Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 6

Morgunblaðið - 24.11.2012, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi sími: 488 - 9000 www.samverk.is samverk@samverk.is Söluskrifstofa og fagleg ráðgjöf Víkurhvarfi 6, 230 Kópavogi Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þetta gefur tilefni til að skoða hvers konar siðferði er í gangi hér í við- skiptalífinu. Fjöldi aðila í íslensku atvinnulífi á þangað augljóslega ekk- ert erindi, aðilar sem stunda starf- semi sem stenst ekki nein siðferðis- leg viðmið eða reglur,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmda- stjóri Alþýðusambands Íslands, í til- efni af kennitöluflakki síðustu ár. ASÍ hefur látið rannsaka kenni- töluflakk eftir efnahagshrunið sam- hliða rannsókn á undanskotum. Máli sínu til stuðnings bendir Halldór á að stjórnendur margra fyrirtækja hafi tekið úr þeim verð- mæti og flutt þau yfir í ný félög en skilið það gamla eftir með skelina eina saman – og skuldbindingar og kröfur. Ætla megi að fjöldi ein- staklinga, launafólk og birgjar, hafi tapað stórfé á flakkinu. Hátt í 300 milljarðar Upphæðirnar séu þannig veru- legar. Tölur sem Creditinfo hafi tek- ið saman fyrir ASÍ sýni fram á að kröfum að andvirði 280,8 milljarða króna hafi verið lýst í þrotabú á tímabilinu 1. mars 2011 til 1. mars 2012 og að kröfuhafar hafi aðeins fengið 6,7 milljarða, eða 2,39%, upp í kröfur. Þar af eru kröfur í fjár- mála- og vátryggingastarfsemi 167,4 milljarðar en næst koma fasteignafélög með 26,9 milljarða kr. Beri hér að hafa í huga að stundum sé Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Það kom fram að fyrri stjórnendur Arion banka vöruðu við því að þessi leið yrði farin. Það virðist vera al- menn samstaða um að þetta hafi verið mjög óskynsamlegt. Ég hef ekki fundið neinn mann sem hefur mælt þessari leið bót,“ segir Guð- laugur Þór Þórðarson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, en málefni Dróma voru til umræðu á fundi nefndarinnar í gærmorgun. Fulltrúar frá Fjármálaeftirlitinu, Arion banka og Dróma komu á fund nefndarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra viðurkenndi í vikunni að það hefði ekki verið skynsamleg leið að láta Dróma innheimta lán SPRON og Frjálsa fjárfestinga- bankans. Guðlaugur Þór segir stóru spurn- inguna vera hvers vegna sú ákvörð- un hafi verið tekin að fara þessa leið hjá þessum fjármálastofnunum einum. „Það er augljóst að það var varað við þessu á sínum tíma og þau varnaðarorð hafa gengið eftir.“ Fyrrverandi viðskiptavinir SPRON og Frjálsa fjárfestinga- bankans afhentu í gær forsætisráð- herra og fulltrúum Arion banka áskoranir með á annað hundrað undirskrifta. Þar er Drómi m.a. sakaður um samviskuleysi og óbil- girni gagnvart lántakendum. Lánasöfnin verði færð Skora þeir á stjórnvöld og þing- menn að sjá til þess að lánasöfn fyr- irtækjanna verði færð til banka- stofnana með hagsmuni af „eðlilegum viðskiptum til fram- búðar“. Í áskoruninni til Arion banka, sem er stærsti kröfuhafinn í þrotabú SPRON, er farið fram á að viðskiptavinir verði „losaðir undan því oki að eiga við slitastjórn Dróma“. Í yfirlýsingu frá Arion banka kemur fram að bankinn hafi á sín- um tíma lýst yfir áhuga á að taka við lánunum. FME hafi hins vegar ákveðið að færa þau í Dróma. Sú staðreynd að Arion