Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 33
FRÉTTIR 33Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Verslunin Frú Lauga mun í desem- ber færa út kvíarnar og verður ný verslun opnuð í miðbæ Reykjavík- ur, en síðustu þrjú ár hafa hjónin Arnar Bjarnason og Rakel Hall- dórsdóttir rekið verslunina á Laugalæknum. Í samtali við mbl.is segir Rakel þau ekki hafa verið að leita mark- visst að nýju húsnæði, en að ákveðið hafi verið að slá til þegar húsnæðið á Óðinsgötu 1 bauðst þeim. „Fólk var alltaf að spyrja okkur hvort við færum ekki að opna búð niðri í bæ,“ segir Rakel um þá ákvörðun að mið- bærinn hafi verið valinn. Að hennar sögn er verslunin í gömlu hesthúsi, sem er ekki óviðeigandi þar sem Frú Lauga sérhæfir sig í vörum beint frá bændum. Hjá Frú Laugu fást aðallega íslenskar vörur sem Rakel segir að komi frá bændum vítt og breitt um landið. Þær eru allar náttúrulegar og margar hverj- ar komnar með lífræna vottun. Nánar á mbl.is. Frú Lauga opnuð við Óðinsgötu í desember Morgunblaðið/Kristinn Frú Lauga Eigendur verslunarinnar Frú Lauga, þau Arnar Bjarnason og Rakel Halldórsdóttir, með tveimur dætra sinna en þau hjón eiga fimm börn. 11 milljarða króna rekstrarhagn- aður varð fyrstu 9 mánuði ársins hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Í fréttatilkynningu segir að þessi árangur hafi styrkt verulega getu fyrirtækisins til að greiða af þeim miklum skuldum sem á rekstrinum hvíla. Samkvæmt 9 mánaða upp- gjöri 2012 var framlegðin 17,8 milljarðar króna og rekstrarhagn- aður EBITA 11 milljarðar króna á tímabilinu. Hlutfall milli fram- legðar frá rekstrinum og skulda sé nú orðið svipað og fyrir hrun. Ráðist hafi verið í og ráðist verði í margvíslegar aðgerðir sem miði að því að bæta sjóðstöðu fyrirtæk- isins um 50 milljarða króna til árs- loka 2016. Að loknum fyrstu níu mánuðum ársins 2012 sé árang- urinn um 1,2 milljörðum króna betri en gert var ráð fyrir. Að auki hafi heildaráhrif ytri þátta – vaxta, álverðs og gengis – reynst hagstæð- ari en ráð var fyrir gert. Eignasala hafi þó gengið hægar en ráð var fyrir gert. Hagnaður 11 milljarðar SAS kynnir 45 nýja áfangastaði fé- lagsins í gær. Flogið verður til flestra þeirra frá Noregi og verður opnað fyrir sölu til staðanna næst- komandi mánudag og þessar ferðir munu hefjast á næsta ári. Meðal þessara nýju áfangastaða eru sex nýir í Suður-Evrópu og San Fransisco í Bandaríkjunum, en þangað verður flogið sex sinnum í viku hverri. Fyrir fjórum dögum hékk fram- tíð SAS á bláþræði, en nú hyggjast forráðamenn félagsins heldur bet- ur færa út kvíarnar. Auk þessara nýju áfangastaða stendur til að selja eina milljón flugmiða með verulegum afslætti innan tíðar. SAS fjölgar áfangastöðum sínum um 45 Nóvembermánuður hefur verið líf- legur á hlutabréfamarkaði, sam- kvæmt Morgunkorni Íslandsbanka. Þar kemur fram að hlutabréf í Eim- skip hækkuðu um 5% fyrstu vikuna sem félagið var skráð á markaði. „Markaðsvirði hlutabréfa Eim- skips er rúmlega 43 ma.kr. sem ger- ir félagið að þriðja stærsta félaginu á markaði á eftir Marel og Össuri. Markaðsvirði hlutabréfa Marels er tæplega 97 ma.kr. og markaðsvirði bréfa Össurar er 82,3 ma.kr. Á heild- ina litið er markaðsvirði hlutabréfa þeirra 6 félaga sem eru potturinn og pannan á íslenskum hlutabréfa- markaði um þessar mundir 300 milljarðar. Það sem af er nóvember hefur Úr- valsvísitalan OMXI6 hækkað um 2%, en frá áramótum talið nemur hækkun vísitölunnar 9%. Nóvember líflegur í Kauphöll Morgunblaðið/Styrmir Kári Kauphöllin Nóvembermánuður hef- ur verið líflegur í Kauphöllinni.  Eimskip hækkaði um 5% fyrstu vikuna Seth Godin er einn helsti markaðsgúrú heimsins í dag, metsöluhöfundur og sannkölluð rokkstjarna í markaðsfræðunum. Í fyrirlestrinum fjallar hann um mikilvægi skapandi hugsunar í starfsemi fyrirtækja og hvernig hún getur gerbreytt viðskiptahugmyndum og viðskiptaháttum með undraverðum árangri. Auk Seth tala á ráðstefnunni Magnús Scheving, stofnandi og hugmyndasmiður Latabæjar og George Bryant, stofnandi Brooklyn Brothers. Fundastjóri: Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona Magnús Scheving George Bryant Þóra Arnórsdóttir Skráning og nánari upplýsingar á www.imark.is Það vill enginn markaðsmaður missa af þessu! #imark
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.