Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Það þarf varla að rifja upp fyrir nokkrum manni hversu miklu áfalli þjóðin varð fyrir í kjölfar banka- hrunsins haustið 2008. Næstu ár á eftir voru öllum erfið og líkt og aðrir landsmenn þurftu stjórn- málamenn og kjörnir fulltrúar að leita nýrra leiða til að halda hlutunum gang- andi. Reykjavík- urborg var að sjálfsögðu ekki undanskilin þeirri áskorun. Tekjur borgarinnar drógust eins og gefur að skilja töluvert saman og fara þurfti í umsvifamiklar aðgerðir til að láta rekstur hennar ganga upp. Þetta voru óvenjulegir tímar sem kölluðu á óvenjuleg vinnubrögð. Þetta var ekki verkefni sem ein manneskja eða einn stjórn- málaflokkur gat leyst heldur krafð- ist verkefnið þess að allir þurftu að leggja sitt af mörkum og vinna saman. Ef einhvern tímann voru tímar til að standa saman og leggja pólitískt dægurþras til hliðar þá var það á þessum tímapunkti. Það tókst undir forystu þáver- andi borgarstjóra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Aldrei var ætlast til þess að nokkur kjörinn fulltrúi legði pólitískar hugsjónir sínar til hliðar eða að ekki yrði tekist á um pólitíska nálgun á viðfangsefninu. Hönnu Birnu tókst að ná fram samstarfi allra flokka um mikilvæg- ustu málin. Samvinna er lykilorð Undir forystu Hönnu Birnu náði Reykjavíkurborg að tryggja ábyrga fjármálastjórn án þess að hækka skatta og álögur á íbúa borg- arinnar. Það tókst með innleiðingu nýrra vinnubragða og stóraukins samráðs bæði meiri- og minnihluta. Þverpólitískur hópur var mynd- aður, borgarsjóður var rekinn án halla, stór skipulagsmál voru leyst í sátt en umfram allt voru þjón- ustugjöld og skattar ekki hækk- aðir. Það hafði fram að því ekki verið hefð fyrir því að minnihluti borgarstjórnar væri kallaður til við ákvarðanatöku og samráð í borg- inni. Hanna Birna breytti þeirri hefð og gerðar voru mikilvægar breytingar á vinnulagi borgarinnar. Í kjölfarið lögðu borgarfulltrúar sig fram við að halda þeirri sátt sem þá hafði verið mynduð í þágu borg- arbúa. Kjörorð vinnunnar var „Sparnaður án niðurskurðar“ þar sem áhersla var lögð á að hagræð- ing kæmi ekki niður á grunnþjón- ustu borgarinnar, störfum eða gjaldskrám. Borgarstjórn leitaði til starfs- fólks Reykjavíkurborgar og var farið yfir stöðu mála í skipulögðum vinnustofum þar sem starfsmenn fengu tækifæri til að koma sínum hugmyndum á framfæri. Alls tóku hátt í 3.000 starfsmenn þátt í þess- ari vinnu og fram komu um 1.500 tillögur til hagræðingar. Aldrei áð- ur hefur verið leitað eftir svo víð- tækri þátttöku starfsmanna vegna fjárhagsáætlunar en afraksturinn sýndi greinilega hvernig aukin samvinna getur skapað farsælar lausnir. Við þurfum breytingar Tímarnir sem við lifum á eru enn óvenjulegir og þörfin fyrir ný og betri vinnubrögð hefur aldrei verið meiri. Þess vegna eigum við að veita Hönnu Birnu góðan stuðning til að takast á við landsmálin. Við þurfum breytingar. Við þurfum breytingar á vinnubrögðum, breyt- ingar á áherslum og breytingar á forgangsröðun verkefna í þágu al- mennings. Þess vegna þurfum við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur til forystu. HILDUR H. DUNGAL, lögfræðingur. Borgarstjóratíð Hönnu Birnu Frá Hildi H. Dungal Hildur H. Dungal Á einungis 5 árum frá 2007 til og með 2011 hafa orðið 61 banaslys í umferð- inni á Íslandi. 