú varst mér. Það besta sem ég get gert er að ylja mér við minningarnar og kenna dóttur minni allt það góða sem þú kennd- ir mér. Fyrir skömmu heimsótti ég þig. Þú sast við eldhúsborðið og ég lagði höndina mína ofan á handarbak þitt. Hönd þín var styrk og hlý. Tilbúin að vernda mig frá öllu illu líkt og þegar ég var lítil. Þannig varst þú fram á síðasta dag, umhyggjusamur og hlýr. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig elsku afi minn. Jóhanna Seljan Þóroddsdóttir. Bjartar og fallegar myndir leita á hugann er ég minnist míns góða vinar Árna Gíslasonar á Laxárbakka í Mývatnssveit. Hann og eiginkona hans, Ída Þor- geirsdóttir, voru líkt og sveitin þeirra einstakar perlur sem geisl- aði af og gáfu manni svo einstak- lega mikið. Glaðværðin og fróð- leiksfýsnin ætíð í fyrirrúmi og ógleymanlegar þær stundir þegar setið var og spjallað um menn og málefni. Í faðmi þeirra hjóna ólst eldri dóttir mín upp við ást og hlýju og það besta atlæti sem nokkurt barn getur hugsað sér og fyrir það fæ ég seint fullþakkað. Ég veit að minningar hennar um æsku- og unglingsárin hjá afa og ömmu eru og verða henni dýr- mætt veganesti, svo oft hefur hún vitnað í skoðanir þeirra og breytni sem verðugt leiðarljós hverjum manni. Það hefur alltaf verið einstak- lega gott að koma að Laxárbakka. Fá að fara í veiðiferð með Árna upp á Másvatn þar sem kafari var notaður við veiðar undir ís eða taka þátt í heimaslátruninni suð- ur í fjárhúsum og setjast svo í eld- húsið að loknu góðu dagsverki og bragða á indælis saltreyð eða tað- reyktu hangikjöti úr reykkofan- um þar sem reykt var það besta hangikjöt sem ég hef fengið. Eitt sinn spurði ég Árna hvernig hann gerði pækilinn, ég vildi gjarnan læra þá töfrablöndu. Ég man að Árni brosti bara og sagði: „Ég geri bara eins og pabbi gerði,“ það var ekki verið að gera mikið úr hlutunum. Það er erfitt að sjá á eftir ljúflingi sem Árna en um leið er hægt að gleðjast yfir því hversu hraustur hann var alla tíð, kvikur og léttur í spori og með alla hluti á hreinu. Að leiðarlokum er þakklæti efst í huga. Elsku Hanna, Gísli, Inga og Stefán, við Hildur vottum ykkur samúð. Þóroddur Helgason. Það var alltaf gott að koma í sveitina til þín. Við borðuðum kjöt í karrí og grjónagraut sem þú eld- aðir. Ég fékk alltaf sykurmola eða súkkulaðirúsínur í skál þegar ég var í heimsókn. Stundum fékk ég að teikna myndir við skrifborðið þitt og þegar ég var lítil fórum við saman í fjárhúsin. Það var svo gaman þegar ég kom í Laxár- bakka í október og hitti þig og kis- una þína. Þú varst svo glaður með henni. Gísli leyfði mér að skíra hana Loppu og ég teiknaði stóra mynd af henni sem þú hengdir upp í eldhúsinu þínu. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið elsku langafi minn. Þín Ída. Það var bjart úti sem innra með okkur á fyrstu samfundum okkar og Árna. Við vorum komin til að vera við skírn sonardóttur okkar og dótt- urdóttur þeirra hjóna Árna og Ídu á fögrum sumardegi. Undur- fallegar fara þær um hug okkar minningamyndirnar frá Laxár- bakka þegar sómadrengurinn Árni Gíslason er kvaddur. Allt frá fyrstu stundu fundum við að í honum áttum við tryggan vin, al- úðin og vinarhlýjan vermdi hverju sinni og veitul gestrisnin og höfðingslundin voru einkennin alla tíð. Hann Árni var sannarlega trúr þegn sveitarinnar sinnar fögru, hann átti marga mæta hæfileika sem hann miðlaði af gleði og ljúf- lyndi til samferðafólksins, vinsæll og virtur á marga lund. Hann var góðbóndi sem lagði rækt við hið fjölþætta starf ræktandans, hvort sem var erjað við hina gróðurríku mold eða lagðprúðar kindur. Hann var afar laghentur, verk- maður góður og nostursamur, ef því var að skipta, og margt við- vikið átti hann fyrir sveitunga sína og ekki um verkalaun spurt. Hann var hinn ágætasti söng- maður, hafði hreimþýða og fal- lega rödd, söng enda lengi í kór- um, hann var um árabil eftirlitsmaður með miðlunarstífl- unum úr Mývatni í Laxá, fyrst fyrir Laxárvirkjun og síðar Landsvirkjun og sinnti því starfi af einstakri samvizkusemi í ára- tugi. En umfram allt var hann bóndi með sterkar rætur í þing- eyskri bændamenningu. Gæfa Árna fólst í yndislegri eiginkonu og tveim ágætum börnum og ekki má gleyma henni Jóhönnu okkar Seljan sem ólst upp hjá ömmu sinni og afa við ástríki mikið. Þau hjónin, hann og Ída hans, voru alltaf sem einn maður og hún ekki síður dugandi en hann, gesta- gangur