Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Gegn minknum duga engin vettlingatök Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þjóðgarðurinn fékk í sinn hlut nán- ast hreint land þar sem fyrir var þéttasta búsvæði minka sem fannst á Íslandi,“ sagði Reynir Berg- sveinsson, uppfinningamaður minka- sía og minkaveiðimaður. Hann kveðst hafa náð miklum árangri við veiðar á mink í minkasíur við Þing- vallavatn sem sést best á því að veið- in hefur minnkað ár frá ári. Þar sem þéttleiki minkanna var mestur á 5-6 km kafla við vatnið þurfti Reynir að hafa 40 minkasíur til að ná allri minkasúpunni sem var við vatnið. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Fuglalífið við vatnið er orðið mun blómlegra og fjölskrúðugra en þegar minkurinn réð lögum og lof- um. Reynir sagði að á liðnu ári hafi verið nánast minklaust við austur- strönd vatnsins, frá Steingrímsstöð og upp fyrir Mjóanes. Þegar vitjað var um síurnar frá Arnarfelli að Skálabrekku í haust þá voru þær all- ar hreinar, nema ein. Í henni voru fimm minkar – ein fjölskylda. Þjóðgarðslandið hreinsað „Ég fór aftur fyrir fáum dögum og þá voru hvorki spor né afli nokkurs staðar á því svæði,“ sagði Reynir. „Þjóðgarðslandið var gjörsamlega hreint þar sem áður voru 60 minkar frá Vatnsvík og yfir að Öxará.“ Hann vitjaði nýlega um síur í landi Heiðarbæjar við vesturströnd Þing- vallavatns og kom heim með sex minka og greindi fjóra lifandi steggi á svæðinu. Reynir sagði að land Heiðarbæjar hefði orðið útundan í veiðinni því nokkrar minkasíur hefðu brotnað í öldugangi við ströndina og því ekki nýst til veiða. Síðan í vor hafa náðst tvær minkafjölskyldur í gildrur sem var bætt við á Heiðar- bæjarströnd og fyrir landi Skála- brekku við vatnið vestanvert. Reynir lagði fyrst út fimm minka- síur við Þingvallavatn árið 2004. Hann fjölgaði síunum ár frá ári og árið 2008 voru þær orðnar 54 talsins og þá náðu síurnar yfirhöndinni gagnvart minkastofninum sem sást í því að ársveiðin fór að minnka. Hún hélt áfram að minnka þótt síunum væri fjölgað en þær voru 70 talsins í fyrra. Reynir telur að minkastofninn við Þingvallavatn hafi verið í hámarki árin 2007 og 2008 og verið þá um 160-180 minkar. Hann segir að meira en 70% af stofninum falli ár- lega. Læðurnar gjóta í maí og koma að jafnaði upp fjórum hvolpum. Dýr- in eru ýmist veidd, þau drepast úr hungri, kulda og hrakningum eða eru drepin af refum og í umgengni við eigin tegund. Reynir segir að minkurinn verði fljótur að ná sér aft- ur á strik verði veiðiálagið minnkað. Ef hætt yrði að starfrækja minka- síur við Þingvallavatn í eitt til tvö ár myndi veiðiárangur síðustu fjögurra ára tapast. Hann bendir á að frá 2009 hafi veiddum dýrum fækkað um þriðjung á hverju ári og segir að minkasíurnar hafi verið lykilatriði í að ná þeim árangri. Veiðarnar við Þingvallavatn hafa verið hluti af tilrauna- og rannsókn- arverkefninu Ölfus-Öxará- Grímsnes. Reynir segir að verkefn- inu sé nú lokið eftir átta ára vinnu. Það var unnið með tilstyrk Þing- vallaþjóðgarðs, Orkuveitu Reykja- víkur, Landsvirkjunar og fleiri. Reynir er nú að vinna úr gögnum og undirbúa birtingu niðurstaðna rann- sóknarinnar. Framtíðin óviss Reynir segir allt í óvissu um hvort áfram verða stundaðar veiðar með minkasíum á Suðurlandi, á svæði sem er á annað þúsund ferkílómetra. Tvö sveitarfélög, Grímsnes- og Grafningshreppur og Rangárþing ytra, hafa gefið í skyn að svo verði ekki innan þeirra vébanda. Reynir kvaðst eiga eftir að ræða betur við þau. Í fyrra voru virkar á Suðurlandi 167 minkasíur og heildarminkaveiðin frá árinu 2004-2011 á svæðinu var 1.670 minkar. Veiðni hverrar síu á ári minnkaði úr 3,11 dýrum á síu á árinu 2004 niður í 1,66 minka á síu 2011 sem bendir til minnkunar Þingvallavatn er nánast laust við mink  Minkasíur Reynis Bergsveinssonar hafa skilað miklum árangri við veiðar á mink á Þingvöllum  Gjörbreyting varð á fuglalífi í þjóðgarðinum, einkum vatnafugla, eftir að minkunum fækkaði Ljósmynd/Úr einkasafni Við Þingvallavatn Reynir Bergsveinsson gaukar góðgæti að villtum stokkandarkollum sem éta úr lófa hans. Fólk sem dvelur við vatnið sér mikinn mun á fuglalífinu nú og áður. Minkasía Veiðarfærið er á kafi í vatni og dýrið fljótt að aflífast í minkasíu Reynis Bergsteinssonar. Ekki má rugla minkasíunni við röragildrur fyrir mink sem aðeins er stungið niður í vatn að hluta.  Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily Fékk gömlu góðu orkuna til baka ! Auk þess sléttari húð og nýtt glansandi heilbrigt hár í kaupbæti. Ég byrjaði að taka brokkolitöflurnar Cognicore efir að hafa séð vin minn sem hafði alltaf verið orkulaus og þreyttur taka ótrúlegum breytingum eftir að hann fór að taka töflurnar. Sjálf er ég alsæl því ég fékk gömlu góðu orkuna mína til baka. Ekki bara það, heldur hrökk meltingin hjá mér líka í lag eftir rúman mánuð og nú fæ ég varla kvef og pestir. Betra útlit ! Það er klárt mál að brokkolítöflurnar vinna gegn öldrunaráhrifum því fínu andlitshrukkurnar sem koma jú bara, eru ekki nærri eins sýnilegar og áður. Húðin er sléttari, ásýndin afslappaðri og mér finnst ég líta betur út. Eins er það með hárið sem alltaf var svo líflaust og þreytt - halló.... það er allt í einu orðið glansandi og vex meira nú en fyrir 20 árum. Það eru forréttindi að hafa kynnst brokkolí áhrifunum ! Hrafnhildur Hákonar 53 ára Brokkolítöflurnar Cognicore fást í helstu apótekum og heilsubúðum www.brokkoli.is Náttúrulegt fagnaðarefni fyrir frumurnar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.