851 slys með alvar- legum meiðslum og 3.982 með litlum meiðslum. Ein- staklingarnir eru fleiri, sem og þeir sem verða fyrir áföllum vegna þess að þeir sem þeim eru kærir hafa lent í um- ferðarslysi. Umferðarslys og afleiðingar þeirra er eitt helsta heilbrigð- isvandamál þjóðarinnar. Fyrsti þing- maðurinn til að líta á þessa vá sem heilbrigðismál á Íslandi er Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður og fyrr- verandi heilbrigðisráðherra. Undirritaður hefur komið að um- ferðaröryggismálum um langt árabil. Á umferðaröryggisráðstefnu í Lond- on árið 2004 hlustaði ég á Gro Herlem Bruntland, fyrrverandi forsætisráð- herra Noregs og þá framkvæmda- stjóra WHO (Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna), segja merki- legan hlut. „Helstu markhópar í um- ferðaröryggismálum heims eru stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk. Ekki bara ökumenn.“ Þetta fékk mig til að líta til Alþingis Íslendinga og ég komst í raun um að þar var enginn að berjast fyrir auknu umferðaröryggi og að koma í veg fyrir þær hörm- ungar sem umferðarslys valda. Fyrsti þingmaðurinn til að taka umferðaröryggismál föstum tökum í kjölfarið var Guðlaugur Þór og hann átti stóran þátt í því, ásamt Sturlu Böðvarssyni, þáverandi samgöngu- ráðherra, að EuroRAP-verkefnið hófst á Íslandi árið 2006. EuroRAP er stöðluð úttekt og mat á öryggi vega- kerfa og þær aðferðir sem þar hafa verið þróaðar eru nú eitt helsta tæki átaks Sameinuðu þjóðanna á heims- vísu í umferðaröryggismálum, „De- cade of Action“, sem Ísland er aðili að. Á laugardaginn fer fram prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna komandi alþingiskosninga. Einn frambjóðenda hefur sett umferðarör- yggi og samgöngumál á sína stefnu- skrá sem eitt helsta baráttumál sitt. Það er Guðlaugur Þór Þórðarson og má sjá hans áherslur í myndbandi sem hann hefur gert. Þetta mynd- band er á vefsíðu Guðlaugs, www.gudlaugurthor.is. Þar leggur hann sérstaka áherslu á málefni Reykjavíkur og höfuðborgarsvæð- isins. Markmið „Áratugar aðgerða“ Sam- einuðu þjóðanna er að hvetja allar þjóðir heims til að taka höndum sam- an og fækka alvarlegum umferð- arslysum um 50% til ársins 2020. Nú eru 2 ár að verða liðin af þessu tíma- bili og því miður hefur umferðarör- yggi ekki náð inn í störf Alþingis að því marki sem þarf til að þessum ár- angri verði náð. Framlög til umferð- aröryggismála og vegagerðar á Ís- landi eru í sögulegu lágmarki og flest annað en umferðaröryggi látið ráða för við ákvarðanatöku í samgöngu- málum og ekki tekið tillit til hvar flest slysin verða. Það sýna áherslur nú- verandi valdhafa gagnvart Reykjavík og Suðvesturlandi. Störf og stefna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í þessum málaflokki ræður því meir en nokkuð annað, að ég ætla að styðja hann í 2. sætið í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík, sem og alla aðra frambjóðendur sem hafa sömu áherslur. Því miður eru þeir alltof fá- ir, en þeim fer fjölgandi. Ég hvet alla sem vilja sjá færri þurfa að upplifa hörmungar og afleið- ingar umferðarslysa til að gera slíkt hið sama. ÓLAFUR KRISTINN GUÐMUNDSSON, tæknistjóri EuroRAP á Íslandi – Áhugamaður um bætt umferðarör- yggi. Umferðaröryggi í framsætið Frá Ólafi Kristni Guðmundssyni Ólafur Kristinn Guðmundsson Bréf til blaðsins mbl.is alltaf - allstaðar Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga holabok.is/holar@holabok.is Séra Pétur í Óháða söfnuðinum hefur um áratugaskeið fundið skrýtin og skemmtileg orð til að setja í stað hinna hversdagslegu. Hér eru þau öll! Sjá verðlaunagetraun í tengslum við bókina á facebooksíðu Bókaútgáfunnar Hóla. ORÐASNILLD SÉRA PÉTURS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.