Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 72
Fyrir þessi jól kemur út íburðar- mikill, forláta (og ekki síst þungur) kassi með öllum Bítlaplötunum – á ví- nyl. Við erum farin að venjast þessu, tónlist sem hugnast „barna- sprengju“-kynslóðinni svokölluðu, ’68-kynslóðinni (fólk fætt ca ’40-’50), sem er um leið fólkið með áhrif og völd í dag og það vill fá sitt Bítlagarg og engar refjar! Eins og lög gera ráð fyrir er búið að pússa upp hljóð og „vínylperrar“ munu geta dvalið í sjöunda himni inn- an um þessa dásemdartónlist um jól- in. Að auka hljómgæði er lenska í þessum fræðum en sumir listamenn ganga lengra. Hart var deilt á Frank Zappa er hann endurútgáf nokkrar plötur sínar með nýuppteknum bassaleik. Fjörutíu ára afmæl- isútgáfur af plötum The Doors inni- halda í einhverjum tilfellum öðruvísi hljóðblandanir á lögum sem við þekkjum gjörla (mest áberandi á „Break on Through“). Mike Scott, leiðtogi Waterboys tók svona æfing- ar enn lengra er plata sveitarinnar, A Pagan Place, var endurútgefin ár- ið 2002. Þar var búið að skipta út út- gáfum af heilu lögunum og meira að segja lögum bætt inn í upprunalegu lagaröðina. Það segir sig því sjálft að upprunalega listaverkið er breytt, líkt og Leonardo Da Vinci kæmi með tímavél inn í Louvre til að flikka að- eins upp á Mónu Lísu. Tilfinningaleg tengsl Þessi „iðnaður“ og að þetta skuli vera stundað yfir höfuð kallar fram margar spurningar, góðar bæði og gegnar. Sú augljósasta lýtur að rétti listamannsins til að hrófa við eigin verkum. Zappa sagði á sínum tíma: „Þetta eru mín lög. Mér fannst bassinn ekki góður í upprunalegu lögunum. Ég ákvað að breyta honum þess vegna.“ Gagnrýni aðdáenda var hins vegar á þann veg að þeir hefðu þróað tilfinningaleg tengsl við upp- runalegu útgáfurnar sem verið væri að hræra í með þessum gjörningi. Því við getum spurt okkur: hvað er það sem gefur verkunum á end- anum gildi? Hafa Zappa eða Scott óvefengjanlegan rétt á því að breyta svona eftir á? Er ekki verið að svína á ákveðnu sambandi listamanns og neytanda? Listamaðurinn kemur verkum sínum á framfæri og vill að aðrir bregðist við (þó að Dylan og fleiri viðhaldi þeirri skoðun sinni að þeim sé alveg sama um hvað öðrum finnst). Ég er ekki sammála þessu, í grunninn sækist fólk alltaf eftir at- hygli/viðurkenningu í einhverjum mæli, list er ekki búin til í tómarúmi og þetta á kannski sérstaklega við um dægurlistir. Hvar liggja völdin? Mike Scott segir í greinarkorni með endurútgáfu A Pagan Place að hann hafi ávallt litið á þær útgáfur sem honum var gert að setja ekki inn á plötuna á sínum tíma sem hin- ar einu og sönnu. Í viðtali við Paul Rothchild, upptökustjóra Doors, sagðist hann hafa sett inn í lögin parta sem ekki var talið tilhlýðilegt að hafa þar á sínum tíma, vegna íhaldssemi forráðamanna útgáf- unnar o.s.frv. Þetta er allt saman gott og blessað en spurningarnar vakna eins og enginn væri morg- undagurinn. Hefði ekki verið eðlilegra að setja þessar breyttu útgáfur inn sem aukalög og leyfa upprunalegu grip- unum að standa? Eða hvað? Er eðli- legt að fara svona aftur og breyta verkinu, er eðli tónlistar kannski slíkt að verkin eru eftir allt saman ekki endanleg, þó að tónlistin hafi þó verið þrykkt á plast á sínum tíma og gefin þannig út. Mun þessi endur- útgáfubransi, við getum jafnvel kall- að hann endurhugsunarbransa, flæða yfir á önnur listform, t.a.m. bækur eða myndverk? Og hversu mikil völd eiga listamennirnir að hafa í þessum efnum, eru þeir ein- faldlega ekki of tengdir verkunum eftir allt saman? Með öðrum orðum, hver ákveður hvaða útgáfa er „rétt“ og hver „röng“? Jamm … smá heilafóður rétt fyrir jólin … Af „réttri“ tón- list og „rangri“ » Það segir sig þvísjálft að upprunalega listaverkið er breytt, líkt og Leonardo Da Vinci kæmi með tímavél inn í Louvre til að flikka aðeins upp á Mónu Lísu Rétt/rangt A Pagan Place, 1984 (grænt umslag) og endurútgáfan frá 2002 (rautt umslag).  