Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 42

Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Fyrir skömmu var tilkynnt í þriðja sinn að ríkisstjórnin ætlaðiað veita peninga til að nýtt hús íslenskra fræða mætti rísa ánæstu árum. Fyrsta tilkynning um þessa byggingu barsteftir að við seldum símann fyrir liðlega 66 milljarða árið 2005. Einn þeirra milljarða skyldi nota í þetta hús sem yrði tilbúið á 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar fyrir liðlega einu ári. Eins og lands- menn muna fundust þessir milljarðar hvergi þegar til átti að taka. Hið ánægjulega við hið langa og ítrekaða tilkynningaferli er þó að það lýsir einlægum vilja stjórnvalda að gera vel við íslensk fræði. Allir gömlu flokkarnir hafa nú staðið að yfirlýsingunum, sem gefur fyrirheit um að þær muni raunverulega ganga eftir. Í nýja húsinu verður safnað saman þeim sem fást við íslensk fræði að fornu og nýju í Árnastofnun og íslenskudeild Háskólans; kennsla, rannsóknir, Árna- safn, sýningar og aðstaða fyrir íslenska málnefnd og gestafræðimenn verður undir einu þaki og með sömu kaffistofu. Með svo glæsilegri umgjörð um fjöreggið í menn- ingarlífi landsmanna ætti öllu að verða eins vel fyrir komið og hugsast getur. Á ytra borði að minnsta kosti. Samt varð ég hugsi þegar ég horfði á Útsvar í Sjónvarpinu um daginn. Þar voru bæði lið frábærlega vel að sér um ólíklegustu mál – en götuðu á spurningu um hvar Nið- arós væri í Noregi. Við öll sem væntum þess að flytja í hús íslenskra fræða myndum telja slíka spurningu í sama styrkleikaflokki og „hvers son var Ingólfur Arnarson?“ Hingað til hefur ekki annað hvarflað að okkur en allir landsmenn þekki söguna af því þegar Kjartan Ólafsson fór til sunds á ána Nið í Laxdælu og þeir Ólafur Tryggvason Nor- egskonungur kaffærðu hvor annan – sem endaði með gagnkvæmri hrifningu svo Kjartan ákvað að taka þá kristnu trú sem Ólafur boðaði Þrændum. Svolítið eins og ef Íslands besti sonur færi nú að synda í Po- tomac-ánni í Washington og rækist þar á Obama forseta á svamli und- an Hvíta húsinu og þeir færu að fljúgast á sem endaði með því að Ís- lendingurinn kæmi heim sannfærður sósíalisti. Mér fannst allt í einu eins og við sem létum okkur íslensk fræði nokkru varða værum öll að safnast saman í eina byggingu og svo yrði hægt að skella í lás og henda lyklinum – en landsmenn og ríkisstjórnir gætu andað léttar; þau hefðu gert allt sem í þeirra valdi stæði til að tryggja okkur góðan aðbúnað og þyrftu ekki að hafa áhyggjur af ís- lenskunni meir. En það er lítið gagn að því að gera vel við hina efn- islegu umgjörð fræðanna ef við sofnum á verðinum að viðhalda áhuga og þekkingu almennings á sögum, fræðum og tungutaki. El ín Es th er Málið FRÆÐ A- SETUR ÍSLENSK FRÆÐI • PYLSURÍSLENSK FRÆÐI • PYLSUR ÍSLENSKUDEILD HÍ • VÍFILFELL ÁRNASTOFNUN • SS • ÁRNA- SAFN • ÍSLENSKMÁLNEFND Ég hélt að planið væri að hafa þetta miklu stærra? Já, en þetta er stutt frá Hörpunni. Hún er stór. Niðarós og íslensk fræði Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Það var ekki óalgengt upp úr miðri síðustuöld, að menntaskólanemar sem höfðu áhugaá stjórnmálum kæmu við á þingpöllum aðskóladegi loknum, sem var um svipað leyti og þingfundir voru settir. Gömul minning frá slíkri heimsókn á þingpalla leitaði á mig í fyrradag, fimmtudag, þar sem ég sat á óvenjulega líflegri af- mælisráðstefnu Sjómannadagsráðs, sem haldin var í tilefni af því að 75 ár eru liðin frá stofnun þess. Ólafur Thors kom í ræðustól og flutti frumvarp til laga um að heimila Dvalarheimili aldraðra sjómanna rekstur happdrættis. Hann