Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ómar Kátar sjósundskonur Þær tóku glaðar að sér fyrirsætustörfin lopaklæddar, F.v Elín Ebba, Helga, Kristín og Hafdís. Strákarnir mönuðu okkur Þær Elín Ebba, Helga og Krist- ín starfa allar hjá Hlutverkasetri, virknimiðstöð fyrir fólk sem hefur dottið út af vinnumarkaði af ein- hverjum ástæðum. „Konur eru í meirihluta starfsmanna og fyrir vik- ið fannst strákunum sem stunda staðinn dagskráin heldur kvenlæg. Þeir stungu því upp á því að við fær- um öll saman í sjósund einu sinni í viku. Þeir voru að mana okkur stelp- urnar. Við vorum tregar í taumi en eftir að við létum til leiðast uppgötv- uðum við hvað þetta er ofboðslega hressandi,“ segja þær og bæta við að þetta snúist mikið um hugarfar. „Ég kveið mjög fyrir að fara ofan í fyrst, en núna læt ég ekki heilann plata mig þegar hann er að reyna að segja mér að þetta sé of kalt og að ég muni ekki þola þetta. Hugsunin um hvað mér líður alltaf vel eftir sjósundið, er sú hugsun sem ég tek með mér þeg- ar ég fer út í hafið. Mér finnst ennþá ofboðslega kalt að fara ofan í, en vellíðunartilfinningin er mikil á eftir og gerir þetta þess virði að stunda þetta. Reyndar verður maður eig- inlega fíkinn í þetta,“ segir Elín Ebba. „Mér finnst best að drífa mig strax út í sjó þegar ég er búin að klæða mig í sundbolinn. Um leið og ég sé sjóinn finn ég svolítinn fiðring, þessu fylgir alltaf smáspenningur,“ segir Helga. Synti í sjónum á Akranesi Þær segja misjafnt hversu margir komi með þeim í sjósundið hverju sinni, en þær þrjár mæta allt- af. „Stundum erum við tíu, en stund- um færri, sérstaklega á veturna, því ekki þola allir kuldann. Við viljum vera góðar fyrirmyndir fyrir skjól- stæðinga okkar og við komum ofur- hressar í vinnuna eftir okkar viku- lega sjósund. Við erum ekki nema í tvær mínútur í sjónum á þessum árs- tíma, en syndum í hálftíma á sumrin. Þetta er okkar líkamsrækt og and- lega uppbyggjandi. Ég skellti mér í Viðeyjarsundið aðra leiðina í sumar og stefni á að fara báðar leiðir,“ segir Elín Ebba sem er alin upp á Akra- nesi og synti þar oft á sumrin í sjón- um með mömmu sinni þegar hún var barn að aldri. Eins og spark í punginn Karlarnir í Lopagenginu eru sérlega vörpulegir þar sem þeir standa saman í hnapp, allir klæddir prjónuðum sundskýlum úr lopa. „Flestar þessar skýlur eru prjónaðar af konum okkar eða mæðrum, nema skýlan hans Óskars, hann prjónaði hana sjálfur,“ segja þeir félagar og eiga þar við Óskar Jónasson kvik- myndagerðarmann. „Hann var mjög lengi að prjóna skýluna sína.“ Þeir segjast vera brautryðjendur á þessu sviði og einn þeirra fullyrðir kinn- roðalaust: „Ég átti fyrstu lopasund- skýlu samtímasögunnar. Það hafði verið þó nokkur umræða um þetta innan hópsins, en einhver þurfti að taka af skarið. Svo fylgdu hinir á eft- ir og hinn 1. janúar árið 2007 mættu allir í hópnum í lopasundskýlu.“ Þessi fjórtán manna hópur hef- ur farið saman í sjósund einu sinni í viku allt frá því í september árið 2004, eða í átta ár. „Við störtuðum í raun þessu vetrarsjósundi, því þá var ekki opið hér nema á sumrin, en við fengum ÍTR til að opna fyrir okkur svo við kæmust í aðstöðuna hér, búnings- klefana og sturturnar. Nú hefur þetta undið upp á sig og fullt af fólki sem stundar þetta sér til heilsubót- ar.“ Þegar þeir eru spurðir hvað sé svona gott við sjósund eru þeir fljótir til svars. „Ekkert. Þetta er bara vont. Þetta er ekki ólíkt því að láta sparka í punginn á sér, það er gott eftir á. Félagsskapurinn er góður og það er ögrandi að takast á við þetta. Og svo er gott að sjá hina þjást,“ segja þeir og skoppa hlæjandi í átt til hafs þar sem þeir stinga sér fram af klettum. Út í Hann stakk sér fram af klettum í fallega röndóttri lopasundskýlu. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Guðjón Sigurbjartsson Viðskiptafræðingur & framkvæmdastjóri / facebook.com/gudjonsigurbjarts 3.-5. sæti Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík 24. nóvember 2012 Staða heimilanna og þjóðarbúsins er þannig að það þarf markvissar aðgerðir. Stöndum við ESB umsóknina og tökum upp Evruna. Við þetta kemur stöðugleiki, verðtrygging verður óþörf og vextir munu lækka. Opnum á innf lutning landbúnaðarvara og drögum úr styrkjum til greinarinnar. Við þetta lækkar matvöruverð, vöruval eykst og skattar lækka. Við ofangreint munu útgjöld meðalheimilis lækka í námunda við 50 til 100.000kr. á mánuði. Einnig munu nýjar útflutnings atvinnugreinar svo sem ferðaþjónusta, hátækniiðnaður og skapandi starfsemi, sem verða uppspretta hagsvaxtar næstu árin, ná að vaxa og dafna í stað þess að flýja land. Bætum hag heimilanna svo um munar Í desember munu rithöfundar lesa upp úr verkum sínum við heita pottinn í Nauthólsvík tvisvar til þrisvar í viku til jóla. Sigurbjörg Þrastardóttir ríð- ur á vaðið 3. des kl. 18 og les upp úr bók sinni Stekk. Hinn 12. des. ætla Anna Rósa og Albert að lesa úr Ljúfmetisbókinni sinni. Kristín Þóra Harð- ardóttir og Sigrún Óskarsdóttir hafa einnig boðað komu sína til að fræða sjósundsfólk um matseld úr biblíunni, en þær gáfu nýlega út bókina Orð, krydd og krásir. Hægt er að sjá nánari dagskrá á: nautholsvik.is. Yfir vetrartímann er aðstaðan til sjósundsiðkunar opin á hverjum virk- um degi í hádeginu, á milli kl. 11 og 13. Auk þess er opið á mánudögum og miðvikudögum seinnipartinn, frá kl. 17-19. Skáld lesa upp fyrir sundfólk DAGSKRÁ Í DESEMBER Í NAUTHÓLSVÍKINNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.