Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 76

Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 76
LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 329. DAGUR ÁRSINS 2012 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 699 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. „Drukku frá sér ráð og rænu“ 2. Haldið sofandi í öndunarvél 3. Verjandi sofnaði við málflutning 4. „Af hverju á þetta ekki við …?“  Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans, mun ekki sækjast eftir endurráðningu þegar ráðning- artímabili hans lýkur í lok næsta árs. Hjálmar hóf störf í janúar 1999 og er að ljúka sínu þriðja ráðningartímabili. Í bréfi til starfsmanna skólans segir Hjálmar m.a. að hann telji mikilvægt að fá svigrúm til að endurnýja sig sem tónskáld og byggja upp fyrri starfsferil á því sviði. Starf rektors LHÍ verður auglýst á næstu dögum. Morgunblaðið/RAX Hjálmar sækist ekki eftir endurráðningu  „Ég held heim um jólin“ nefnist nýtt jólalag hljóm- sveitarinnar Loft- skeytamanna. Lag og texta sömdu feðgarnir Guð- mundur Ingi Þor- valdsson og Aðalsteinn Ingi Guð- mundsson. Aðalsteinn raulaði laglínuna stöðugt í sumar, þá aðeins 18 mánaða, og úr varð jólalag. Mynd- band við það má nú finna á YouTube. 18 mánaða gutti tók þátt í gerð jólalags  Hin sígilda jóla- bók Jólin koma, sem hefur að geyma ljóð Jó- hannesar úr Kötl- um og teikningar Tryggva Magn- ússonar, er komin út í sérstakri há- tíðarútgáfu í til- efni af því að 80 ár eru liðin frá því hún kom fyrst út, þ.e. árið 1932. Bók- in hefur nú verið prentuð í 27. sinn. Jólin koma 80 ára og prentuð í 27. sinn FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Rigning eða slydda með köflum um landið sunnanvert og slydda af og til á Vestfjörðum. Hiti víða 0 til 4 stig. Birgi Leif Hafþórsson vantaði smá heppni í púttunum á Spáni en veikindi settu strik í reikninginn í Flórída. Fremsti kylfingur landsins hefur lokið keppni á þessu ári eftir að hafa tekið þátt í úrtökumótum fyrir stóru móta- raðirnar beggja vegna Atlantshafsins. „Ég hef spilað mjög vel í allt haust og vantar bara herslumun til að ég fari í mjög lágar tölur,“ segir Birgir. »1 Vantar bara herslumun í mjög lágar tölur Snæfell og Tindastóll leika til úrslita í Lengjubikar karla í körfuknattleik í dag í íþróttahúsinu í Stykk- ishólmi. Tindastóll, sem er á botni úrvalsdeildar, vann Þór Þorlákshöfn í undan- úrslitum í gærkvöldi í æsi- spennandi leik með eins stigs mun, 82:81, og Snæ- fell lagði Íslandsmeistara Grindavíkur með 11 stiga mun, 99:88. »2 Tindastóll og Snæfell í úrslit „Það eru tveir góðir leikmenn í hverri einustu stöðu og samkeppnin er því hörð. Það er bara af hinu góða, held- ur manni á tánum og gerir mig von- andi að betri fótboltamanni,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason sem skoraði sigurmark fyrir FC Köben- havn í Evr- ópudeild UEFA í fyrra- kvöld. »3 Hörð samkeppni sem heldur manni á tánum VEÐUR » 8 www.mbl.is Á sunnudag Norðvestlæg átt, víða 5-10 og él norðanlands en bjartviðri að mestu á sunn- anverðu landinu. Heldur kólnar. Á mánudag NV 8-15 m/s með éljum við NA-ströndina, en hægviðri og léttskýjað víðast hvar annars staðar. Frostlaust við suðurströndina, en annars frost 0 til 8 stig. