Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 57
vatnssveitin er fallegasti staður sem ég hef nokkurn tíma litið.“ Afi flutti úr sveitinni á þrett- ánda ári og kom þar einungis sem gestur síðan en alltaf var Mý- vatnssveitin sveipuð dýrðarljóma í huga hans og það hafði áhrif á okkur afkomendurna. Sjálfur varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að fara norður til Árna frænda þegar ég var barn. Sú dvöl var kannski ekki löng, en hún hafði djúpstæð áhrif. Maður sér það núna að það hef- ur ekki verið alveg einfalt að taka við barni að sunnan og bera á því ábyrgð og ekki held ég að ég hafi verið til mikils gagns. En velkom- inn var ég enda gestrisninni á Laxárbakka við brugðið. Það var nóg að gera og mér eru ógleymanlegar margar stundir þegar hann tók mig með sér út í fjárhús eða hlöðu og að gera við girðingar. Þá sagði hann mér sög- ur af lífinu í sveitinni, bæði þá og fyrr. Hann sýndi mér marga staði, tengdi þá við „fólkið okkar“ og gaf mér þannig hlutdeild í fjár- sjóði sem ég hef átt æ síðan. Árni frændi minn var einstak- ur maður sem erfitt er að lýsa í fáum orðum. Hann var blíðlyndur og á sinn hægláta hátt skapaði hann sér virðingu allra sem um- gengust hann. Hann var gæfu- maður og börn hans og afkom- endur bera honum og Ídu gott vitni. Þegar ég eignaðist sjálfur fjöl- skyldu fékk hún að njóta sömu frændseminnar. Þrátt fyrir að hugurinn leitaði oft norður gáfust alltof fá tækifæri til þess að fara þangað síðustu árin. Sem betur fer höguðu örlögin því þannig að ég skaust norður síðastliðið vor. Það gladdi mig að finna að allt var eins og það hafði alltaf verið. Þeg- ar ég lagðist til svefns í fallega herberginu uppi og heyrði niðinn í ánni í bjartri vornóttinni fannst mér allt gott. Það er svo margt sem maður hefði viljað hafa sagt en það er víst of seint. Ég vona bara að Árni hafi vitað hvað mér þótti vænt um hann og hvað ég er þakklátur honum og fjölskyldu hans. Þrátt fyrir að ég sé löngu búinn að sjá að afi hafði rétt fyrir sér hvað varðar fegurð Mývatnssveitar verð ég þó að viðurkenna að mér er yfirleitt ofar í huga fólkið sem þar bjó og býr. Það á ég Árna að þakka. Einlægar samúðarkveðjur frá París til Gísla, Ingu og fjölskyld- unnar frá okkur Sólrúnu. Gunnar Haraldsson. Þegar ég hugsa um Árna frænda minn á Laxárbakka í Mý- vatnssveit færist yfir mig hlýja. Ég sé hann fyrir mér standandi á hlaðinu á Laxárbakka eða inni í eldhúsi að draga fram kaffi og alls kyns bakkelsi. Hlýr bjarmi í aug- unum og syngjandi tónn í rödd- inni þegar hann talaði. Þetta eru kannski ekki margar stundir sem ég vísa til að ég átti í eldhúsinu hjá honum, flestar veturinn 1994 þegar ég dvaldi í Mývatnssveit í nokkra mánuði en svo nokkrar á seinni árum þegar ég átti leið í sveitina góðu, þá var auðvitað ekki annað hægt en að renna við á Laxárbakka. Alltaf var tekið vel á móti okkur og boðið í kaffi og bakkelsi í eldhúsið. Frændsemi er eitt af því sem er mikilvægt að rækta og það var svo sannarlega eitt af því sem ég lærði í Mývatnssveitinni 1994. Ég kom og þekkti engan en vissi af nokkrum frændgarði sem ég leit- aði uppi. Þar voru Árni og hans fjölskylda, systkinin Gísli og Inga, auðvitað fremst í flokki. Ég hafði hitt þau áður sem barn þegar ég kom með foreldrum mínum að Laxárbakka en Árni og pabbi minn, Stefán M. Gunnarsson, voru bræðrasynir. En þegar ég svo fullorðin bjó og starfaði í Mý- vatnssveitinni þennan vetur var ég aufúsugestur á heimili Árna og Gísla og það var dýrmætur tími fyrir mig þar sem ég kynntist frændfólki mínu á ómetanlegan hátt og svo miklu betur en ég hafði þekkt það áður. Mér finnst