Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 ✝ SnæbjörnAdolfsson fæddist á Akranesi 16. október 1948. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi 18. nóvember 2012. Snæbjörn ólst upp í Keflavík. Foreldrar hans voru Hulda Klara Randrup, f. 1920, d. 1999, og Adolf Sveinsson, f. 1920, d. 1967. Snæbjörn var elstur sex systk- ina. Eftirlifandi eiginkona hans er Kristín Guðjónsdóttir, f. 11. júlí 1963. Synir þeirra eru Val- ur Óðinn, f. 1984, Þorri, f. 1987, unnusta Gréta María Björnsdóttir, yngstur er Fróði, f. 1995. Börn Snæbjörns af fyrra hjónabandi og sambúð eru: Linda Björk, f. 1968, mað- ur Hrafn Þórsson, þau eiga þrjár dætur. Adolf, f. 1971, kvæntur Rakel Árdísi Sigurð- ardóttur, þau eiga tvo syni. Sigríður María, f. 1979, maður Jósep Steinn Krist- jánsson. Ragnar, f. 1983, kona hans er Sigurlaug Helga Árnadóttir, þau eiga eina dóttur. Snæbjörn útskrifaðist sem vélvirki frá Iðnskólanum í Keflavík árið 1969. Hann starf- aði hjá Vélsmiðju Njarðvíkur, Ellerti Skúlasyni hf., Krafttaki sf. og í Vélsmiðju Húnvetn- inga. Frá ársbyrjun 1992 var hann starfsmaður Landsvirkj- unar í Blöndustöð. Snæbjörn verður jarðsung- inn frá Blönduóskirkju í dag, 24. nóvember 2012, kl. 14. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Í rúm 26 ár áttum við samleið með Snæbirni, eða síðan Kristín dóttir okkar kynnti hann fyrir okkur sem væntanlegan eigin- mann sinn. Það var dóttur okkar mikil gæfa að kynnast jafn dag- farsprúðum og góðum manni og Snæbjörn var og betri tengdason tel ég vandfundinn. Val, syni Kristínar, gekk hann í föðurstað og gerði aldrei upp á milli hans og drengjanna sem þau Kristín áttu saman, þeirra Þorra og Fróða. Snæbjörn var vélvirki að mennt og kom hingað norður til að starfa við byggingu Blöndu- virkjunar. Þegar Landsvirkjun hóf rekstur virkjunarinnar réðst hann þar til starfa og vann þar í rúmlega tuttugu ár, eða þar til hann varð að hætta störfum vegna veikinda. Snæbirni var margt til lista lagt. Það var sama hvort gera þurfti við bíla, leggja parket, laga pípulagnir, smíða palla eða setja upp eldhúsinnréttingar, það lék allt í höndunum á honum. Hann var ágætis kokkur, snill- ingur á grillinu og laginn við að gæta barna. Okkur tengdafor- eldrunum var hann stoð og stytta, hvenær sem eitthvað þurfti lagfæringar við eða ein- hverjar framkvæmdir voru fyr- irhugaðar. Það þurfti ekki einu sinni að biðja hann, hann bara mætti og gerði það sem gera þurfti. Heimili þeirra Kristínar hefur hann nánast endursmíðað og garðurinn þeirra ber hand- bragði hans fagurt vitni. Það hefur verið þungbært síð- astliðna mánuði að horfa upp á krabbameinið vinna hvern sigur- inn á fætur öðrum, þrátt fyrir hetjulega baráttu og fádæma bjartsýni Snæbjörns. Hann varð undir í þeirri baráttu og eftir sitjum við öll, sem mátum hann svo mikils, og syrgjum nú góðan dreng. Mikill söknuður ríkir hjá börnum hans, tengdabörnum og barnabörnum. En sárust er sorg- in og eftirsjáin hjá Kristínu okk- ar sem nú sér á eftir lífsförunaut sem aldrei brást henni og vildi allt fyrir hana gera. Við hjónin höfum einnig misst traustan vin og söknum ógleymanlegra sam- verustunda heima og heiman. Við erum þess fullviss að þegar Snæbjörn verður kominn „hand- an við fjöllin, áttirnar og nóttina og inn í turn ljóssins“ verður tek- ið vel á móti honum og örugglega þætti honum ekki verra ef hann rækist á bilaða vél eða lekan ofn sem þyrfti að laga. Við biðjum Guð að blessa góðan dreng og hugga ástvini hans sem eftir lifa. Kolbrún og Guðjón. Ég kynntist mági mínum, Snæbirni Adolfssyni, árið 