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is „Það halda margir að gönguskíði séu bara fyrir eldra fólk sem röltir áfram á breiðum skíðum með bakpoka og kakó í brúsa. En svo koma þeir hing- að og komast að því að þetta er hrika- leg áreynsla,“ segir Kristinn Hall- dórsson, formaður göngunefndar Skíðafélags Ísfirðinga. Á Ísafirði er gönguskíðamennska sannkölluð al- menningsíþrótt en á góðum dögum er algengt að yfir 100 manns séu á skíðagöngusvæðinu í Seljalandsdal. Yngstu skíðamennirnir eru á leik- skólaaldri en þeir elstu á níræðisaldri. Þegar Kristinn flutti til Ísafjarðar árið 2007 til að taka við embætti dóm- stjóra Héraðsdóms Vestfjarða hafði hann aðeins einu sinni stigið á göngu- skíði og hafði engin sérstök áform um að breyta því. En þá greip Bobbi – Kristbjörn Róbert Sigurjónsson – í taumana en Bobbi er mikil driffjöður í íþróttastarfi fyir vestan. „Bobbi öskraði bara á mig að það væru bara aumingjar sem væru ekki á göngu- skíðum þannig að ég keypti mér bara gönguskíði,“ segir hann. Fyrsta flokks æfingaaðstaða Skíðafélagið ræður yfir góðum skála í Seljalandsdal og þar hefur verið byggð upp fyrsta flokks æf- ingaaðstaða, sú besta á landinu, eftir því sem Kristinn fullyrðir og Jó- hanna Oddsdóttir, formaður Skíðafélagsins, og aðrir sem voru nærstaddir þegar viðtalið var tekið í skíðaskálanum í gær voru fljót að taka undir það. Á Ísafirði er mikil hefð fyrir gönguskíða- mennsku og varla að Ísfirðing- arnir í skálanum hefðu tölu á öll- um ísfirsku ólympíuförunum. Ekkert lát er heldur á áhug- anum en þau Kristinn og Jó- hanna benda m.a. á að um 45 krakkar í 1.-10. bekk æfi skíða- göngu 3-4 sinnum í viku. „Ég held að þetta sé hvergi annars staðar svona mikið,“ segir Kristinn. Skíðaganga er erfið íþrótt en hún fer vel með líkamann sem sannast m.a. á því að hægt er að stunda hana af krafti fram eftir öllum aldri. Marg- ir eldri Ísfirðingar stunda sportið, m.a. Gunnlaugur Jónasson sem er 81 árs. Gunnlaugur gekk 20 km í Fossa- vatnsgöngunni í vor og Kristinn kveðst hafa heyrt að þegar Gunn- laugur var spurður hvort hann hefði hugsað um styttri vegalengdir hefði hann sagt að hann ætlaði ekki að stytta leiðina fyrr en hann yrði gam- all. Varð að fá sér gönguskíði  Oft yfir 100 manns við æfingar á Ísafirði Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Æfingar Kristinn Halldórsson, formaður göngunefndar Skíðafélags Ísfirðinga, var ásamt um 50 öðrum í Seljalands- dal þar sem nú er æft stíft fyrir Fossavatnsgönguna sem haldin er í maí. Aðstæður voru með besta móti. Í gær voru um 50 manns í Seljalandsdal í árlegum æfingabúðum fyrir Fossavatnsgönguna sem voru settar á fimmtudag. Í æf- ingabúðunum er kennt flest það sem lýtur að göngutækni en einnig farið yfir ýmis önnur atriði, s.s. hvernig bera skal áburð á skíðin og hvernig velja skal rétta áburðinn. Æfingabúðunum verður slitið á morgun og skíðamennirnir geta síðan æft sig fram til 4. maí þegar ræst verður í Fossavatnsgönguna. Í henni er hægt að velja um að ganga 7, 10, 20 og 50 km. Tækni, átök og áburður ÆFINGABÚÐIR Í SELJALANDSDAL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.