Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Jólagjafir sem gleðja www.sveinbjorg.is Sölustaðir Höfuðborgarsvæðið Epal Kraum Hrím Dúka Garðheimar 18 rauðar rósir Þjóðminjasafnið Hönnunarsafn Íslands Norræna húsið Valfoss Norðurland Svartfugl og hvítspói Pottar og prik Eymundsson Kista í Hofi Listfléttan Sirka Blómabúð Akureyrar Vogafjós Mývatni Vesturland Eymundsson Ísafirði @ Home Akranesi Austurland Krummakaup Neskaupsstað Húsgagnaval Höfn í Hornafirði Suðurland Motívo Selfossi Hrund Ólafsvík Enika Grindavík Póley Vestmannaeyjum Epal Flugstöð Leifs Eríkssonar NÝ VARA Krummateppi Þrotabú bank- anna hafa sérstök forréttindi, þau þurfa ekki að skila inn þeim gjaldeyri sem þau afla eins og allir aðrir lögaðilar á Íslandi. Þessi for- réttindi þarf að af- nema strax. Alþingi varð ekki við ósk Seðlabanka Íslands um afnám forréttinda þrotabúanna og tók út ákvæði um afnám þessara forréttinda í lögum sem voru sam- þykkt hinn 12. mars síðastliðin. Hvort sem þrotabú föllnu bank- anna verða gerð upp með slitum eða nauðasamningum þarf að afnema þessi forréttindi. Með því fæst það fram að þrotabúin verði gerð upp í íslenskum krónum eins og öll önnur þrotabú. Þrotabúin skili inn öllum gjaldeyri sem þau fái sem er áætlað að nemi um 1.800 milljörðum eða hærri upphæð ef heimtur verða góðar. Kröfuhafar fái greitt í krón- um inn á „innlenda gjaldeyrisreikn- inga“ og geti keypt gjaldeyri eins og aðrir eigendur „innlends gjaldeyris“ á 250 kr. evru, þessi verðmiðun hef- ur komið fram í gjaldeyrisútboðum SÍ. Ekki er hægt að draga það að koma á skilaskyldu og ákveða að skattleggja kröfueigendur því að slitastjórn Kaupþings hefur lagt fram beiðni til SÍ um samþykki fyr- ir nauðasamning. Fái þrotabúin að ráðstafa þessari upphæð sem er svipuð og verðmæti allra fasteigna í Reykjavík, myndi það færa yfirráð yfir mestöllum íslenskum atvinnurekstri til útlend- inga. Í grein eftir Tryggva Þór Herberts- son í Morgunblaðinu laugardaginn 17. nóv- ember eru þessari vá gerð góð skil. Á fundi hjá Við- skiptaráði föstudaginn 16. nóvember flutti Már Guðmundsson seðla- bankastjóri erindi þar sem hann birti samantekt sem staðfesti að snjóhengjan er hærri en áður hefur komið fram hjá SÍ. Már bjó til nýtt hugtak sem er „kvik snjóhengja“, það er að segja sá hluti snjóhengj- unnar sem er laus, um helmingur og myndi sennilega fara strax úr landi. Á fundi síðasta föstudag hjá Fé- lagi viðskiptafræðinga og hagfræð- inga ræddi Illugi Gunnarsson um snjóhengjuna, þar kom fram mat hans að erlendu kröfuhafarnir myndu sætta sig við allt að 40% af- föll. Um 2/3 af skuldum ríkissjóðs koma til vegna hrunsins og gjald- þrota bankanna. Eðlilegt er að skattleggja kröfuhafana til að taka sanngjarnan þátt í þessum kostnaði samfélagsins út af hruninu. Rétt er að taka það fram, fyrir þá sem hafa mikla samúð með erlendu vogunarsjóðunum sem eiga mest af kröfunum á þrotabú bankanna að vogunarsjóðirnir eru bandarískir og samkvæmt bandarískum lögum geta þeir dregið frá skatta sem þeir fengju á sig frá bandarískum skött- um á tekjum sínum á þessum ís- lenska snúningi sínum. Skattar lagðir á þessi viðskipti þeirra hér munu ekki kosta þá neitt, eða lítið miðað við hagnað þeirra. Í