Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.11.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. NÓVEMBER 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is V enjulegir sundbolir eru hannaðir fyrir fólk sem er í góðu veðri að synda í heitu vatni. En þegar maður er í sjósundi í frosti þá duga slíkar flíkur skammt,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir þar sem hún stendur í flæðarmálinu í Nauthólsvík í frosti og bíður eftir sam- starfskonum sínum sem ætla að skella sér með henni í sjóinn. Hún skartar glæsilegum röndóttum sundbol úr lopa sem ein þeirra, Helga Ólafsdóttir hannaði og prjónaði. „Þegar við byrj- uðum að stunda sjósundið fyrir rúmu ári sáum við heilan flokk karlmanna hér sem voru í prjónuðum sund- skýlum úr lopa og við tókum þá til fyr- irmyndar, því það er eina vitið í sjó- sundi að klæðast lopa. Við köllum þessa karla alltaf Lopagengið.“ Útlendingar æpa af hrifningu Helga er búin að prjóna tvo sund- boli á sig sjálfa og einn á Elínu Ebbu, en Kristín Sigursteinsdóttir, sú þriðja í þessu kvennasjósundsgengi, prjón- aði sinn bol sjálf. „Ég þæfi bolina og þeir voru því mun stærri fyrir þæf- inguna en þeir eru núna. Það tekur því sinn tíma að prjóna hvern bol. Þessi klæðnaður okkar vekur ævinlega mikla lukku og útlendingarnir sem koma hingað sífellt fleiri í sjósund æpa upp yfir sig af hrifningu og spyrja hvar sé hægt að kaupa svona. Því mið- ur treysti ég mér ekki til að framleiða svona boli á færibandi,“ segir Helga Ólafsdóttir sem hefur þróað hug- myndina eftir að hafa reynt klæðin í sjónum. „Fyrsti bolurinn sem ég prjónaði er með grönnum hlýrum og stuttum skálmum, en nýjasti bolurinn er heill yfir axlirnar og skálmarnar síðari. Það veitir ekkert af að hafa þetta klæðmikið í kuldanum.“ Sjósundsflíkur úr lopa eru bestar Þær láta kulda og trekk ekki stoppa sig sjósundskonurnar sem koma í hverri viku í Nauthólsvíkina og baða sig í hafinu, enda eru þær vel búnar, hjúpaðar íslensku ullinni. Þær segjast vera orðnar fíknar í sjósundið og þennan daginn eru þær svo heppnar að selur veitir þeim óvæntan félagsskap. Skítakuldi Sjávarlöðrið lék um leggi þar sem þær óðu í land eftir sjósund- sprett. F.v Hafdís Hrund, starfsmaður í Nauthólsvík, Elín Ebba og Helga. Svalir Óskar Jónasson og nokkrir af félögum hans í Lopagenginu, en þeir hafa stundað sjósund undanfarin átta ár og synda allir í lopasundskýlum. Söngstund verður í kaffihúsi Gerðu- bergs sunnudaginn 25. nóvember kl. 14-16. Þar gefst kostur á að eiga saman góða stund og syngja og hlýða á söngva og sögu um fagurt sólarlag, kvöldvökur, rómantík og ævintýri í rökkrinu. Afhent verða sönghefti með söng- og kvæðalögum fyrir fjöldasöng en lögin eru blanda af íslenskum og er- lendum alþýðulögum. Bára Grímsdóttir og Chris Foster halda utan um söngstundirnar í sam- vinnu við Kvæðamannafélagið Iðunni og Menningarmiðstöðina Gerðuberg. Auk þeirra koma fram að þessu sinni m.a. Róbert Marshall, Davíð Arnórs- son og systurnar Þorbjarnarson og Veska Jónsdóttir frá Búlgaríu og sagnakonan Rósa Þorsteinsdóttir. Bára Grímsdóttir er af mörgum tal- in vera einn allra besti túlkandi þjóð- legrar tónlistar hér á landi og hefur hún flutt margs konar þjóðlaga- tónlist bæði hér heima og erlendis. Chris Foster kynntist þjóðlögum í uppvexti sínum í Somerset í Suð- vestur-Englandi. Chris hefur sett þjóðlagahefðina í nútímalegan bún- ing með sérstæðum og frumlegum gítarundirleik og sannfærandi söng- túlkun. Markmiðið með söngstundunum er að gefa fólki tækifæri til að koma saman í notalegu umhverfi og syngja og hlýða á íslensk og erlend alþýðu- lög. Viðburðurinn hæfir öllum aldurs- hópum og er aðgangur ókeypis. Söngstund í Gerðubergi Söngvar og sögur um rómantík og ævintýri í rökkrinu Tónlistarhjón Bára Grímsdóttir og Chris Foster eru áhugfólk um þjóðlög. Morgunblaðið/Golli Ef þú ert áhugamanneskja um góðan mat og vín getur verið skemmtilegt að skyggnast inn í það sem matgæð- ingar víða um heim eru að bralla. Vef- síðunni www.twohotpotatoes.com- halda úti vinkonurnar Angela MonDragon og Sarah Wicker. Þær eru báðar forfallnir sælkerar sem búa í Dallas og deila með lesendum sínum tilraunum í matargerð svo og ýmsum matar- og vínuppgötvunum. Vefsíð- una prýða fallegar myndir sem gam- an er að skoða og þar má líka finna uppskriftir fyrir þá sem langar að prófa eitthvað nýtt um helgina. Góð- ur matur og gleði í bland, þannig á líf- ið að vera í skammdeginu! Vefsíðan www.twohotpotatoes.com Góðgæti Á aðventunni er rétti tíminn til þess að njóta í mat og drykk. Sælkerar deila uppgötvunum Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Síðasti dagur listmálarans Elfars Guðna Þórðarsonar á sýningunni Frá Djúpi til Dýrafjarðar verður sunnu- daginn 25. nóvember nk. Þar sýnir Elfar Guðni Vestfjarðamyndir sem hann málaði í haust þegar hann og eiginkonan Helga Jónasdóttir dvöldu í þrjár vikur í Mannlífs- og menning- arsetri Önfirðingafélagsins að Sól- bakka á Flateyri. Elfar Guðni hefur sagt frá hinum mögnuðu áhrifum sem vestfirska náttúran hefði á hann og jafnvel gerði hann verklausan af hrifningu. Til þess að gera betur grein fyrir þessari upplifun og áhrif- um verður boðið til „trönuspjalls“ í sýningarsal Elfars Guðna, Svarta- kletti í Menningarverstöðinni á Stokkseyri kl. 15 á sunnudaginn og eru allir hjartanlega velkomnir. Endilega… Listmálari Elfar Guðni Þórðarson. …hlýðið á trönuspjall
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.