1986 en hann og systir mín höfðu um vorið fellt hugi saman. Snæbjörn var þá kominn í Austur-Húna- vatnssýslu til að vinna við bygg- ingu Blönduvirkjunar sem varð svo vinnustaður hans þar til yfir lauk. Systir mín nældi sér þarna í góðan mann. Snæbjörn var sjarmerandi maður og hafði gaman af því að skemmta sér og öðrum. Hann var skrafhreifinn, atorkusamur og jákvæður og var ávallt tilbúinn að hjálpa öðrum eða hlaupa undir bagga ef þess þurfti. Hann forðaðist vandamál, vildi frekar leita lausna. Hann var handlaginn og fátt sem hann gat ekki búið til eða lagað. Marg- ir nutu góðs af því. Snæbjörn tók veikindum sínum með æðruleysi og var aðdáunarvert að sjá bar- áttugleði hans og bjartsýni allt þar til yfir lauk. Ég er þakklátur fyrir þær fjölmörgu góðu stundir sem ég átti með Snæbirni. Þegar komið er að kveðjustund koma í hugann margar ljúfar minning- ar. Veiðiferðirnar upp á fjöll þar sem rölt var í rólegheitum í leit að jólamatnum en Snæbjörn vissi nákvæmlega hvar hann var að finna. Sælustundirnar í hinni árlegu sumarbústaðarferð stór- fjölskyldunnar sem farin var á hverju sumri og allir hlökkuðu til í marga mánuði. Grillveislurnar í garðinum með einn kaldan á kantinum, skoðanaskiptin yfir enska boltanum, ferðalögin, heimsóknirnar, samverustund- irnar. Allt eru þetta minningar sem lifa um góðan mann sem fór of fljótt. Hafðu þakkir fyrir allt. Minningin um traustan mág og vin mun lifa. Ragnar Z. Guðjónsson. Í dag kveð ég yndislegan bróður minn og vin. Hvers virði er allt heimsins prjál, ef það er enginn hér sem stendur kyrr er aðrir hverfa á braut, sem vill þér jafnan vel og deilir með þér gleði og sorg? Þá áttu minna en ekki neitt ef þú átt engan vin. Hvers virði er að eignast allt í heimi hér, en skorta þetta eitt, sem enginn getur keypt? Hversu ríkur sem þú telst og hversu fullar hendur fjár, þá áttu minna en ekki neitt ef þú átt engan vin. Það er komin vetrartíð með veður köld og stríð. Ég stend við gluggann, myrkrið streymir inn í huga minn þá finn ég hlýja hönd, sál mín lifnar við, eins og jurt sem stóð í skugga, en hefur aftur litið ljós, – mín vetrarsól. (Ólafur Haukur Símonarson) Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, elsku bróðir. Þín systir, Guðný. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Það er erfitt að horfast í augu við veruleika sem er kaldur og hlaðinn sorg. Kær vinur er horf- inn á braut, frá elskandi fjöl- skyldu og vinum. Við kynntumst Snæbirni fyrir um aldarfjórðungi þegar þau Snæbjörn og Kristín voru að skjótast hvort í öðru í túninu heima á Blönduósi. Síðan hefur líf okkar fléttast vina- og fjöl- skylduböndum og við átt margar góðar stundir sem lifa í ljúfsár- um minningum um kæran vin. Við áttum eitt og annað sam- eiginlegt sem lagði grunn að vin- áttu og samhug. Drengirnir okk- ar voru á svipuðum aldri, við bjuggum í sama raðhúsinu, átt- um litla svarta japanska bíla og kisur sem voru systkini. Oft var mikið fjör á Skúlabrautinni og nóg að gera við að læra að labba, hjóla, borða klaka, leika sér í skurðinum eða grunninum – að njóta lífsins og lifa lífinu. Á kvöldin þegar strákarnir voru sofnaðir var komið símasam- bandi á milli íbúðanna til þess að fylgjast með þeim, meðan skotist var yfir, í kaffisopa og spjall. Að lokum vinnudegi kom Snæ- björn akandi í innkeyrsluna við raðhúsið, vippaði sér út úr bíln- um með tvist í hönd til að strjúka mestu olíuna af höndunum, kink- aði glaðlega kolli í húnvetnskri sumar- eða vetrarsól – því alltaf virðist bjart í minningunni. Svo fluttu þau einn daginn yfir