banki sé stærsti kröfuhafi Dróma jafngildi ekki eignarhaldi á félaginu. Varað við aðferð- inni á sínum tíma  Lántakendur losni undan „oki“ Dróma Morgunblaðið/Ómar Ákall Óánægðir fyrrverandi viðskiptavinir Dróma og Frjálsa fjárfestinga- bankans afhentu stjórnvöldum og Arion banka áskoranir í gær. Fram kom í úttekt Alþýðusambandsins, SA og ríkisskattstjóra í fyrra- sumar að áætlað væri að innan lítilla fyrirtækja með veltu undir milljarði kr. á ári væri „svört vinna“ um 11% starfa og er þá átt við launamenn sem ekki eru skráðir á staðgreiðsluskrá. Mat ríkisskattstjóra þá var að samfélagið yrði af um 14 milljörðum vegna þessa. Var úttektin hluti af átaksverkefni til að sporna við svartri at- vinnustarfsemi sem ríkisstjórnin boðaði í yfirlýsingu sinni vegna kjarasamninganna sumarið 2011. Hafa Samtök atvinnulífsins, ASÍ og ríkisskattstjóri haft aðkomu að því átaki. Meðal annarra verk- efna innan átaksins var könnun meðal lítilla fyrirtækja í ferða- þjónustu og mannvirkjagerð sl. sumar. Leiddi hún í ljós að hjá yf- ir 20% þeirra rekstraraðila sem voru skoðaðir var stunduð svört vinna. Kannanirnar eru gerðar með vettvangsathugun. Yfir 20% starfa „svört vinna“ UNDANSKOT Í FERÐAÞJÓNUSTU OG BYGGINGARIÐNAÐI Halldór Grönvold kröfum ekki lýst, enda séu þær tald- ar glataðar. Á móti kemur að í ein- hverjum tilfellum sé um áætlanir opinberra aðila að ræða. Hinir heiðarlegu látnir borga Halldór segir kennitöluflakkið og undanskot frá skatti koma niður á heiðarlegum fyrirtækjum. „Með þessu er verið að skapa fyrirtækjum sem eru heiðarleg og skila sínum sköttum og skyldum samkeppnisstöðu sem þau ráða illa við. Þetta hefur í för með sér að ein- staklingar verða fyrir margvíslegu tjóni, þar með talið starfsmenn sem verða af þeim kjörum og réttindum sem þeim ber,“ segir Halldór. Þá nefnir hann hvernig sjóðir samfélagsins verði af miklum tekjum sem þýði að annaðhvort þurfi þeir sem eru heiðarlegir að borga fyrir hina eða að grípa þurfi til niðurskurðar á samfélagslegri þjón- ustu og velferð. „Það er sorglegt þegar maður heyrir þá mótbáru að menn séu bara að reyna að bjarga sér með undanskotunum. Bjarga sér á kostnað hverra? spyr ég þá,“ segir Halldór og nefnir hvernig tveir menn hafi hvor um sig tengst gjald- þrotum 27 félaga frá hruni. „Svonefndir útfararstjórar eru ný stétt manna sem eru gjarnan ekki vandir að virðingu sinni og taka að sér að vera í forsvari fyrir félög þeg- ar þau eru að fara í þrot til þess að aðrir geti þá komið sér í burtu. Sagt er að gjaldið sé frá 50-150 þús. kr., auk verðmæta sem þeir geta hirt.“ Tapaðar kröfur í búin námu 274 milljörðum  2,39% fengust upp í kröfur frá 1. mars 2011-1. mars 2012 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Yfir milljón bandarískra kvenna hef- ur gengist undir krabbameinsmeð- ferð að óþörfu. Er það niðurstaða nýrrar bandarískrar rannsóknar sem birtist í tímaritinu New England Jo- urnal of Medicine á fimmtudaginn og fréttastofa AFP segir frá. Er það vegna reglubundinnar skimunar við brjóstakrabbameini sem greinir skaðlaus æxli. Ætlunin með skimun- inni er að finna krabbameinið á byrj- unarstigi, áður en það dreifist og verður erfiðara meðhöndlunar, en bandarísku vísindamennirnir segja það leiða til þess að fjöldi kvenna gangist undir erfiðar krabbameins- meðferðir að