Við búum við sístækkandi markað endurútgáfna og endurlita  Í ein- hverjum tilfellum er um að ræða nýjar útgáfur af gamalkunnum lögum TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is 72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Listmálarinn Þrándur Þórarinsson opnaði málverkasýningu á efstu hæð Gamla bíós sl. helgi, í sk. Pét- urssvítu. Helming verkanna málaði Þrándur upp úr Snorra-Eddu og koma goð norrænnar goðafræði því mikið við sögu, m.a. í syrpu verka um hvarf Iðunnar og æskuepla hennar, eins og segir í tilkynningu. „Í sem stystu máli má segja að hér sé um að ræða goðsöguleg málverk eins og meistarar ítölsku endur- reisnarinnar gerðu, nema Venus og Adonis er skipt út fyrir Gunnlöði og Óðin,“ segir um sýninguna. Að öðru leyti sæki Þrándur sér myndefni í sögu og menningu Íslendinga og m.a. bregði fyrir Eggerti Ólafssyni og Bjarna Pálssyni. Þá eru tvær myndir byggðar á verkum Gunn- laugs Schevings, þ.e. „Þorskurinn tekinn inn“ og „Hákarlinn dreginn inn“. Einnig má sjá stórt verk af Gúlíver í Putalandi en Putalandi svipar í því til Reykjavíkur. Endurreisnarstíll Frá sýningu Þrándar Þórarinssonar í Gamla bíói. Þrándur sækir í Snorra-Eddu J. A. Ó. - MBL SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS ÍSLENSKT TAL NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 8 - 10.40 12 HERE COMES THE BOOM KL. 3.10 - 5.40 - 8 - 10.20 NIKO 2 KL. 1 (TILBOÐ) - 3 - 6 L PITCH PERFECT KL. 5.30 - 8 12 HOTEL TRANSYLVANIA ÍSL. TEXTI KL. 1 - 3.10 7 SKYFALL KL. 1 (TILBOÐ) - 5 - 8 - 10.30 12 SKYFALL LÚXUS KL. 1 - 5 - 8 12 TEDDI LANDKÖNNUÐUR KL. 1 (TILBOÐ) L –ROLLING STONE -T.V. SÉÐ OG HEYRT VIKAN 91% FRESH ROTTENTOMATOES 8.2 IMDB ANDRÉ RIEU: HOME FOR CHRISTMAS KL. 5* L SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 6.30 - 8 - 10.40 12 NIKO 2 KL. 3.20 (TILBOÐ) L SNABBA CASH 2 KL. 8 - 10.15 16 / SKYFALL KL. 9.30 12 CLOUD ATLAS KL. 3 (TILBOÐ)** - 5.30 - 9 16 HOTEL TRANSYLVANIA ÍSL.TEXTI KL. 3.20 (TILBOÐ) 7 DJÚPIÐ KL. 3.40 - 5.50** 10 THE DEEP ENSKUR TEXTI KL. 5.50 10 *AÐEINS LAU **AÐEINS SUN HERE COMES THE BOOM KL. 8 7 SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.50 - 8 12 SNABBA CASH 2 KL. 10.15 16 / HOTEL TRANSYLVANIA KL. 4 PITCH PERFECT KL. 5.50 12 / SKYFALL KL. 10 12 NIKO 2 KL. 2 (TILB.) - 4 L / TEDDI LANDKÖNNUÐUR KL. 2 (TILB.) THE TWILIGHT SAGA - PART 2 Sýndkl.8-10:25 SILVER LININGS PLAYBOOK Sýndkl.8-10:25 NIKO 2: BRÆÐURNIR FLJÚGANDI Sýndkl.2-4-6 PITCH PERFECT Sýndkl.5:50-8 SKYFALL Sýndkl.10 WRECK-IT RALPH 3D Sýndkl.4-5:40 WRECK-IT RALPH 2D Sýndkl.2 TEDDI: TÝNDI LANDKÖNNUÐURINN Sýndkl.2-4 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 8,2 - IMDB 91% FRESH - Rottentomatoes 80/100 ,,Skilar því sem óþreyjufullir aðdáendur voru að bíða eftir.” The Hollywood reporter Boxoffice Magazine 80/100 Variety -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU 12 12 12 12 ÍSL TAL L L L L ,,Sú besta í allri seríunni” T.V - Kvikmyndir.is ,,Fyrsta flokks 007” J.A.Ó - MBL ,,Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda” H.V.A - FBL Þ.Þ - FBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.