góðri grein í Fréttablaðinu laugardaginn 17. nóvember er fjallað um þessa aðila. Lagt er til eftirfarandi: Gera þrotabú gömlu bankanna eingöngu upp í íslenskum krónum, í formi „innlends gjaldeyris“, eins og lög um gjaldþrot kveða á um. Setja skilaskyldu á allan gjaldeyri sem þrotabú gömlu bankanna eignast. Skattleggja 20% (íslenska ríkið skattleggi sem útgönguskatt) allar þessar íslensku krónur sem eru í formi innlends gjaldeyris (bæði það sem kemur úr þrotabúunum og það sem var fyrir frá vaxtamuna- viðskiptunum). Greiða öllum eig- endum „innlends gjaldeyris“ í er- lendum gjaldeyri á viðmiðunargenginu fyrir evru 250 ísk. Gjaldþrota bankarnir eru ýmist búnir að greiða eða komnir vel á veg með að greiða forgangskröfur, allt í gjaldeyri. Nú er stutt í að þeir fari að greiða út fé til annarra kröfuhafa sinna. Miðað við þær til- lögur sem koma fram hér á undan fengju eigendur almennu krafnanna á þrotabú gömlu bankanna gert upp við sig með þeim gjaldeyri sem er til skiptanna frá þrotabúunum eða um 1.800 milljarða. Mismuninn um 1.000 milljarða, innlenda gjaldeyr- inn, fengi íslenska ríkið í formi skatta og gengishagnaðar. Það má alveg rökstyðja að íslenska ríkið fengi líka hluta af gjaldeyrinum. Gjaldþrot bankakerfisins kostaði ríkissjóð um 1.000 milljarða, ís- lenskt atvinnulíf og almenningur töpuðu verulegum upphæðum og fengu á sig um 40% verðbólguskot. Hluthafar gömlu bankanna töpuðu öllu hlutafénu og þeir sem lánuðu gömlu bönkunum fé tapa hluta af lánum sínum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ítrek- aði hinn 28. september í minn- isblaði, hve stórt vandamál snjó- hengjan væri. AGS benti á að það væri vont hve hægt hefði gengið að leysa þetta vandamál. AGS áréttaði þær tillögur sínar að gera upp allar kröfur í ISK, setja hátt gengi á þær evrur sem væru notaðar til að borga með þennan innlenda gjaldeyri auk þess að það væri kominn tími til að setja líka á útgönguskatt á þessar eignir í innlendum gjaldeyri. Reyndar leggur AGS til að eig- endum „innlends gjaldeyris“ sé borgað með löngum ríkisskulda- bréfum í evrum. Allar þessar að- gerðir væru skilyrði fyrir að það væri hægt að koma fjármálum rík- isins í ásættanlegt horf. Er ekki kominn tími til og rétt að fara að til- lögum AGS og vinna þetta út frá ís- lenskum hagsmunum? Annars sitj- um við uppi með alvarlegt vandamál sem er að gjaldeyristekjur okkar í framtíðinni munu aldrei duga til að borga þessar skuldir einkaaðila. Þrotabú bankanna og kvika snjóhengjan Eftir Holberg Másson Holberg Másson » Þrotabú bankanna eru með sérstök for- réttindi, þau þurfa ekki að skila inn þeim gjald- eyri sem þau afla. Þessi forréttindi þarf að af- nema strax. Höfundur er framkvæmdastjóri. Þrotabúin Eignir skilanefndanna, kröfur þeirra á innlenda og erlenda aðila og útgreiðslur þrota- búanna. Metið í október 2012 í kjölfar árshlutauppgjöra, byggt á kröfuhafaskrám. a) Innstæður í erlendum gjaldmiðlum. b) Hlutfall af þessum kröfum er á aðila sem hafa að hluta tekjur í FX en ekki allt, einhver þrýstingur á gengi. c) Nýjar aflandskrón- ur, þrýstingur á gengi. d) Óvíst hvort kröfuhafar skipti í ISK. e)Mögulegur þrýstingur á gengi, fer eftir því í hvaða gjaldmiðli er greitt fyrir