ég hafa búið að þessu síðan, það mynduðust tengsl sem annars hefðu ekki myndast. Ég var stolt af þessum frænda mínum í Mývatnssveitinni, bónd- anum og baráttumanninum sem alltaf bar hag sveitarinnar og verndun hennar fyrir brjósti. Hann sagði mér stoltur en með kímnisglampa í augum frá Lax- árdeilunni 1970 og sprengingu stíflunnar í Laxá. Mér fannst þetta skemmtileg saga en ekki síður honum, hann hló og kímdi við frásögnina. Þetta er þó einnig svo merkileg saga þar sem at- burðurinn átti ríkan þátt í ákvörð- un um varðveislu Mývatns- og Láxársvæðisins. Elsku Gísli og Inga. Það er sárt að missa foreldri og það verður allt svo breytt. Við breytum því miður ekki gangi lífsins og lífið heldur áfram. Þá eru minningarn- ar svo dýrmætar og þið búið að góðum minningum um yndislegan föður og góðan mann. Fyrir hönd fjölskyldu minnar sendi ég ykkur og fjölskyldum ykkar hugheilar samúðarkveðjur. Megi guð varð- veita ykkur og minningu Árna. Sigríður Þrúður Stefánsdóttir. Nú er hann Árni á Laxár- bakka, móðurbróðir minn, farinn. Ekki hef ég áhyggjur af því að það væsi um hann, hvar sem hann nú er. Örugglega búinn að finna sér spýtu og farinn að smíða eitt- hvað fallegt. Árni var alltaf að smíða eitthvað, dunda frammi í skúr, búa eitthvað til. Hann var einstaklega hógvær og lítillátur maður. Það var gott og gaman að heimsækja þá feðga Gísla og Árna. Við gerðum það gjarnan á sunnudögum að fara hring kring- um Vatn og koma við á Laxár- bakka. Ekki stóð á því að það var farið að hita kaffi og hitt og þetta sótt í búrið, þó svo ég reyndi að segja að við vildum ekki neitt, værum bara að líta inn. Síðan var spjallað og allt í einu varð Árni þögull og horfði yfir borðið, snar- aðist síðan á fætur og fór inn í búr og sótti svona eina köku til við- bótar, þótt þess væri nú alls ekki þörf. Og þetta gekk svona nokkr- um sinnum, eins og honum fynd- ist að það mætti alltaf bæta ein- hverju við. Við kölluðum þetta „að vera af Helluvaðsættinni“ – alltaf að sækja meira í búrið. Mér er líka minnisstætt þegar systur Árna, sem bjuggu í Reykjavík, komu til hans í heim- sókn. Hann fór gjarnan með þær í skoðunarferð um sveitina á gamla jeppanum sínum og það örlaði á því að manni dytti í hug atriði úr myndinni Börn náttúrunnar. Annars held ég að Árni hafi verið sannkallað náttúrubarn. Hann fylgdist mjög mikið með nátt- úrunni, ánni og fuglunum. Hann hringdi stundum til að vita hver vatnsstaðan væri hjá okkur í Vog- um og hvort það væri mikið af fuglum á vatninu. Það er gott að minnast hans og forréttindi að hafa fengið að kynnast honum frænda mínum, Árna á Laxárbakka. Gísli Rafn í Arnarnesi. Lítill miðað við aldur, sex ára pjakkur, var ég sendur í sveit til ókunnugs fólks í Mývatnssveit. Mágar pabba á Dalvík keyrðu mig í sveitina, en áður hafði ég ferðast með Óskari föðurbróður mínum frá Reykjavík til Dalvíkur í vöruflutningabílnum hans. Allt heimilisfólkið á Laxárbakka og Helluvaði stóð úti á hlaði þegar við komum á leiðarenda. Ekki til að taka á móti stráknum úr Reykjavík heldur til að dást að nýja traktornum, Massey Fergu- son, sem kom sama dag. Mér leist ekkert á blikuna þegar mágarnir kvöddu mig og keyrðu burt, skilj- andi mig einan eftir hjá þessu fólki sem ég hafði aldrei séð áður. Áhyggjurnar reyndust fljótt óþarfar. Bændurnir ungu, Ída og Árni, sem bjuggu á nýbýlinu Lax- árbakka með börnum sínum Gísla og Ingu, tóku mér opnum örmum ásamt heimilisfólkinu á Helluvaði og ég var fljótur að gleyma heim- þránni. Sumarið var fljótt að líða og um haustið þegar ég fór suður var ég strax farinn að hlakka til að koma aftur næsta vor. Ég var tíu