Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 65

Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 65
Þá hefur hann m.a. setið í stjórn Samtaka iðnaðarins, Samtaka at- vinnulífsins, í Háskólaráði Háskól- ans í Reykjavík og Háskóla Íslands. Hörður hefur birt yfir tuttugu rit- rýndar greinar og kafla í alþjóð- legum bókum á sviði tölvusjónar og sjálfvirkni. Hann hlaut hvatning- arverðlaun Rannsóknarráðs Íslands árið 1992, sem veitt eru efnilegum vísindamönnum yngri en 40 ára, fyrir árangur í vísindarannsóknum. Hörður hlaut aldarviðurkenningu Verkfræðingafélags Íslands árið 2012 fyrir að leggja þekkingarlegan grunn að myndgreiningartækninni sem varð ein meginstoðin í vöruþróun Marels hf. Orkubolti hjá Landsvirkjun Hörður stundar hestamennsku, hjólreiðar, fjallgöngur, skíðaferðir og ýmislegt fleira sem fellur undir útivist og hreyfingu. En varla sinn- ir hann öllum þessum greinum jafnt? „Nei. Ég hef lagt mismikla áherslu á þessar greinar frá einu tímabili til annars. Árið í ár hefur t.d. verið ár hjólreiðanna. Við hjón- in hjóluðum, ásamt góðum vina- hjónum okkar, þvert yfir Spán í sumar á fjallahjólum, hina svoköll- uðu Pílagrímaleið til Santiago de Compostela, samtals um 900 km. Ég er í Hjólreiðafélagi miðaldra skrifstofumanna með skólabræðr- um úr menntaskóla en við hjólum vikulega í nágrenni Reykjavíkur allt árið og förum síðan í lengri ferðir á sumrin. Við tókum þátt í Wow-hjólreiðakeppninni í sumar, hringinn í kringum landið, urðum þar í öðru sæti á tæpum 42 tímum. Síðan hefur fjölskyldan gert mik- ið af því að ganga á fjöll en við er- um meðlimir í Hinu íslenzka göngu- mannafjelagi sem er fjölmennur vinahópur sem gengið hefur saman sl. 15 ár. Við hjónin förum svo líka daglega í göngutúra í nágrenni Reykjavíkur með hundinn okkar, Kristófer, og mætum að sjálfsögðu reglulega í ræktina. Svo má bæta því við að ég er mikill áhugamaður um léttvín og hef í tuttugu ár verið meðlimur í hinum virðulega Ítalska vínklúbbi.“ Fjölskylda Hörður kvæntist 19.12. 1987 Guð- nýju Hallgrímsdóttur, f. 3.3. 1963, sagnfræðingi. Þau hófu sambúð 1982. Hún er dóttir Hallgríms Hall- grímssonar, verslunarmanns í Garðabæ, f. 28.1. 1931, d. 23.7. 1984, og k.h., Huldu Sigurð- ardóttur, f. 10.11. 1935, d. 24.2. 2011, gjaldkera. Börn Harðar og Guðnýjar eru Hulda Harðardóttir, f. 25.8.1983, dýralæknir í Skotlandi, en sam- býlismaður hennar er Richard Claydon; Arna Harðardóttir, f. 19.1. 1990, nemi í HÍ, en sambýlismaður hennar er Daði Lárusson; Kristján Harðarson, f. 31.1.1992, nemi í HR. Systkini Harðar: Brynjar Örn Arnarson, f. 26.7. 1961, yfirverk- fræðingur málmvinnslu hjá Alcoa Fjarðaáli; Jón Haukur Arnarson, f. 5.10. 1971, rekstrar- og mannauðs- stjóri hjá Matís. Foreldrar Harðar eru Örn Engil- bertsson, f. 6.8. 