skurðinn yfir á Smárabrautina. Þar hreiðruðu þau um sig til frambúðar, bjuggu sér og sínum notalegt heimili, byggðu sólstofu og sólpall til að njóta birtu og yls, ræktuðu fallegan garð og nutu samveru, sólar og skjóls. Snæbjörn ræktaði garðinn sinn og hlúði að honum, bæði út á við og inn á við. Hans nánasta umhverfi bar þess glöggt vitni en einnig umhyggja hans fyrir fjöl- skyldunni og velferð hennar. Hann naut þess að fylgjast með börnunum sínum vaxa og dafna og var afar stoltur af þeim. Hann var úrræðagóður og því var gott að leita til hans, fá ráð eða aðstoð varðandi eitt og annað og alltaf var Snæbjörn til staðar þegar eftir var leitað. Snæbjörn var „sannur vinur lífs á leið“ svo vísað sé í Kúreka norðursins, hugprúður riddari og merkisberi sem sinnti fjölskyldu sinni af alúð, verkum sínum af metnaði og natni, kunni að lifa lífinu og ljá því lit. Hann var hæfileikaríkur og umhyggjusam- ur og honum fylgdi gleði. Hann var listrænn og iðinn við að skapa, gera alls konar tilraunir með efni og aðferðir, búa til fal- lega hluti og leyfa öðrum að njóta þeirra. Orð mega sín lítils á erfiðum tímum en efst í huga okkar er þakklæti fyrir að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Snæbirni og eiga hann að vini. Elsku Kristín, Valur, Þorri og Gréta, Fróði, Raggi, Linda Björk, Adolf, Sigríður María og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Einnig sendum við Kollu, Guð- jóni, Ragnari, Áslaugu og sonum, systkinum Snæbjörns og fjöl- skyldum samúðarkveðjur. Minn- ingin um ljúfan mann lifir – hans er sárt saknað. Sólveig, Guðmundur, Þeyr, Kolbeinn og Tumi. Í dag kveðjum við yndislegan frænda sem fór allt of snemma frá okkur. Það eru margar minn- ingar sem hlaðast upp hjá okkur og það sem stendur upp úr hjá Pétri Heimi eru ljósanæturnar sem þú komst á mótorhjólinu þínu frá Blönduósi til Keflavíkur og hann fékk að sitja aftan á hjá þér. Þið náðuð svo vel saman og ekki skemmdi fyrir sameiginlegt áhugamál ykkar á mótorhjólum og Pétur var svo montinn þegar þú gafst honum mótorhjólið sem þú bjóst til handa honum. Það var alltaf svo yndislegt að hitta ykkur Kristínu hvort sem það var á ljósanótt eða bara heima hjá mömmu eða uppi í sumarbú- stað. Ef við vorum á leið norður eða suður gáfum við okkur oftast tíma til að stoppa hjá ykkur á Blönduósi til að segja hæ. En núna líður þér vel og veit ég að mamma og pabbi þinn taka vel á móti þér og Heimir pabbi minn líka og þeytist þið um á mótorhjólunum ykkar um allt. Þín er sárt saknað og biðjum við góðan Guð að hjálpa yndis- legu konunni þinni Kristínu, börnum, tengdabörnum, afa- börnum og systkinum þínum á þessum erfiða tíma. Blessuð sé minning um ynd- islegan mann sem þú varst, elsku Snæbjörn frændi. Hulda, Jóhann, Pétur, Guðný og Kristinn, Noregi. Kveðja frá samstarfsmönnum Það er svo margt sem kemur í hugann á þessari stundu og erfitt að koma því öllu á blað um okkar góða félaga sem fallinn er frá eft- ir erfiða baráttu við krabbamein. Starfsmenn Blöndustöðvar eru eins og ein fjölskylda og nú hefur verið höggvið stórt skarð í hana þar sem Snæbjörn Adolfs- son var einn af okkar tryggustu starfsmönnum og þátttakandi í öllum okkar athöfnum og við- burðum síðustu tvo áratugina. Það var unun að horfa á Snæja, eins og hann var kallaður af vinum og vinnufélögum, vinna sín verk í vélarskemmunni þar sem handbragðið var afskaplega fagmannlegt og fumlaust. Hann hafði gaman af því að fást við flókin smáatriði í fínsmíði sinni á járni og var í eðli sínu listamaður í höndunum. Snæi var afar hjálp- samur og alltaf til í