sumur í sveit á Laxárbakka og eitt haustið þegar ég var á ellefta ári neitaði ég að fara heim og fékk að ganga í skóla fyrripart vetrar á Skútustöðum. Árni og Ída voru mér afskaplega góð enda einstakt fólk, þau kenndu mér margt og höfðu mikil áhrif á mig og mína framtíð. Það var mikil gæfa að fá að alast upp á sumrin á bökkum Laxár í Mývatnssveit hjá þessu góða fólki. Læra að þekkja fuglana og fiskana, bera virðingu fyrir náttúrunni og láta sér þykja vænt um hana. Árni lét mig ganga til allra verka, en á því lærir unga fólkið að bjarga sér og býr að þeg- ar það fullorðnast. Hann var ein- stakur maður, ljúfur og mikið góðmenni, með eindæmum ósér- hlífinn. Ég kom alltaf við hjá Árna þegar ég kom í sveitina til að veiða í Laxánni eða í öðrum er- indagjörðum. Síðustu árin var Árni farinn að lýjast og átti við veikindi að stríða, en alltaf var jafn gaman að hitta hann þótt oft væri stoppað stutt. Góða skapið og hlýjan voru ávallt á sínum stað. Ég á eftir að sakna Árna um ókomna tíð og votta Gísla og Ingu og fjölskyldu og öðrum nákomn- um ættingjum innilega samúð. Jón Gunnar Ottósson. Árni á Laxárbakka hefur kvatt þennan heim. Hann kvaddi skjótt, án sársauka í góðri elli, að loknu góðu og fögru ævistarfi. Árni og Ída reistu svo sannarlega skála sinn um þjóðbraut þvera. Heimili þeirra var bókstaflega í þjóðbraut og þau voru þekkt og elskuð af ótrúlegum fjölda fólks. Auk hefð- bundinna starfa að búi sínu sinnti Árni ábyrgðarstörfum fyrir Landsvirkjun og hann var aðstoð- armaður og ráðgjafi fjölda vís- indamanna í sambandi við fjöl- mörg rannsóknarverkefni á Laxár-Mývatnssvæðinu. Þannig tengdist hann miklum fjölda fólks sem mat hann mikils og treysti á hann. Öllum sínum störfum gegndi Árni af einstakri trúmennsku ásamt gleði og góðmennsku. Mér finnst lýsandi fyrir persónuleika hans, aðstoð hans við húsendur við það að koma afkvæmum sín- um frá hreiðrinu í útihúsunum á Laxárbakka út á Helluvaðsána. Það var gistiþjónusta sem hann veitti, eins og annað, af gleði og rausn. Árni var náttúrubarn og sannkallað guðsbarn í samfélagi okkar mannanna. Slíkir menn eru vandfundnir nú á dögum. Ég þakka Árna og fjölskyldu hans fyrir einstaka vináttu í minn garð og ógleymanlegar samveru- stundir á Laxárbakka. Blessuð sé minning Árna Gíslasonar. Hermann Sveinbjörnsson. Vinur minn Árni Gíslason bóndi á Laxárbakka í Mývatns- sveit er dáinn í hárri elli. Sumarið 1976 rak sprek mitt upp á hans fjöru. Þetta var á margan hátt ör- lagaríkt sumar í mínu lífi. Lang- þráður draumur hafði ræst, var kominn í vinnu hjá Arnþóri Garð- arssyni við úttekt á andavörpum við Mývatn, en Mývatnssveit og Þingeyjarsýslur voru drauma- lönd æsku- og unglingsára minna og sú var trú mín í þá tíð að þar væri mannlíf fegurra og móðir náttúra rismeiri en í öðrum sveit- um. Athvarf okkar hreiðurleitar- manna var rannsóknastöðin á Rifi í landi Geirastaða, þar sem Laxá fellur úr Mývatni. Kollegi minn þetta sumar við hreiðurleitir kynnti mig fyrir Árna: „Eigum við ekki að líta í kaffi til Árna og Ídu á Laxárbakka,“ sagði hann eftir daglangt þramm um Laxár- hólma. „Hvaða fólk er það?