1938, fyrrv. flug- stjóri hjá Icelandair, og Sigríður Brynjólfsdóttir, f. 10.9. 1942, skrif- stofumaður í Reykjavík. Úr frændgarði Harðar Arnarsonar Hörður Arnarson Valgerður Kristjánsdóttir húsfr. í Dufansdal Fríða Pétursdóttir húsfreyja á Bíldudal Brynjólfur Eiríksson vélgæslum. á Bíldudal Sigríður Brynjólfsdóttir skrifstofum. í Rvík Sigríður Brynjólfsdóttir húsfr. í Sperðlahlíð Eiríkur Eiríksson útvegsb. í Sperðlahlíð Guðrún Magnúsdóttir saumakona á Bíldudal Jón Ólafsson stýrimaður á Bíldudal Ester Ebba Bertelskjöld kjóla- og kápumeistari Engilbert Guðmundsson tannlæknir í Rvík Örn Engilbertsson fyrrv. flugstj. hjá Icelandair Þuríður Eiríksdóttir húsfr. í Rvík Guðmundur Guðmundsson verkam. og sjóm. í Rvík Pétur Bjarnason skipstj. í Dufansdal Ólafur V. Pétursson skipstj. á Bíldudal Sveinn V. Ólafsson fiðluleikari og saxófónleikari í Rvík. Gunnar Jónsson rafvélavirki Guðný Esther Gunnarsd. tannlæknir Fjallarómantík Hörður og Guðný í fjallgöngu á Tröllaskaga sl. sumar. ÍSLENDINGAR 65 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Oddur Andrésson fæddist áBæ í Kjós hinn 24.11. 1912.Foreldrar hans voru Andrés Ólafsson, bóndi á Bæ, organisti og kórstjóri í kirkjunum á Saurbæ á Kjalarnesi og á Reynivöllum, og Ólöf Gestsdóttir frá Kiðafelli, hús- freyja á Bæ. Oddur kvæntist 1947 Elínu Jónsdóttur frá Gemlufalli í Dýrafirði, f. 29.6. 1921, d. 26.12. 2010, húsfreyju. Þau voru bændur á Neðra-Hálsi í Kjós frá 1947 þar til Kristján sonur þeirra tók við búinu 1980. Oddur og Elín eignuðust sex börn. Oddur var formaður ungmenna- félagsins Drengs og vann við und- irbúning að byggingu Félagsgarðs sem ungmennafélagið lét reisa 1945- 46. Hann var forystumaður á sviði tónlistar, skólamála og skógræktar í sinni sveit, var formaður skóla- nefndar barnaskólans í Ásgarði um árabil, formaður Bræðrafélags Kjósarhrepps er sá um rekstur bókasafnsins í sveitinni og ýmsa menningarviðburði, formaður kjör- dæmaráðs sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi og vþm. nokk- ur þing og fékk þá bætt í skógrækt- arlög viðbót um skjólbeltarækt en hann var sjálfur frumkvöðull á því sviði. Oddur lærði orgelleik hjá séra Halldóri Jónssyni og Páli Ísólfssyni. Hann varð organisti í Reynivalla- kirkju 19 ára gamall, eftir að faðir hans lést, og þar lék hann síðast við fermingu vorið 1982. Oddur stýrði kvartett bræðra sinna upp úr 1930 sem varð vísir að Karlakór Kjósverja, undir hans stjórn. Hann var einn stofnenda Söngfélagsins Stefnis með nærsveit- ungum sínum í Mosfellssveit, var stjórnandi þess og sameinaði Karla- kór Kjósverja og Karlakórinn Stefni í Karlakór Kjósarsýslu, 1960. Oddur var einn af stofnendum og formaður Skógræktarfélags Kjósarsýslu, varaformaður Skógræktarfélags Ís- lands í áratug, sat í stjórn Land- græðslusjóðs, í stjórn Mjólkursam- sölunnar um 10 ára skeið og í stjórn Osta- og smjörsölunnar. Oddur lést 21.6. 