Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 66
66 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum. Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit. Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft ekki annað tæki en bizhub C35. Verð: 379.900 kr. Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert að velta fyrir þér flutningum eða breytingum á einhvern hátt. Gildismat þitt er ólíkt gildismati annarrar manneskju og einhver þarf að gefa eftir. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú lífgar upp á tilfinningar þeirra sem eru í kringum þig með glaðværð þinni. Samn- ingaviðræður sem þú átt í taka að líkindum nokkuð á. Ef þú tekur rétt á málum, þá snú- ast þau þér í hag, því þú hefur verksvitið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það mun koma þér á óvart hversu margir vilja hlýða á mál þitt. Viljirðu ná mál- um fram af einhverju viti þarftu að sýna þol- inmæði næstu vikurnar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, látið það eftir ykkur. Til að nýta daginn sem best skaltu vakna fyrr en þú gerir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú bregst við beiðnum eftir því hvaða tónn er í þeim. Reyndu að koma í veg fyrir rugling varðandi sameiginlegar eignir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Farðu með gát í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur í dag. Einstaklingur hefur eitt- hvað mikilvægt að kenna þér og þú ert tilbú- in/n til að læra eitthvað nýtt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér hefur tekist að koma fjármálunum í rétt horf og hefur því efni á að verðlauna þig. Eina mínútuna ertu að skipuleggja frí, þá næstu vinnuferð. Reyndu að finna meiri frí- tíma. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Dagurinn í dag er afleitur til að samþykkja eitthvað mikilvægt eða að skrifa undir samning. Mundu að þú þarft að hafa fyrir góðum einkunnum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú munt hugsanlega kvarta und- an foreldrum þínum í dag. Er nokkuð skrýtið þó að einhver í fjölskyldunni sé að reyna að slá þig um lán? Það ert þú sem hefur fjár- málavitið. 22. des. - 19. janúar Steingeit Til þín eru gerðar miklar kröfur og auðvitað gerir þú þitt besta til að standa und- ir þeim. Vertu glaður/glöð yfir því sem þú átt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Einhver orð, sem vinur lætur falla, særa þig djúpt. Hví ekki að láta sérfræð- ingana um verkið? Blind stefnumót eiga eftir að ganga vel. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það eru ósköp litlar upplýsingar til um áhugasvið þitt. Vertu viðbúin/n að grípa gæs- ina þegar hún gefst. Það lá vel á karlinum á Laugaveg-inum þegar ég sá hann. Hann hafði verið á Jómfrúnni og fengið sér staup af Aalborg Jule Akvavit og raulaði gamla vísu eftir Lúðvík Blöndal rímnaskáld, sem hann kvað við kerlu sína: Best er að drekka brennivín, bindinu fleygja: „Heyrirðu ekki heillin mín hvað ég er að segja?“ Svo fór hann að tala um vinkonur sínar, sem hann á margar, og sumar pólitískar: „Hér er ástandið eins og var spáð, herra,“ sagði Eyrún og laut hennar náð, herra, „ei á jarðríki hér eins og auðskilið er finnst annar eins forsætisráðherra!