eignarhlutina. Heimild: Seðlabanki Íslands Kröfur á innlenda aðila Kröfur á erlenda aðila Innlendir kröfuhafar Erlendir kröfuhafar Eignir föllnu bankanna 222 222 500 56 erl. innst.a) 444 aðrar kröfurb) 1.584 1.584 Í ISK Í FX ISK FX ISK FX ISK 222 ISK 238 FX 2.084 5% 95% 7% 93% 17 221e) 106d) 1.978 221c)1195% 5% Ei gi ð fé In ns tæ ðu ro g kr öf ur FX Fréttir hafa birst bæði í vísi.is og á mbl.is um að lífræn matvæli séu ekki hollari en hefðbundin matvæli. Þó er bent á þær nið- urstöður sem vitnað er í, að miklu minna af skordýraeitri finnst í lífrænum matvælum en þeim hefðbundnu, sem skiptir í raun og veru mjög miklu máli. Um var að ræða aðeins tveggja ára rannsókn um næringargildi tiltekinna mat- væla og tekur þar af leiðandi ekki til greina hugsanlega langtíma afleið- ingu á t.d. neyslu á skordýraeitri (rannsókn á vegum Stanford- háskólans). Það má kannski líkja því við rannsókn á reykingum, ef rann- sókn næði aðeins til tveggja ára, þá er kannski ekki svo óhollt að reykja, en til langs tíma, það þarf ekki að spyrja að því í dag. Þannig að það er stór galli á rannsókn sem er að bera saman matvæli sem spannar aðeins tvö ár. Lífrænir framleiðendur hafa ekki haldið því fram að næringartaflan sé eitthvað öðruvísi í lífrænum mat- vælum en hefðbundnum nema að litlu leyti. Þar sem undirritaður starfar í lífrænni mjólkurvinnslu, þá get ég tekið eitt lítið dæmi, en skipt- ir þó miklu máli hvað varðar hollustu vörunnar. Lífræn mjólk inniheldur að jafnaði mun meira af E-vítamíni, andoxunarefnum og Omega-3 fitu- sýrum en önnur mjólk, en skortur á Omega-3 er einmitt stór vandi í vest- rænum heimi, þar sem neysla af Omega 6 fitusýrum er allt of mikil í hlutfalli við Omega-3. En um hvað snýst lífræn fram- leiðsla? Hún snýst ekki um að nær- ingartaflan sé eitthvað öðruvísi, heldur að lífrænar af- urðir eru framleiddar í sátt við dýrin og um- hverfið. Í lífrænum vörum fer saman ör- yggi, hreinleiki, mikil bragðgæði og fjölþætt næringarsamsetning. Lífræn matvæli eru framleidd án eiturefna og tilbúins áburðar (sparar gjaldeyri fyrir þjóðarbúið í leiðinni). Með því að kaupa líf- rænar vörur hvetur þú til skynsamlegrar landnýtingar og gróðurverndar. Lífrænar aðferðir draga úr hættu á ýmiss konar meng- un í matvælum. Í lífrænni ræktun eru ekki notaðar aðferðir og efni sem eru náttúrunni og líkama okkar framandi. Lífrænar búfjárafurðir eru framleiddar með góðri meðferð dýra og náttúrulegum fóðurefnum og án hormóna. Erfðabreytt efni eru bönnuð í lífrænni framleiðslu. Við vinnslu og meðferð er lífrænum vörum haldið aðgreindum frá öðrum vörum og notkun íblöndunarefna er haldið innan strangra marka. Að einblína eingöngu á næring- arefnainnihald er mikil einföldun á flóknu máli sem allir ættu að láta sig varða. En það mikilvægasta fyrir mitt fyrirtæki er að bjóða bragðgóða og holla vöru sem neytendur velja frek- ar en eitthvað annað. Umræða um lífræn matvæli á villigötum Eftir Sverri Örn Gunnarsson » Í lífrænum vörum fer saman öryggi, hreinleiki, mikil bragð- gæði og fjölþætt nær- ingarsamsetning. Sverrir Örn Gunnarsson Höfundur er markaðsstjóri hjá Biobú ehf. sem framleiðir lífrænar mjólkurvörur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.