1982. Merkir Íslendingar Oddur Andrésson Laugardagur 85 ára Jóna Sveinsdóttir 80 ára Guðbjörg Ágústsdóttir Jón Oddur Brynjólfsson Pétur Lúðvík Marteinsson 75 ára Bogi Sigurbjörnsson Ester Grímsdóttir Hálfdán Helgason Karl J. Stefánsson Svanhildur Árney Ásgeirsdóttir 70 ára Ásbjörn Sveinsson Gísli Einar Gunnarsson Júníus Pálsson Kristný Pétursdóttir Sveinn Þ. Jónsson 60 ára Benedikt Bragason Elísa Hjördís Ásgeirsdóttir Hákon Hákonarson Jóhanna Kristín Tómasdóttir Júlía Kristín Adolfsdóttir Ragnar Lýðsson Sigurður Árnason 50 ára Ásgeir Valdimar Sigurðsson Emilía Brynja Sveinsdóttir Freyr Franksson Friðrik Þór Friðriksson Hlíf Gestsdóttir Kristinn Þröstur Vagnsson Magnús Guðmundsson Ormarr Örlygsson 40 ára Anna Guðrún Andrésdóttir Ragnheiður I. Ragnarsdóttir 30 ára Anna Sigríður Snorradóttir Artur Wojtkiewicz Björg Jónsdóttir Gísli Komson Wuthitha Grétar Már Ragnarsson Amazeen Gróa Margrét Valdimarsdóttir Hannes Arnórsson Heiðrún Eva Konráðsdóttir Helgi Hrafn Þorláksson Jakob Jóhann Sveinsson Jóhanna Bergsteinsdóttir Kolbrún Lind Sæmundsdóttir Kristín Tómasdóttir Magni Barðason Monika Makowska Pétur Tavsen Steinsson Sunna Guðrún Eaton Sunnudagur 80 ára Gunnar Guðmundsson Sesselja Lúðvíksdóttir 75 ára Baldur Guðlaugsson Friðgerður Hallgrímsdóttir Guðmundur Sigurpálsson Hanna Sigríður Sigurðardóttir Magnús Kristjánsson 70 ára Arnbjörg Guðmundsdóttir Guðrún Jóhannsdóttir Helga Jóhannsdóttir Helga María Ástvaldsdóttir Jón Árnason Jónína Hjartardóttir Þórður Kristinn Kristjánsson 60 ára Arnbjörg Sigurðardóttir Arnfríður A. Sigurgeirsdóttir Carsten Jón Kristinsson Guðrún Jóhanna Sigþórsdóttir Haukur Hafsteinn Guðmundsson Hildur Harðardóttir Hrólfur Ólason Kristín Ísleifsdóttir Þorsteinn Einarsson 50 ára Ástríður Eyjólfsdóttir Benedikt Heiðar Hreinsson Birkir Herbertsson Björn Kristjánsson Dirk Lubker Edgar Antigua Galan Guðlaug Jóhannsdóttir Halldór Aðalsteinsson Halldór Þórarinsson Ingibjörg Gréta Kristínardóttir Marek Kazimierz Ciesielski Sigurður Kristinn Björnsson Sigurvin H. Sigurvinsson Stefán Guðlaugsson Weichai Huang 40 ára Alma Lísa Jóhannsdóttir Eyþór Björnsson Gísli Arnar Guðmundsson Parker Graves ÓHalloran Ragnheiður Ólöf Böðvarsdóttir Sigrún Erlendsdóttir Sigurður Reginn Ingimundarson Snorri Freyr Garðarsson Telma Birgisdóttir Wongphet Kongsanan Yury Shalimov 30 ára Anna Harðardóttir Barbara Katarzyna Pastwik Björn Sigfússon Brynjar Freyr Valsteinsson Gestur Björnsson Thoroddsen Guðríður Þorgeirsdóttir Hjalti Jakobsson Hjördís Guðrún Brynjarsdóttir Íris Dögg Stefánsdóttir Margrét Ásta Ívarsdóttir Natalia Boyko Rúnar Ágúst Svavarsson Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Þórdís Dröfn Þórólfsdóttir Til hamingju með daginn „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.