“ Síðan eins og alltaf þegar konur ber á góma fer hann að horfa upp til himins og síðan upp Skólavörðustíg- inn og það er blíða í augum hans: Vor mannkind svo hrakin og hrjáð, herra, oft hefur í náttmyrkri áð, herra, í holtinu þar sem í kotinu hvar er mín kerling, minn forsætisráðherra! Og ósjálfrátt kemur upp í hugann vísa úr Rubáiyat í þýðingu Skugga, sem móðurbróðir minn Pétur Bene- diktsson bankastjóri og alþing- ismaður fór oft með: Sögu eina segja vil ég þér sem er ekki búin til af mér: þar sem eitt sinn voldugt ríki var villiasninn er nú kóngur þar. Fyrir viku eða svo spurðist ég fyr- ir um höfund að þrem vísum og hef- ur einn komið í leitirnar: Lífs míns sól fer lækkandi, loks hún hverfur sýnum. Fer nú óðum fækkandi framhjátökum mínum. Í vísnaþætti Jóns Gunnars Jóns- sonar í Lesbókinni í maí 1980 er þessa stöku að finna og er Ragnar Ásgeirsson höfundurinn. Hann þurfti starfa sinna vegna mjög að ferðast út um land, meðal annars til að halda námskeið fyrir bændur. Oft lauk þeim með samsætum þar sem hann var hrókur alls fagnaðar og dansaði þá við konur og dætur þeirra sem námskeiðin sóttu. Skömmu eftir eina slíka ferð héldu vinir hans honum samsæti fimm- tugum. Þar voru vísur ortar og ræð- ur fluttar og oft vikið að kvenhylli afmælisbarnsins. Við það tækifæri kastaði Ragnar fram þeirri vísu, sem að ofan greinir. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Mín kerling, minn forsætisráðherra Í klípu Í ANNAÐ SKIPTIÐ ER SLAKAÐ AÐEINS Á KRÖFUNUM. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „JÁ, ÞEIR LÍTA VEL ÚT.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að bíða meðan hann les íþróttasíðurnar. OG EF ÞETTA GENGUR EKKI, LOFIÐ ÞIÐ ÞÁ AÐ BAKTALA EKKI HVORT ANNAÐ TIL ÆVILOKA? AÐGANGUR BANNAÐUR EINKA- LÓÐ SNÁFIÐ BURT! ÞAÐ ER EITTHVAÐ STÓRKOSTLEGT Á NÆSTA LEITI! ÉG ÆTLA EKKI AÐ RÁÐAST INN Í ENGLAND FYRR EN ÉG FÆ MERKI. GÓÐAR FRÉTTIR! MAMMA KEMUR Í HEIM- SÓKN Á ÞRIÐJUDAGINN! ÞETTA ERMERKIÐ! Síðustu daga í vinnunni hefur veriðstundaður svokallaður Leyni- vinaleikur. Hann snýst um að gleðja tiltekinn vinnufélaga á einhvern hátt og færa honum eitthvað óvænt. Að sjálfsögðu veit hann ekki hver leyni- vinurinn er. Vissulega getur það ver- ið krefjandi að finna út hvernig gleðja eigi manneskju sem viðkom- andi þekkir jafnvel ekki baun í bala. x x x Til þess er nú leikurinn gerður. Aðfá fólk til að kynnast og bregða á leik. Koma á samskiptum sem undir venjulegum kringumstæðum hefðu varla orðið. Telur Víkverji að and- rúmsloftið hafi verið léttara í skamm- deginu í vinnunni. Tímapunkturinn er góður því glaðningarnir hafa oftar en ekki falist í einhvers konar jóla- dóti og glingri. x x x Það var einstaklega gaman að sjábása karlkyns samstarfsmanna, fagurlega skreytta með glimmer og jóladóti. Leynivinirnir beitir ýmsum brögðum til að villa á sér heimildir. Láta jafnvel maka eða mæður sínar skrifa skilaboð til leynivinar eða plata starfsfélaga til að koma gjöf- unum fyrir og annað í þeim dúr. x x x Víkverji lenti í því þegar hann varað koma glaðningnum fyrir að þurfa nánast að henda honum á borð- ið, skella á sig svartri hettunni og hlaupa af stað svo ekki kæmist upp um hann. Aðrir hafa séð leynivini sín- um bregða fyrir í verslun og hraðað sér út í snarhasti og haldið að leyni- vinurinn hafi borið kennsl á þá. x x x Sá þáttur sem Víkverja hefur þóttmest spennandi er að reyna að lesa í leynivininn, í sumum tilfellum lesa um hann. Forvitnin nær þó há- marki með því að leiða getum að því hver standi á bak við pakkann á borði Víkverja undanfarna morgna og draga skynsamlega ályktun um hver hann gæti verið. Kannski gleymir Víkverji því að leynivinur hans hugs- ar kannski ekki alveg eins og hann. Þar af leiðandi skilur hann ekki endi- lega ummerki eftir sig í hverjum pakka – og þó! víkverji@mbl.is Víkverji Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. (Jóhannesarguðspjall 14:6)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.