að leggja sitt af mörkum við hvað sem var. Hann var öryggistrúnaðarmaður starfsmanna Blöndustöðvar frá upphafi starfs síns við stöðina og þar til hann lét af störfum vegna veikinda. Þar naut hann sín og var iðinn við að benda á eitt og annað sem betur mátti fara. Snæbjörn var áhugamaður um öll tæki og tól. Bílar og mótorhjól voru honum hugleikin og var hann skemmtilegur félagi í hjóla- ferðunum. Hans verður sárt saknað í þeim félagsskap. Snæbjörn kunni frá mörgu að segja, var mjög skemmtilegur á samkomum okkar og hafði gott lag á að fá aðra til að taka undir í gríninu og ekki síst gerði hann grín að sjálfum sér. Þær voru margar góðu stund- irnar sem við starfsmenn áttum saman í litlu kaffistofunni okkar í stjórnhúsinu og alltaf tók Snæ- björn þátt úr horninu sínu. Það hafa verið undarlegir tímar und- anfarnar vikur að hafa ekki Snæ- björn hjá okkur og tómleikinn í hjörtum okkar er mikill. Það verður skrítið að hafa ekki þenn- an dagfarsprúða mann í hópnum og sem þátttakanda í okkar dag- legu störfum. Hve fánýt eru flestra orð, þá fellur náinn vinur. Öll lífsins spilin lögð á borð, er lognast hjartans dynur. Við tekur í hjörtunum tómarúm, sem tíðum var fyllt af hlýju. Í lífinu skiptist á haustsins húm, og hljómfagurt vorlag að nýju. Í minningu geymið marga stund, um mikinn, góðan dreng. Sú hugsun mun þá létta lund, og leysa brostinn streng. (Jakob Hóli) Við samstarfsmenn þökkum fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna með slíkum öðlingi og allar ljúfu stundirnar sem við geymum í hjarta okkar. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Við starfsmenn Blöndustöðvar vottum fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng lif- ir í hjörtum okkar allra. F.h. starfsmanna Blöndu stöðvar, Guðmundur R. Stefánsson. Ekki grunaði mig þegar ég talaði við þig fyrir fjórum vikum að það yrði okkar síðasta samtal. Þá varstu loksins á leiðinni á Blönduós eftir rúmlega fjögurra mánaða sjúkralegu í bænum. Heilsu þinni fór hratt hrakandi og samtöl okkar urðu því miður ekki fleiri. Ekki gat okkur órað fyrir því þegar veikindin tóku sig upp í byrjun þessa árs að þau ættu eft- ir að leggja þig að velli á svo skömmum tíma. Baráttugleðin og æðruleysið í veikindunum var aðdáunarvert. Við eigum eftir að sakna þess að fá þig í helgar- heimsóknirnar í kaffi og enska boltann. Þú varst mikil barnagæla. Alli litli vinur þinn kallaði þig lengi vel afa og hljóp í fangið á þér þegar þú komst til okkar í heim- sókn. Nú spyr hann hvað í ósköp- unum þú ætlir að gera uppi í himninum og hvenær þú komir nú eiginlega niður aftur. Þú varst ótrúlega iðinn, alltaf með einhver verkefni á prjónun- um, allt lék í höndum þér og ekki kom fjölskyldan að tómum kof- unum þegar leita þurfti ráða eða aðstoðar við eitt og annað. Það er dapurlegt til þess að hugsa að nú er komið að leið- arlokum og samverustundir fjöl- skyldunnar með þér verða ekki fleiri. Það er stórt skarð höggvið í litlu fjölskylduna þegar þín nýt- ur ekki lengur við. Elsku Snæbjörn, missir fjöl- skyldunnar er mikill og þín verð- ur sárt saknað. Áslaug Ósk Alfreðsdóttir. Kær vinur og samstarfsfélagi, Snæbjörn Adolfsson, er fallinn frá, allt of ungur. Mig langar að minnast félaga míns í stuttu máli. Okkar kynni hófust fyrir 20 árum þegar við hófum störf við Blönduvirkjun. Það var þannig að við lentum saman á vöktum. Það voru því mörg jól, áramót og þá sérstaklega páskar sem við og fjölskyldur okkar héldum hátíð- leg saman uppi í virkjun, en allt- af voru þær stundir mjög ánægjulegar og ljúfar, þar sem allir