Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Breytingar í Mývatni BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sveiflur í lífríkinu í og við Mývatn með toppum og botnum á sjö ára fresti eru ekki nýjar af nálinni. Hins vegar hafa lægðirnar á síðustu árum orðið harðdrægari en áður fyrir til dæmis silung í vatninu og hinar fjöl- mörgu andategundir sem þar er að finna. Önnur hlið lífsins í Mývatni er síðan hnignun kúluskítsins, en þar er talið að um langtímaþróun af öðr- um toga sé að ræða. Nú er svo kom- ið að kúluskíturinn er nánast að hverfa úr Mývatni. Árni Einarsson, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrurannsókna- stöðvarinnar við Mývatn, hefur frá árinu 1975 rannsakað lífríkið í Mý- vatni. Hann segir að kúluskítnum hafi farið að hnigna fyrir um 20 ár- um og nú megi segja að hann sé nánast horfinn úr vatninu. Þar sem kúlurnar voru áður taldar í mörgum milljónum í stórum breiðum megi nú áætla að séu nokkur þúsund. Árni segir að vissulega sé miður að svona sé komið fyrir kúluskítn- um. Hins vegar sé önnur breyting á vistkerfinu í Mývatni mun stærri í sjálfu sér, en teppi grænþörunga, sem var á stórum svæðum á botni vatnsins, er einnig að hverfa. Sam- bærileg breyting hafi orðið mjög víða og sé í raun á heimsvísu. Stöðugt er unnið að rannsóknum í Mývatni og í sumar stóð meðal ann- ars til að nota dvergkafbát til að kanna kúluskítinn á botni vatsnsins. Til þess kom þó ekki að sögn Árna þar sem vatnið var tært á rann- sóknatímanum og hægt að sjá hvað var að gerast á botninum. Vaxa hratt við góð skilyrði „Niðurstaða rannsókna sumarsins er sú að kúluskíturinn, sem er eitt vaxtarform grænþörungs, er við það að hverfa úr vatninu,“ segir Árni. „Þetta er þróun sem fyrst varð vart fyrir um 20 árum. Í austanverðu vatninu var risastór flekkur, sem við höfðum ekki sérstakar áhyggjur af. Hann er nánast horfinn og hvarf í rauninni mjög hratt. Sömu sögu er að segja af flekk annars staðar í vatninu. Við fylgdumst mjög vel með þróuninni þar og fannst vera allt í lagi, en allt í einu gerðist eitt- hvað og hann er við það að hverfa. Ég fann þó einn flekk í sumar, sem virtist vera í lagi, en hann var raun mjög lítill.“ Árni segir að hugsanlega myndist kúlurnar á um fimm árum og þær geti vaxið mjög hratt við góð skil- yrði. Greinilegt sé að þeim hnigni Miklar sveiflur og breytt lífríki  Teppi grænþörunga á botni Mývatns að hverfa  Kúluskítnum hnignar hratt og kúlurnar sem áður voru taldar í mörgum milljónum eru nú nokkur þúsund  Lægðir síðustu ára erfiðar fyrir bleikjuna Ljósmynd/ Isamu Wakana Af sem áður var Breiða kúluskíts á botni í Syðri flóa Mývatns en kúluskítur er meðal sérstæðra fyrirbæra í náttúrunni og var friðaður á Íslandi árið 2006. Morgunblaðið/Styrmir Kári Vísindi Árni Einarsson líffræðingur hefur rannasakað lífríkið við Mývatn í hátt í fjörutíu ár og fylgst náið með breytingum á vistkerfinu. Í Syðriflóa og víðar í Mývatni eru grænþörungar áberandi. Um tvær tegundir er að ræða, og er önnur þeirra svonefndur vatnaskúfur. Sums staðar vex hann líkt og mosi á steinum. Einnig getur hann legið laus í smáhnoðrum á vatnsbotninum og myndað eins konar teppi yfir botninn. Loks getur hann myndað þéttar kúlur, sem geta orðið allt að 15 sentimetrar í þvermál. Það vaxtarform grænþörungsins er kallað kúluskítur og hefur hingað til fundist einkum á tveimur svæðum í Mývatni. Hann finnst m.a. einnig í Kringluvatni í Suður- Þingeyjarsýslu, en verður ekki eins stór. Kúluskítur er grænleitur og loð- inn og er í raun vefur hárfínna þráða sem vaxa út frá miðju og mynda þannig kúlulaga flóka. Hver kúla er sjálfstæð planta sem liggur laus frá botni vatnsins. Nafnið mun tengjast lífsbarátt- unni við vatnið og silungsveiðum Mývetninga, en sagt er að þeir nefni allt skít sem kemur í net þeirra og er ekki fiskur. Talið er að kúluskítur lifi ein- ungis á örfáum stöðum í heim- inum og aðallega í þremur stöðu- vötnum, þ.e. í Mývatni, í Akanvatni í Japan og einu vatni í Úkraínu. Kúluskítur var alfriðaður í Mývatni árið 2006 og komst þar með í flokk með nokkrum öðrum sjaldgæfum og sérstökum plöntum. Skrúðganga og dans Kúluskíturinn lifir góðu lífi í Ak- anvatni á Hokkaídó í Japan. Árni var þar í haust og segir að Jap- anir hafi gert ráðstafanir til að veita frárennsli húsa út af vatna- sviðinu með þeim árangri að vatn- ið hefur orðið tærara. Kúluskít- urinn hafi vaxið í kjölfarið, svo að nú eru þeir á stærð við fótbolta. Talið er að árlega heimsæki yfir hálf milljón ferðamanna gesta- stofu við Akanvatn til að sjá þör- ungana og fræðast um lifn- aðarhætti þeirra. Kúluskítnum er haldin sérstök hátíð í október með skrúðgöngu og dansi. Mý- vetningar tóku sér Japani að vissu leyti til fyrirmyndar og efndu til kúluskítshátíðar þrjú haust í röð. Grænleitur og loðinn bolti ÞRJÚ VAXTARFORM VATNASKÚFS Pílagrímsferð Sérfræðingarnir Árni Einarsson, Christian Boedeker og Isamu Wakana á Akanvatni. Þar dafnar kúluskíturinn vel og stærstu kúlurnar eru orðnar eins og fótbolti.  Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold 1992–2012 ÞorvaldurSkúlason ÞorvaldurSkúlason Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistaman- na svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. mánudaginn 26. nóvember, kl. 18 í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Verkin verða sýnd laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Listmunauppboð í Gallerí Fold
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.