Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 71

Morgunblaðið - 24.11.2012, Page 71
MENNING 71 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Háskólakórinn heldur upp á 40 ára starfsafmæli sitt með tvennum tón- leikum í Langholtskirkju. Fyrri tón- leikarnir verða annað kvöld, sunnu- dag, kl. 20 og þeir seinni þriðjudags- kvöldið 27. nóvember kl. 20. Kórinn, sem kemur fram ásamt Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, mun á tónleikunum frumflytja nýtt verk eftir Þóru Marteinsdóttur, Kvöldlokka, sem hún samdi í tilefni afmælisins við ljóð Þorsteins Valdi- marssonar. Á efnisskrá eru auk þess orgel- konsert eftir Francis Poulenc og messa í As-dúr eftir Franz Schu- bert. Einleikari á orgel er Guðný Einarsdóttir en einsöngvarar eru Helga Margrét Marzellíusardóttir, Hildigunnur Einarsdóttir, Hlöðver Sigurðsson og Jóhann Kristinsson. Stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Prúðbúin Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins á fyrstu sam- eiginlegu tónleikum sínum í nóvember árið 2007 í Langholtskirkju. Háskólakórinn fagnar 40 ára starfsafmæli sínu Bandaríska tónskáldið Pauline Oliveros verður heiðrað á tónleikum á Kjarvalsstöðum í dag kl. 15. Tón- leikarnir eru haldnir í samstarfi Jað- arbers og Listasafns Reykjavíkur. Í tilkynningu frá skipuleggj- endum kemur fram að Oliveros er eitt áhrifamesta tónskáld banda- rískrar tilraunatónlistar á 20. öld- inni. „Í upphafi ferils síns samdi Oliv- eros atónal kammerverk, en á 7. ára- tugnum gerðist hún félagi í San Francisco Tape Music Center, sem var í senn hljóðver og tónlistarleg hreyfing sem hýsti alls kyns til- raunastarfsemi og listviðburði. Eftir að vinna með sérstillta harmóníkku og rafhljóðfæri í rauntíma fór hún að kanna mörk spuna og tónsmíða og þróaði út frá því hugmyndafræði sem hún kallaði Deep Listening eða djúphlustun. Undanfarnar vikur hefur tónlistarhópurinn Fengja- strútur æft og skoðað djúphlustun og mun flytja nokkur slík verk með Báru Sigurjónsdóttur saxófónleik- ara, Tinnu Þorsteinsdóttur píanó- leikara og fleirum,“ segir m.a. í til- kynningu. Tónleikar til heiðurs tón- skáldinu Pauline Oliveros Áhrifamikil Pauline Oliveros hand- leikur sérstillta harmóníkku. Þær Erla Sigurðardóttir, vatnslita- málari og myndskreytir, og gler- listakonurnar Katrín Pálsdóttir og Steindóra Bergþórsdóttir bjóða gestum í opið hús í vinnustofur sín- ar í Galleríi Kletti á Hvaleyr- arbraut 35 í Hafnarfirði um helgina. Er húsið beint fyrir ofan gömlu bátaskýlin. Verða þær stöll- ur með opnar vinnustofur fyrir gesti og gangandi laugardag og sunnudag frá klukkan 13 til 17. Þá verða þær með opið alla fimmtu- daga til jóla, klukkan 14 til 18. Steindóra segir þær hafa verið í 21 ár á sama stað í bænum en hafa nú flutt sig um set eftir þennan langa tíma. „Við erum með best falda leyndarmálið í Hafnarfirði og sambúð okkar hefur verið góð öll þessi ár,“ segir Steindóra og lofar að þær verði með heitt á könnunni. Verk þeirra þriggja frá liðnum misserum verða til sýnis og sölu. Opið hús hjá listakonum í Galleríi Kletti Húsið Gallerí Klettur er á nýjum stað. Linda Persson hefur verið gestalista- maður Skaftfells, miðstöðvar myndlistar á Austurlandi, í október og nóvember. Hún lýkur dvöl sinni á Seyðisfirði með því að sýna gjörninga í Bókabúðinni - verkefnarými í dag kl. 15. Breski heimspekingurinn Liam Sprod kynnir bók sína, Nuclear Futurism, á Skaftfell Bistró í dag kl. 16. Höfundur mun ræða um snertifleti bókmennta og heimspeki. Kynningin fer fram á ensku. List Eitt verka Lindu Persson. Gjörningur og bókakynning Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is -VOTTUN ER OKKAR GÆÐAMERKI Sérfræðingar í gleri … og okkur er nánast ekkert ómögulegt Opið: 08:00 - 17:00alla virka daga • Hert gler - Í sturtuklefa - Í handrið - Í rennihurðir - Í milliveggi • Speglar - Á baðið - Á ganginn - Á skápinn - Í eldhúsið - Í barnaherbergið - Í svefnherbergiðSENDUM UM ALLT LAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.