hjálpuðust að við að gera samverustundir fjarri heimilun- um sem ánægjulegastar. Snæbjörn var frábær vinnu- félagi, vandvirkur, vinnusamur og góður húmoristi og er hans sárt saknað í samstarfshópnum. Það er af mörgu að taka þegar horft er um öxl, minningarnar margar um góðan og traustan vin og samstarfsfélaga. En mig langar að minnast eins. Þannig var að ég tók að mér námskeið fyrir vinnumálstofnun Norður- lands vestra sem fólst í rafsuðu, logsuðu og járnsmíði. Fékk ég Snæbjörn til liðs við mig enda var hann góður smiður og þá kom nú í ljós hve frábær kennari hann var líka, því með natni sinni, þolinmæði og endurtekn- ingum kom hann öllu frábærlega til skila. Ég og fjölskylda mín kveðjum góðan félaga og vin. Hugur okk- ar er hjá þér, Kristín mín, og fjölskyldu þinni. Innilegar sam- úðarkveðjur til allra aðstand- enda. Gísli og fjölskylda. Snæbjörn var sterkur maður, á margan hátt. Við sem nutum vinskapar hans söknum hans og þess sem hann hafði að gefa. Í gegnum tíðina gaf hann mikið af sér með margvíslegum viðvikum, en í veikindum síðustu mánaða gaf hann af andlegum styrk. Því meira sem líkaminn brást, þeim mun meira stækkaði hið innra. Æðruleysið var þvílíkt að orð fá því ekki lýst. Já, viðvikin hans Snæbjörns voru mörg. Hann rétti hjálpar- hönd, smíðaði og gerði við. Snæ- björn var ekki bara þúsundþjala- smiður heima hjá sér, fleiri nutu; Guðjón og Kolla, Raddý og meira segja við sem búum í Reykjavík. Síðasta sumar er hann kom suð- ur bjargaði hann okkur með því að eyða geitungabúi, sem okkur vantaði þor og lagni til að takast á við. Snæbjörn var ekki kröfu- harður á móti, ef hann fékk að launum einn bjór var hann glað- ur. Með þessum fáu og fátæklegu orðum langar okkur til að hvetja Kristínu áfram og stórfjölskyld- una. Það er mikið að missa Snæ- björn sem hefur verið kletturinn í 27 ár. Hans verður saknað og hans verður minnst. Í framtíðinni munum við minnast hans þegar við borðum lambalæri með grænum baunum og rauðkáli og/eða reykt folald- akjöt með uppstúf. Sem betur fer er það ekki svo sjaldgæft. Björk og Sveinn Rúnar. Nú hefur vinur minn og vinnu- félagi hann Snæbjörn kvatt okk- ur eftir erfið veikindi. Ekki komst hann í gegnum þessi veik- indi sem hann hafði barist við undanfarið þrátt fyrir bjartsýni og jákvæðni. Þegar þetta er skrifað er ég að færa verkefni sem hann hefur séð um á aðra starfsmenn Blönduvirkjunar. Nú fyrst geri ég mér grein fyrir því að Snæbjörn á ekki eftir að vinna fleiri verk með okkur hér en von- andi hefur hann aðstöðu á nýjum stað til þess og jafnvel að smíða eitthvað fínt úr járni. Við þessa hugsun færist yfir mig söknuður og sorg en stórt skarð hefur ver- ið höggvið í starfsmannahóp Blöndustöðvar. Snæbjörn var alltaf svo hjálp- samur ef við hinir vorum að basla eitthvað á verkstæðinu, ég man sérstaklega eftir hjálpsemi hans þegar ég var að vinna við breytingar á jeppunum mínum, alltaf var hann tilbúinn að hjálpa mér við járnsmíði og annað sem ég var að gera og stundum var unnið langt fram á kvöld. Sér- staklega fannst honum skemmti- legt að renna eitthvað vanda- samt í rennibekknum. Ef ég vogaði mér að fara í rennibekk- inn þá spurði hann alltaf „Er þér ekkert heilagt Jónas minn“ eða „Hefurðu ekkert að gera í raf- magni núna“. Það var stutt í stríðni og yfirborðsnöldur hjá honum sem var hægt að hafa gaman af. Hafðu þökk fyrir vinskapinn Snæbjörn minn. Ég sendi innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldu Snæbjörns. Jónas Þór Sigurgeirsson. Snæbjörn Adolfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.