fór fögrum orðum um íslenzka sjómenn og ræðan festist í huga mér. Þetta var fyrir 58 árum. Í fyrradag lýsti ég þeirri skoðun á 75 ára afmæl- isráðstefnu Sjómannadagsráðs að tími væri kominn til að brjóta blað í samskiptum samfélagsins við þann afmarkaða hóp þjóðfélagsþegna sem ganga undir samheitinu aldraðir. Þeim hefur lengi verið ætlað, með löggjöf, kjarasamningum og annars konar til- skipunum, að draga sig í hlé í síðasta lagi sjötugir en hafa til þess heimild 67 ára og jafnvel 65 ára og í vissum til- vikum fyrr. Gegn því að hafa hægt um sig hefur þessum hópi verið heitið margvíslegum fríð- indum. Ég borga t.d. 150 krónur í Sundlaug Kópavogs en næsti maður 500 krónur. Þetta er orðið úrelt fyr- irkomulag. Þjóðfélagsþróunin hefur leitt til þess. Heilsuvernd hefur fleygt fram. Fólk lifir lengur og það nýtur betri heilsu en áður. Sjötugur fullfrískur maður, karl eða kona, hefur fullt starfsþrek í dag og getur haldið áfram að leggja sitt til samfélagsins með margvíslegum störfum. Og það sem meira er: samfélagið hefur ekki lengur efni á að senda þennan starfskraft heim í helgan stein. Þetta á ekki bara við um Ísland. Þetta á við um öll Vesturlönd. Það er engin tilviljun, að kjarnaatriði í aðhaldsaðgerðum ríkja í Suður-Evrópu og Mið- Evrópu er hækkun eftirlaunaaldurs og lækkun líf- eyris. Þjóðfélögin hafa ekki lengur efni á því að svo stór hópur þegnanna sitji heima. Eftir um aldarfjórð- ung verða 2-3 vinnandi menn á hvern Íslending sem er orðinn 65 ára og eldri. En fleira kemur til en fjárhagsleg sjónarmið ein. Þjóðfélagið fer á mis við samansafnaða lífsreynslu og þroska stórs hóps þegnanna sem reynsla síðustu ára bendir til að það þurfi sennilega á að halda í ríkara mæli en við höfum viljað viðurkenna. Við erum lítið farin að leita að hinum dýpri ástæðum hrunsins. Að hluta til kom návígið í íslenzku samfélagi þar við sögu en getur verið að ungæðisháttur, skortur á lífs- reynslu og eins konar ofurhroki (hubris) hafi þar líka átt hlut að máli? Í fyrradag var mér sögð saga af gömlum spari- sjóðsstjóra á Suðurnesjum, sem á velmegunar- árunum fyrir hrun varaði við því sem var að gerast í hans gömlu stofnun. Á hann var ekki hlustað og um hann var sagt: Hann er orðinn gamall og ekkert að marka það sem hann er að segja. Svo kom í ljós, að gamli sparisjóðsstjórinn reyndist hafa haft lög að mæla. Er hugsanlegt að við höfum fært landstjórnina í of ríkum mæli í hendur ungs fólks sem skortir lífsreynslu og yfirsýn? Það er óskráð regla, að hér fara menn ekki í framboð til þings eftir sjötugt. Konrad Adenauer var 73 ára, þegar hann varð kanslari Vestur-Þýzkalands eftir stríð og 87 ára þegar hann lét af því embætti. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sat afmæl- isráðstefnu Sjómannadagsráðs á fimmtudag. Hann hafði orð á því við okkur Guðmund Hallvarðsson, for- mann Sjómannadagsráðs, eftir ráðstefnuna, að þing- menn á Bandaríkjaþingi næðu býsna háum aldri og hið sama ætti við um fjölmiðlamenn þar vestra en margir hinna þekktustu þeirra eru komnir á slíkan aldur að hér mundu menn reka upp stór augu ef slíkir öld- ungar birtust á sjónvarps- skjánum sem þáttastjórnendur. Ég viðraði hugmyndir af þessu tagi á fundi hjá Félagi eldi borg- ara í Kópvogi fyrir ári. Mér kom á óvart hvað þeim var vel tekið. Ég útfærði þær frekar á afmælisráðstefnu Sjómannadagsráðs. Hið sama gerð- ist. Það var augljóslega jarðvegur fyrir þær meðal fundarmanna. Auðvitað verða skoðanir skiptar um stefnubreytingu af þessu tagi. Í henni felst ekki bara að þeir sem komn- ir eru á efri ár endurheimti eitthvað af sínum