óþörfu, líkur séu á að æxlið hefði aldrei leitt til klínískra einkenna. Notast var við skráningargögn brjóstakrabbameinsleitar í Banda- ríkjunum frá 1976 til 2008. Greining þeirra leiddi í ljós að síðan brjósta- skimun varð reglubundin í Banda- ríkjunum hefur fjöldi af snemma greindu brjóstakrabbameini tvöfald- ast á undanförnum árum. Læknar finna æxli í 234 konum af hverjum 100.000. Á sama tímabili hefur þeim konum sem greinist með brjósta- krabbamein á seinni stigum fækkað um aðeins 8%, frá 102 niður í 94 tilfelli af hverjum 100.000 konum. Þetta ójafnvægi þykir benda til þess að um ofgreiningu sé að ræða. „Við áætlum að árið 2008 hafi brjóstakrabbamein verið ofgreint í yfir 70.000 konum; það er 31% af öllum brjóstakrabba- meini sem greinist,“ er haft eftir dr. Gilbert Welch við læknadeild Dartmouth-háskóla sem stýrði rann- sókninni. Þá er því haldið fram að veruleg fækkun dauðsfalla vegna brjóstakrabbameins megi best skýra með því að meðferðin er orðin betri, frekar en að meinið uppgötvist snemma í skimun. Brjóstakrabbamein er algengasta form krabbameina í konum og það sem dregur flestar til dauða. Ár hvert greinast 1,4 milljónir nýrra tilfella af brjóstakrabbameini í heiminum. Dánartíðni lækkað um 40% Kristján Sigurðsson, yfirlæknir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Ís- lands, segir að umræðan um ofgrein- ingu krabbameina komi reglulega upp. „Auðvitað mætti segja að það væri alltaf viss ofgreining í krabba- meinsleit. Við komumst aldrei hjá því. Þegar kona greinist með mjög lít- ið æxli í brjósti er ekki hægt að vita nákvæmlega frekari þróun á því, hvort það mun leiða hana til dauða eða ekki. En við vitum að æxlið er dæmt til að vera krabbamein af meinafræðingum og hvernig í ósköp- unum getum við verið ásátt um að láta það vera áfram í konunni og bara fylgjast með henni. Við verðum að fjarlægja öll æxli sem við finnum. Ef þau eru mjög lítil dugar fleygskurður oftast. Sú fullyrðing að konur missi brjóstin að óþörfu er ekki í samræmi við þær niðurstöður sem við höfum úr leitinni hér,“ segir Kristján. Hann tekur fram að tilgangur skimunar eftir brjóstakrabbameini sé að finna æxlin á byrjunarstigi, áður en sjúkdómurinn nær að dreifa sér. „Það sem sýnir fram á hvort að leitin er að gera gagn eða ekki er að meta breytingar á dánartíðni hjá þeim sem mæta til leitar og þeim sem gera það ekki. Rannsóknir hér á landi sýna að dánartíðnin af völdum brjósta- krabbameins er um 45% hærri í þeim hópi kvenna sem mæta ekki til leitar m.v. þær sem mæta reglulega. Í heildina hefur leitin lækkað dánar- tíðni af völdum brjóstakrabbameins um 40% og þótt hækkun sé á nýgengi brjóstakrabbameina á aldrinum 50- 69 ára þá hefur nýgengi fallið á aldr- inum 70-79 ára sem bendir til að hækkunin meðal yngri kvenna stafi af flýtingu í greiningu sjúkdómsins frekar en ofgreiningu,“ segir Krist- ján. Regluleg skimun fyrir brjósta- krabbameini hófst hér á landi árið 1987 og eru konur á aldrinum 40 til 69 ára boðaðar til leitar á tveggja ára fresti. „Það eru sannanir fyrir gagn- semi leitar og það ber að mæla með að konur mæti í leit,“ segir Kristján. Segja brjóstakrabba- mein oft ofgreint  Tilgangur skim- unar að finna æxlin á byrjunarstigi Morgunblaðið/Heiddi Leitartæki Hjá Leitarstöðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.