“ spurði ég; „Árni, hann er hús- vörðurinn okkar, hann sér um rannsóknastöðina hér á Rifi, Ída er konan hans,“ var svarið. Þessi heimsókn var upphafið að kynn- um mínum við höfðingjana á Lax- árbakka. Viðmótið þennan fyrsta fund var það sama og æ síðan: gest- risni, hógværð, kurteisi, glaðværð og samræður um lífið á bakka Laxár og við Mývatn fyrr og nú. Húsbóndinn hægur, rólegur og yfirvegaður, húsfreyjan glaðvær og ör. Fortúna réð því að síðan hef ég dvalið í lengri eða skemmri tíma ár hvert í Þingeyjarsýslum við fuglarannsóknir. Aldrei hef ég á þessum ferðum farið hjá garði öðru vísi en að eiga fund með Árna á Laxárbakka. Ída féll frá eftir erfið veikindi vorið 1993, þá var Árna brugðið. Hann bjó áfram á Laxárbakka með Gísla syni sínum. Elli kerling fór um hann mjúkum höndum, andleg geta var óskert til hinstu stundar og líkamlega bar hann sig vel þrátt fyrir nokkur áföll. Síðasti fundur okkar var 10. október sl. Þeir Gísli mættu í fagnað til okkar rjúpnamanna á Skútustöðum. Þegar við kvödd- umst á pallinum við gamla Prest- húsið sagði hann: „Við hittumst þá í vor Óli.“ Svo verður því miður ekki, veislan er búin og tími til kominn að kveðja og þakka fyrir sig. Börnum Árna, Gísla og Ingu, og öðrum ástvinum sendi ég sam- úðarkveðjur. Góður drengur er genginn. Ólafur Karl Nielsen. MINNINGAR 57 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Í tilefni af 60 ára starfsafmæli okkar bjóðum við fría uppsetningu á höfuðborgarsvæðinu og fría pökkun á legsteinum sem fara út á land Mikið úrval - Vönduð vinna - Gott verð erfidrykkjur Sigtúni 38, sími: 514 8000 erfidrykkjur@grand.is / grand.is Hlýlegt og gott viðmót Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum Næg bílastæði og gott aðgengi ✝ Mín kæra móðursystir, AGNETE GÍSLASON / GIS SCHOU – NIELSEN Vester Søgade 76, DK-1601 København V, Danmark, lést þriðjudaginn 20. nóvember. Útför hennar fer fram frá Frederiksberg Kirke, Frederiksberg Alle 71, DK-1820 Frederiksberg C, laugardaginn 24. nóvember. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Torben Bøttger. ✝ Ástkær eiginkona mín, GUÐFINNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Baugholti 7, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 20. nóvember. Útför verður frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 27. nóvember kl. 13.00. Jón Ásmundsson og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og lang- amma, SVALA ÁSBJÖRNSDÓTTIR, Hjarðarhaga 46, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi sunnudaginn 18. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólki líknardeildar Landspítalans viljum við senda okkar bestu þakkir fyrir einstaka umönnun í veikindum hennar. Blessuð sé minning hennar. Bragi Pétursson, Ásbjörn Ólafsson, Svala Ásbjörnsdóttir, Ásgeir Sigurðsson, Erna Ásbjörnsdóttir, Daníel Jósefsson og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN BJÖRGVINSSON, Engjavöllum 5A, Hafnarfirði, andaðist á líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 22. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Stefáns er bent á samtökin Regnbogabörn; reikningur: 0140-26-50100, kt. 501002-3560. Hulda Karen Ólafsdóttir, Ólafur Stefánsson, Lilja Björg Eysteinsdóttir, Björgvin S. Stefánsson, Steinunn Jóhanna Sigfúsdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Bróðir okkar, ÓSKAR LOFTSSON, Bríetartúni 30 (Skúlagötu 74), lést á heimili sínu föstudaginn 9. nóvember. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til heimilisfólksins á Skúlagötu 74 og til félaga hans í Vín. María Loftsdóttir, Jón Kristinn Valdimarsson, Guðmundur Loftsson, Sigríður Jónasdóttir. ✝ Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR, Vesturströnd 15, Seltjarnarnesi, andaðist sunnudaginn 18. nóvember á Landspítalanum í Reykjavík. Útförin fer fram frá Grensáskirkju mánudaginn 26. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort Krabbameinsfélags Íslands. Gísli Gíslason, Ásta Gísladóttir, Halldór Hrafn Gíslason, Jóhanna Ýr Jónsdóttir, Heba Sigríður, Gísli Hrafn og Sigrún Ýr Halldórsbörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.