ótrúlega mikill og öllum veitt vel af reisn og rausn. Þau voru enda alllengi með bænda- gistingu sem rómuð var. En gæfan varð of skammvinn, svo sorglegt sem það var þegar Ída hvarf inn í veröld óminnisins á ágætum aldri sem leiddi svo til aldurtila hennar á fáum árum. Þá sáum við bezt hvern mann Árni hafði til að bera í því hversu hann tókst á við sorg sína af æðruleysi svo mikils sem hann hafði misst eða eins og hann sagði: Lífið held- ur áfram þótt áfallið sé mikið. Við stöldrum á kveðjustund við mynd af hlaðinu á Laxárbakka fyrir fáum árum. Eftir að hafa kvatt okkur vatt þessi síungi og sviflétti maður sér á reiðhjólið sitt og veif- aði til okkar og brosti sínu yljandi brosi að skilnaði, er hann hjólaði á braut eins og unglingur væri. Hann var vorsins og gróandans vinur, söngsins síunga mál seiddi hann alla tíð, hann lagði hvar- vetna hinu góða lið, var veitandi í þess orðs sönnustu merkingu. Við sendum sonardóttur okkar og öllu hennar fólki okkar hjart- anlegustu samúðarkveðjur. Megi sú bjarta minningamynd áranna mörgu ylja og sefa á sorgarstund. Þar gekk lífsveginn traustur þegn og trúr, eigandi svo ágæta mann- kosti. Við söknum hans einlæg- lega. Blessuð sé sú birtuvermda minning. Jóhanna Þóroddsdóttir og Helgi Seljan. Afi minn spurði okkur barna- börnin oft eftirfarandi spurningar og hafði alltaf sama formála: „Þú hefur víða komið en segðu mér, hvar hefur þér þótt fallegast?“ Það varð víst oftast lítið um svör. Hann svaraði þá sjálfur og sagði: „Ég hef líka víða farið og margt séð en þó verð ég að segja að Mý- Árni Gíslason ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR, fyrrverandi formaður Verkakvennafélagsins Snótar, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi laugar- daginn 17. nóvember. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 27. nóvember kl 13.00. Sigurður Sigurðsson, Atli Sigurðsson, Harpa Njálsdóttir, Bjartey Sigurðardóttir, Gunnar Sigurðsson, Gylfi Sigurðsson, Guðrún Erlingsdóttir, Arnar Sigurðsson, Anna Elísabet Sæmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is útfararstjóri útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson útfararþjónusta G Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og bróðir, JÓN S.R. MAGNÚSSON frá Grímsey, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 18. nóvember, verður jarð- sunginn frá Ólafsfjarðarkirkju mánudaginn 26. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ólafsfjarðarkirkju. Ragna Kristín Karlsdóttir, Hulda Jónsdóttir, Aðalsteinn Friðþjófsson, Magnús Jónsson, Silvia Puttha, Hólmfríður Jónsdóttir, Gísli Jóhannsson, Helena Jónsdóttir, Vilhjálmur Sigurðsson, Rögnvaldur Jónsson, Björg Traustadóttir, Harpa Jónsdóttir, Magnús Ágústsson, barnabörn, barnabarnabörn, Sigmundur Magnússon, Bjarni Magnússon og Jórunn Magnúsdóttir. ✝ Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EYSTEINN ÁRNASON, Suðurlandsbraut 60, áður Suðurbyggð 11, Akureyri, sem lést þriðjudaginn 20. nóvember, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 27. nóvember kl. 13.00. Í stað blóma og kransa er óskað eftir stuðningi við líknarfélög. Anna Valmundardóttir, Sigríður Eysteinsdóttir, Ómar Ólafsson, Ragna Eysteinsdóttir, Árni V. Þórsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri HALLDÓR JÓNSSON frá Garpsdal, Sólvangsvegi 2, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi miðvikudaginn 21. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Jóhann Magnús Hafliðason, Sigrún Kristinsdóttir, Guðrún Hafliðadóttir, Snorri Rafn Jóhannesson, Guðmundur Hafliðason, Guðrún Magnúsdóttir, Sigríður Friðgerður Hafliðadóttir, Kristján Kristjánsson, Hjálmfríður Hafliðadóttir, Guðbrandur Ingi Hermannsson, Einar Valgeir Hafliðason, Svandís Reynisdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI PÁLSSON, Höfða, Akranesi lést þriðjudaginn 13. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Kristín Gísladóttir, Baldur Gíslason, Erla Gísladóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, vinur okkar, bróðir og frændi, GUNNAR ÞÓRIR HANNESSON frá Hækingsdal í Kjós, andaðist á Sjúkrahúsinu á Ísafirði laugar- daginn 17. nóvember. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði föstudaginn 30. nóvember kl. 13.00. Guðrún Ásgeirsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn, systkini og frændsystkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.