fyrri mannréttindum. Þeir verða líka að láta af hendi eitt- hvað af þeim sérréttindum, sem þeir hafa öðlast í skjóli þeirrar aðskilnaðarstefnu sem hér hefur ríkt gagnvart öldruðum. Þeir yrðu að borga 500 krónur í Sundlaug Kópavogs í staðinn fyrir 150 krónur. Margir þeirra sem komnir eru á efri ár þurfa á margvíslegri samfélagslegri þjónustu að halda. Það á við um fleiri. Það á líka við um yngra fólk sem þjáist af alvarlegum sjúkdómum eða á við önnur vandamál að stríða. Þeim mun minni kostnað sem samfélagið ber af svonefndum öldruðum, sem eru fullfrískir, þeim mun betri þjónustu er hægt að veita hinum, bæði ungum og öldnum, sem á henni þurfa að halda. Við sem samfélag eigum að skera upp herör gegn því ríkjandi viðhorfi að sá sem kominn er fram yfir ákveðin aldursmörk sé þar með réttdæmdur úr leik. Þetta er þáttur í jafnréttisbaráttunni, sem lítið hefur farið fyrir en á jafn mikinn rétt á sér eins og önnur bar- áttumál á sviði almennra mannréttinda. En það skal tekið fram, að mér er ljóst að einhvers staðar verður sagt vegna þessarar greinar: Hann er orðinn gamall og við þurfum ekki að hlusta á svona tal! Aðskilnaðarstefnan og aldraðir Vesturlandaþjóðir hafa ekki lengur efni á að koma fjöl- mennum þjóðfélagshópum fyrir í helgum steini Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Fyrir nokkru hélt ég því hérfram, að munurinn á ensku og bandarísku byltingunum annars vegar og frönsku og rússnesku byltingunum hins vegar væri, að hinar fyrrnefndu hefðu heppnast, en hinar síðarnefndu ekki. Örn Ólafsson bókmenntafræðingur and- mælti mér um frönsku byltinguna. Þar hefði yfirstéttin verið svipt for- réttindum sínum. Örn horfir fram hjá því, að sums staðar hefur tekist að afnema forréttindi án teljandi blóðsúthellinga. Frönsku bylting- unni lauk hins vegar með ógn- arstjórn Maximiliens Robespierres og síðan valdaráni Napóleons Bo- napartes. Margt hefur hins vegar verið sögulegt sagt um frönsku bylting- una. Fræg eru til dæmis orð Ed- munds Burkes þegar árið 1790, fyr- ir daga ógnarstjórnarinnar: „In the groves of their academy, at the end of every vista, you see nothing but the gallows.“ Í skógarrjóðrum þess- ara skólaspekinga, alls staðar þar sem út fyrir sést, ber gálga við him- in. Spádómur Burkes rættist, nema hvað byltingarmennirnir tóku upp fljótvirkari aftökuvél en gálga, fall- öxina. Þegar ein byltingarkonan, frú Roland, var leidd á höggstokk- inn 8. nóvember 1793, var hún hvít- klædd og með sítt, svart hár, slegið. Hún sneri sér að styttu af frels- isgyðjunni og mælti: „Ô liberté! Ô li- berté! Que de crimes on commet en ton nom!“ Frelsi, ó, frelsi! Hversu margir glæpir hafa verið framdir í nafni þínu! Annar byltingarmaður, Pierre Vergniaud, sem einnig lét líf- ið á höggstokknum, sagði, að bylt- ingin æti börnin sín, og hefur oft ver- ið til þeirra orða verið vitnað síðan. Hannes Pétursson orti um leið drottningarinnar frönsku, Marie An- toinette, á aftökustaðinn: Er von hún skilji að allur þessi æsti óhreini lýður, þetta grimma vopn sem blikar þarna blóðugt, óseðjandi sem bölvað skrímsli, sáir dauða og kvöl sé hvítur draumur hugsuðanna, fram- tíð hollari betri og eina völ en hitt sem nú skal rifið upp með rót- um; hið rotna stjórnarfar og mikla böl sé hún sem yfir hópinn orðlaus starir hrein og föl. Hér áttu líka við orð Halldórs Kilj- ans Laxness í Kristnihaldi undir Jökli, þegar hann talaði um hina „hörundslausu tröllskessu Byltíngu sem vildi mannblót“. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Höggstokkur í stað gálga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.